Það er svo greinilega af, sem áður var - og það þykir mér miður....

Sonur minn er að fara á árshátíð grunnskóla síns annað kvöld. Miðinn kostar 4.000 kr. og inni í því er þriggja rétta máltíð og hálfur líter af gosi. "Hversdagslegur klæðnaður er óheimill", er skýrt tekið fram á árshátíðarmiðanum.

Bíddu nú við, ég hef ýmislegt við þetta að athuga. Hvað er hversdagslegur klæðnaður? Er bannað að mæta í gallabuxum (þeim sömu og maður notar stundum í skólanum) og í skyrtu? Hálf þjóðin fer út að skemmta sér í sömu gallabuxunum og hún notar hversdagslega, en puntar "outfittið" með fallegum bolum/skyrtum, skóm eða töskum osfrv...... Á ég að senda drenginn minn í fermingarklæðunum, sem a.m.k. áður fyrr þóttu nær heilög fyrr en á fermingardag, eða á ég ofan á fermingarkostnaðinn, að bæta við árshátíðardressi. Þetta er líklega mun minna mál fyrir strákana en stelpurnar og vorkenni ég bara foreldrum stúlkna í þessum árgangi.

Og hvað með foreldra sem eiga kannski eitt fermingarbarn, en svo tvö eða jafnvel þrjú börn, í "unglingadeildinni". Þau eru að halda stóra fermingarveislu með tilheyrandi kostnaði, en þá dettur inn þessi árshátið, sem kostar 4.000 kr. per haus - tveimur dögum fyrir fyrsta fermingardag, og það með þessum skilyrðum, að bannað sé að vera í sínum hversdagslegu fötum. Erum við ekki búin að ganga full langt í því að kenna börnunum okkar að snobba???

Árshátíð Seljaskóla er haldin í Gullhömrum í Grafarvogi, og svo þegar ég fór að spyrja drenginn minn út í það, hvernig "fólk" ætlaði að koma sér þangað, þá kom í ljós að hann var nú þegar búinn að fá far - í bíl afa eins vinar síns, sem lítur næstum því út eins og "limmó", en er "bara" lincoln.... En það kom í ljós, að sumir skólafélagarnir höfðu pantað sér limmó!!!

Ég segi nú bara um leið og ég sýp hveljur......  VÁÁÁ. Common, þetta er nú bara árshátíð fyrir 13-15 ára krakka!! Af hverju þurfa 13 ára krakkar, sem enn eiga langt í bílpróf, að "arrive" á árshátíðina í limmó?? Ég hef tvisvar sinnum keyrt í limmó, einu sinni í Bandaríkjunum í útskriftarferðinni minni, þar sem okkur fannst við vera að "treata" okkur geðveikt, og svo í annað sinn þegar við héldum upp á afmæli vinkonu minnar, og vildum koma henni á óvart. Og í bæði skiptin var þetta stórmál og okkur fannst þetta öllum frábært!! Þetta var ekki eitthvað sem við vorum vön eða eitthvað sem við litum á sjálfsagt, en nú eru 13 ára krakkaskrattar, að heimta að keyra á árshátíð í limmósínu.............. !!!

Og þau mega ekki vera í neinum af sínum venjulegu fötum, og eiga að borða þríréttað líka..... já, það er sko af það sem áður var, þegar árshátíð grunnskólanema var bara smá diskó á einhverjum af stöðum bæjarins.

Og ég get ekki látið vera að spyrja: Hverjir eru það, sem viðhalda háum lífsstandardi þjóðarinnar? Ekki taka börnin upp á þessu af sjálfu sér! Vita þau yfirhöfuð að maður getur pantað sér limmó, eða er ég bara ógeðslega "halló"? Ég vil bara biðja þá foreldra, sem eru svona æst í að koma sínum börnum inn í "þotuliðið", að bíða, og leyfa blessuðum krökkunum að velja sjálf hvað þau vilja. Þau eru bara 13 ára, og ég veit að tímarnir breytast og mennirnir með, en vá, ekki einu sinni mér, (sem þó þyk

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverskonar amerísk spýja er þetta eiginlega að verða þetta þjóðfélag? Ef einn skólinn gerir þetta þá gera fleiri. Bara verið að klóna ameríska hugsun. Til skammar. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 23:31

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hvílíkt rugl. Mega börn ekki vera börn áfram. Pizza og kók. Snyrtilegur klæðnaður og þau eru alsæl.

Hólmdís Hjartardóttir, 12.3.2008 kl. 23:45

3 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Algjörlega sammála ykkur báðum!!! Mér finnst þetta svo glatað. Á hvað standardi ætla þessi börn að njóta lífsins í framtíðinni, ef þetta er það sem þau "verða" að gera 13 ára? Eiga þau nokkurn tímann eftir að verða hamingjusöm???

Lilja G. Bolladóttir, 13.3.2008 kl. 00:10

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þetta heitir flottræfilsháttur á íslensku   Kveðja Jóna kolla

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.3.2008 kl. 00:38

5 Smámynd: Sigrún Óskars

Þetta er sko flottræfilsháttur, eins og Jóna segir. Það er nýbúið að vera árshátíð í Álftanesskóla og þar mátti sonur minn (14 ára) fara í gallabuxum og skyrtu með bindi - rosa töff, já og all star skónum sínum, bara eins og hann fílar best. Hann er sjálfur í nemendaráði, sem planaði árshátíðina. Miðinn kostaði 3000 kr. þríréttuð máltíð, Páll Óskar  og allt mjög flott. Nema það voru engar limmó eða flottræflisháttur, hann er kannski ekki kominn í sveitina á Álftanesi.

Sigrún Óskars, 13.3.2008 kl. 16:53

6 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Nei, "sveitapakkið" er ekki búið að fatta þetta ennþá  .....

Lilja G. Bolladóttir, 13.3.2008 kl. 22:34

7 identicon

Sæl

Mig langar að bregðast örlítið við hérna vegna þessarar umræðu.  Það vill svo til að ég er félagsstarfskennari í skólanum sem um ræðir og hef umsjón með utanumhaldi um störf nemendaráðs og fleira í þeim dúr.  

Bara svo það fari ekkert á milli mála þá er árshátíðin strangt til tekið ekki á vegum skólans heldur á vegum nemenda sjáflra.  Nemendaráð unglingadeildar sér um allan undirbúning, allt frá vali á stað, alla fjáröflun og fjármál sem tengjast hátíðinni, alla skipulagningu, ráðningu hljómsveitar og skemmtikrafta, dagskrá, samninga um matseðil og svo framvegis.  Það eina sem skólinn leggur til er gæsla á staðnum og rútur heim aftur að árshátíðinni lokinni.  

Það er margt rétt sem hér kemur fram varðandi flottræfilsháttinn sem þessu fylgir.  Og það er alveg á hreinu að við starfsfólkinu þykja limmuferðirnar og fatakaupin algerlega ganga úr hófi á köflum.  En það er hins vegar ekki okkar að ráða því.  Við leggjum auðvitað inn okkar skoðun á þessu við krakkana en þau taka sjaldnast mikið mark á því :-)

Eftir stendur að þessi árshátíð er hápunktur félagslífsins hjá krökkunum.  Hjá þeim sjálfum hefur skapast sú hefð að allir mæta uppábúin í spariklæðnaði, vegna þess að þeim þykir það sjálfum gera uppákomuna hátíðlega og sérstaka.  Það er nemendaráðið sem skellir þessari "reglu" á miðann til að hnykkja á þessari hefð þeirra.  Samt sem áður mæta margir á hverju ári í snyrtilegum gallabuxum, með skyrtu og bindi, eða í fallegum kjólum sem voru til í skápnum heima og það er bara gott mál.  Á endanum skemmta þau sér öll afskaplega vel.  Og það er jú aðalatriðið.

Varðandi verðið þá var það 3800 kr., 500 kr. í afslátt fyrir þá sem höfðu tekið þátt í fjáröflun um jólin.  Innifalið í verðinu var þriggja rétta máltíð, drykkur og tveggja tíma ballprógramm með Buff, einni vinsælustu ballahljómsveit landsins. 

Ég verð að játa að mér þykir leitt að sjá að upplifun ykkar á þessari hátíð krakkanna okkar.  Upplifun okkar starfsfólksins er nefnilega svo allt önnur.  Á hverju ári koma fjölmargir kennarar, skólastjórnendur og annað starfsfólk á árshátíðina til að fagna með krökkunum og hreinlega til að fá að upplifa hátíðleikann með þeim.  Í ár komu til dæmis um 20 starfsmenn skólans á árshátíðina til að eiga góða stund með krökkunum, að frátöldum þeim sem voru í gæslunni.  Þetta erað stórum hluta fólk sem kemur á árshátíðina ár eftir ár til þess eins að upplifa þessa frábæru stemmningu sem nemendur búa til sjálfir.  Það segir einfaldlega meira en mörg orð um það hversu frábær krakkarnir okkar eru.   

Ég er eflaust búinn að vera óttalega leiðinlegur hérna, en mig langaði bara að koma þessu til skila því þó að vissulega megi gagnrýna hvað þetta kostar og hvað krakkarnir taka þessu alvarlega þá finnst mér ekki til of mikils mælst að einu sinni á ári fái þau að upplifa alvöru galakvöld með öllu tilheyrandi.  Ekki vegna þess að ég eða aðrir fullorðnir vilji að þau geri það.  Heldur vegna þess að þau langar til þess sjálf og framkvæma það sjálf. 

Jóhannes Þ. Skúlason (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband