Ójá, pólitísk heift er vissulega rétt orð yfir þessa ríkisstjórn....

Já, ekki get ég verið annað en sammála síðustu tveimur viðmælendum í þessarri frétt. Þarna ræður pólitísk heift ríkjum, pólitík sem engin rök á fyrir sér önnur en að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Þessi heift er svo gífurleg að ekkert annað kemst að og lítur ekki út fyrir að neitt annað sé í sjónmáli hjá þessarri blessuðu nýju stjórn. Það verður gaman að sjá framan í Jóhönnu þegar hún uppgötvar að Forsætisráðuneytið ber ábyrgð á um 100 fleiri málum en hún hafði ímyndað sér, málum sem hún vissi ekki einu sinni að heyrðu undir ríkisstjórn enda kellingunni verið einblínt á félagsmálin og ég efast um að hún viti einu sinni hvað skammstöfunin IMF stendur fyrir. Það verður gaman að sjá, þegar hún rennur á rassinn vegna þess að allt í einu er hún stödd í stórum ólgusjó þar sem hún kann ekki einu sinni að synda og engir björgunarhringir eru nálægir.

Ég ætla ekki einu sinni að byrja að minnast á Steingrím Joð og Ögmund.... Guð blessi þá báða og helst í gömlu, bláu Volvo-druslunni hans Steingríms.... ætli hann fari í henni á fjöllin í sumar í stað 10 milljóna Toyota jeppans síns?? Hefði ekki verið við hæfi að hann hefði farið í einhvern búning í þessu leikriti sínu þegar leiksviðið var bílastæði Bessastaða? Kannski sett á sig hárkollu í anda Hair-söngleiksins og dansað berrassaður um.....

Vissulega athyglisvert að í vanhæfri ríkisstjórn skuli allt í einu helmingurinn vera hæfur og geta setið áfram, eða töldust þessir aðilar aldrei til ríkisstjórnar?? Djö.... hefur Ingibjörg látið taka sig í bakaríið á meðan hún var í veikindaleyfi, og það af sínum eigin flokki!! 


mbl.is Pólitískar hreinsanir og heift
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Það er ekki hægt að skilja hvert þú er að fara með þessum skrifum?????

Sérstaklega eftir að hafa lesið blogg frá þér skrifað 10, jan, þar finnst þér hræðilegt hvernig komið er fyrir vinkonum þínum, ég skil ekki...... Eru 2. manneskjur sem skrifa þetta blogg ????  Er ekki Sjálfstæðið búin að vera við stjórn síðustu... hvað 18. ár ??? og Framsókn með þeim ??? Hvaða stjórn var það sem kom þessum vinkonum þínum í þessa stöðu ????

Samfylking er og var aðeins búin að vera við stjórnvöld í 18. mánuði og Vinstri Grænir búnir að vera í stjórnar-andstöðu í einhver 15.ár. Samt viltu fá Sjálfstæðið aftur í stjórn ??? til að koma okkur endanlega á hausinn eða hvað ??? Hvað hefur breyst svona mikið hjá þér á 2. vikum. þú virðist ekkert vita í hvorn fótinn þú átt að stíga. Nei nei...  vildi bara láta þig vita hvað þetta eru miklar andstæður hjá þér, svona séð utanfrá. Vonandi var ég ekki mjög leiðinleg við þig   Af hverju eru Sjálfstæðismenn búnir að ákveða það  fyrirfram að þessi stjórn sé vonlaus ???  Er það bara í eðli Sjálfstæðismanna að vera svona svartsýnir eða er það bara þetta gamla að það geti ekki aðrir stjórnað nema þeir ??? Síðast þegar ég vissi þá kallast þetta hroki......

Það er ágætt regla að mála ekki skrattann á vegginn fyrr enn hann er komin á hann......

Sigurveig Eysteins, 4.2.2009 kl. 05:45

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Sammála þér Lilja.

Best væri fyrir þessa þjóð að fá Sjálfsstæðisflokkinn einráðan til valda og Davíð einráðan í Seðlabankanum. Þá færðist allt til betri vegar. Að þurfa druslast með aðra stjórnmálaflokka í stjórnarsamstarfi kostar bara stórkostlegt vesen og tómt tjón, eins og við blasir í dag.

Það væri örugglega betur komið fyrir þínum vinkonum hefði Sjálfsstæðisflokkurinn einn fengið að stjórna þessu landi. Já og bara öllum landsmönnum  væri betur borgi.

Það er afar kátbroslegt að fylgjast með ráðamönnum þeim er hér ráða í dag. Jóhanna segir: Við þurfum að huga að inngöngu í Efnahagsbandalagið (góður guð á himnum forði okkur frá því).
Steingrímur Joð segir: Við þurfum að taka upp norska krónu.
Sif styður ekki hvalveiðibann en Steingrímur Joð er með því.

Össur segir: að ákvæði í stjórnarsáttmála um engin ný álversáform hefðu hvorki áhrif á álver í Helguvík né undirbúning álvers á Bakka við Húsavík.  Kolrúnu H.sagði í fréttum Ríkisútvarpsins þann sama dag að álverið á Bakka væri ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar.
Já, þetta er ósamtaka dans sem stíginn er í Alþingishúsi okkar landsmanna þessa dagana.
Birkir ætlar ekki að verja stjórn sem ekki styður álver á Bakka.

Þetta er bara brot af samtakamættinum sem er í gangi í nýju ríkisstjórninni okkar. 

Hef ekki þá trú að þessi stjórnartaktur haldi í 80 daga.

Mér sýnist skrattinn sitja á veggnum og hlægja af árangri "eldhúsáhaldabyltingarinnar"

Hittumst í Nettó

Guðrún Þorleifs, 4.2.2009 kl. 17:59

3 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Sigurveig: Ég sé ekki að Sjálfstæðisflokkurinn beri ábyrgð á ástandi vinkvenna minna frekar en hann ber ábyrgð á atvinnuleysi í USA eða Bretlandi. Það er kannski þín trú en þá ert þú vel að núverandi stjórn komin. Megir þú njóta. Ég vil hins vegar hafa hæfa einstaklinga í ráðuneytunum, fólk sem hefur þekkingu á málefnum viðkomandi ráðuneyta. Mér finnst Jóhanna Sig. ágæt en mér finnst hún ekki hafa neitt að gera í Forsætisráðuneytinu, til þess er hennar þekking of þröng. Og já, mér finnst Steingrímur J. Sigfússon vera vitleysingur og ekki hafa hundsvit á fjármálum. Það væri þó óskandi að þau tækju til starfa í stað þess að eyða fleiri dögum í að afturkalla lög og ákvarðanir sem fyrri ríkisstjórn tók, í stað þess að segja upp stjórnum og fólki hist og her til að koma eigin fólki að..... hvað gagnast skipti á Forseta Alþingis okkur almenningi? Ekkert. Eina markmiðið með svona skiptum er valdapot og hefndaraðgerðir gegn Sjálfstæðisflokknum. Ég hef ekki nokkra trú á þessarri stjórn og ég er viss um að það á eftir að koma í ljós að hún er ekki starfinu vaxin.

Guðrún min kæra: Ég er sammála þér, að skrattinn er búinn að koma sér fyrir á veggnum og hann er skellihlæjandi!!!

Lilja G. Bolladóttir, 5.2.2009 kl. 01:42

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég verð að vera algjörlega ósammála þér núna Lilja, mér finnst núverandi stjórn betri og trúverðugri en sú sem flæmd var frá í eldhúsáhaldabyltingunni.  Reyndar er allt betra en fyrrverandi stjórn, sem hafði enga stjórn á málunum hérna á Íslandi.  Ég er fyrrverandi kjósandi Sjálfsstæðisflokksins, ég mun aldrei aftur kjósa þann flokk aftur í Alþingiskosningum.  En ég kýs hann hiklaust hérna á Seltjarnarnesi, þar sem hann hefur unnið fyrir fólkið.  Hér er gott að búa fyrir einstæðar mæður. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.2.2009 kl. 02:25

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Lilja mín fórstu öfugu megin fram úr?

Hólmdís Hjartardóttir, 5.2.2009 kl. 10:31

6 Smámynd: Helga Linnet

Þeir eru alltaf jafn yndislegir þessir pistlar þínir og svo sannir....

Annars vil ég gefa Jóhönnu séns en Steingrím Joð.....veit ekki...ekki svo viss um hann! Hef áhyggjur af því að núverandi "græðgi" flokkar ráði við þessar aðstæður sem hafa myndast á Íslandinu góða síðastliðna mánuði....en sjáum til. Er róleg í bili!!

Helga Linnet, 5.2.2009 kl. 10:33

7 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Jóna; það er bara í fínu lagi að vera mér ósammála, ég bara samsvara mig ekki í þeim hópi sem hlakkar svona yfir valdabrölti nýju stjórnarinnar. Þetta er bráðabirgðastjórn, með minnihluta á Alþingi, ekki lýðræðislega kjörin og hennar hlutverk er að halda landinu á floti fram að kosningum, EKKI að afturkalla lög og ákvarðanir fyrri stjórnar og EKKI að segja upp stjórnum, fólki og pota sínu eigin liði að hér og þar. Ég vildi óska þess að þau kæmu sér að verki í stað þess að eyða tímanum í þessar aðgerðir. Fínt að segja upp Seðlabankastjórum, þar var þjóðin sammála enda Davíð búinn að sýna af sér algjör afglöp í starfi og ábyrgðarleysi, en hvað gagnast aðrar hrókeringar okkur almenningi í augnablikinu? Ég hef enga trú á þessarri stjórn og þótt Jóhanna sé ágætis stjórnmálamaður þá hefur hún ekki hugmynd um helminginn af því sem fram fer í Forsætisráðuneytinu - OG ÞETTA VEIT ÉG. Og það á eftir að koma í ljós.

Hólmdís; Nei, ég fór ekki öfugt fram úr, þetta er mín skoðun og hefur alltaf verið. Að öðru leyti sjá svar hér að ofan til Jónu.

Helga mín besta; eins og ég hef margoft sagt áður, Jóhanna er ágæt en á röngum "pósti" þarna og ég endurtek enn og aftur að mér finnst Steingrímur Joð algjör vitleysingur og fer barasta ekkert ofan af því.

Lilja G. Bolladóttir, 5.2.2009 kl. 15:23

8 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

satt og rétt Lilja mín

Kristín Bjarnadóttir, 5.2.2009 kl. 16:46

9 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Hjúkrunarfræðingur og einstæð móðir sem styður Sjálfstæðisflokkinn! Ja, detti mér allar dauðar ..!

Páll Geir Bjarnason, 5.2.2009 kl. 17:33

10 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Didda mín:  sumir eru bara eins og hestarnir með augnblöðkurnar og láta stjórnast af múgæsingu. Ég er viss um að helmingurinn af mótmælendum hefur ekki einu sinni hugmynd um hverjir starfa hvar osfrv. Bara ógeðslega gaman að taka þátt í svona mótmælum, uppreisn og "partýi" eins og þetta oft á tíðum leit út fyrir að vera. Ef helmingurinn af þessu fólki hefði hagfræðimenntun eða stjórnmálafræðimenntun eða bara smá þekkingu á stjórnsýslu landsins þá myndi það örugglega líta öðruvísi á málin.

Páll: Já, megi þér allar dauðar detta einhversstaðar frá. I don't care (þótt ég sé hjúkrunarfræðingur). 

Og ég get ekki á mér setið að segja eftirfarandi:

Í hvert skipti sem ég les yfir kommentin við færslu minni, les ég í gegnum kommentið frá örugglega ágætri Sigurveigu, en undra mig alltaf jafn mikið á röksemdum hennar og orðum, svo ég get ekki látið hjá líða að koma með annað komment við hennar komment....

Frú Sigurveig, ég veit vel í hvorn fótinn ég stíg og þegar ég les í gegnum umrædda færslu mína frá 10. janúar get ég HVERGI séð að ég hafi fært Sjálfstæðisflokkinn í tal, hvorki í samhengi við vinkonur mínar né nokkuð annað í færslunni. Þannig hefur ekkert breyst hjá mér síðustu tvær vikur. Og ég get ekki heldur komið auga á þessar andstæður "utan frá" í mínum skrifum, sem þú nefnir..... ég var ekki með eða á móti neinum stjórnmálaflokkum í færslu minni 10. janúar svo ég fæ ómögulega séð hvernig ég á að hafa breyst í minni afstöðu síðan þá, samanborið við síðustu færslu mína. Þú veist örugglega að það er kreppa í öllum heiminum? Og þú veist líklega líka að það er atvinnuleysi alls staðar, ekki bara á Íslandi, þessa dagana?? Veist þú örugglega í hvorn fótinn þú stígur eða ertu lesblind??? Eða ertu kannski með fyrirfram mótaða fordóma gegn Sjálfstæðisflokknum og mínum skoðunum, svona fordóma eins og þú ásakar mig fyrir að hafa? Er það kannski í þínu eðli að lesa allt sem ekki samsinnir þínum skoðunum sem "pro-Sjálfstæðis", ert þú kannski að setja fólki orði í munn í þínum kommentum?

Ég er ekki hlynnt öllu sem Sjálfstæðismenn hafa gert og var alveg eins til í að gefa nýrri stjórn séns, jafnvel þótt fíf.... hann Steingrímur sæti í henni. Þau hafa hins vegar ekki farið vel af stað, að mínu mati og þar með afturkalla ég sénsinn sem ég gaf þeim í upphafi. Ég get ekki annað séð en að aðgerðir þeirra fyrstu daga þeirra í ríkisstjórn, stjórnist af hatri og heift út í Sjálfstæðisflokkinn, langræktan biturleika þeirra og ómældri sigurvímu þeirra fyrir að vera komnir ÓKJÖRNIR í ríkisstjórn sem og ótakmarkaðri valdagræðgi. Mér finnst þau stórlega vera að misskilja sitt hlutverk og misnota vald sitt sem notabene er ekki veitt af lýðræðinu og þar að auki er mjög takmarkað tímalega séð. Og mér er skítsama hvort forsætisráðherrann hafi typpi eða píku, ég krefst þess bara að hann hafi vit á því sem hann er að gera, sem ég tel ekki Jóhönnu hafa í þessum málaflokki og því síður nýja ráðuneytisstjórann hennar. Mér finnst ekki að konur eigi að vera settar í embætti bara vegna þess að þær ERU KONUR, heldur vil ég að þeir einstaklingar sem settir eru í embætti séu starfinu vaxnir og gildir það mig einu hvort þar er kvenmaður eða karlmaður á ferð. Ég set hæfan einstakling ofar kyni. Og þar með er ég ekki heldur á móti jafnrétti kynjanna, eins og ég ímynda mér að þú munir strax túlka þessar setningar, en jafnrétti kynjanna virkar í báðar áttir, manstu???

Og for the record..... þegar þú setur punkt á eftir tölustaf þá gildir það raðtölu, þú veist "fyrsti, annar, þriðji.... átjándi, fimmtándi" osfrv. En það vissir þú auðvitað eins og allt annað. Og Sigurveig, skrattinn er kominn hingað til að hlæja að þessum sirkusi.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur margoft lagt fram tillögur í ríkisstjórn sem hafa strandað á Samfylkingunni, og þetta veit ég en er ekki að geta mér til um. Geir H. Haarde beið, af einskærri tillitssemi við Ingibjörgu Sólrúnu sem þá var í geislameðferð erlendis, með að tilkynna alls konar tillögur og frumvörp um úrbætur því hann vildi að þau væru bæði fulltrúar þessarra tillagna. Fjöldi embættismanna hafa unnið dag og nótt síðan í september sl. við að finna mögulegar leiðir fyrir þjóðfélagið út úr þessarri kreppu, það hefur tekið tíma að sanka að sér upplýsingum, vinna úr þeim, reikna út allskonar hluti og mynda úr þeim raunhæfa leið út úr ógöngunum. Þessi vinna var vel á veg kominn en nú ætlar ný stjórn að taka við, notfæra sér ómælda vinnu fyrri stjórnar og embættismanna og svo kynna niðurstöðurnar sem þeirra eigin.

En þetta vissi auðvitað Frú Sigurveig.

Oj, ég þarf að gubba!!!!

Lilja G. Bolladóttir, 5.2.2009 kl. 20:09

11 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Lilja,

ég hef ekki haft tíma til að lesa kommentin en mín lífsskóðun er sú að;

við getum verið ósammála en ég mun gera allt sem í mínu valdi til að þú getir óáreitt haldið fram þínum skoðunum.

Gunnar Skúli Ármannsson, 5.2.2009 kl. 20:57

12 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

*hóst* brain-wash, brain-wash *hóst*

Páll Geir Bjarnason, 5.2.2009 kl. 21:06

13 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það gustar af þér stelpa. Gaman að sjá svo einarðar skoðanir og standa með þeim

Hvaðan að vestan er myndin á forsíðunni?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.2.2009 kl. 21:10

14 Smámynd: Einar Indriðason

Hæhæ... var að sjá bloggskilaboðin frá þér.  Já, við erum ekki samstíga í pólitík.  Það er allt í lagi, ég les þig miklu frekar af því að þú ert ágætur penni :-)

(Nei, ég ætla ekkert að henda þér út, þó þú sért ekki sammála mér.  Eða ég þér.)

Og ég held áfram að lesa þig, þó ég kvitti kannski ekki allt of oft fyrir.  Ég bæti hér með úr því:  Innlitskvitt! :-)

Einar Indriðason, 5.2.2009 kl. 21:14

15 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Brain wash to you, Páll!!! Pyhahahahaaaaaa......

Lilja G. Bolladóttir, 5.2.2009 kl. 21:31

16 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Get bara alls ekki verið sammála þér í þessari færslu þinni, en það er líka allt í fína lagi og ég hef yfirleitt gaman af færslunum þínum því eins og Einar segir ert þú ágætur penni og að auki með hárbeittar skoðanir á hlutunum.

Verð að viðurkenna að mér finnst þú ekki mjög málefnaleg í þessari færslu þinni og velti því fyrir mér hvað býr að baki.

Ég hugsa að það stökkvi enginn fullskapaður inn í neitt ráðuneyti, hvorki Jóhanna, Geir eða nokkur annar en Jóhanna með sína löngu þing- og ráðherrareynslu er örugglega betur undirbúin en margur annar.

Gangi þér allt í haginn Lilja mín og ég vona að ég haldi bloggvináttunni við þig

Sigrún Jónsdóttir, 5.2.2009 kl. 21:48

17 Smámynd: Brynja skordal

Heyr heyr loksins kem ég inn á bloggsíðu sem vit er í skrifum tek heilshugar undir með þér mín kæra og já þetta er mín skoðun hafðu góðar stundir

Brynja skordal, 5.2.2009 kl. 22:02

18 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Kvittun staðfest.

Ólafur Þórðarson, 5.2.2009 kl. 22:58

19 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Mér er svo slétt sama, hvort þið bloggvinir mínir styðji mína skoðun, enda býður okkar samfélag upp á það að allar skoðanir fái að njóta síns. Ég græt mig alls ekki í svefn þótt svo meirihluti bloggvina minna séu andstæðir mér í skoðunum, síður en svo. Ég velti því bara fyrir mér hvernig þið hafið einhvernveginn, óháð skoðunum og pólitík, raðast inn á mína bloggsíðu fyrir einhverjar sakir. Og ég tel mér trú um það, að mér hafi að einhverju leyti líkað við ykkur í gegnum ykkar skrif og skoðanir í gegnum tíðina, fundist gaman að lesa ykkur og gaman að heyra ykkar skoðanir við mínum málefnum. En einhverntímann verður allt að enda, og þeir sem hafa komið með tvíræð skilaboð til mín, mega bara alveg missa sín. Þau hafa kannski ekki öll birst hér á blogginu, en sum í persónulegum skilaboðum í gegnum stjórnborðið. Og bið ég hér með þá bloggvini frá að hverfa.  

Lilja G. Bolladóttir, 5.2.2009 kl. 22:58

20 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Var það eitthvað sem ég sagði?

Ólafur Þórðarson, 5.2.2009 kl. 23:02

21 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Við hjónin erum búin að skemmta okkur stórvel yfir athugasemd 10 og þessi setning:

"Mér finnst þau stórlega vera að misskilja sitt hlutverk og misnota vald sitt sem notabene er ekki veitt af lýðræðinu og þar að auki er mjög takmarkað tímalega séð." 

er frábær, og það vegna þess að við erum búin að velta fyrir okkur hvers vegna það er verið að skipta út fólki í allskonar nefndum og stjórnum, sitjandi stjórn er bráðabirgðastjórn-það er bara þannig-alveg sama hvar maður stendur í pólítík og því finnst manni skrítið að það sé byrjað á að henda öllu út og setja sér einhver langtímamarkmið með tilheyrandi tilkostnaði og marggjörningi.

Kristín Bjarnadóttir, 5.2.2009 kl. 23:18

22 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

... pabbi sýndi mér mynd af Steingrími Joð þar sem hann stendur á hval... gömul mynd, hann er uppá pallbíl og þrír hvalir held ég á pallinum, og þar stendur maðurinn stoltur!

Þá spyr ég, hversu mikið stendur þessi maður á bak við orð sín... nei ég bara spyr!

En fröken Lilja frænka mín, ég er alveg hætt að skilja pólitík, og mannleg samskipti milli fólks á ekki að snúast í kringum pólitík og hvaða flokk maður stiður. Það er bara pjúra einsýnt fólk sem er svoliss!

Hafðu það sem best mín kæra frænka, mér finnst þú alltaf traust með þín orð, svo að maður veit aldrei hvað aðrir segja.. eins og ég hef tekið eftir er þér skít sama um orð annarra - greinilega frænka mín sko!

Sendi þér riiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiisa knús!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.2.2009 kl. 00:11

23 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er ekki mikill friðartónn í þér heldur kæra bloggvinkona (þú talar um að nýja stórnin láti stjórnast af heift).

Hefurðu kíkt á Sjallana á Alþingi?

Þar er samankominn sá stærsti gremjuklúbbur íslenska lýðveldisins þessa dagana.

Þeir eru ekki góðir í að fara í stjórnarandstöðu og ég fagna því að þeir skuli nú fá tækifæri til lýðræðslegra æfinga í henni og uppskera vonandi smá auðmýkt líka.

En annars sendi ég þér góðar kveðjur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.2.2009 kl. 00:11

24 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ójá, ég sá ykkur öll og þykir vænt um ykkar orð, þótt ég sé og verði ósammála ykkur sumum um aldur og ævi..... en þannig er það nú bara.....

Knús knús

Lilja G. Bolladóttir, 6.2.2009 kl. 01:10

25 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Gunnar Skúli: takk takk... fyrir hvað ég veit ekki....

Heimir: takk fyrir vináttu og komment. Myndin er reynar ekki að vestan heldur tekin ofan af Sveinstindi yfir Langasjó..... :-) en ef þú áttir við myndina af mér, þá er hún tekin af Mr. K. í Búdapest fyrir næstum fimm árum síðan..... :-)

Einar, Sigrún og Veffari; takk takk, kæru vinir. Nei, ekkert sem þú sagðir, minn kæri Veffrari. Sigrún; hélt reyndar að þú værir pínu fúl út í mig og þess vegna haldið mig frá þér....

Brynja og Didda; þið eruð bara æðislegar hvernig sem maður lítur á það...

Róslín; knús til þín líka....

Og Jenný kellingin mín: oft hefur reynt á okkar "vináttu" en aldrei sem nú, ég hata vinstri græna og þú elskar þá, ég styð íhaldið og þú hatar þá. Samt gaman að skiptast á skoðunum við þig hérna og þakka þér fyrir að segja "kannski ekki tjékk" þegar þú bloggaðir um skipti á ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytis þarna um daginn. Margir sögðu bara; geðveikt, og það finnst mér ekki að minn gamli eigi skilið eftir áratuga starf og þjónustu við ríkið. Þú varst sú eina sem sagðir ekki eitthvað alveg negatívt..... og ég er kannski þröngsýn bitch, en hef ákveðið að bloggast ekki meira á við þá sem hlökkuðu hvað mest yfir þessum fréttum..... þannig er það nú :-)

Lilja G. Bolladóttir, 6.2.2009 kl. 02:15

26 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mér líkar dona ...

Steingrímur Helgason, 6.2.2009 kl. 03:06

27 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Og.... elsku kellingin mín Róslín, ég gleymdi að þakka þér knúsið og senda eitt til baka

Lilja G. Bolladóttir, 6.2.2009 kl. 03:41

28 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Ég ætla rétt að vona að þú sért ekki að fara yfir um út af mér........ þetta er rosaleg reiði þarna á ferðinni, mæli með góðum öndunaræfingum og jóga.

Eins gæti verið gott fyrir þig að fá áfallahjálp, þessi stjórnaskipti hafa greinilega farið mjög illa í þig, vona að þú jafnir þig á þessu, og ég hef ekki áhuga á að karpa við þig um þessa hluti, ég verð vist ekki sammála þér, sama hvað þú reynir, svo hafðu bara síðasta orðið, það fer þér ágætlega.

ps. já... ég er lesblind, og það hefur ekki áhrif á skoðanir mínar, ef þú ferð inn á bloggið hjá mér og klikkar á myndina af mér þá færðu smá brot af því hver ég er.

Sigurveig Eysteins, 6.2.2009 kl. 04:33

29 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Fuck you, Sigurveig og öllu þínu andlega bulli!!!!

Lilja G. Bolladóttir, 6.2.2009 kl. 05:16

30 Smámynd: Helga Linnet

vá!

Ég er nú fljót að draga mig í hlé þegar svona hvassorð athugasemdir falla!

Ég styð ekki VG og fæ Voðalega Grænar bólur við að heyra þennan flokk nefndan. Enda hlýtur það að segja sig sjálft hversu öflugir þeir eru miðað við fylgi þeirra hingað til....eða hvað  SJ er bullukollur og rugludallur. (ég bakka ekki með það)

Ég vil bara senda eitt stórt KNÚS til þín mín kæra Lilja. Hlakka til næstu blogg færslu frá þér

Helga Linnet, 6.2.2009 kl. 10:37

31 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lilja: Halló, ég hata ekki Sjálfstæðisflokkinn það er fjarri lagi. Ég er hins vegar algjörlega ósammála aðferðum hans.

Allir flokkar hafa sama markmið, að gera samfélagið ögn betra og byggja það upp.  Það sem skilur á milli eru aðferðirnar að markinu sem okkur greinir á um.

Ég neita því alfarið að hata nokkurn mann og þá ekki fólk sem ekkert hefur unnið sér til vansa annað en að deila ekki með mér skoðunum um aðferðir.

Ég óska þér alls hins besta og mér þykir vænt um þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.2.2009 kl. 12:00

32 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Lilja:  Að hafa einn flokk einráðan þar sem allir segja bara hallelúja og amen, kann ekki góðri lukku að stýra.  Þar sem allir halda að þeir séu útvaldir

Það verður að taka mið að sjónarmiðum allra og bera líka virðingu fyrir því fólki og skoðunum þess sem kýs aðra flokka en sjálfstæðisflokkinn.  Það er lýðræði.

Það er ekki hægt að segja við alla sem kjósa VG sem dæmi að þeir séu hálfvitar. Með því er maður að halla á fólk sem er líka íbúar þessa lands og mega alveg hafa eitthvað til málanna að leggja.

Sjálfstæðisflokkurinn má alveg fara í góða naflaskoðun og taka til í sínum ranni.  Það hafa allir gott af því.  Það er ekki gott fyrir neinn stjórnmálaflokk að halda það að hann sé í þeirri aðstöðu að hann geti gengið að völdum hér í nokkurs konar áskrift og sé alfarið hæfastur.  Það er hroki.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 6.2.2009 kl. 12:33

33 identicon

Er verið að fokking grínast í mér???  Eftir mikið harmakvein um hvernig ríkisstjórnin er búin að fara með okkur, ljúga að okkur, svíkja okkur og hreinlega koma landinu á hausinn eða a.m.k. voru samsekir um það.  Og eftir brjáluð mótmæli og byltingu um að koma siðlausri og spilltri ríkisstjórn frá sem jú samanstóð af SJÁLFSTÆÐISMÖNNUM!!!  Á þá nú að byrja að dissa nýja stjórn sem varla er búin að setjast niður eftir öll lætin??  Kommon nú er bara verið að röfla til að röfla og mótmæla til að mótmæla!!!  Mér finnst nú bara ansi gott verk sem stjórn Jóhönnu, sem ég ber mikla virðingu fyrir by the way, er strax búin að koma af stað.  Jú nýr heilbrigðisráðherra sem ætlar að endurskoða þessa vanhugsuðu ákvarðanir Landspítalans:  Lilja Þú hlýtur nú allavega að vera ánægð með það??  Og loksins loksins búin að ýta út þessari grútmygluðu stjórn LÍN sem er svo út úr kú og ekki í takt við það sem gengur og gerist annars staðar.  Bara sveittir kallar sem voru orðnir límdir við stólinn sinn... ég meina Gunnar Birgisson...hann er nú einn af spilltustu mönnum landsins og þá tala ég af eigin raun!!  Og Jóhanna er að henda Davíð og hans stjórn frá Seðlabankanum.  Bíddu er þetta að gera ekki neitt á tæpri viku???

Ég bara trúi ekki að loksins eftir að Íslendingar standa saman og fá sínu framgengt um að koma burtu illa spilltri ríkisstjórn og þá er ég að tala um sjálfstæðismenn að skynsamir Íslendingar vilji kjósa þetta yfir sig aftur!!  Já ok ekki að marka þá sem merkja"D" af gömlum vana eða vita bara ekki betur en Lilja:  Arrgg ekki þú!!!

Nýja stjórnin byrjar vel, hún er að koma sér fyrir og strax byrjuð að vinna stór verk og vandasöm.  Í fyrsta sinn í mörg ár situr manneskja í forsætisráðherrastólnum sem alltaf hefur verið þekkt fyrir að vera alþýðumanneskja.  Þekkt fyrir að vinna sín störf vel.  Aldrei kennd við spillingu.  Þetta er manneskja sem er toppeintak og ég vil svona manneskju til að taka ákvarðanir um framtíð landsins.  Ekki þetta drals sem SF er orðinn.  Og já Lilja hún er þekkt fyrir að sinna félagslegu málunum vel og er það ekki bara einmitt það sem við þurfum?  Manneskju sem SKILUR og HLUSTAR á fólkið í landinu??  Það þýðir ekki að hún kunni ekki neitt annað.

Úff nú fýkur í mig.  Loksins eitthvað jákvætt að gera á þessu landi og þá byrja strax raddir um að fá "gamla draslið" yfir sig aftur.  Nei ég vil fá allt upp á yfirborðið núna, í bankakerfinu og alls staðar þar sem mikilvæg leyndarmál er að finna.  Leyndarmál sem SF tók þátt í að fela!  Common people aðeins að víkka sjóndeildarhringinn hér og gefa fólki tækifæri.  Nema þú hafir sjálf/ur eitthvað að fela hmm?? 

Fjóla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 12:58

34 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Hahaha, gleymdir því ekki Lilja mín, en fannst samt seinna svarið betra, hihi!

Ég gef þér fimmhundruðkall ef ég fæ að heyra þig segja það sem þú sagðir við Sigurveigu!!! hahahahaha, þú ert skrítin

Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.2.2009 kl. 14:37

35 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Kæra Margrét, ég er þér alveg sammála, enginn flokkur á að hafa áskrift að völdum, en það hefur nú bara verið þannig að Sjálfstæðisflokkurinn hefur hingað til fengið flestu atkvæðin. Þeir hafa heldur ekki verið einráðir, það hafa aðrir flokkar setið með þeim, svo þeir hafa ekki verið einir um sökina eins og fólk vill meina. Og ég hef aldrei sagt að þeir sem kjósi VG séu hálfvitar, aldrei. Ég ber virðingu fyrir því að fólk taki afstöðu og kjósi. Ég get hins vegar ekki borið virðingu fyrir nýju stjórninni og það er vegna þess að mér finnst þau hafa farið af stað með valdahroka.

Og Fjóla mín, við erum bara ekki á sama máli um þessa stjórn, mér finnst Ögmundur ekki hæfur til að vera heilbrigðisráðherra, Steingrímur langt frá því hæfur til að vera fjármálaráðherra, hvað þá að klína fleiri ráðherra embættum á sig eins og eitt ráðuneyti sé ekki meira en munnbiti fyrir manninn. Eins og ég hef oft áður sagt, þá finnst mér mikið til Jóhönnu koma, en nei, mér finnst hún ekki hæf til að vera Forsætisráðherra. Og þannig er það bara. Og nei, ég hef ekkert að fela, hvernig getur þér dottið það í hug???

Jenný mín, takk takk. Og sömuleiðis

Lilja G. Bolladóttir, 6.2.2009 kl. 14:55

36 identicon

Gott og vel.  Eitt það leiðinlegasta sem ég geri er að þrasa um stjórnmál og forðast það nú yfirleitt eins og heitan eldinn hehe en nú eru auðvitað nýjir tímar og mér finnst það skipta máli fyrir mig og mína að sjálfstæðismenn fái ekki aftur völd nú í vor.  Og Lilja, mín svör hér á blogginu þínu og skot eru ekki beind persónulega að þér.  Þau beinast að umræðunni og öllum þeim sem í dag eru virkilega að verja sjálfstæðismenn sem er bara undir mínum skilningi!!  Og ég tala til allra sem eru ekki sammála mér með smá nazty skoti og vísa hér með í mína eigin setningu:  "Nema þú hafir sjálf/ur eitthvað að fela??"

Mínar óvönduðu kveðjur eru ekki persónulegar til þín skvís... peace out

Fjóla Guðmundsdóttirf (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 15:25

37 identicon

Vóóóóóóó, hér er sko heitt í hamsi. Hvað varð um setninguna: "Æ, nenniði ekki að tala um eitthvað annað en hagfræði og pólitík"

En já, mér verður hugsað til frönsku byltingarinnar, sem var auðvitað mjög svo hrikalegri. Og þar var ekki nóg að koma mönnum frá völdum, þeir fóru allir á dauðalistann og voru hálshöggvnir. Og þó að þetta sé langt síðan, þá var komin mjög svo mikill "strúktur" þarna í þeirra samfélagi, og byltingarsinnar steingleymdu að pæla í því að þeir voru að drepa alla sem "kunnu á" strúktúrinn. Svo var þannig komið að aðeins einn af fyrrum ráðamönnum var enn á lífi, og nokkrir reyndu lengi að halda honum á lífi til að hann gæti sagt þeim til um hvernig allt virkaði. Svo kom skipun að ofan um að nú yrði að drepa þennan mann, hann væri á dauðalistanum. Því fóru nokkrir menn til fundar við þann hæstráðandi og bentu honum á hversu ómissandi þessi maður væri, hann væri sá eini sem gæti leitt þá í gegnum "strúktúrinn". Og án þess svo mikið að líta upp úr skriftum sínum, sagði sá valdamesti: "Kirkjugarðarnir eru fullir af ómissandi fólki".

Hehe, smá svona útúrdúr, en fær mann til að hugsa

Knús til þín, Liljan mín.

Gunna (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 16:17

38 identicon

Sæl Lilja mín.

Jahhhhhhhhhummumum. Þa bar svonaaaaaaaaaaaa!.

Ég skal segja ykkur svolítið . þið eruð öll uppi til fjalla geitarruggluð og með yfirflæði í tíma og rúmi (má vera vindsæng mín vegna) .En um hvað eruð þið að tala .Þetta á ekkert skylt við múgæsing einelti eða tvíelti. Af og frá.

Gamanlaust Lilja mín.

þá er Jóhanna eina manneskjan sem lætur sér ekkert koma á óvart þegar  skannaðar eru syndir Feðranna/Mæðranna .Hún er líka eina manneskjan sem hefur skilað af sér verkefnum í fráfarandi Ríkisstjórn.

Mér er ekki sama hvernig Davíð (ekki þó einn en með forystu) hefur misst niður um sig buxurnar.Við vitum allt of mikið til að fara að karpa um það hér,en þessir einræðistilburðir í manninum þeir henta mér ekki. Og ekki einu sinni þó að Hálmsteinninn stæði hjá.

Lilja, þú átt að blogga frá þínu hjarta og segja þína meiningu...........................annars væri allt flatt og Davíð og Jóhanna líka.

Góða helgi.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 01:41

39 identicon

Sæl Lilja.

Lilja er fallegt nafn, en nöfn okkar segja ekkert hvað við getum sagt um aðra.

Að segja að þessi eða hinn sé ekki hæfur til þeirra starfa er þeir eru í án rökstuðnings, er einskisvirður málfluttningur.

Hinsvegar þega fólk hefur starfað í 6-12 mánuði í því starfi er þeim var falið, þá er mögulegt að sjá hvrt viðkomandi valdi því.

Mentunn er það sem þú sýnir að þú getir framkvæmt,að hafa menntun og enga getu þýðir menntun til einskis. Hvað ætli séu margir þannig.?

Ómenntuð manneskja getur verið jafngóður stjórnandi og menntuð. Hún  þarft aðeins að vilja þora og geta.

Þú segir þessi og hinn eru ekki hæf.......Hver gerði þig að prófdómara.

Þú segist hata fólk....það er verst fyrir þig...þeim er þú hatar er nákvæmlega sama og munu alldrey finna fyrir því.

Það geta allir jafnvel þú orðið forsetisráðherra Íslands. En aðeins vegna þess að við höfum okkar lög og lýðræði.

Þegar fólk er svo blint að það kjósi flokka vegna ( af því bara ) og trúir því ekki að í öllum öðrum flokkum sé einnig gott og heiðarlegt fólk þá ráðlegg ég viðkomandi að kjósa ekki.

Pólitík er skaðræði

það sést hér æði oft.

Oftast fals og fláræði

og framapota loft.

Það er ekki hægt á Íslandi að losna við alla spillingu í einu, en mér þykir byrjunin góð.

Kær kveðja til ykkar.

Hart (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 02:10

40 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

allt í gangi

eigum við bara ekki heldur að knúsast?

Brjánn Guðjónsson, 7.2.2009 kl. 18:55

41 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Skil ekki....enda volvó Skallagríms grænn en ekki blár

Haraldur Bjarnason, 7.2.2009 kl. 20:36

42 Smámynd: Óskar Arnórsson

Fékk skilaboð frá þér Lilja um að væri verið að "hrauna yfir þig"! Þeir sem gera það eru bara úti á túni. Ekki minnist ég þess að hafa gert það við þig og þykir mikill fati í talsmáta á blogginu.

Ég er strax farin að fá efa semdir um marga í nýju Ríkisstjórninni, sérstakega Steingrím.

"Hraunaðu" bara yfir þá sem gera það við þig! Það geri ég a.m.k. hehe..

Góð færsla hjá þér annars. Skoðanafrelsi lengi lifi! ;)

Óskar Arnórsson, 8.2.2009 kl. 09:38

43 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég segi bara eins og síðasti ræðumaður - skoðanafrelsi lengi lifi. Þú hefur svo skemmtilega ákveðnar skoðanir í pólitík og kemur með þær hér á blogginu - það er bara ávísun á að andstæðingar koma með sínar á móti og er það ekki bara fínt? Nema hvað - menn þurfa að vera kurteisir og virða annara skoðanir - gildir fyrir alla ekki satt?

Sigrún Óskars, 8.2.2009 kl. 13:04

44 identicon

Getur verið að heiftin í þessu innleggi hjá þér eigi rætur sínar að rekja til þess að það sé búið að "bola" pabba þínum út sem ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu?

Helga Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband