Má maður taka þetta úr skeið??

Var að vinna á slysadeildinni í dag, og þar var læknastúdent frá Hollandi, einn af mörgum frá Hollandi sem hafa verið á LSH þennan veturinn. Þetta er ekki í frásögur færandi, nema vegna þess að einfaldur tungumálamisskilningur okkar á milli, minnti mig á annað mjög skemmtilegt atvik, sem átti sér stað fyrir nokkrum árum.

Þannig var að hnáta ein frá Íslandi, var í læknanámi í Þýskalandi en ákvað að koma heim og vinna á LSH eitt sumarið. Við vorum báðar við vinnu á lungnadeildinni þennan dag og höfðum til meðhöndlunar konu, sem meðal fleiri einkenna hafði hvimleiðan svepp í leggöngunum. Ég sagði læknanemanum frá þessu, og hún ætlaði að kíkja yfir hvaða meðferð væri best við þessum kvilla. Hún lagðist yfir okkar íslensku lyfjaskrá og komst að því að lyfið Pevaryl væri mest notað við svona sveppi í leggöngunum.

Eitthvað kom þó ekki heim og saman í huga stúlkunnar og líklega hefur henni þótt aðferðir Íslendinga til að lækna þennan svepp, í hæsta máta undarlegar. Því hún kom til mín og sagði lágróma: "Segðu mér, Lilja, er ekki "supp" (stytting fyrir lyf í stílaformi), örugglega stílar?"  "Jú,jú", sagði ég, "nema þetta eru auðvitað vaginal stílar sem við erum að tala um" (vagina=leggöng og því vaginal stílar, stílar sem ætlað er að stinga þar inn).  Hún andvarpaði djúpt og sagði: "Já, okey, vegna þess að það stendur í Lyfjaskránni gefist í skeið." (!!!)

Vá, hvað við erum mikið búin að hlæja að þessu á spítalanum LoL LoL, ekki að henni, heldur að þessum fyndna misskilningi.

Sorry, Kata, ef þú lest þetta einhverntímann Cool - þetta var bara of fyndið til að segja ekki frá!

Jæja, er farin að elda.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Linnet

Ógeðslega góður þessi

Helga Linnet, 12.2.2008 kl. 19:50

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Góður  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.2.2008 kl. 00:53

3 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Jóna vinkona, alltaf mætt inn eins og klukka hérna

Lilja G. Bolladóttir, 13.2.2008 kl. 00:55

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 13.2.2008 kl. 16:22

5 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Hahahahahahah..........

Margrét St Hafsteinsdóttir, 13.2.2008 kl. 20:05

6 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Hæ, fékkstu meilið frá mér? Eða lenti það í spaminu eða junkinu og þá er póstforritið þitt kannski búið að eyða því? Það kemur alla vega stundum fyrir hjá mér :) E-meilið mitt er "thelmace@internet.is"

Kær kveðja

Thelma Ásdísardóttir, 18.2.2008 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband