Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Skattatossar og yfirvofandi yfirvinnubann mitt.....

Okey, ég er tossi, öllu heldur skattatossi, eins og við nokkur þúsund manns vorum kölluð í Morgunblaðinu fyrir nokkuð mörgum vikum síðan. There, I've said it..... Ég skilaði sem sagt skattskýrslunni minni í fyrradag, með týpísku ljóskubrosi, alveg eins og ég gerði í fyrra og hitteðfyrra.... og hitteð..hitteðfyrra.

Ég veit ekki hvers konar skrýtið ambivalent samband ég á við þessa árlegu skýrslu, í fyrstu hlakka ég til að fylla út í tómu kassana og eyðurnar.... því ég er jú skipulagsfrík, næstum eins og Monica í Friends.... ég hef næstum áráttu þegar kemur að kössum, boxum, hillum til að raða í, millispjöldum í möppur, rýmum til að fylla upp í .... o.s.frv. Þess vegna hlakka ég til að fylla inn í allar tómu eyðurnar í skattskýrslunni, aaalveeg þar til kemur að skiladegi, þá fer ég að kvíða því. Og þegar ég er byrjuð að kvíða, þá er það næsta víst, alveg eins og B kemur á eftir A, að ég á eftir að ýta þessum óhjákvæmilega hluti á undan mér eins lengi og ég get. Og já, trúið mér, á tossalistanum mínum í fleiri mánuði hefur staðið; SKATTSKÝRSLAN, ég hef meira að segja highlightað orðið í gulu, en það hefur aðeins fengið mig til að líta enn meira fram hjá því.... ég flyt orðið á milli tossalista, vikulista og alls konar lista sem ég geri í lífi mínu, lista sem eiga að hjálpa mér að halda skipulagi..... en gera oftast ekkert annað en að valda mér kvíðakasti.... og þar með fresta hlutunum enn lengur.

Í stuttu máli, þá gekk ég þungum skrefum að skattstofunni eftir næturvakt á miðvikudagsmorgun..... það var kominn tími til að feisa óttann og skila þessum tveimur stykkjum af pappírum inn. Ojá, ég hef ekki komið mér upp þeim vana að gera þetta rafrænt, einhvernveginn stóla ég betur á það að halda á pappírunum í höndunum og rétta þá einhverjum...... ja, call me oldfashioned.... Sem betur fer var það ekki sami dökkhærði maðurinn sem tók við skýrslunni minni, sem alltaf hefur afgreitt mig, því ég er eiginlega búin að tæma brunn minn fyrir lousy afsökunum.... Þar sem það var sumarstúlka sem afgreiddi mig, gat ég alveg notað eina gamla..... "úúú, veistu hvað, ég var að laga til, og sjáðu hvað ég fann..... skattskýrsluna mína, og ég sem hélt að ég væri löngu búin að skila henni...." Og svo setti ég upp my stupid blond smile.... Og það virkaði.... og ég fékk enga sekt..... hjúkk it!!

Þar sem það var frá, varð ég eiginlega að finna mér nýtt áhyggjuefni..... ég fékk næstum fráhvarf, svo undarlegt var það að hafa ekkert að kvíða fyrir, svo ég settist niður og hugsaði af hvaða stuffi ég gæti fyllt kvíðahólfið í heilanum á mér með, núna..... Auðvitað þurfti ég ekki að hugsa lengi..... nú get ég farið að kvíða næsta VISA-reikningi. Auðvitað. Ég er búin með fyrri lotu sumarfríss og eyddi auðvitað miklu meira en ég ætlaði..... og hef engan séns á því að vinna það upp, þar sem við hjúkrunarfræðingar erum að fara í yfirvinnubann!! Sem ég fagna.... og stemmdi með.

Ég verð nú bara að segja, að ég eiginlega hlakka til að sjá áhrifin af yfirvinnubanni okkar. Allir sem vinna á LSH vita það, að það þarf ekki meira en tvo til þrjá daga af yfirvinnubanni, þar til "eðlileg" starfsemi LSH svo gott sem lamast. Ég set eðlileg í gæsalappir, vegna þess að það er auðvitað langt síðan að eðlileg starfsemi hefur verið praktíseruð á LSH. Alveg sama hvað "yfir"hjúkrunarfræðingarnir á LSH reyna að segja okkur í fjölmiðlum; "Það skapast ekkert neyðarástand, vissulega verður þetta erfitt, en þetta verður engin neyð." Þetta kemur svo augljóslega úr munni þeirra, sem ekki hafa unnið "á gólfinu" í fleiri, fleiri ár. Eða kannski ekki svo mörg ár, það eru aðeins nokkur ár síðan ástandið byrjaði að vera SVONA SLÆMT eins og það er í dag. Og það er alveg sama hvað "yfirhjúkkurnar" reyna að fegra ástandið í fjölmiðlum, ástandið mun koma í ljós. Þær þykjast ætla að færa "fólk" á milli deilda, en vita þær ekki að allar deildir eru nú þegar undirmannaðar og rétt svo valda.... eða ekki..... að sinna sínum eigin dagsdaglega rekstri? Vita þær ekki að meirihluti lyflækningadeildanna eru reknar á yfirvinnu dag eftir dag? Að meirihluti þessarra deilda eru reknar á eins litlum mannafla og mögulega er hægt? Að margar þessarra deilda eru reknar með mannafla hjúkrunarfræðinga, sem er oftast nær undir þeim öryggismörkum sem við hjúkrunarfræðingar og sjúklingar geta lifað með? Og með lyflækningadeildum, þá meina ég nú bara svona "litlar, ómerkilegar" deildir eins og lungnadeildina, taugadeildina, smitsjúkdómadeildina, meltingardeildina, krabbameinsdeildarnar og jafnvel fleiri. Meira að segja móttökudeildirnar okkar, þ.e. slysa- og bráðamóttökudeildir á báðum spítölum eru undirmannaðar, sem veldur lengdum biðtíma, bæði á biðstofu og eftir að inn á deildina er komið. Gjörgæslurnar eru líka undirmannaðar og þar liggja veikustu sjúklingarnir og þeir sem þarfnast mestrar hjúkrunar, umönnunar og umsjónar. Þar þarf líka að forgangsraða, þannig að stöðugt veikari sjúklingar flytjast, oft ótímabært, yfir á almennar deildir, deildir sem varla ráða við það sem þær hafa í höndunum fyrir, en fá allt í einu gjörgæslusjúkling í hendurnar ofan á allt annað. Vilduð þið vera sá sjúklingur? Eða vilduð þið frekar vera hinn, sem fær ekki fullkomna umönnun, vegna þess að nýkomni gjörgæslusjúklingurinn krefst alls þess mannafla sem er til staðar á deildinni?

Þetta allt gæti lagast ef aðeins hjúkrunarfræðingar fengju mannsæmandi laun fyrir að vinna fyrir Ríkið. Ef hjúkrunarfræðingar fengju borgað almennilega fyrir að standa með ykkur í blíðu og stríðu, við lífsbyrjun og lífslok, við gleði- og sorgarstundir, fyrir að taka á móti ykkur eftir alvarleg slys, eftir hjartaáföll, heilablóðföll, árásir, blæðingar, beinbrot, nauðganir.... fyrir að sinna öllum ykkar grunnþörfum meðan þið jafnið ykkur, hjálpa ykkur við að standa í fæturnar aftur, hlusta á ykkur, tala við ykkur, hjálpa á klósettið, og upplýsa fólkið ykkar um gang mála. Á öllum tímum sólarhringsins, alla daga ársins. Spáið aðeins augnablik í þetta......

Vilduð þið vera sjúklingar sem njóta lágmarksþjónustu í einhverjum af þessum fösum lífsins? Eða vilduð þið eiga ástvini sem njóta aðeins lágmarksþjónustu í þessum aðstæðum? Jú, vissulega eru allir að gera sitt besta á öllum stöðum, og yfirleitt langtum betra og meira heldur en þeirra starfssvið nær út yfir, enda eigum við frábært hjúkrunarfólk á öllum deildum Landspítalans, en það þarf ekki nema eitt erfitt tilfelli, einn mjög veikan sjúkling, einn sem er að deyja og aðstandendur hans þarfnast sérstakrar umönnunar ..... og þá riðlast allt annað og lítill tími verður afgangs fyrir alla hina sjúklingana. Og eðli málsins samkvæmt, þá gerist þetta býsna oft á stóru sjúkrahúsi. Og séu það tveir mjög veikir sjúklingar á sömu deildinni á sama tíma...... já, þá tökum við á því eftir bestu getu..... kannski ekki á besta ákjósanlegasta hátt en við tökum því og þið takið því, enda ekkert annað að gera í stöðunni. Eins og hún er núna. Því þannig er staðan bara og ekkert sem neinn getur gert í því nema stjórnvöldin..... með því að borga hjúkrunarfræðingum hærri laun. Því það er fullt af hjúkrunarfræðingum í þjóðfélaginu sem langar að vinna á spítalanum, en sætta sig ekki við launin sem Ríkið býður þeim. Og Ríkisstjórnin ætlar greinilega ekki að standa við stóru orðin sín um að bæta kjör kvennastéttanna, heldur ætlar að svíkja það eins og flest annað sem hún lofaði, nema hún ætlar að gera það í skjóli ríkissáttarsemjara. Eins og Ríkisstjórninni komi þetta ekkert við. En henni mun koma það við.... áþreifanlega, því ENGINN utanaðkomandi gerir sér grein fyrir því hvað yfirvinnubann okkar hjúkrunarfræðinga mun þýða fyrir spítalann og allt samfélagið, fyrr en það skellur á.

Áhrifin eiga eftir að verða áþreifanleg, kannski ekki á fyrsta degi, en strax á öðrum degi, og á fimmta, sjötta, níunda og fjórtánda degi, þá verður spítalinn LAMAÐUR.

 

p.s. þessu er bætt við sólarhringi seinna.... viljið þið PLEASE kommentera á þessa færslu þið sem lesið hana. Þetta er mér mikið hjartans mál, eðlilega, og mig langar gjarnan að heyra ykkar skoðun á málefninu, hvort sem hún er jákvæð eða neikvæð. Ég sé að það eru margir sem hafa lesið, en fáir sagt sína skoðun, svo please please.... það er ekki eins og ég sé ALLTAF að biðja ykkur um að kommentera. FOR CRYING OUT LOUD, have an opinion..... eins og Phoepe í Friends segir.... Wink


Kjöt sem minnir óþægilega á dýr.... mín fóbía í lífinu.....

Ég elska mat, ekki alveg allan mat en ég er aldrei hrædd við að prófa að smakka áður en ég dæmi. Sem er í rauninni svolítið merkilegt, því sem yngri var ég voðalega mikil kveif, gat ekki borðað neitt sem líktist dýri.

Það tímabil í ævi minni hófst þegar ég var u.þ.b. sex eða sjö ára. Í minni fjölskyldu var það siður að borða lambalæri á sunnudögum. Mamma setti lærið venjulega í ofninn um hádegið og svo sátum við öll saman við borðstofuborðið og borðuðum snemma. Við krakkarnir fengum alltaf mjólk með, sem er mér í fersku minni vegna þess að mjólkin samblönduð fitunni úr kjötinu, myndaði alltaf einkennilega, klígjulega "skán" uppi í gómboganum hjá mér. Samt fannst mér maturinn góður, ég varð bara að reyna að "líta fram hjá" þessarri skán, svona rétt á meðan ég borðaði.

Einhverju sinni sátum við tilbúin við matarborðið, lærið var komið á borðið en mamma var enn að stússast frammi í eldhúsi. Ég var að virða fyrir mér lærið og fannst það einhvernveginn við nána skoðun líkjast dýrslæri óþægilega mikið. Þegar mamma kom fram spurði ég hana því eðlilega: "Mamma, hvað er eiginlega lambalæri??"

Mamma, svolítið forviða: "Hvað meinarðu, hvað er lambalæri. Það er bara lambalæri."

Ég: "Já, en ég meina, þetta er alveg eins og fótur á dýri...."

Mamma: "Já, elskan, þetta er líka l a m b a l æ r i."

Ég leit á hana í dauðans skelfingu, með galopin augun: "Er þetta læri af lambi?!? Af alvöru lambi??"

Restin af fjölskyldunni horfði á mig eins og ég væri vitlaus, sem ég líklega hef verið að einhverju leyti. Ég veit ekki af hverju ég hafði aldrei gert mér grein fyrir þessarri staðreynd fyrr, mér hafði greinilega aldrei fundist það skipta neinu máli hvað ég væri að láta ofan í mig eða að minnsta kosti ekki spáð mikið í það Woundering

Ég borðaði ekki lærið þennan dag, svo mikið ofbauð mér þetta ofbeldi gagnvart lömbunum, og ég gerði það heldur enga sunnudaga í mörg komandi ár upp frá þessu. Þótt forsendurnar fyrir "ekki-að-borða-kjöt" hafi örlítið breyst eftir því sem ég eltist, þá borðaði ég samt aldrei kjöt sem minnti á uppruna sinn alveg þar til ég varð 18 ára. Þá á ég við, að ég gat borðað hakkað kjöt og gúllas, snitsel gat ég borðað bara ef ég sá það ekki áður en mamma velti því upp úr raspi, en kjöt með beinum var af og frá að ég léti inn fyrir mínar varir. Ef það voru sinar í kjötinu sem þurfti að skera frá fyrir matreiðslu, þá var hægt að gleyma því að ég myndi borða það. Nautafillet með öllum sínum vöðvarákum framkölluðu ógleði hjá mér og rautt kjöt var algjörlega TURNOFF fyrir mig...... (og er reyndar enn í dag). Fisk borðaði ég samt alltaf, og slátur alveg þar til ég sá ömmu mína taka slátur, og hún minnti mig á tröllkonu, sitjandi klofvega yfir stórum bala, hrærandi með handleggjum upp að olnbogum í ógeðslegri blöndu af blóði, fitu og einhverjum öðrum viðbjóði. Blóðlyktin lá lengi í nösunum á mér eftir þessa hryllingssjón og enn get ég ekki sett sláturbita upp í mig..... eins og mér fannst það nú gott Blush

Ég var mjög náin móðurbróður mínum og hans fjölskyldu á æskuárum mínum, við vorum svo gott sem nágrannar og ég og frænka mín algjörar samlokur. Oft vorum við næturgestir á heimilum hvor annarrar og þar af leiðandi líka oft í mat hjá hvor annarri. Eitt skiptið sem oftar spurgði frændi minn mig hvort ég vildi borða með þeim. Ég spurgði hvað væri í matinn, og var tilkynnt að það væri svartfugl á boðstólum, svartfugl sem húsbóndinn hafði þar að auki veitt sjálfur. Ég varð svo sjokkeruð að ég hljóp heim til mömmu og tilkynnti henni hálfgrátandi: "Mamma, Jónsi frændi skýtur fugla og svo BORÐA ÞAU FUGLANA!!" Oft hefur verið hlegið að þessum dramatísku viðbrögðum mínum í fjölskyldunni og líður varla eitt fjölskylduboð, sem ekki er minnst á þessa sögu.....Pinch

Í tíu til tólf ár borðaði ég lasagna á aðfangadagskvöld á meðan fjölskyldan gæddi sér á juicy jólamat með öllu tilheyrandi en allt í einu, án nokkurs aðdraganda eða fyrirvara, þá ákvað ég að snúa blaðinu við og fór að borða allt. Þá var ég sem sagt 18 ára og gerði þetta með stæl, fór út að borða með þáverandi kærasta þar sem við fengum fimmrétta máltíð, m.a. reyktan ál, hreindýrakjöt, foi gras og ýmislegt sem mig hefði ekki dreymt um að borða nokkrum dögum áður.

Síðan þá hef ég verið óhrædd við að smakka á öllu, borða carpattio, (sko hrátt!!) Cool af bestu lyst og er ekki hrædd við bein og sinar, þótt ég sé ekki áfjáð í að sjúga merginn úr beinunum eins og ég gerði af áfergju þegar ég var lítil skjáta. Þegar ég bjó í Danmörku var strútabú í hjólafjarlægð frá mér, og þangað sótti ég mér oft strútakjöt. Kengúra, kolkrabbi, ansjósur, kræklingar og nýveiddur silungur vekja ekki hjá mér viðbjóð lengur. Ég er þó ekkert brjáluð í að handfjatla blóðugt hráefnið sjálf með berum höndum og borða það svo, eða draga görnina sjálf úr humrinum áður en ég grilla hann, mér finnst betra að fá þetta matreitt ofan í mig af öðrum án þess að þurfa að horfa á aðferðirnar, en ég læt mig þó hafa ýmislegt. Það má samt með sanni segja að mér finnist meira klígjugjarnt að hafa blóð og innyfli úr dýrum milli fingranna heldur en sams konar hluti úr mannfólkinu..... Woundering

Erlendis er ég ansi sjóuð, að mínu mati. Panta oft eitthvað sem ég hef ekki hugmynd um hvað er, borða það án þess að blikka auga, gretti mig ef mér finnst það bragðvont, en kyngi samt.... líka þó mér finnist það ógirnilegt í útliti, reyni að horfa ekki of mikið á það í þeim tilfellum. Það gekk þó aðeins fram af mér, þegar við mæðginin borðuðum saman eitt kvöldið í Barcelona, og ég ákvað að panta mér Adventure Mixed Seafood...... hafði svo sem alveg borðað fullt af sjávarréttum áður í Barcelona, enda varla annað hægt við Miðjarðarhafið, svo ég taldi mig fullfæra um þetta. Þar til rétturinn kom á borðið.

Hann var svo sem nógu flottur og girnilegur og myndi líta vel út á síðum Gestgjafans, en á mínum "síðum" leit hann bara út eins og ég ætti að borða beint upp úr hafinu. Risarækjur með hala og augu, okey, mér finnst risarækjur góðar en vil helst ekki þurfa að sækja þær sjálf inn í skelina og sérstaklega ekki á meðan þær "glápa" á mig...... Kolkrabba"fætur" með sogskálum á, ég hafði á tilfinningunni að ég hefði getað klístrað þeim innan á bílgluggann, svo huge voru þessar sogskálar. Eitthvað sem líktist hvítfölu slími og hefði alveg eins getað verið sáðrásarútskilnaður..... eru fiskar með sáðrás?? ....eða kannski var þetta donotion frá matreiðslumanninum....?? Dökkrauðir klumpar með fituröndum í, sem God knows what was, (sem ég smakkaði reyndar af einskærru hugrekki og forvitni og var ógeðslegt á bragðið), krabbi í öllu sínu veldi með klípuklærnar....glætan, spætan að ég hafi borðað hann...., hvítar ræmur af "kjöti", sem ég borðaði, æðislegur kræklingur í skel sinni sem ég að sjálfsögðu borðaði með bestu lyst, rauðbrúnn túnfiskur, sem ég reyndar líka veiddi út úr öllu hinu og stakk í munninn og líkaði vel, og svo ýmislegt gutl af hinu og þessu sem leit hrikalega út. Í stuttu máli, þá fór rétturinn af borðinu næstum því ósnertur, þjóninum til mikillar undrunar. Og já, ég skammaðist mín sko fyrir það, en ég gat ekki fyrir mitt litla líf sett sumt af þessu upp í mig. Ég kúgaðist bara við tilhugsunina. Af því að ég er svo meðvirkur persónuleiki, þurfti ég eiginlega hálfvegis að gera mér upp veikindi, svo þjónninn myndi ekki halda að ég væri geðveik, að hafa pantað mér þennan mat fyrir 22 evrur og skila honum svo til ósnertum.... Sick

Syni mínum var svolítið skemmt, þótt ekki hefði hann heldur lyst á að smakka, en hann spurgði mig samt: "Mamma, þú borðar alveg rækjur og risarækjur, hvað er að þessum?"

Ég: "Jóhann, þær eru með haus og hala og AUGU. Útrætt mál."

Hann: "Vá, common....." (þóttist nebbla þarna vera rosa hetja þar til ég bauð honum smakk).

Ég: "Veistu, ég borða líka alveg svínakjöt, en ég vil samt helst ekki taka heilt svín og bíta í það með augunum og öllu....."

Og þannig er ég einhvernveginn á square one..... ég get borðað dýr, bara ef þau minna ekki ALLTOF mikið á dýr.....


Með bros á vör og kurteisi í handfarangrinum.....

Spánverjar eru glaðir, sérstaklega núna þegar þeir eru nýbúnir að jafna leikinn við Grikki. En þeir eru samt glaðir, glaðir og vingjarnlegir. Ég hef tekið eftir því. Þeir eru ekki æðandi um göturnar með stress- og fýlusvip eins og Íslendingar, þeir víkja fyrir öðrum, bjóða náunganum sæti áður en þeir setjast sjálfir, brosa til ókunnugra, gefa sénsa, ryðjast EKKI fram fyrir mann í röðum og biðjast afsökunar ef þeir rekast utan í mann. Já þetta heitir víst að vera kurteis og vingjarnlegur og mættu Íslendingar svo sannarlega læra brot af þessum góðu siðum Spánverja…. að mínu mati.

Við mæðginin erum búin að þramma göturnar í Barcelona þverar og endilangar, þeysast um neðanjarðar í neðanjarðarkerfinu og erum bara nokkuð montin með okkur, hve vel okkur hefur gengið að rata. Ég hef verið í Barcelona áður, en einhvernveginn áttaði ég mig ekki eins vel á borginni í það skiptið. Kannski á ég það til að stóla of mikið á ferðafélaga minn þegar ég ferðast með fullorðnum og átta mig því ekki eins á hlutunum eins og þegar ég er ábyrgari aðilinn í ferðinni, en kannski má líka kenna bjórþambi og leigubílatúrum um óáttun mína í fyrri ferð minni til Barcelona....Cool En eftir þessar tvær ferðir mínar hingað er ég ástfangin af bæði borg og búum, og ég er búin að ákveða að búa hérna í einhverja mánuði einhvern tímann…. Ég ætla að fara í spænskunám og vinna fyrir mér við hvað sem er. Mér er alveg sama hvort ég afgreiði á bar eða vinni í miðasölunni í dómkirkjunni. Skiptir ekki máli. Ég er búin að reyna að sannfæra son minn um ágæti þess að búa hérna, en hann segist ekki vilja gera það, nema hann fengi atvinnumannasamning við F.C. Barcelona, þannig að nú þarf bara að toga í nokkra spotta…..

Speaking of…… við fórum að skoða leikvang F.C. Barcelona, Camp Nou, í dag og þvílíkur leikvangur. Hann tekur eitthvað um 100.000 manns í sæti, áhorfendastúkurnar eru margra hæða og efstu hæðirnar eru svo snarbrattar að mig svimaði við að horfa á þær. En djö… gæti ég ímyndað mér, að væri gaman að horfa á leik á þessum leikvangi, og set ég það hér með líka á listann; What to do in the future. Það var bara mögnuð upplifun að sjá þetta með eigin augum. Auk þess fengum við að sjá búningsherbergi liðsins, með spa-potti, nuddbekkjum og kæli með drykkjum og kampavínsfötu….. fyrir góðu dagana. Ég fékk m.a.s. mynd af mér með Ronaldhino og Eto’o, reyndar tölvugerða en mér er alveg sama. Strákurinn fékk að kyssa meistaradeildarbikarinn og fékk mynd af sér með bikarinn í fanginu, svo allir eru glaðir!! Tounge

Annars hef ég tekið eftir ýmsu í Spánarför minni að þessu sinni….. Spænskar mömmur þurrka líka hor úr nebbanum á börnunum sínum, þær draga samt ekki börnin á eftir sér um göturnar heldur leiða þau við hliðina á sér. Spánverjar sópa göturnar með strákústum (!!), gömul, spænsk hjón á bekk að kyssast eru jafnsæt og gömul, íslensk…. nema gömlu, íslensku hjónin myndu aldrei sitja saman á bekk í almenningsgarði og kyssast…. Spánverjum er sama þótt þeir ferðist milli staða eins og síld í tunnu í Metro-inu, þeir brosa samt og nota tímann til að lesa. Á Spáni keyra skvísurnar á mótorhjólum í háhæluðum skóm. Spánverjar glápa ekki á næsta mann og hvíslast á um hann, né snúa þeir sér við í hneykslan, hvort sem þeir mæta tveimur pönkurum, Araba með túrban eða mjög feitri konu í bleikum jogginggalla….. það er kannski helst að þeir snúi sér við á eftir mér, en það er önnur saga…..Wink

Íbúar Barcelona eru vanir mannmergð, þeir eru vanir fjölbreytileika mannkynsins bæði í kynþáttum, líkamsbyggingum og fatasmekk. Þeir kippa sér ekki upp við neitt og undra sig ekki á neinu. Halda bara sínu striki og brosa. Fyrr en við Íslendingar getum tileinkað okkur svona hugsunarhátt getum við ekki kallað Reykjavík heimsborg. Þannig er það nú bara.

Jæja, loksins sól í Barcelona og við ætlum að gleypa hana fyrri partinn á morgun, þannig að Proxima Estacio er….. rúmið fyrir mig. Þetta er ég búin að læra í spænsku, lærði þetta í neðanjarðarlestunum….. lofar góðu, ekki satt?? Smile

P.S. Spánn var að vinna Grikkland 2-1 svo kannski maður skreppi aðeins niður og kíki á stemninguna á götunum fyrst ….. svo í rúmið.... nema maður hitti eitt stykki sætan Spánverja...jú, þá verður það kannski líka rúmið..... nei djók Cool Tounge


Ertu að fokking kidda mig???.....

Við mæðginin erum stödd í Barcelona, erum hér á öðrum degi. Í gær fórum við út seinni partinn, bæð íklædd einhverskonar peysum og vorum svo að grillast í þeim, fórum úr og létum þessar peysur sem við þurftum að hafa í eftirdragi, pirra okkur það sem eftir lifði kvölds.

Í dag sagði ég því við einkasoninn, að við skyldum skilja blessuðu peysurnar eftir heima, jafnvel þótt það væri hálfskýjað. Ég sagði honum að það væri heitt samt. Svo út fórum við peysu- og jakkalaus, ég meira að segja ermalaus. Þegar við vorum búin að ganga smá, sitja á veitingastað og fá okkur kalda drykki, var mér orðið kalt, svo ég hugsaði með mér, að ég þyrfti bara að stökkva einhversstaðar inn og kaupa mér eina slæðu til að bregða yfir axlir og bak. Við gengum búð, úr búð í búð, og aldrei fann ég neitt sem minnti hið minnsta á slæðu. Af einhverjum ástæðum var ég búin að stilla höfuðið inn á slæðu og sá því ekki möguleikann í því að kaupa mér litla skyrtu, gollu eða jakka.... slæða skyldi það vera, en enga slæðu fann ég. Við þrömmuðum áfram og mér fannst vindurinn í Barcelona verða kaldari og kaldari, og örvænting mín jókst, því við vorum hvergi nærri á leið heim. Þá gengum við fram á Burberry búð og ég hugsaði í einfeldni minni; .... ef einhversstaðar eru til slæður, þá er það í Burberry..... svo inn gengum við og gengum beint fram á heilt borð af slæðum og treflum.... (skyldi vera stór markaður fyrir trefla í Barcelona???).

Ég vildi ekki þessar týpisku brún-rauðköflóttu Burberry-slæður, því mér finnst þær einfaldlega ljótar, og vil heldur ekki ganga um eins og lifandi auglýsingaskilti fyrir ákveðna vöru, svo ég valdi mér eina ákaflega fallega, hárauða með gullþráðum í.... tók mig samt innan við eina mínútu að velja, enda ætlaði ég slæðunni ekki stórt og mikið hlutverk í lífinu, valdi hana meira í stíl við outfit dagsins heldur en af praktískum ástæðum til framtíðar. Ég sagði við soninn, að ég vissi að hún væri örugglega rándýr, en ég væri desperat af kulda og ég bara YRÐI að eignast eitt stykki slæðu áður en við héldum áfram með dagsplanið. Greip þess vegna slæðuna, án þess að kíkja á verðið, (viljandi), og gekk að afgreiðsluborðinu til að borga fyrir lifesaverinn. Mér var vel tekið, afgreiðslumaðurinn hneigði sig fyrir mér, pakkaði slæðunni inn í silkipappír, setti í voða fínan poka og batt slaufu á hann, slaufu úr silki. Pokinn kyrfilega merktur Burberry . Ég horfði á athafnirnar, mjög svo þolinmóð.... eða þannig..... hugsaði bara; get ég ekki bara fengið helv... slæðuna and that´s it!!... Ætlaði hvort sem er að rífa hana beint upp úr pokanum og slá henni um axlirnar....

En hann gaf sér góðan tíma, renndi svo kortinu mínu í gegnum vélina sína og rétti mér kurteisislega kvittunina til að skrifa undir. Ég hafði ekki hugsað mér að líta á verðið, en gerði það óvart samt. Og ég get sagt ykkur, að mér varð ekkert meira kalt eftir það. Ég kvittaði, beið svo spennt eftir að fá kampavínsglas með herlegheitunum, en fékk ekkert. Svo ég labbaði hnípin út og hugsaði hvern andskotann ég væri búin að gera. Hjartað barðist svo ótt að mér var heitt í marga klukkutíma á eftir, ég tók aldrei slæðuna góðu upp..... enda fór sólin að skína aftur, fljótlega eftir að ég hafði borgað 245 FOKKING EVRUR FYRIR EINA FOKKING SLÆÐU!!!

Strákurinn hló að mér eins og brjálaður og ég sagði honum að halda kjafti. Svo sneri ég upp á handlegginn á honum og kleip hann, (djók), og hótaði honum öllu illu ef hann segði ömmu sinni, sem sagt mömmu minni frá þessu (ekki djók). Ég sagði honum hins vegar að hann myndi svelta næstu dagana vegna þessarra asnalegu kaupa móður hans. Ég lét hann samt ekki svelta í kvöld, það byrjar á morgun...

Við fórum svo að skoða Dómkirkjuna, tókum fullt af myndum og ég passaði mig sko vel á því, að hafa hinn rándýra Burberry -poka með á myndunum. Í hvert skipti sem sonurinn smellti af, spurði ég hann hvort pokinn væri ekki örugglega með á myndinni, enda reiknast mér til að pokinn einn sé stöðutákn, sem kosti örugglega 4.000 kr. í það minnsta. Eins gott að sýna það eins mikið og ég get, af því að ég er merkja- og stöðutáknafrík með meiru Devil

Núna stendur pokinn fíni, með slæðunni flottu, á gólfinu í hótelherbergi okkar mæðgina.... ég vonast til að geta skilað þessum verstu kaupum sem ég hef gert á ævi minni, en ef ekki..... djöfull skal ég skarta mikið rauðu um hálsinn næstu tíu árin eða svo!!! Ekki af því að mér leiðist fallegir hlutir, en ég þoli ekki hluti sem eru dýrir bara af því að þeir eru merktir ákveðnum framleiðanda. Ég þoli ekki merkjavöru bara vegna þess að hún er merkjavara..... ég hefði getað keypt mér fimm skyrtur í H&M, eða tvenna jakka í Zöru eða tvennar gallabuxur í Miss Sixty fyrir þennan pening..... en ein helvítis asnaleg slæða fyrir 24..... ég get ekki einu sinni sagt upphæðina til enda.... Blush

P.s. ....þess skal getið, bara til að gera smán mína enn stærri, að ég keypti mér mjög sæta slæðu/hálsskraut í sölubás fyrir utan dómkirkjuna, sem kostaði aðeins 5 EVRUR (!!!) - og er miklu flottari en þessi rándýra Burberry-fokking-slæða....


"She brings me to all my dark places... " .....

Það er svo undarlegt með tónlist, sum vekur hjá manni gleði, önnur sorg, enn önnur minningar, góðar eða slæmar, sumir tónar vekja upp söknuð, getur bæði verið söknuður eftir gömlum tímum eða söknuður um manneskjur, jafnvel söknuður eftir tilfinningu, og svo getur önnur tónlist stressað mann.

Ekkert af þessu ofangreindu getur lýst þeim tilfinningum sem kvikna í mér þegar ég hlusta á lagið hennar Amy Winehouse, “You know I´m no good”. Ég hef heyrt lagið öðru hvoru í útvarpinu síðustu tvö árin eða svo, eins og allir aðrir, en hef nýlega uppgötvað þetta lag á I-podinum hjá syni mínum. Og síðan hefur það orðið að áráttu minni að hlusta á lagið svona þrisvar til fjórum sinnum á hæsta styrk í eyrunum einhverntímann yfir daginn. Og það er alveg sama hvaða tíma dagsins það er, alltaf vakna sömu tilfinningarnar. Og þetta eru óþægilegar og ekki góðar tilfinningar.

Fyrir það fyrsta, þá er þetta ógeðslega flott lag, finnst mér. Frábært undirspil og röddin hennar er alveg æðisleg, eiginlega betri en geðveik. Kannski vakna þessar tilfinningar af því að hún er svo yfirlýstur dópisti og ég einhversstaðar í hjarta mínu kenni í brjósti um hana, en einhvernveginn finnst mér þessar tilfinningar koma dýpra frá. Ég get bara lýst þessum tilfinningum með þessum frasa; “She brings me to all my dark places.”

Og það er þannig, þetta lag lætur mér líða ömurlega á einhvern ótrúlega góðan hátt, á sama tíma og mér finnst það ógeðslega flott.

Á einhvern óskiljanlegan hátt upplifi ég ótrúlega margar neikvæðar tilfinningar, kenndir og minningar þegar ég hlusta á þetta lag, það hellist yfir mig einhver einmanaleiki, mér verður kalt, ég fæ hjartslátt og mér líður eins og ég sé drukkin á einhverjum yfirgefnum stað og rati ekki heim. Hvorki heim frá stað né stund, né frá sjálfri mér. Ég verð einhvernveginn ráðvillt og sorgmædd, eins og ég viti ekkert hver ég er eða hvað ég vilji. En bara á meðan ég hef augun lokuð og hlusta, um leið og ég opna augun hverfur tilfinningin, allavega að mestu. Svo spila ég lagið aftur, loka augunum og upplifi nákvæmlega sömu tilfinningar aftur.

Ég hef ekki minnstu löngum til að greina, hvers vegna mér líður svona við hlustun á þessu lagi. Kannski vegna einhverra gleymdra og grafinna minninga….ég var ekkert alltaf voðalega góð við sjálfa mig á sumum af mínum yngri árum…., kannski vegna upplifana í fyrra lífi, kannski vegna einhvers mjög nærverandi í dag, kannski skiptir þetta engu máli. Ég veit bara, að ég get framkallað tilfinninguna við það að hlusta á lagið og slökkt á tilfinningunni við að hlusta ekki. Svo ég slekk og verð glöð, og kveiki og verð sorgmædd og döpur, svo slekk ég aftur og verð glöð….. Og held áfram að slökkva og kveikja, slökkva og kveikja.

Masókistinn, ég, held auðvitað alltaf áfram að kveikja og upplifa það slæma…… en mikið er gott að geta slökkt aftur ….. þegar ég er búin að velta mér nógu lengi upp úr öllu þessu slæma….

 


Fordómar og for-dómar.....

Flest þykjumst við vera fordómalaus, en svo þegar betur er að gáð, leynast þeir allnokkrir í hugarskotum okkar allra. Margir þykjast ekki vera á móti samkynhneigðum, af því að nú á dögum þykir það bera vott um heimsku, en þeir vilja samt ekki að þjálfari fótboltaliðs sonarins sé hommi, hann gæti farið að reyna við strákana, og úpps ef þeir beygja sig niður, sem þeir eðli málsins samkvæmt þurfa oft að gera á æfingum..... Errm

Sumir þykjast ekki hafa neitt á móti innflytjendum, en þegar til kastanna kemur, vilja þeir ekki fá innflytjendur sem nágranna….. úpps aftur, það er ekki það sama að hafa enga fordóma og fá kvikindin í bakgarðinn hjá sér. Ég hef til dæmis ekkert á móti krókódílum, en ég vil samt ekki hafa einn slíkan á svölunum mínum.

Stundum tekur fólk afstöðu til mála, án þess að kynna sér nein rök á bak við þau. Það hefur bara svona “af því bara”-afstöðu eða fylgir afstöðu annarra, af því að það er ekki nógu sjálfstætt til að taka eigin afstöðu….. já, eða of latt til að nenna því, eða öllu verra of heimskt til að taka raunhæfa afstöðu......Whistling

Ég viðurkenni að ég hef ýmsa svona fordóma, þ.e. byggða á engum rökum. Ekki gegn samkynhneigðum, enda deili ég skoðun Andreu Jónsdóttur, útvarpskonu og tónlistargúrús með meiru, að flestir hafi í sér bisexualt element….. en það er önnur saga. Ekki hef ég heldur fordóma gagnvart innflytjendum, þótt mér finnist að stjórnvöld eigi að gæta hófs þar og læra af mistökum annarra Norðurlanda í því málefni.

Ég hef hins vegar mikla og órökstudda fordóma gegn Herbalife vörunum, hef aldrei prófað þær og mun aldrei gera, veit ekkert hvort þær eru góðar eða slæmar, en sölumenn Herbalife fara geðveikt í taugarnar á mér. Þeir eru jafn uppáþrengjandi með sína vöru og mormónar með sína trú…..

Sem minnir mig á, að ég hef líka fordóma gegn Vottum Jehóva, án þess að þekkja einn einasta Vott og án þess að hafa sótt samkomu hjá þeim. Vegna þess að afstaða þeirra til blóðgjafa finnst mér heimskuleg og asnaleg. Á því byggi ég mína fordóma.

Grasalækningar finnst mér líka svolítið ýkt fyrirbæri, örugglega kennir margt góðra grasa þar, en mér finnst stundum verið að kynda undir vonir og væntingar hjá þeim sem minnst mega sín, þ.e. mikið sjúkum, með grasalækningum. Fólk sem að öllum líkindum er deyjandi, grípur í grasalækningar sem síðasta hálmstráið, eyðir formúgu í þessa vitleysu og deyr svo samt. Þrátt fyrir að hafa drukkið jurtaseyðið, étið kapsúlur með heilagri blöndu í og smurt sig með grasaolíu ofan og neðan.

Fólk sem hefur áráttu fyrir höfuðbeina-spjaldhryggsmeðferðum, segir að maður eigi að taka routerinn sinn úr sambandi yfir nóttina, vegna þess að annars sofi maður svo illa og verði útúrgeislaður, trúir því að ef ég ýti á ákveðinn punkt á kinnbeininu minnki ég stress mitt og þar fram eftir götunum, hef ég ákaflega lítinn tolerance fyrir. Án þess að vita hvort þau fari með rétt mál eða ekki. Ég þoli bara ekki þeirra uppátroðslu í minn garð, með sín fræði, í hvert skipti sem ég nefni einhvern krankleika. Ég nenni heldur ekki að hlusta á óumbeðinn fyrirlestur, í hvert skipti sem ég set sykur, gosdrykk eða aðra “bannvöru” inn fyrir mínar varir í þeirra augsjá. Ég bara hreinlega þoli það ekki!

Í gær, eða öllu heldur í nótt, uppgötvaði ég svo nýja fordóma hjá mér. Ég hafði skellt mér á djammið í góðum félagsskap og eins og oft vill verða, nálgast mann einhverjir karlmenn. Vilja chatta, dansa, jafnvel bjóða í glas en allir hafa síðasta lokamarkmiðið, þ.e. ….. ja, þið getið líklega alveg sjálf getið ykkur til um það. Nema hvað, þar sem ég var stödd á staðnum B5 í Bankastræti, vindur sér að mér ágætlega huggulegur karlmaður, og líka á þeim aldri sem mér finnst í lagi að tala við…. þ.e.a.s. hann var ekki 18 ára….. Ég talaði við hann í örskamma stund, eða þar til hann einhverra hluta vegna sneri sér við og ég sá að aftan á gallajakkanum hans stóð: HARD ROCK CAFÉ, AMSTERDAM. Ég var farin áður en hann sneri sér aftur við, slíkir voru fordómar mínir gagnvart karlmönnum, sem ganga í gallajökkum merktum Hard Rock Café. Mér var alveg sama, hvern mann jakkinn geymdi, ég felldi þarna harkalegan dóm, dæmdi innihaldið af umbúðunum. Vonandi missti ég ekki af mannsefni mínu þarna…… Cool

Anyway, þá var ég þó mjög for-dæmandi, þegar ég spáði fyrir um lok Baugsmálsins. Ég hélt því alltaf fram að Ríkið myndi ekki hafa mikið upp úr krafsinu þar, bæði eru Baugsfeðgar og samstarfsmenn of auðugir til þess að þurfa að stinga undan einhverjum nokkrum milljónum, og svo eru þeir líka nógu ríkir til þess að ráða góða endurskoðendur til þess að fela slíkar “uppákomur” ef þeir þyrftu. Hver ætli beri ábyrgð á þessu rugli sem við erum nú að blæða og borga fyrir? Var öfundsýkin þarna alveg að fara með Seðlabankastjórann okkar eða á hann einhverjar óuppgerðar sakir við þessa menn, sakir sem hann lætur okkur landsmenn borga fyrir. ……Tja, ég bara spyr….. allt leyfist þessum köllum og kellum án þess að við fáum að greiða atkvæði um fyrirfram….. við bara kjósum og borgum svo fyrir vitleysuna eftir á, þegjandi og hljóðalaust….. Eða kannski ekki alveg hljóðalaust, ég er allavega að baula núna!! Devil And I´m not happy with this shit!!!


Og viljum við ganga í ESB?

Áminning til þeirra sem eru fylgjandi Evrópusambandinu. Ísland mun engu ráða þar, mun hafa lítil áhrif, eins og aðrar örþjóðir í ESB, við munum þurfa að gefa upp okkar sérstöðu og aðlaga okkur að þörfum og áherslum annarra og stærri þjóða. Danir eru ekki ánægðir með sína aðild að sambandinu og kannanir í Danmörku í dag og síðustu ár sýna, að flestir Danir vilja ganga úr Evrópusambandinu aftur.

Við þurfum að íhuga það vel, eftir hverju við erum að sækjast í rauninni, ef við viljum inngöngu í Evrópusambandið. Við erum alls ekkert illa stödd án þess.


mbl.is Danir segja að ESB hafi keyrt yfir þá í hvalamáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægðir í ýmsum útgáfum.....

Á stofugangi, á ónefndri deild um daginn, spurði líka ónefndur læknir, sjúkling einn hvort hann hefði heilbrigðar hægðir. Sjúklingurinn varð ekki hvumsa, vissi líklega hvað fólst í spurning læknisins, en ég staldraði aðeins við þessa spurning. Heilbrigðar hægðir? Hvað er nú það? Er það ef þú hefur hægðir einu sinni á dag, eða annanhvorn dag? Hafa heilbrigðar hægðir sérstakt útlit og þéttleika?? Dökkbrúnan lit eða ljósbrúnan? Bara fyndið að velta þessu fyrir sér, finnst mér Smile

Hins vegar held ég að það sé nokkuð víst, að heilbrigðisstarfsfólk sé með hægðir á heilanum, svona eins og gamla fólkið. Ég komst að því, þegar ég fór í 5 daga fjallgöngu síðasta sumar, og svo skemmtilega vildi til að í hópnum voru af tilviljun fimm hjúkrunarfræðingar úr hinum ýmsu áttum. Allar áttum við til orð yfir það sem fyrir augu bar, og allar líktum við mörgu af því við ýmis konar hægðir. “Þetta er eins og barnaniðurgangur”, “þetta er nú alveg eins og týpískar sýklalyfjahægðir”, “þetta er næstum eins og algjör fituskita”, (orð, sem örugglega bara heilbrigðisstarfsfólk þekkir!) og “þetta líkist morfín-aftúrkreistingi”…..(annað orð sem líklega bara heilbrigðisstarfsfólk þekkir). Eitt skiptið sátum við svo í himneskri náttúrulaug, þar sem mjög svo órætt slím var í botninum, þá greip einn karlmaðurinn lúkufylli af slíminu, lyfti því upp og sagði: “Stelpur, eins og hvernig hægðir eru þetta?” Við vorum náttúrulega ekki lengi að svara því. Þetta voru eins og Clostridium hægðir, eða jafnvel eins og Noro hægðir, bætti ein við. Skák og mát Cool

Einhverju sinni lenti ég líka í því, að Toyotan mín startaðist ekki, alveg sama hvað ég reyndi. Ég þrjóskaðist við, en að lokum játaði ég mig sigraða og tók leigubíl í vinnuna. Þaðan hringdi ég svo í Toyota-umboðið og spurði hvað gæti verið vandamálið. Starfsmaðurinn tjáði mér að það væri stýrislás á bílnum, en ég er nú ekki svo ljóshærð, að ég hafi ekki vitað það, þetta var eitthvað annað og meira en einfaldur stýrislás. Þá spurði hann mig, hvort það gæti verið að bíllykillin hefði komist í snertingu við snjóinn….. það var nefninlega mjög snjóþungt þennan dag…… Og jú, ég hélt það nú, enda hafði ég misst bíllyklana í götuna rétt áður en ég fór inn í bílinn. Hann taldi þá líklegast að snjór og bleyta hefði lekið niður í svissinn og frosið þar, og því hefði ég ekki getað startað bílnum. En þetta væri ekkert mál, ég ætti einfaldlega að taka lásaolíu og sprauta henni ofan í svissinn. Ég varð pínu hugsi og kom svo með einfalda spurning: “Á ég þá bara að taka venjulega laxerolíu og dúndra henni þarna niður???” Starfsmaðurinn var þögull í smá stund og sagði svo: “Ég sagði ekki LAXEROLÍU, ég sagði lásaolíu!!” Ég áttaði mig strax og baðst afsökunar, sagði honum að ég væri hjúkrunarfræðingur og væri með hægðir og hægðalyf á heilanum……Tounge

Þetta er nú meiri skíta færslan……


Fuck it!!!

Nú er ég fukking brjáluð út í þetta blogg, er þrisvar búin að skrifa nær sömu færsluna og svo BÚMM, allt í einu dettur hún alveg út, og allt hverfur. Ég er þrjósk, en djöfull maður, ég er ekki svona þrjósk, nenni ekki að sitja eins og fífl fyrir framan eitthvað tæki sem ákveður bara að detta út, þegar því hentar, svo ég gefst upp..... í kvöld....

Veit ekki hvort ég nenni að reyna við þessa færslu aftur, á fyrir höndum marga daga með tvöföldum vöktum og svo góða djammhelgi, og svo er ég bara farin til Barcelona til að hafa það gott. Svo líklega á ég ekki eftir að skrifa mikið næstu dagana/vikurnar.

Segið mér samt, er þetta að koma fyrir ykkur? Dettur allt út, þegar þið eruð búin að sitja og skrifa kannski í korter eða svo....? Eða kemur þetta einhverntímann fyrir? Djö.... fer þetta í taugarnar á mér. Og ekki á þær bætandi.

Jæja, játa mig sigraða í kvöld fyrir tölvufíflinu, er farin að sofa.

Djö..., helv...., andsk..... tölvuheimur..... Devil


Lengi getur vont versnað....

Stjórn Bandaríkjanna ætlar greinilega að gera sitt til þess að vinna aftur vinsældir sínar, eða þannig. Ferðamönnum í USA hefur fækkað umtalsvert síðustu árin, en ekki ætla þeir að gera það auðveldara fyrir þá einstaklinga sem þó nenna að standa í þessu veseni til að sækja land og þjóð heim. 

Lengi getur vont versnað - hversu langt ætla stjórnvöld í USA að ganga í paranoiu??

Ekki nenni ég til Bandaríkjanna, segi eins og einhver annar nefndi, það er nóg af áhugaverðum og spennandi stöðum í öllum öðrum álfum heimsins, svo ekki verður maður af ferðalögunum þótt maður sniðgangi Bandaríkin!


mbl.is Hertar reglur um ferðir til Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband