Björgum bönkunum!! Björgum bönkunum!!

Já, ég skil vel að ríkisstjórnin þurfi að leggja allt kapp við að bjarga bönkunum, enda eru þeir virkilega á flæðiskeri staddir!!! Bankarnir eru búnir að græða á okkur, almenningi, á tám og fingrum síðustu árin í formi okurvaxta, FIT-kostnaðar, seðilgjalda, yfirdráttarvaxta, gjalda fyrir að renna debetkortinu í gegn og allskonar svínaríi. Aldrei leyfa þeir viðskiptavinum sínum að njóta hluta hagnaðarins með þeim, ekki nema fáum útvöldum viðskiptavinum. Viðskiptavinum sem eiga innistæður, en blæða ekki tveimur krónum fyrir hverja eina sem þeir fá, viðskiptavinum sem aldrei þarf að senda ítrekunarbréf sem bankarnir rukka svo feitt fyrir. Viðskiptavinum sem ekki borga gífurlega dráttarvexti og vanskilavexti. Sem sagt, viðskipavinum sem vel hafa efni á að borga fyrir sig sjálfir og meira til.

Bankarnir eru alveg færir um að bjarga sér sjálfir. Samt þarf Stóri Bróðir að skunda inn með verndandi hendi á lofti. En skunda þeir inn og bjarga þeim heimilum sem eru virkilega illa stödd? Koma þeir til hjálpar einstæðum foreldrum sem eru að reyna að mennta sig? Eða einstæðum foreldrum yfir höfuð? Hjálpa þeir öryrkjum? Gera vel við gamla fólkið okkar, sem lagði grunninn að flestu því sem við búum við í dag? Gera þeir það sem í þeirra valdi stendur, til að lækka matvælaverð, vexti og bensínverð? Gera þeir það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja börnum okkar góða leikskóla eða góða menntun í stofnunum með fagmenntuðu fólki á sæmandi launum? Tryggja þeir öryggi þeirra sjúku í samfélaginu með því að flæma heilbrigðisstarfsfólk frá starfi í stórum stíl vegna lélegra launa og mikils álags?   

Nei, ríkisstjórnin gerir allt sem hún getur til að halda niðri launum umönnunarstéttanna, kennarastéttarinnar og leikskólakennaranna. Hún grípur ekki til aðgerða gegn háu bensínverði, heldur uppi verndartollum, innflutningsgjöldum og öðrum ljótum gjöldum svo við getum verslað sem dýrast í matinn, er hlægilega aðgerðarlaus þótt fjölmargar fjölskyldur standi frammi fyrir því, að brátt dugi húsnæði þeirra ekki einu sinni upp í húsnæðislánið og svona mætti lengi telja. Hún reynir að klípa sem mest af því sem við fáum, alveg sama þótt hún sé stundum að margskattleggja sömu krónuna.

En bjarga bönkunum, það er alger nauðsyn í okkar þjóðfélagi í dag. Skyldu það vera bankarnir sem halda uppi þessum stjórnmálaflokkum??? Tja, ég spyr líklega heimskulega.....

Það er okkur flestum allavega, löngu ljóst að þjóðfélagið okkar í dag snýst meira um peninga en fólkið sem myndar þjóðfélagið og ríkisstjórnin er greinilega hlynnt því.


mbl.is 42 milljarðar í hagnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Linnet

þú ættir að lesa kommentið sem ég fékk áðan!!

Helga Linnet, 7.5.2008 kl. 20:33

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

við þurfum hugarfarsbyltingu í þessu landi. Peningar eru teknir fram yfir allt.

Hólmdís Hjartardóttir, 7.5.2008 kl. 21:03

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Bankarnir verða aldrei á flæðiskeri staddir. Þeir hafa okurvextina að áeggjan Seðlabankans og lánskjaravísitöluna, sem tryggir þá í bak og fyrir. Þannig eru þeir bæði með belti og axlabönd. Ef það bregst hvort tveggja og buxurnar fara niður um þá kemur ríkissjóður og girðir þá. - Það er ekki amalegt að eiga banka! ...svo erum það við sem blæðum. Eru þetta ekki bara....

Haraldur Bjarnason, 7.5.2008 kl. 21:53

4 identicon

Þeir voru að reyna að útskýra þetta í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. "En gekk það ekki vel..." eins og segir í kvæðinu.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 23:40

5 Smámynd: Sigrún Óskars

Það er ekki samkeppni á milli bankanna, það vantar alveg og maður verður að versla við einhvern banka. Það er algerlega óþolandi þessi háu þjónustugjöld hjá öllum bönkum.  Af hverju þurfa þeir að græða svona? Maður spyr sig!

Kannski er ég bara afbrýðissöm af því ég vinn ekki hjá banka eða af því ég á ekki banka.   

Sigrún Óskars, 8.5.2008 kl. 00:27

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég segi nú bara þetta er svínarí, hvernig bankarnir hafa farið með okkur viðskiptavinina.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.5.2008 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband