Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Það er svo greinilega af, sem áður var - og það þykir mér miður....

Sonur minn er að fara á árshátíð grunnskóla síns annað kvöld. Miðinn kostar 4.000 kr. og inni í því er þriggja rétta máltíð og hálfur líter af gosi. "Hversdagslegur klæðnaður er óheimill", er skýrt tekið fram á árshátíðarmiðanum.

Bíddu nú við, ég hef ýmislegt við þetta að athuga. Hvað er hversdagslegur klæðnaður? Er bannað að mæta í gallabuxum (þeim sömu og maður notar stundum í skólanum) og í skyrtu? Hálf þjóðin fer út að skemmta sér í sömu gallabuxunum og hún notar hversdagslega, en puntar "outfittið" með fallegum bolum/skyrtum, skóm eða töskum osfrv...... Á ég að senda drenginn minn í fermingarklæðunum, sem a.m.k. áður fyrr þóttu nær heilög fyrr en á fermingardag, eða á ég ofan á fermingarkostnaðinn, að bæta við árshátíðardressi. Þetta er líklega mun minna mál fyrir strákana en stelpurnar og vorkenni ég bara foreldrum stúlkna í þessum árgangi.

Og hvað með foreldra sem eiga kannski eitt fermingarbarn, en svo tvö eða jafnvel þrjú börn, í "unglingadeildinni". Þau eru að halda stóra fermingarveislu með tilheyrandi kostnaði, en þá dettur inn þessi árshátið, sem kostar 4.000 kr. per haus - tveimur dögum fyrir fyrsta fermingardag, og það með þessum skilyrðum, að bannað sé að vera í sínum hversdagslegu fötum. Erum við ekki búin að ganga full langt í því að kenna börnunum okkar að snobba???

Árshátíð Seljaskóla er haldin í Gullhömrum í Grafarvogi, og svo þegar ég fór að spyrja drenginn minn út í það, hvernig "fólk" ætlaði að koma sér þangað, þá kom í ljós að hann var nú þegar búinn að fá far - í bíl afa eins vinar síns, sem lítur næstum því út eins og "limmó", en er "bara" lincoln.... En það kom í ljós, að sumir skólafélagarnir höfðu pantað sér limmó!!!

Ég segi nú bara um leið og ég sýp hveljur......  VÁÁÁ. Common, þetta er nú bara árshátíð fyrir 13-15 ára krakka!! Af hverju þurfa 13 ára krakkar, sem enn eiga langt í bílpróf, að "arrive" á árshátíðina í limmó?? Ég hef tvisvar sinnum keyrt í limmó, einu sinni í Bandaríkjunum í útskriftarferðinni minni, þar sem okkur fannst við vera að "treata" okkur geðveikt, og svo í annað sinn þegar við héldum upp á afmæli vinkonu minnar, og vildum koma henni á óvart. Og í bæði skiptin var þetta stórmál og okkur fannst þetta öllum frábært!! Þetta var ekki eitthvað sem við vorum vön eða eitthvað sem við litum á sjálfsagt, en nú eru 13 ára krakkaskrattar, að heimta að keyra á árshátíð í limmósínu.............. !!!

Og þau mega ekki vera í neinum af sínum venjulegu fötum, og eiga að borða þríréttað líka..... já, það er sko af það sem áður var, þegar árshátíð grunnskólanema var bara smá diskó á einhverjum af stöðum bæjarins.

Og ég get ekki látið vera að spyrja: Hverjir eru það, sem viðhalda háum lífsstandardi þjóðarinnar? Ekki taka börnin upp á þessu af sjálfu sér! Vita þau yfirhöfuð að maður getur pantað sér limmó, eða er ég bara ógeðslega "halló"? Ég vil bara biðja þá foreldra, sem eru svona æst í að koma sínum börnum inn í "þotuliðið", að bíða, og leyfa blessuðum krökkunum að velja sjálf hvað þau vilja. Þau eru bara 13 ára, og ég veit að tímarnir breytast og mennirnir með, en vá, ekki einu sinni mér, (sem þó þyk

 

 


Áreiðanleiki..........

Óneitanlega vekur það athygli, hve mikil þáttaka var í kosningunum, eða mest 25%!!! Segir þetta til um félagsvitund fólks og/eða málskilning?? Það vekur auðvitað athygli, að fyrirsögnin skuli vera jafn villandi og hún er... "yfirgnæfandi hluti kjósenda vilja þetta.... "  þegar það ætti að hljóma; "aðeins 25% tóku afstöðu þegar þetta var rætt, og xxx margir kusu jákvætt.... " ....eða á mannamáli, þetta mörg prósent kjósa þennan samning..... og svo kemur svolítið seinna, en það var reyndar aðeins 25% þátttaka!!!

Mjög áreiðanlegt.... !!!


Hverskonar samningar???

Okey, okkur langar til að vita, hvað þeir höfðu, hvað þeir fá nú og hvað þeir telja sig hafa grætt við þessa samninga......

Ef það er einhver sem vill vera svo vænn og svara því..... ég spyr bara af forvitni en ekki af því að ég er að gagnrýna..... ekki ennþá allavega!! Mér leikur í það minnsta forvitni á, hvað þið eruð að fá í laun, svo ég geti notað það sem viðmiðun í mínum yfirvofandi kjarasamningum!!!


mbl.is Kjarasamningarnir samþykktir með miklum meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brostin áramótaheit....

Ég get nú alveg farið að viðurkenna þá staðreynd fyrir sjálfri mér, að áramótaheit síðustu áramóta eru ónýt.... fyrir löngu! Ég setti engin formleg heit, en lofaði sjálfri mér í hljóði ýmsum hlutum, flestallir áttu að bæta heilsu mína og vellíðan og stuðla að hollari lífsháttum. Enga þeirra hef ég þó ennþá tekið upp, ekki að ráði að minnsta kosti Blush og ef svo vill til, að ég lifi eftir þessum "nýju" lífsreglum í meira en tvo daga í röð, finnst mér ég hafa verið svo dugleg, að ég megi verðlauna sjálfa mig þriðja daginn.... sem sagt með því að brjóta heitin.

Ég ætlaði að fara að sofa fyrir miðnætti á virkum dögum, og allavega ef ég ætti morgunvakt daginn eftir. Ekki hefur þetta nú alveg gengið eftir..... ég hef reyndar stundum farið snemma að sofa, en þá snemma um morguninn, þegar ég hef verið að koma af næturvakt. Maður fer varla mikið fyrr að sofa en kl. 9 um morguninn!! Eitt skiptið bætti ég um betur og fór að sofa kl. hálf sjö um morguninn, en þá var ég reyndar að skríða heim af djamminu Shocking..... á víst ekki mikinn heiður skilinn fyrir það skiptið!

Ég ætlaði að drekka meira vatn, keypti þessa fínu vatnskönnu sem ég ætlaði dag hvern að fylla af góðu, íslensku kranavatni og bæta út í ýmist sítrónu eða engiferrót. Ojú, jú, víst hef ég gert það, þ.e.a.s. fyllt á könnuna, en yfirleitt skipti ég svo bara um vatnið þegar sítrónan/engiferið er farið að setjast á botninn í könnunni..... og lofa sjálfri mér svo enn og aftur í hljóði, að í þetta skiptið muni ég tæma könnuna í belginn á mér en ekki í eldhúsvaskinn. Mér finnst bara kók svo miklu, miklu betra..... og í alvöru, þá væri hagnaður Vífilfells minni ef stuðningur minn við fyrirtækið kæmi ekki til.

Ég ætlaði líka að vera duglegri að borða ávexti..... úff púff, ekki veit ég af hverju ávextirnir eru miklu girnilegri í ávaxtaborðum stórmarkaðanna heldur en í körfunni á eldhúsborðinu hjá mér. Mig langar bara aldrei í þá..... allavega ekki í dag, en kannski á morgun - en þá er ég yfirleitt búin að gleyma því. Ég tek það þó fram, að ég er ekki að fylla magann af sælgæti, kökum eða kexi í staðinn, því ég er ekki svo mikil sætabrauðskelling, en einhvernveginn langar mig alltaf mest í brauð með osti þegar mig langar í millibita. Verð nú samt að monta mig af því, að einstaka sinnum hef ég skorið melónur niður og sett vínber í skál og þá höfum við mæðginin stútað því yfir sjónvarpinu. Og ég hendi aldrei alltof þroskuðu og hálfónýtu ávöxtunum í ruslið..... fuglarnir elska þá og svo baka ég bananabrauð handa unglingnum úr brúnu bönununum (eða banönunum...?)

Ég ætlaði í göngutúr a.m.k. þrisvar í viku eða allavega þar til færi að viðra aftur fyrir golfið og línuskautana mína, en einhvernveginn er maður alltaf svo latur þegar maður kemur heim, eða áður en maður fer af stað..... eða bara alltaf. Ég réttlæti þennan lið þó með því, að ég hleyp og geng ansi mikið í vinnunni, og kannski er ekkert gott að hreyfa sig of mikið heldur .... Wink  ..... og er ekki bara gamla góða heimaleikfimin best (og allavega skemmtilegust)?? Tounge

Magaæfingar átti einnig að gera á hverju kvöldi fyrir svefninn, en þar sem ég er yfirleitt að fara svo seint í svefninn, er ekki hægt að ætlast til að maður fari að tefja sig á magaæfingum. Auk þess stend ég alloft upp úr sófanum á kvöldin.... úr liggjandi stellingu, sko!!! ..... og það hlýtur nú að telja eitthvað.....

Kannski er enn von, kannski ég byrji bara eftir fermingu unglingsins...... kannski er þetta bara allt spurning um hugarfars breytingu?!? Þetta bara hlýtur að koma með vorinu, svona um leið og sjónvarpsdagskráin fer að verða ömurleg, ég bara trúi ekki öðru..... ég allavega held í vonina Cool


Takk sól!

Ég gleymdi að þakka í dag....... Blush

Og í dag ætla ég að þakka fyrir sólina, sem kíkti á okkur og yljaði, að minnsta kosti mér, um hjartaræturnar og annars staðar Wink 

Stofugluggarnir líta ekki vel út, þegar sólin skín á þá óþvegna, og þar með varð sólin til þess að ég tók mig til og þvoði gluggana.

Takk sól Smile


Lögreglu-fóbía...

Af einhverri óskiljanlegri ástæðu, er ég haldin löggufóbíu af verstu gerð. Ég fæ bara í magann þegar hún keyrir fyrir aftan mig, stoppar við hliðina á mér á ljósum eða er stopp á gatnamótunum gegnt mér. Ef ég sé löggu, er allt tékkað, öryggisbeltið, ljósin, taskan og piparúðinn (nei, djók). Sonur minn segir að ég sé klikkuð, því fyrir nokkrum árum ætlaði ég að taka bensín einhversstaðar en hætti við, vegna þess að það var löggubíll stopp fyrir framan bensínstöðina.... löggurnar þá væntanlega inni og það fannst mér næg ástæða til að keyra á næstu stöð. Ég keyrði inn á planið, sá löggubílinn og keyrði út af aftur, og þetta hefur sonur minn oft notað sem háð á mig, þegar hann ætlar að segja fyndnar sögur af mér í fjölskylduboðum.

Ekki það að ég hafi ástæðu til að hræðast lögregluna neitt sérstaklega, ég var kannski pínu villtur unglingur og lögreglan hafði einstaka sinni afskipti af okkur vinkonunum, en bara eins og þegar við keyrðum óvart NIÐUR Hverfisgötuna (þegar hún var ekki tvístefnugata eins og nú), fórum öfugan hring á hringtorginu við Háskólabíó og kannski 1-2 í einhverjum bæjarferðum. Vinkona mín átti pínulítinn Fiat Panda-bíl, og eitt sinn þegar við vorum fyrir utan Hlölla að fá okkur að borða, komu einhverjir strákar sem við þekktum, (gott ef einhver þeirra er ekki bara alþingismaður í dag og annar......), sem fannst það ógeðslega fyndið að raða sér í kringum bílinn, lyfta honum með okkur báðum inni í (með Hlöllann í kjaftinum), bera hann út á Aðalstræti og stilla honum þar í öfuga akstursátt. Svo rifu þeir bíllyklana úr svissinum, hlupu í felur og biðu þess sem myndi gerast. Og við gátum bara ekkert gert í málinu, þar sem við vorum ekki með bíllyklana lengur, alveg sama hvað umferðin á móti okkur flautaði og gaf okkur "fokk"-merki fyrir að stöðva Aðalstrætið algjörlega á "aðal-rúnttímanum", en eins og 17-18 ára stúlkna er von og vísa, gátum við ekkert annað en hlegið og flissað. Það er líklega óþarft að taka það fram, að lögreglunni fannst þetta ekki hið minnsta fyndið!!!

Hitt er svo annað mál, að ég hef oft séð lögregluna vera óþarflega hrottalega, (að mínu mati), og mín skoðun var lengi sú, að í lögregluna veldust að stórum hluta menn sem ekki nytu virðingar í samfélaginu, nema þegar þeir bæru þennan einkennisklæðnað, sem löggan ber. Það sama finnst mér um dyraverði, sem bara í krafti stöðu sinnar geta beitt ruddaskap, talað dónalega við fólk og sýnt vald sitt. "Hér ræð ég"-syndromið, fylgt eftir af uppþöndum brjóstkassa þoli ég bara ekki, alveg sama í hvaða stöðu fólk er sem þjáist af þessu syndromi.

Það skýtur því nokkuð skökku við, og varð mér töluvert áfall að uppgötva það, að á vinnustað mínum á Slysadeildinni, er lögreglan alltaf á vakt allar nætur og svo allan sólarhringinn um helgar. Ég get að sjálfsögðu ekki forðast kaffistofuna okkar, þar sem lögreglan heldur til mest af vaktinni..... ég þarf nú að borða, komast í kaffið og stundum sjá fréttirnar eða slaka á á nóttunni...... svo það var nokkuð ljóst að þessa hræðslu yrði ég að yfirvinna. Auk þess er lögreglan tíður gestur á Slysadeildinni, oft er hún að fylgja fólki eftir slagsmál, nauðganir, færa handtekna menn til aðhlynningar, kemur til að tala við fólk eftir ýmsa atburði osfrv. ofrv. Það má því segja, að lögreglan sé allt í einu orðinn svolítill samstarfsaðili minn núna..... Shocking Og ég verð nú að segja það, að flestir þessarra lögreglumanna eru nú bara fólk eins og við, ég skil ekki af hverju ég var að hræðast þá. Það er vel hægt að tala við þá íslenskt mannamál og sumir hafa jafnvel húmor, eins og við hin!!

Hins vegar tók ég ekki allt með í þetta dæmi. Sé fólk tekið og grunað um ölvunarakstur er það í flestum tilfellum læknavaktin, sem sér um að taka blóðprufur úr þessu fólki. Öðru máli gegnir, ef fólk hefur lent í árekstri, velt bílnum sínum eða eitthvað því um líkt og þarfnast skoðunar á Slysadeild. Þá kemur lögreglan með fólkið þangað, og við tökum blóðprufurnar úr fólki. Þessu lenti ég í um daginn, og kláraði með glæsibrag, þrátt fyrir að hafa 5 lögreglumenn standandi yfir mér - ég titraði ekki einu sinni hið minnsta Smile En svo þurftum við að fylla út eyðublað í þríriti og þá komst ég að því, að ÉG, persónulega, á að fá greiðslu frá Lögreglunni fyrir það að taka þessa blóðprufu. Og þetta er greiðsla sem nemur á annað tug þúsunda svo mann munar nú líklega alveg um hana.... ég þarf "bara" að mæta með mitt afrit af eyðublaðinu og skila inn á Lögreglustöðina á Hverfisgötunni. Og þar stendur nú hnífurinn í kúnni, eins og maður segir.

Það getur vel verið að ég hafi yfirunnið hræðslu mína við lögreglumennina sjálfa, sérstaklega þegar ég sé þá kasta þessum stóru beltum sínum, með kylfu, talstöðvum og fleiru áfast á sófann okkar á Slysó....... en bíddu, bíddu, ég var ekki alveg búin að samþykkja að þurfa að labba sjálfviljug inn á sjálfa lögreglustöðina!!!

Svo hér með auglýsi ég þennan seðil upp á greiðslu, til sölu!! LoL Þú þarft bara að borga mér andvirði hans, taka seðilinn og labba með hann inn í munn hákarlsins ógurlega...... en ég lofa, hann bítur ekki!

CryingLoLCool


Alltaf að muna að þakka..... ekki gleyma því.....

Og fyrst ég er í þakkargírnum, þá man ég eftir því, að ég lofaði um daginn að ég myndi hvern dag þakka fyrir eitthvað, sem manni finnst alla jafna alveg sjálfgefið. Svo nú byrja ég:

1). fimmtud. 6. mars: Ég er þakklát fyrir að eiga foreldra mína að - eins og ég nú alltaf er, þótt það heyrist sjaldan, en nú skal verða bót á því!!

2). miðvikud. 5. mars: Þá var ég þakklát fyrir að eiga tvo fætur að standa í, til að fóta sig í snjóleysunum þann daginn......

3). þriðjud. 4. mars: Var ég þakklát fyrir þann eiginleika minn að geta sofnað fljótt og sofið djúpt í stuttan tíma, þar sem ég átti tíma í klippingu og litun 4 tímum eftir að næturvaktinni minnni lauk Wink

4). .....þarna hefndist mér fyrir næstu þökkun á eftir, þar sem það var mikið að gera í gipsvinnunni aðfaranótt þriðjudags...... en ég get þó þakkað fyrir að það var ekki ég sem var að fá gips ........ Blush .... þakka hér með fyrir það....

5). mánud. 3. mars: Var ég þakklát fyrir það, að Íslendingar slepptu því að brjóta bein sín mikið...... svo ég þurfti ekki að setja allt of mörg gips á fólk þann dag.

6). sunnud. 2. mars: Var ég þakklát fyrir að vakna við hliðina á einhverjum, sem hélt utan um mig Wink

7). laugad. 1. mars: Var ég þakklát fyrir það, að eiga ennþá gjafakortið í Kringluna sem ég fékk í jólagjöf frá Inpro síðustu jól - það kom sér vel upp í stígvélin sem ég keypti mér þann daginn Cool

8). föstud. 29. feb: Var ég að vinna á blóðmeinadeildinni og var þakklát fyrir það að vera ekki með hvítblæði, mergfrumuæxli eða eitilfrumukrabbamein.... og þurfa ekki að ganga í gegnum þessar meðferðir sem það fólk þarf að gera..... úff, úff......

9). fimmtud. 28. feb: Var ég bara sofandi og glöð yfir því að vera allavega bara sofandi en ekki dauð.......

..............Er ég ekki alveg að komast að þeim tíma, þar sem ég lofaði að þakka á hverjum degi fyrir eitthvað.....?

Til vonar og vara......

10). miðvikud. 27. feb: Þarna kom mamma í kaffi, og þá var ég bara glöð, að ég átti kaffi til að bjóða henni upp á LoL - og glöð yfir því að eiga "gamla" konu fyrir vinkonu, sem nennir að kíkja í kaffi til mín!! Tounge

Góða nótt!


Það er gott að eiga góða foreldra !!!

Seinni partinn í dag fór ég og keypti inn fyrir fermingarskreytingar. Drengurinn vill hafa blátt og lime-grænt, svo í þeim stíl var verslað...... kerti, dúkaborðar, gerviblóm, lögð inn pöntun fyrir ferskum blómum, keyptir bakkar undir kerti, oasis-kubbar og margt fleira.

Ég get nú alveg komist í smá "ecstasy", þegar ég kemst í svona innkaupaleiðangra - mig langar í allt, og allt sem glitrar og glóir nær athygli minni..... Ég veit vel að sonurinn fílar ekkert silfrað með glitri en mig langar bara svo mikið að kaupa allt þetta dót Cool Ég ætti kannski að taka að mér að skreyta annarra manna veislur, því ég hef ótal þemu í gangi í höfðinu, get séð fyrir mér hvíta brúðkaupið, bleiku ferminguna, hráu ferminguna, ferminguna í steinastílnum og margt fleira. Það liggur við að mig langi til að ferma oftar en einu sinni núna.....

Móðir mín var með, mér til halds og trausts. Veislan fer fram á heimili foreldra minna, svo ég hélt að hún hefði betri yfirsýn yfir, hvað vantaði og hvernig borðskrauti skyldi háttað - líka var hún góð í að bremsa mig af í mínum loftköstulum. Já, þegar ég kemst á flug, þá flýg ég!!! Smile

En þegar við komum að afgreiðsluborðinu í Garðheimum, kom næstum til slagsmála milli okkar mæðgna. Hún ÆTLAÐI að borga, þau pabbi voru búin að ákveða að styrkja okkur á ýmsan hátt í fermingunni og þetta var einn af þeim hlutum sem hún ætlaði bara að gera!!! Mér fannst það dauðpínlegt..... þetta var ekki það sem ég hafði í huga, þegar ég bað hana að vera með mér að velja borðskreytingar. Og þarna var ég búin að vandra um Garðheima eins og fín frú, tínandi hitt og þetta ofan í körfuna - kannski myndi ég nota þetta, kannski ekki.... en allavega betra að hafa þetta líka með, og já, þetta líka.... osfrv. Hinir og þessir smáhlutir fengu að fjúka með í körfuna, svona fyrst ég var að þessu á annað borð Pinch Það er sko alveg öruggt að ég hefði verslað nákvæmlega eins hefði ég verið alein og borgandi, en aðeins (mikið) öðruvísi, hefði mig grunað að mamma ætlaði að taka upp kortið í lok verslunartúrsins.

Mig langaði að skila helmingnum af því sem ég hafði valið, þegar mamma heimtaði að fá að borga. Ég hefði þá kannski getað tekið aðeins ódýrari kerti, ekki þetta skrautdót, ég þurfti örugglega ekkert þessa efnisborða..... ég hefði bara valið allt öðru vísi ef ég hefði vitað það. Úff, hvað mér fannst þetta óþægilegt.

En á sama tíma hugsaði ég, vá, hvað ég er heppin að eiga svona frábæra foreldra, sem alltaf eru til staðar fyrir mig og son minn, eru alltaf viljug til að passa þegar ég er að vinna, eru til í að leggja hús undir fermingarveislu unglingsins, færa til húsgögn og hjálpa til með matargerð, eyða dögunum fyrir ferminguna í pælingar með mér og tilfæringar heima hjá sér og á allan hátt bjóða fram aðstoð sína - algjörlega óumbeðin og af fúsasta vilja. Þetta hlýtur að vera skilyrðislaus ást - og hún er það þá líklega á báða bóga InLove


Mannfýlur sem nágrannar.....

Ég á nágranna, sem ég ætla ekki að nafngreina, en á mínu heimili gengur hann undir nafninu "Mannfýlan". Þessi maður virðist ekki eiga sér annað líf, en að sitja um nágranna sína og gera þeim allt það sem hann getur til miska.

Hann gerir sér ferðir niður um marga stiga, bara til þess að færa hjól barnanna í blokkinni, frá "ólöglegum" stöðum og niður í hjólakjallara. Það er auðvitað hann sem ákveður hvaða staðir eru "löglegir" og hvaða staðir eru "ólöglegir".

Ef einhver gerir sér stutta ferð út fyrir aðaldyrnar og viljandi skilur þær eftir opnar (væntanlega vegna þess að þeir eiga afturkvæmt með einhvern farm stuttu síðar), þá er Mannfýlan búin að spotta þetta brot á sambýlislögunum, hleypur niður stigana, bara til þess að skella hurðinni í lás og svo upp aftur - og hann er AF léttasta skeiðinu, skal ég segja ykkur.

Sérstaka óbeit hefur hann á mér, einstæðu móðurinni, sem allajafna er annaðhvort að vinna um helgar, ekki heima eða heima í rólegheitum með syni mínum. Á þeim tveimur árum, sem ég hef búið í þessum stigagangi hef ég tvisvar sinnum haldið gleðskap sem stóð lengur en til kl. eitt eftir miðnætti og hann hringdi í bæði skiptin á lögregluna..... Crying 

Eitt sinn kom vinur minn einn að sækja mig, við ætluðum að fara út og fá okkur smá snarl. Veðrið var mjög leiðinlegt, svo vinur minn fór úr skónum fyrir utan dyrnar hjá mér, en þegar við ætluðum að fara 10 mínútum seinna, voru skórnir horfnir. Ég bankaði upp á hjá næstu nágrönnum mínum, hélt kannski að einhverjir krakkar hefðu verið að gera grín og fela skóna, en þeir bentu allir á Mannfýluna - könnuðust flestir við að hann hefði gert eitthvað svipað gegn þeim. Ég fann skóna niðri í hjólakjallara!! Þá hafði Mannfýlan greinilega verið á heimleið, gengið fram hjá mínum dyr og blöskrað svo að sjá þessa karlmannsskó þar fyrir utan, svo hann gerði sér ferð með skóna niður um 28 tröppur og svo aftur upp um þessar 28 plús 14 í viðbót - bara til að ergja mig, og sanna fyrir umheiminum hversu ömurleg manneskja hann væri, og hversu lítið annað hann hefði að gera í þessu lífi. Þegar ég bankaði upp á hjá honum, vopnuð skónum, fannst honum ekkert athugavert við það að hafa tekið skó, sem tilheyrðu honum ekki hið minnsta og grýtt þeim niður í kjallara. "Það eiga ekki að vera skór í stigaganginum!!!" ..... það skal tekið fram að það er hægt að telja það á fingrum annarrar handar, hversu oft eitthvað hefur staðið fyrir framan dyrnar mínar annað en ég og fólk sem á erindi til mín.

Einu sinni grýtti hann húsreglunum í höfuðið á syni mínum, af því að honum varð það á að opna dyrnar þegar Mannfýlunni datt í hug að banka upp á hjá mér - vegna þess að ég sló einn nagla fastann kl. 22:30, nagla sem var í gluggakarminum og hélt uppi stórum hluta af jólaseríunni. Ég meina, common, sé svoleiðis alltaf að gerast getur maður fríkað, en getur maður séð í gegnum fingur sér þegar hlutir gerast í eitt stakt skipti???

En það tók nú út yfir allan þjófabálk, þegar ég sá kallinn vera að sparka til fæðinu sem ég hafði sett út fyrir fuglana. Jú, vegna þess að það var of nálægt húsinu að hans mati - (það eru örugglega til einhverjar reglur sem kveða til um fjölda metra frá byggingum, sem leyfilegt er að gefa fuglunum að borða - greinilega stjórnar Mannfýlan því a.m.k. í okkar blokk)!! Þetta fór greinilega svo í skapið á kallinum, að hann gerði sér enn og aftur ferð, lyfti sínum rúmlega 70 ára rassi upp og hljóp niður tröppurnar, til þess að eyðileggja hádegismatinn fyrir smáfuglunum (!), hljóp upp aftur og settist í spæjarastólinn sinn..... kominn á nágrannavaktina aftur.

Ég segi nú bara: Fáðu þér líf, Mannfýlan þín!!! Og láttu okkur hin í friði. (Eða, fáðu þér einn á you know what, ef það gæti létt lundina eitthvað pínulítið).....


Danir eru auðvitað vænsta fólk......

Það ætti auðvitað að koma fram, að ég þekki líka fullt af Dönum, sem eru hið vænsta fólk...... þetta er bara svona, ef þú tekur meðaltalið, og við það stend ég fullkomlega, þ.e. það sem ég sagði í fyrri færslu...Cool

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband