Af hverju er mannkynið svona ófullkomið?

Einn ágætur maður, setti inn komment við færslu hjá mér um daginn. Fyrir forvitnis sakir kíkti ég á bloggið hans rétt áðan og rakst þar á pistil þar sem hann fjallar um annan pistil, nefninlega hjá Jóni nokkrum Vali, þar sem hinn síðarnefndi fjallar um fóstureyðingar.

Ekki ætla ég að tjá mig um réttmæti fóstureyðinga hér og nú, til þess er málefnið allt of viðkvæmt og siðferðislegt, augljóslega margar hliðar á því og ýmsar ástæður fyrir því að konur kjósi að láta eyða fóstri..... en ég hreinlega nenni ekki út í þá umræðu akkúrat núna. Ég hef mína skoðun á málinu, en kýs að láta hana óupplýsta að svo stöddu. Því ég ætla aðeins að staldra stutt við í bloggheimum núna...... í bili allavega Wink

Það sem mig langar hins vegar að fjalla um, er síða sem ég komst inn á, eftir að hafa fyrst lesið pistil Sævarans og í framhaldi af því færslu Jóns Vals og svo kommentin hans. Þessi síða sýnir þroska fósturs yfir nokkurra vikna skeið og er nokkuð merkileg. Ég er lærður hjúkrunarfræðingur og hef lært fósturfræði, en aldrei hef ég séð slíkar myndir, sem þessi síða birtir. Reyndar set ég ákveðinn fyrirvara, þar sem efst á síðunni eru tilbeðnar einhverjar guðlegar verur, og ég hef ákveðna fordóma gagnvart slíku. Kannski eru þessar myndir af fósturþroskanum teiknaðar, þeir segja ekki en hver veit, en ég veit allavega, að þeim svipar mikið til þess sem ég hélt mig vita. Þótt aldrei hafi ég séð neitt jafn raunverulegt og þessar myndir sýna.... Og mér fannst það í rauninni svolítið merkilegt, það sem ég sá.

Það sem innlitið á þessa síðu fékk mig hins vegar mest til að hugsa um, var það, hve hratt við í rauninni þróumst úr tveimur litlum frumum, sem ekki einu sinni augað getur greint, og yfir í fullskapaða mannveru. Þetta er í raun og veru bara kraftaverk. Og hreint út sagt ótrúlegt. Að þróast úr einni lítilli púpu yfir í fullkomlega skapað meistaraverk á níu mánuðum, það má teljast ótrúlega ör þróun.

Og ef tvær frumur geta framleitt svona ótrúlega litlar, fullkomnar og fallegar verur, sem vaxa, dafna, þroskast og taka á sig mynd innan kvenlíkamans á níu mánuðum, hvernig getur þá verið að við sem heilt mannkyn stritum við sömu hlutina áratugum saman án árangurs? Með hugsandi heila, starfandi hendur og vilja til að gera allt? Hvernig getur það verið, að búið sé að berjast gegn umskurði í mörgum ríkjum, í áratugi án árangurs? Af hverju erum við enn að heyja stríð? Af hverju eru kvenréttindi ekki meiri en raun ber vitni í fjölmörgum löndum? Af hverju eru enn fordómar gegn blökkumönnum? Gegn samkynhneigðum? Af hverju erum við svona lengi að tileinka okkur nýjar hugsanir, þegar við erum svona ótrúlega fullkomin í okkar fósturþróun???

Er það kannski svo, að við erum fullkomnust sem óhugsandi lífverur, í líknarbelg móður okkar, vernduð gegn umhverfinu, nærð á ást, umhyggju og tilhlökkun? Skemmumst við um leið og við fæðumst? Eða er það umhverfið sem eyðileggur okkur? Uppeldið? Samfélagið? Heyja önnur dýr sömu baráttu áratugi eftir áratugi án árangurs eða leysa þau málin með því að bíta á barka hvors annars og éta, eða er þeirra líf alltaf það sama áratug eftir áratug?

Vissulega höfum við náð árangri á mörgum sviðum, en það virðist vera sem okkar framgangur sé helst á tæknilega sviðinu. Því ekki þróumst við mikið vitrænt. Og greinilega ekki líkamlega heldur í takt við annað, miðað við hve illa okkur gengur að frjóvga okkur án tækninnar, hve margar konur eru óánægðar með brjóstastærð sína, við rökum af okkur líkamshár sem við teljum ekki að eigi að vera þar sem þau eru og við sjúkdómavæðum öll frávik við hið eðlilega. Við flokkum okkur í kassa og bása, eltumst við hluti og stöður, erum á góðri leið með að útrýma drykkjarvatni, köllum yfir okkur breytt veðurfar og náttúruhamfarir með umhverfissvínaríi okkar og högum okkur á allan hátt heimskulega, bæði gagnvart okkur sjálfum og umhverfinu. Við höfum allar forsendur og góðan grunn, til þess að vera hinar fullkomnu verur, en af hverju erum við þá svona heimsk??

Ég verð að viðurkenna, að hvort sem þessar myndir eru falsaðar eða ekki, þá vakti það mig virkilega til umhugsunar um alls kyns heimspekileg mál.

Og ég er enn að hugsa.... Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég hef heldur betur ekki heyrt betri pælingar lengi, lengi!
Nú er ágætt að halda áfram að hugsa, ég ætla að gefa mér tíma til þess um öll þessu mál, skrítið hvað það tekur mannkynið langan tíma að þróast frá einhverjum vissum " vana "!

Eigðu góða helgi frænka mín kær.

Róslín A. Valdemarsdóttir, 2.5.2008 kl. 20:59

2 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Þú ert nú alveg frábær krakki/unglingur, Róslín mín. Virkilega skemmtileg!

Góða helgi til þín líka, vonandi með fullt af umhugsunarefnum......

Lilja G. Bolladóttir, 2.5.2008 kl. 21:03

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Saknarðu þá ekki að tala við þennan frábæra krakka?

Ef þú hefur áhuga, endilega hafðu samband við mig, sakna þess hvernig við gátum spjallað langt frameftir hér í den á msn..
Ég skal segja þér að ég man eftir jólakortinu frá ykkur Jóhanni, hefði sent ykkur í fyrra hefði ég nú aðeins vitað heimilisfangið mín kæra!

Ég hafði ekki upp á þér frænka mín, til að gleyma þér aftur

Róslín A. Valdemarsdóttir, 2.5.2008 kl. 22:53

4 Smámynd: Sigrún Óskars

skemmtilegar pælingar. eigðu góða helgi.

Sigrún Óskars, 2.5.2008 kl. 22:58

5 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ef ég á að vera ógeðslega leiðinleg..., þá sakna ég einskis sem ég hef ekki átt. Lífsmottó. En ég myndi sko vilja vera í sambandi við þig, Róslín, bara ekki á msn eða á öðru rafrænu formi. Ég hef áður boðið þér að hringja í okkur þegar þú kemur til Rvíkur og hef sagt þér að þú ert velkomin í heimsókn. Hringdu bara!!

Knús frá mér

Lilja G. Bolladóttir, 2.5.2008 kl. 23:09

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég er á leiðinni í bæinn helgina 23.  - 25. maí, gæti verið að ég verði lengur, ég get vel komið í heimsókn, það væri bara æði held ég!!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 2.5.2008 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband