Er ég ofvirk með athyglisbrest??

Ég las grein í Mogganum um daginn, um ofvirkni og athyglisbrest hjá fullorðnum, og eftir það sannfærðist ég enn frekar um að ég væri haldin báðum kvillunum.... í mjög mismunandi mæli þó.

1. ofvirkir geta sjaldnast unnið 9-5 vinnu, sérstaklega ekki kyrrsetu vinnu eins og skrifstofuvinnu -> ég myndi hreinlega deyja úr leiðindum ef ég þyrfti að mæta á sama staðinn, á sama tíma alla daga og sitja í sama stólnum við sömu tölvuna. Ég myndi frekar vinna í Bónus því þar gæti ég allavega fært mig á milli kassa og stundum fengið að raða í hillur eða vera í mjólkurkælinum! Ég vil hafa líf og fjör í kringum mig og helst ekki vinna með sama fólkinu á hverjum degi - og alls ekki gera sömu hlutina dag eftir dag! Ergo, vaktavinna á spítalanum hentar mér súper dúper - nóg af lífi og fjöri og skemmtilegu fólki (og sjúklingum).

2. þeir sem um er rætt eiga erfitt með að standa í biðröðum  -> tíminn hjá mér líður aldrei jafn lengi og þegar ég þarf að bíða, og þurfi ég að sitja fundi eða fræðslu, get ég ekki hætt að líta á klukkuna. Ekki af því að mér leiðist efnið, ég á bara voða erfitt með að sitja svona lengi kyrr og halda athyglinni allan tímann. Ég er alltaf farin að spá í varalitinn á einhverri konunni, eða tölurnar á skyrtunni hjá öðrum eða eitthvað í þeim stíl, og ef mér leiðist extra mikið þá fer ég að ímynda mér hvers konar maka fyrirlesarinn eigi.... Og dett um leið út úr ýmsu öðru....... Ég get ekki einu sinni haldið athyglinni almennilega í rifrildum, því það má helst ekkert trufla mig á meðan - ég get alveg farið að spá í hvað tennurnar eru asnalegar í rifrildaranum mínum þegar hann segir "ess" eða "þonn" og þannig misst af einhverju sem hann er að segja á meðan. 

3.  Ofvirkir eiga fleiri sambönd á bakinu en aðrir fullorðnir einstaklingar -> Amen. Ekki af því að það hafi eitthvað sérstakt verið að mínum fyrrverandi, a.m.k. ekki neitt sem aðrir sáu, en ég finn alltaf eitthvað til að sannfæra sjálfa mig um að það sé eitthvað betra handan við hornið..... og kannski ekki einu sinni neitt betra, bara eitthvað nýtt og öðruvísi..... Og að fá mig í samband, það getur reynst þrautin þyngri.... Devil

4.  ......eiga erfitt með að skipuleggja sig og fresta oft að byrja á stærri verkefnum  -> ójá, Sick - erfitt og illmögulegt að koma sumum hlutum í framkvæmd, þeir vaxa mér bara svo ótrúlega í augum þegar ég hugsa um þá, að það að byrja á þeim væri hálfgert kraftaverk af minni hálfu.

a) hver sem þekkir mig, kannast ekki við "ritgerðirnar", "verkefnin", "fyrirlestrana" og annað, sem ég gat ekki rætt um við aðra af sektarkennd yfir óbyrjuðu verki, og svo sat Lilja nánast sleitulaust síðustu 3 sólarhringana fyrir skiladag...... (ekki það, að reyndar hefur mér alltaf gengið rosalega vel að læra og í skóla) Smile 

b) það getur vel tekið mig plús þrjár vikur, að hringja í þjónustufulltrúann í bankanum, eða Orkuveituna, Lánasjóðinn eða you name it.... öllum minna skemmtilegum símtölum er auðvelt fyrir mig að fresta - alltaf hægt að finna afsökun fyrir því að gera þetta frekar á morgun. (Úff púff, og ég sem á að ferma í vor - ímyndið ykkur píninguna fyrir mig!)

c) fresta öllu fram á síðustu stundu - þá eru engir back-up dagar til lengur og ég verð bara að gera hlutina. Sit þess vegna oft uppi með ótrúlegustu, í raun auðveldustu hluti í heimi..... alveg á síðasta séns.

5.  ......skipta oft um vinnu  -> já, reyndar var ég lengi í fyrstu vinnunni minni (eftir háskólaútskrift) en þegar ég loksins skipti vegna óánægju, rann það upp fyrir mér að maður á aldrei að vinna nokkurstaðar þar sem maður er óánægður. Og í mínum bransa er það nú bara kostur að hafa prófað ýmsa hluti. Kem til baka að þessu eftir eitt ár, ef ég er þá enn að vinna á slysó, þá stenst þessi kenning ekki!!

6.  .....eiga erfitt með að einbeita sér  -> reyndar er þetta tvískipt í mínu lífi, því ég á í engum erfiðleikum með að einbeita mér í vinnunni, en í einkalífinu er ég svolítið rjúkandi úr einu í annað. Kem heim úr Nettó með fullt af innkaupapokum, fer svo inn á bað til að ganga frá handsápu, tannkremi ofl., en sé í leiðinni að það þarf að pússa baðherbergisspegilinn, svo ég geri það svona rétt á meðan ég er þar. Þá man ég eftir að ég þarf að setja í þvottavél, svo þá fer ég að gera það - og ganga frá þvotti. Og þá sé ég að það er heldur betur kominn tími á að yfirfara sokkaskúffuna hjá unglingnum mínum, svo ég geri það líka. Labba svo fram og man þá að ég er ekki enn búin að ganga frá úr innkaupapokunum. (please, kannast ekki einhver við þetta??) Ég minni stundum á þessa óþreyjufullu í berjamó, þið vitið, þessa sem stökkva alltaf frá einu lynginu til annars án þess að klára að tína af lynginu. Og ófá eru þau skiptin sem ég þurfti nauðsynlega að taka fataskápinn í gegn í miðjum prófum, eða skrifa jólakortin eða þrífa eldhúsinnréttinguna - það var bara bráðnauðsynlegt að koma þessum hlutum í verk akkúrat á þessum tíma Pouty

7.  Ofvirkir eru oft mjög "spontant" persónuleikar og tala og akta oft áður en þeir hugsa hlutina til enda  -> uhumm..... Shocking það hefur nú ýmislegt fokið úr mínum munni, sem betur hefði verið látið ósagt - á misjafnlega mikilvægum stöðum. Óþarflega hreinskilin get ég líka verið - líka við yfirmenn mína, en ég leyfi mér að telja það mér til kosta, a.m.k. stundum. Og oftar en einu sinni hef ég ákveðið utanlandsferðir með minna en tveggja daga fyrirvara. Ójá, maður lifir bara einu sinni - carpe diem er minn hugsunarháttur Joyful

8.  Þetta fólk er mjög oft hálfgerðir spennufíklar  -> ekki hálfgerður heldur alger. Dæmi nú hver fyrir sig, sem þekkir mig!! (þ.m.t. ótrúleg óstundvísi sem nákunnugum þykir oft ekki vera neitt annað, en aðstæður sem ég skapa fyrir sjálfri mér (og öðrum) til að fá adrenalínið upp). Öðrum til mikilla hjartsláttatruflana. 

9.  Ljósi punkturinn er, að ofvirkir einstaklingar með athyglisbrest eru oft frámunalega skemmtilegt fólk Wink (skv. Mbl), fólk sem er fljótt að hugsa og átta sig á aðstæðum, fljótt að aðlaga sig (líklega vegna þess að þeir eru ekki vanir reglu í lífinu hvort sem er), spontant, eiga skemmtileg tilsvör á hverju strái og reytir af sér brandarana. Þannig er ég að sjálfsögðu líka!! Smile Og mikið meira til Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er bara með athyglisbrest, engin ofvirkni hjá mér.  Það er slæm blanda.    Ofvirkni fylgir dugnaður og framkvæmdagleði, sem ég þjáist ekki af

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.2.2008 kl. 03:03

2 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ójá, en með athyglisbrestinn ofan í ofvirknina verður oft lítið úr dugnaðinum og framkvæmdunum - ég byrja á mörgu en klára fátt, tossalistinn lengist bara og lengist . Ég er nú samt bara að sjálf-greina mig, hef ekki fengið professional greiningu, kannski athuga ég það.

Lilja G. Bolladóttir, 12.2.2008 kl. 03:23

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 12.2.2008 kl. 03:43

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Humm... kannast við að haa nokkur af þessum einkennum, en er það ekki bara normalt? Plís Er búin að vera vinna í þessum geira í 7 ár, passaði fínt inn. Núna ætti ég til dæmis að vera búin að hringja 3 símtöl sem ég ætlaði að hringja í  gær Man ekki hvar innkaupapokinn með grænmetinu sem ég keypti í gær er...  og já, ég hata 9 til 5 vinnu og fólk sem reynir að stjórna mér...

Er þetta ekki bara eðlilegt?  

Guðrún Þorleifs, 12.2.2008 kl. 12:48

5 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Við skulum bara vona að þetta sé allt samam eðlilegt,  Guðrún

Lilja G. Bolladóttir, 13.2.2008 kl. 00:51

6 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Alveg ískyggilegt hvað ég kannast við mikið af þessum lýsingum

Margrét St Hafsteinsdóttir, 13.2.2008 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband