Summary...

Jæja, mín er greinilega byrjuð að vinna aftur og eins og oft áður þegar ég tek mig til, þá er unnið mikið - svona tarnavinna hentar mér ágætlega en kemur óneitanlega niður á ýmsu öðru...... eins og t.d. blómstrandi rykkúlunum undir borðstofuborðinu og þeirri staðreynd að jólatréð stendur ennþá fullskreytt inni í stofunni Undecided Ég þurfti að hóta vini sonar míns um daginn, svo það myndi ekki fréttast til fyrirmyndarmæðranna í hverfinu, að mamma hans Jóhanns væri með jólin hjá sér ennþá í febrúar!

Ég er orðin ríkisstarfsmaður aftur eftir nokkurra ára hlé, og því fylgir að ég þarf að vera búin að plana sumarfrístímann minn í lok febrúar. Úff, og ég sem get ekki einu sinni planað næstu viku, hvað þá meira Gasp Þetta er óneitanlega svolítil pressa, og ef það er eitthvað sem fólk í nautsmerkinu þolir ekki, þá er það að þurfa að ákveða eitthvað undir pressu. Ég er nú samt svo heppin að ég fæ ekki að taka allt sumarfríið mitt í einu, og alls ekki yfir hásumarið, svo það léttir vissulega svolítið á pressunni!

Annað hefur valdið mér hugarangri, og það er að tölvan mín sótti sér einhverja flensu, líklega víruspest. Hún stórhægði á vinnuhraðanum þar til hún loksins gafst eiginlega upp, allavega á netvinnunni. Það tók heila eilífð að komast inn á netið og svo fraus hún þar æ ofan í æ. Ég tók því skyndiákvörðun a la Lilja í gær og skellti mér eftir vinnu í Elko og keypti nýjan grip, og það ekkert smá flotta tölvu Smile Svo nú get ég aftur skráð skoðanir mínar og fengið útrás fyrir innbyrgða reiði mína í garð Sjálfstæðisflokksins, sem er að fokka öllu upp í borginni minni. Ég nenni ekki að eyða fleiri orðum í það mál í bili, en mér finnst að Geir H. Haarde ætti að vakna upp og gera eitthvað í málunum áður en Vilhjálmur jarðar Sjálfstæðisflokkinn. Að sjálfsögðu á bara að kippa manninum út úr þessu öllu saman, fyrst hann ekki sér sóma sinn í að segja af sér sjálfur. Meira helv.... ......!

Fyrst ég var stödd í Elko á annað borð og í stórinnkaupum, ákvað ég að tími væri til að nútímavæðast enn frekar og fá mér líka flakkara. Minn elskulegi bróðir var með mér í för, þar sem hann hefur mesta vitið á svona græjum af öllum þeim sem ég þekki. Ég keypti sjónvarpsflakkara með mörg hundruð GB disk, og svo tók bróðir minn nýja flakkarann minn með sér heim og kóperaði allar sínar bíómyndir, sjónvarpsþætti og síðast en ekki síst alla tónlistina sína yfir á flakkarann. Hann kom svo í heimsókn í dag og tengdi græjuna við sjónvarpið og kenndi mér að nota hana, hvernig ég ætti að setja efni af tölvunni yfir á flakkarann og hvernig ég gæti á auðveldasta háttinn unnið með þetta - og vá hvað ég er glöð. Þetta er ekkert smá sniðugt...... ég vissi ekki að tvö lítil tæki með snúru gætu fært mér slíka gleði..... allavega ekki tæki í þessum notkunarflokki Wink Á morgun ætla ég að taka allar ljósmyndirnar mínar af gömlu tölvunni og setja yfir á flakkarann (því sá hluti gömlu tölvunnar virkar ennþá, sem betur fer!), og þá fer kannski að styttast í það að ég fari að sortera og senda í framköllun eitthvað af myndum síðustu ára!!

Svo er á dagskránni að hefja bumbubana-átak, ekki þó með bumbubananum fræga, heldur á að byrja rólega og taka á mataræðinu. Ég hef nú verið blessunarlega laus við að vera feit, en hef þó aukið mittisummálið svolítið síðustu árin, og ég er farin að átta mig á því, að það mun ekki minnka af sjálfu sér, svo aðgerða er þörf á þessu sviði. Best að byrja strax!

Jæja, nóg í bili, er allavega búin að láta vita að ég er ennþá lifandi og ég mun örugglega setjast fljótlega aftur við nýju, flottu tölvuna mína. Er farin að sofa núna Sleeping

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Velkomin aftur, og til hamingju með nýju græjurnar.  Ég var einmitt að blogga um tapaðar myndir og hvað ég passa mig í dag  Bestu kveðjur

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.2.2008 kl. 02:18

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Til hamingju með nýju tölvuna og flakkarann, held að mig bráðvanti svoleiðis grip

Guðrún Þorleifs, 11.2.2008 kl. 13:37

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Til lukku med nyju graejurnar

Hólmdís Hjartardóttir, 11.2.2008 kl. 15:18

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sonur minn segir að ég eigi að kaupa utanáliggjandi harðan disk til að geyma myndirnar mínar á, þeir kosta lítið í dag.    svo á ég að færa allt úr þessari tölvu yfir á hinn harða diskinn, til að nota ef þessi hrynur aftur

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.2.2008 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband