Skattatossar og yfirvofandi yfirvinnubann mitt.....

Okey, ég er tossi, öllu heldur skattatossi, eins og við nokkur þúsund manns vorum kölluð í Morgunblaðinu fyrir nokkuð mörgum vikum síðan. There, I've said it..... Ég skilaði sem sagt skattskýrslunni minni í fyrradag, með týpísku ljóskubrosi, alveg eins og ég gerði í fyrra og hitteðfyrra.... og hitteð..hitteðfyrra.

Ég veit ekki hvers konar skrýtið ambivalent samband ég á við þessa árlegu skýrslu, í fyrstu hlakka ég til að fylla út í tómu kassana og eyðurnar.... því ég er jú skipulagsfrík, næstum eins og Monica í Friends.... ég hef næstum áráttu þegar kemur að kössum, boxum, hillum til að raða í, millispjöldum í möppur, rýmum til að fylla upp í .... o.s.frv. Þess vegna hlakka ég til að fylla inn í allar tómu eyðurnar í skattskýrslunni, aaalveeg þar til kemur að skiladegi, þá fer ég að kvíða því. Og þegar ég er byrjuð að kvíða, þá er það næsta víst, alveg eins og B kemur á eftir A, að ég á eftir að ýta þessum óhjákvæmilega hluti á undan mér eins lengi og ég get. Og já, trúið mér, á tossalistanum mínum í fleiri mánuði hefur staðið; SKATTSKÝRSLAN, ég hef meira að segja highlightað orðið í gulu, en það hefur aðeins fengið mig til að líta enn meira fram hjá því.... ég flyt orðið á milli tossalista, vikulista og alls konar lista sem ég geri í lífi mínu, lista sem eiga að hjálpa mér að halda skipulagi..... en gera oftast ekkert annað en að valda mér kvíðakasti.... og þar með fresta hlutunum enn lengur.

Í stuttu máli, þá gekk ég þungum skrefum að skattstofunni eftir næturvakt á miðvikudagsmorgun..... það var kominn tími til að feisa óttann og skila þessum tveimur stykkjum af pappírum inn. Ojá, ég hef ekki komið mér upp þeim vana að gera þetta rafrænt, einhvernveginn stóla ég betur á það að halda á pappírunum í höndunum og rétta þá einhverjum...... ja, call me oldfashioned.... Sem betur fer var það ekki sami dökkhærði maðurinn sem tók við skýrslunni minni, sem alltaf hefur afgreitt mig, því ég er eiginlega búin að tæma brunn minn fyrir lousy afsökunum.... Þar sem það var sumarstúlka sem afgreiddi mig, gat ég alveg notað eina gamla..... "úúú, veistu hvað, ég var að laga til, og sjáðu hvað ég fann..... skattskýrsluna mína, og ég sem hélt að ég væri löngu búin að skila henni...." Og svo setti ég upp my stupid blond smile.... Og það virkaði.... og ég fékk enga sekt..... hjúkk it!!

Þar sem það var frá, varð ég eiginlega að finna mér nýtt áhyggjuefni..... ég fékk næstum fráhvarf, svo undarlegt var það að hafa ekkert að kvíða fyrir, svo ég settist niður og hugsaði af hvaða stuffi ég gæti fyllt kvíðahólfið í heilanum á mér með, núna..... Auðvitað þurfti ég ekki að hugsa lengi..... nú get ég farið að kvíða næsta VISA-reikningi. Auðvitað. Ég er búin með fyrri lotu sumarfríss og eyddi auðvitað miklu meira en ég ætlaði..... og hef engan séns á því að vinna það upp, þar sem við hjúkrunarfræðingar erum að fara í yfirvinnubann!! Sem ég fagna.... og stemmdi með.

Ég verð nú bara að segja, að ég eiginlega hlakka til að sjá áhrifin af yfirvinnubanni okkar. Allir sem vinna á LSH vita það, að það þarf ekki meira en tvo til þrjá daga af yfirvinnubanni, þar til "eðlileg" starfsemi LSH svo gott sem lamast. Ég set eðlileg í gæsalappir, vegna þess að það er auðvitað langt síðan að eðlileg starfsemi hefur verið praktíseruð á LSH. Alveg sama hvað "yfir"hjúkrunarfræðingarnir á LSH reyna að segja okkur í fjölmiðlum; "Það skapast ekkert neyðarástand, vissulega verður þetta erfitt, en þetta verður engin neyð." Þetta kemur svo augljóslega úr munni þeirra, sem ekki hafa unnið "á gólfinu" í fleiri, fleiri ár. Eða kannski ekki svo mörg ár, það eru aðeins nokkur ár síðan ástandið byrjaði að vera SVONA SLÆMT eins og það er í dag. Og það er alveg sama hvað "yfirhjúkkurnar" reyna að fegra ástandið í fjölmiðlum, ástandið mun koma í ljós. Þær þykjast ætla að færa "fólk" á milli deilda, en vita þær ekki að allar deildir eru nú þegar undirmannaðar og rétt svo valda.... eða ekki..... að sinna sínum eigin dagsdaglega rekstri? Vita þær ekki að meirihluti lyflækningadeildanna eru reknar á yfirvinnu dag eftir dag? Að meirihluti þessarra deilda eru reknar á eins litlum mannafla og mögulega er hægt? Að margar þessarra deilda eru reknar með mannafla hjúkrunarfræðinga, sem er oftast nær undir þeim öryggismörkum sem við hjúkrunarfræðingar og sjúklingar geta lifað með? Og með lyflækningadeildum, þá meina ég nú bara svona "litlar, ómerkilegar" deildir eins og lungnadeildina, taugadeildina, smitsjúkdómadeildina, meltingardeildina, krabbameinsdeildarnar og jafnvel fleiri. Meira að segja móttökudeildirnar okkar, þ.e. slysa- og bráðamóttökudeildir á báðum spítölum eru undirmannaðar, sem veldur lengdum biðtíma, bæði á biðstofu og eftir að inn á deildina er komið. Gjörgæslurnar eru líka undirmannaðar og þar liggja veikustu sjúklingarnir og þeir sem þarfnast mestrar hjúkrunar, umönnunar og umsjónar. Þar þarf líka að forgangsraða, þannig að stöðugt veikari sjúklingar flytjast, oft ótímabært, yfir á almennar deildir, deildir sem varla ráða við það sem þær hafa í höndunum fyrir, en fá allt í einu gjörgæslusjúkling í hendurnar ofan á allt annað. Vilduð þið vera sá sjúklingur? Eða vilduð þið frekar vera hinn, sem fær ekki fullkomna umönnun, vegna þess að nýkomni gjörgæslusjúklingurinn krefst alls þess mannafla sem er til staðar á deildinni?

Þetta allt gæti lagast ef aðeins hjúkrunarfræðingar fengju mannsæmandi laun fyrir að vinna fyrir Ríkið. Ef hjúkrunarfræðingar fengju borgað almennilega fyrir að standa með ykkur í blíðu og stríðu, við lífsbyrjun og lífslok, við gleði- og sorgarstundir, fyrir að taka á móti ykkur eftir alvarleg slys, eftir hjartaáföll, heilablóðföll, árásir, blæðingar, beinbrot, nauðganir.... fyrir að sinna öllum ykkar grunnþörfum meðan þið jafnið ykkur, hjálpa ykkur við að standa í fæturnar aftur, hlusta á ykkur, tala við ykkur, hjálpa á klósettið, og upplýsa fólkið ykkar um gang mála. Á öllum tímum sólarhringsins, alla daga ársins. Spáið aðeins augnablik í þetta......

Vilduð þið vera sjúklingar sem njóta lágmarksþjónustu í einhverjum af þessum fösum lífsins? Eða vilduð þið eiga ástvini sem njóta aðeins lágmarksþjónustu í þessum aðstæðum? Jú, vissulega eru allir að gera sitt besta á öllum stöðum, og yfirleitt langtum betra og meira heldur en þeirra starfssvið nær út yfir, enda eigum við frábært hjúkrunarfólk á öllum deildum Landspítalans, en það þarf ekki nema eitt erfitt tilfelli, einn mjög veikan sjúkling, einn sem er að deyja og aðstandendur hans þarfnast sérstakrar umönnunar ..... og þá riðlast allt annað og lítill tími verður afgangs fyrir alla hina sjúklingana. Og eðli málsins samkvæmt, þá gerist þetta býsna oft á stóru sjúkrahúsi. Og séu það tveir mjög veikir sjúklingar á sömu deildinni á sama tíma...... já, þá tökum við á því eftir bestu getu..... kannski ekki á besta ákjósanlegasta hátt en við tökum því og þið takið því, enda ekkert annað að gera í stöðunni. Eins og hún er núna. Því þannig er staðan bara og ekkert sem neinn getur gert í því nema stjórnvöldin..... með því að borga hjúkrunarfræðingum hærri laun. Því það er fullt af hjúkrunarfræðingum í þjóðfélaginu sem langar að vinna á spítalanum, en sætta sig ekki við launin sem Ríkið býður þeim. Og Ríkisstjórnin ætlar greinilega ekki að standa við stóru orðin sín um að bæta kjör kvennastéttanna, heldur ætlar að svíkja það eins og flest annað sem hún lofaði, nema hún ætlar að gera það í skjóli ríkissáttarsemjara. Eins og Ríkisstjórninni komi þetta ekkert við. En henni mun koma það við.... áþreifanlega, því ENGINN utanaðkomandi gerir sér grein fyrir því hvað yfirvinnubann okkar hjúkrunarfræðinga mun þýða fyrir spítalann og allt samfélagið, fyrr en það skellur á.

Áhrifin eiga eftir að verða áþreifanleg, kannski ekki á fyrsta degi, en strax á öðrum degi, og á fimmta, sjötta, níunda og fjórtánda degi, þá verður spítalinn LAMAÐUR.

 

p.s. þessu er bætt við sólarhringi seinna.... viljið þið PLEASE kommentera á þessa færslu þið sem lesið hana. Þetta er mér mikið hjartans mál, eðlilega, og mig langar gjarnan að heyra ykkar skoðun á málefninu, hvort sem hún er jákvæð eða neikvæð. Ég sé að það eru margir sem hafa lesið, en fáir sagt sína skoðun, svo please please.... það er ekki eins og ég sé ALLTAF að biðja ykkur um að kommentera. FOR CRYING OUT LOUD, have an opinion..... eins og Phoepe í Friends segir.... Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyrðu skattatossinn þinn, það tekur nokkrar mínútur að gera og senda skattaskýrsluna rafrænt.  Ég er búin að gera það í allavega þrjú ár, það er svo auðvelt og einfalt.   Ég vona bara að ég lendi ekki á spítala næstu vikurnar. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.6.2008 kl. 03:02

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Settu þennan pistil í blöðin Lilja þar á hann heima. Ég held að fólk geri sér enga grein fyrir hversu udirmannaður Landspítalinn er né hversu ómannlegt álagið er oft.

Hólmdís Hjartardóttir, 27.6.2008 kl. 21:38

3 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ég verð að segja, að ég er frekar fúl yfir að fá ekki fleiri komment á þessa færslu. Ég veit að það eru einhverjir hjúkrunarfræðingar sem lesa bloggið mitt reglulega, og það myndi vera VERY NICE að fá smá komment, ekki bara logga ykkur inn, lesa og fara, án þess að segja ykkar skoðun.

Hvort sem þið eruð með eða á móti, þá er þetta mér hjartans mál, eðlilega þar sem þetta er ævistarf mitt, og mig langar að heyra hug ykkar til þessa málefnis. Bæði jákvæða og neikvæða. Ekki bara koma hérna inn og lesa og segja svo ekkert um hjartamálefni mitt. Það er móðgun. Ég vil heyra ykkar skoðun á því, hvað ykkur finnst um störf okkar hjúkrunarfræðinga og svo hvað ykkur finnst um laun okkar. WILL YOU PLEASE.....

Lilja G. Bolladóttir, 27.6.2008 kl. 23:35

4 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Og þetta mun vera í fyrsta og síðasta skiptið sem ég kalla eftir kommentum, ég hef aldrei gert það og mun aldrei gera aftur, en PLEASE hafið skoðun og tjáið hana!!!

Lilja G. Bolladóttir, 27.6.2008 kl. 23:38

5 Smámynd: Sigrún Óskars

Þetta á heima í t.d. Mogganum. Vel skrifað hjá þér og fólkið í landinu, sem þarf á þjónustu okkar að halda þarf akkúrat að vita þetta sem þú skrifar. LSH mundi ekki lifa marga daga án yfirvinnu hjúkrunarfræðinga. Takk fyrir sælar.

Sigrún Óskars, 27.6.2008 kl. 23:39

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Lilja skoðaðu spjallvefinn á hjukrun.is......hann er dauður!!!   Ég skora enn á þig að birta pistilinn í blöðum......fólk les bara þetta blogg þegar það birtist.

Hólmdís Hjartardóttir, 28.6.2008 kl. 17:08

7 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Er sammála Sigrúnu og Hólmdísi, þessi pistill ætti að birtast í fjömiðlunum. Þú segir hispurslaust frá staðreyndum og lýsir ástandinu eins og það raunverulega er. Þekki sjálf að vera ,,sjúklingamegin" og get ekki sagt að ég hafi  alltaf verið stolt af stétt okkar í þeirri reynslu. Geri mér þó grein fyrir því að ýmislegt liggur að baki þar, t.d. of mikið álag og þreyta.

Vissulega verður erfitt að draga úr yfirvinnunni fjárhagslega, það kemur við budduna og ekki sýna bankarnir biðlund. Ég tel þó að yfirvinnubannið standi það stut yfir að það muni borga sig þegar upp er staðið.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 28.6.2008 kl. 18:20

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Lilja. Það þarf ekki mörg orð um þetta. Þið sem vinnið þesi störf við ummönnun fólks eigið allt gott skilið og almennileg laun líka!!

Haraldur Bjarnason, 29.6.2008 kl. 10:10

9 identicon

Sammála Haraldi. Ég las þessa færslu strax - hún var glóðvolg þegar ég kíkti á hana. Ég var bara svo sammála þér, Lilja, og fannst þetta allt svo sjálfsagt að mér fannst það bara vera að bera í bakkafullan ...  að fara að tjá sig. En hér hefurðu það. Sammála! (Eins og allt vel meinandi og vitiborið fólk hlýtur að vera).

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 08:18

10 identicon

Hæ skvís og velkomin heim frá Barðselóna:o)

Rosa flott færsla hjá þér (eins og alltaf). Tek undir með þér, ég vil svo sannarlega sjá hjúkrunarfræðinga fæ miklu hærri laun. Ég kláraði "aðeins" 3 ár í háskóla í öðru námi og ég fer heim kl. 17 á daginn og vinn aldrei um helgar. Sá peningur nægir mér. Ég myndi líklega ekki endast lengi í starfi þar sem allt er í panik og það þarf sífellt að vera "redda" hlutunum tímabundið, að ég tali nú ekki um að láta hringja í sig þegar maður er á frívakt. Ég held ég myndi missa vitið á nokkrum mánuðum.

Þú/þið eigið alla mína samúð OG stuðning. Vil samt taka það fram að þau skipti sem ég og mínir hafa þurft að leita á sjúkrahús, hefur þjónustan verið algjörlega til fyrirmyndar, núna nýlega á gjörgæslunni og ég átti bara ekki orð yfir því hvað þjónustan var góð:o) Greinilega frábært fagfólk með hjarta úr gulli, og ekki spurning að það verðskuldi mannsæmandi laun.

Sakna þín annars allt of mikið, lööööngu komin tími á hitting, vona að það verði sem fyrst:o)

Knús frá Gunnsu gömlu.

Gunna (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 16:28

11 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er fyrst að lesa þessa færslu núna ... flott færsla.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.7.2008 kl. 18:10

12 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ps.

Ég er búinn að "laga" hausmyndina þína og ef þú hefur áhuga...  

Sendu mér þá e-póst: eysteinsson@compaqnet.se 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.7.2008 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband