Ground control: Autopilot með tíðum skoðanaskiptum hér með settur á.....

Hvað getur maður, sem stjórnmálamaður, eiginlega skipt oft um skoðun á sama málefninu? Og það á ekki bara við um Ólaf, heldur fleiri í borgarstjórn. Þeir virðast alltaf vera sammála um það að vera á móti hinum þegar þeir lenda í andstæðum fylkingum, á móti því að vera sammála þegar eitthvað gott rekur á fjörurnar, án þess þó eiginlega að taka afstöðu til málefnanna. Og svo kyngja þeir öllum fyrri skoðunum þegar þeir "óvart" lenda í "ekki-andstöðunni".....

Erum við virkilega að borga þessu fólki laun fyrir að vera í sandkassaleik? Hvenær ætlar þetta fólk að fara að vinna?

Er ég ein um að hafa þessa skoðun? Eða, í daga allavega, það getur jú verið að hún hafi breyst á morgun.....


mbl.is Borgarstjóri gagnrýnir vinningstillöguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grumpa

einhvernvegin held ég að það taki enginn þessa borgarstjórn alvarlega. held líka að það sé best að þau geri sem minnst til að lágmarga heimskupör og vitleysisgang

Grumpa, 4.5.2008 kl. 01:31

2 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Sammála þér, Grumpa..... (Grumpa, hvers konar nafn er það eiginlega??)

Lilja G. Bolladóttir, 4.5.2008 kl. 01:34

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það er bagalegt að  geta ekki kosið núna og losnað við fólk úr öllum flokkum. Það þyrfti eiginlega að skipta öllum út í öllum  flokkum!!

Hólmdís Hjartardóttir, 4.5.2008 kl. 01:39

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er oft fegin að búa ekki í Reykjavík, okkar bæjarstjóri er ekki svo slæmur

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.5.2008 kl. 01:49

5 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Hvar býrð þú eiginlega, Jóna??

Lilja G. Bolladóttir, 4.5.2008 kl. 02:15

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Á Seltjarnarnesi

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.5.2008 kl. 02:23

7 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ok, vissi að þú byggir á einhverju "nesi" en ekki hverju....

Þekki ekki til bæjarstjórans þar, en gott að þú ert ánægð með hann!!

Lilja G. Bolladóttir, 4.5.2008 kl. 02:31

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég kannast við hann og konuna hans og öll börnin líka  ég er með flottar myndir hérna heiman frá mér í myndunum mínum.  td. útsýnið úr stofuglugganum mínum

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.5.2008 kl. 02:44

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

ooh   Ég gleymdi að spyrja hvernig gengur reykbindindið?  hættir þú þann 28 apríl?

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.5.2008 kl. 02:45

10 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

 úff, af hverju ertu alltaf að spyrja svona erfiða spurninga, það er náttlá bara ein ástæða fyrir því að ég hef ekki svarað þeim fyrr....

En nei, ég er hér með dæmd í 17. skiptið sem LOOSER, því ég hætti ekki, en ég hef hins vegar sett mér mikil mörk og þar á meðal búin að setja mér reyklaus svæði og reyklausa tíma...... Hef stundum meðvitað reykt síðustu sígarettuna í pakkanum, áður en ég fer að sofa og vakna þar með sígarettulaus og þarf annaðhvort að hafa fyrir því að nálgast stuffið eða þá að fara í gegnum heilan vinnudag, án þess að hafa fengið "byrjunar-kikkið" mitt út í daginn og reyki ekkert fyrr en ég er á heimleið, kannski milli kl. 16-18. Og það versta er, að þetta truflar mig ekkert svo mikið, svo lengi sem ég veit að ég á von á góðu..... einhverntímann..... í dag, á morgun eða hinn....

Eg er bara alveg vonlaus í þessu máli, eins og ég var ákveðin.

Lilja G. Bolladóttir, 4.5.2008 kl. 02:57

11 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ég get bara viðurkennt það, ég er dæmigerður fíkill!! Nikótínfíkill!

Lilja G. Bolladóttir, 4.5.2008 kl. 03:00

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

He he ég er líka fíkill en ég reyki bara úti, það var besta bremsan á mig.  Fór úr þremur pökkum á dag í tæplega einn, sem mér finnst frábær árangur

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.5.2008 kl. 03:04

13 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Vó, það gerir mig bara að Maríu Mey í samanburði við þig  því ég er að reyna að fara úr pakkanum á dag í eitthvað mun minna og helst ekkert.....

En vá, gangi mér vel..... ég lofa ekki góðu, er agalaus og án staðfestu og fyrst og fremst náttúrlega algjörlega án vilja til þessarra aðgerða, mér finnst þær bara nauðsynlegar..... þetta er bara klikkun! Og ég mun refsa syni mínum ILLILEGA ef hann tekur upp á þessum ósið, en hann lofar góðu enn sem komið er..... but, then again, það gerði ég líka á hans aldri....  

Lilja G. Bolladóttir, 4.5.2008 kl. 03:17

14 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Ég byrjaði þegar ég var 9 ára en ekki hafa það eftir mér  Minn litli prins er ekki byrjaður ennþá, og byrjar líklega aldrei.  þegar ég gekk með hann reykti ég 3 pakka á dag, og var ég rúmliggjandi í 4 síðustu mánuðina sem ég gekk með hann. núna háttatími   Þú ert frábær penni, ég hef mjög gaman af því að lesa bloggin þín, takk fyrir bloggvináttuna.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.5.2008 kl. 03:22

15 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Takk sömuleiðis, Jóna mín, ég er samt alltaf að reyna að vera jafn stuttorð og hnitmiðuð og þú, en tekst það líklega seint. Til þess er ég alltof ofvirk.....

Góða nótt til þín  og takk fyrir að nenna að vera bloggvinkona mín! Mér finnst mjög vænt um það.

Lilja G. Bolladóttir, 4.5.2008 kl. 03:34

16 identicon

Þú ert alls ekki ein um þessa skoðun.  Þvert á móti.  Allir borgarfulltrúar Reykjavíku finnst mér að ættu að sína sóma sinn í að leyfa öðru og (vonandi) hæfara fólki að taka við sæti þeirra og stýra borginni í næstu kosningum.

Miðað við vitleysisganginn sem að hefur verið viðloðandi borgarstjórn Reykjavíkur þá þakka ég fyrir að vera með lögheimili erlendis.

Það versta er að það hryggir mig virkilega að segja þetta vegna þess að ég er borinn og barnfæddur í Reykjavík. 

J.H. (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 09:05

17 Smámynd: Sturla Snorrason

Sæl Lilja.

Ég er ekki viss um að mörgum af þessum arkitektum hafi þótt skynsemin ráða í þessari samkeppni. En málið snýst ekki um skynsemi heldur að vinna samkeppni. Og nú geta þau Gísli Marteinn, Hanna Birna og Dagur B. gasprað út í það óendalega hvað þetta er flott og gáfulegt.

Nú ætla ég að vona að það verði haldin önnur samkeppni þar sem hönnuðir fái að spreyta sig af skynsemi og hagur allra borgarbúa verði hafður að leiðarljósi. horft verði til umhverfis sjónarmiða og dregið úr vegalengdum fólks  til að komast til vinnu. Miðpuntur borgarinnar er við Elliðaárósa og hann verður ekki færður.

Ólafur hefur ekkert skipt um skoðun, hann hefur alltaf viljað hafa flugvöllinn.

Sturla Snorrason, 4.5.2008 kl. 20:18

18 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Er ekki bara best að "blörra" hann. - Hann er eiginlega alltaf betri í spaugstofunni.

Haraldur Bjarnason, 4.5.2008 kl. 20:24

19 Smámynd: Sigrún Óskars

Mottóið í stjórnmálum virðist vera: "að vera á móti hinum". 

Æ-æ- ekki gott að geta ekki hætt að reykja. Ég hætti að reykja í mörg ár en byrjaði svo aftur, reyki aldrei í vinnunni þótt ég vinni 10 eða 12 tíma. Maður er bara vaninn. Kannski reyni ég að hætta þessu einn daginn - hver veit?   

Sigrún Óskars, 5.5.2008 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband