Að sjálfsögðu minnkar það, hafa þessir blessuðu borgarfulltrúar gert eitthvað sem verðskuldar aukið fylgi??

Eins og ég var mikið búin að hlakka til þess, og fagnaði því, þegar Sjálfstæðismenn loksins unnu borgina aftur, þá hafa þeir hreinlega klúðrað öllu sem þeir hafa komist með fingurna í.

Yfirstrumpurinn, Villi, með litlu strumpana í eftirdragi, sem engum er ljóst hvort þeir vilji vera eða ekki vera í þessum aðstæðum. Villi hefur teymt þá í öngstræti aftur og aftur, ítrekað komið pínlega fram opinberlega, getur ekki gefið skýringar sem halda á því klúðri sem hann kemur okkur öllum í, lýgur þegar hann getur ekki annað og lýgur svo aftur þegar hann er konfronteraður með eigin lygi. Stillir svo aumingja Ólafi upp sem skildi, þegar hann í dauðatygjunum gat myndað nýjan meirihluta, svo Ólafur geti fengið allt skítkastið sem eiginlega er ætlað Vilhjálmi.

Og hvað er búið að vinnast í borgarmálum á meðan allt þetta brambrölt hefur átt sér stað??? Eitthvað? Erum við ekki bara að borga borgarfulltrúum laun fyrir að vera í innanbúðar stríði? Hvar eru ókeypis fargjöldin fyrir ungmennin okkar í strætó, sem lofað var fyrir löngu? Hvar er nýtt hjúkrunarheimili? Hreinar götur? Fleiri hjólastígar? Lítið sem ekkert hefur verið gert, aðeins tuggið á sömu tuggunum um Vatnsmýrina og Sundabraut. En aldrei neitt ákveðið. Af hverju skyldi það taka þetta fólk, á launum borguðum af okkur, svona langan tíma að ákveða eitthvað. Ef ákvarðanatakan gengi svona hægt fyrir sig á mínum vinnustað, (slysadeild LSH), þá gerðist víst afar fátt af viti og lítil hreyfing væri á kerfinu. Hvað með að þessi borgarstjórn fari að vinna pínulítið meira effektivt??

Hvað með að tala minna og gera meira??? 

Ég hef aldrei verið Samfylkingarmanneskja, en svei mér, ef ég vil ekki bara fá Dag B. Eggertsson aftur í stólinn. Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að klúðra sínum vinningi, Villi hefur líklega verið látinn bíða of lengi eftir völdum og vissi svo ekkert hvað hann ætti að gera við þau, loksins þegar þau féllu honum í skaut.

Ég er ekki hissa að traust til flokksins mælist svona lítið.


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar mikið í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Lilja ég er bara hissa hvað þeir fá mikið fylgi.

Hólmdís Hjartardóttir, 13.5.2008 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband