Hvenær ætla stjórnvöld að opna augun fyrir þessum vanda?

Þetta er töluverður fjöldi fólks sem hefur greinst á síðasta ári og hlaut náttúrlega einhverntímann að koma að þessu. Ýmsir starfsmenn í heilbrigðiskerfinu hafa í mörg ár bent á nauðsyn þess að sprautufíklar hafi aðgengi að hreinum sprautum og nálum, án þess að borga fyrir þær, en stjórnvöldum hefur ekki fundist það forgangsefni. Þessi áhöld kosta náttúrlega peanuts miðað við kostnað heilbrigðiskerfisins af sýktum einstaklingum, lyfjagjöfum til þeirra og ýmissa veikinda sem veiklað ónæmiskerfi hefur í för með sér. Þegar HIV greinist hjá einstaklingi í þessum hópi, er ekki að spyrja að því, að fleiri smit muni fljótlega koma í ljós, eins og nú hefur komið á daginn. 

Einhverntímann á síðasta ári var frétt í Morgunblaðinu, með fyrirsögnina: "HIV greint í hópi fíkla", eða eitthvað á þá leið. Í þeirri frétt kom fram, að nú fyndist landlækni það mikilvægt, að sprautufíklarnir fengju aðgengi að ókeypis áhöldum, þ.e. sprautum og nálum. Núna fyrst var það orðið mikilvægt. Það er nú eiginlega alveg dæmigert fyrir íslensk stjórnvöld, að það á alltaf að byrgja brunninn eftir að allir eru dottnir ofan í hann í stað þess að fyrirbyggja aðstæðurnar. Setja plástur á sárið í stað þess að koma í veg fyrir það.


mbl.is Þrettán greindust með HIV smit á síðasta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Leifur Runólfsson

Í draumalandinu væru hvorki til eiturlyfjasjúklingar né HIV smit. En vonandi vakna stjórnvöld upp sem fyrst og fara að gefa sprautunálar. 

Einu sinni er ég var að leysa af á Taxa, lenti ég í því að aka feðgum niður á slysó, þar sem að annar fór inn og ætlaði einmitt að fá hreinar sprautunálar til að þeir gætu sprautað sig seinna um kvöldið. Þeim var neitað um nálarnar, en ég er nokkuð viss um að þeir hafi samt sprautað sig síðar um kvöldið, því miður.

Það er erfitt að taka á öllum vanda og öllum lausnum, en þetta er samt svo ódýr og einföld lausn sem getur sparað þjóðfélaginu milljónir og svo ekki sé talað um mannslíf, líf manneskja sem hafa kannski aldrei verið í dópi en hugsanlega haft kynmök við sprautusjúkling. En vonandi eins og áður segir taka stjórnvöld við sig og fara að gefa þessar sprautunálar.

Leifur Runólfsson, 19.2.2008 kl. 00:05

2 Smámynd: Halla Rut

Sammála þér.

Halla Rut , 19.2.2008 kl. 00:44

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Algjörlega er ég sammála þér, auðvitað á að gefa sprautur og nálar, ekki spurning. Það mundi spara helling, bæði HIV og Lifrarbólga kostar okkur helling. Svo á líka að gefa smokka, mundi spara mikið í kynsjúkdómum. Þriðjaheims ríkið Brasilía gefur smokkanna, en við seljum þá á 80 - 90 kr. stk. Kollega kveðja,

Sigrún Óskars, 19.2.2008 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband