Túttilísa og Hlessilísa

Þegar ég var lítil átti ég mér tvær ímyndaðar vinkonur.... ímyndaðar eða ekki, það lá alltaf á milli hluta. Mamma mín spilaði með þegar ég talaði um þær, en örugglega fannst henni dóttir sín bara vera "doldið spes".

Stóru systur minni fannst ég bara klikkuð, og hún vék aldrei frá þeirri skoðun, og finnst það líklega ennþá.... að vissu leyti.

En sama hvað þeim fannst, þá átti ég þessar tvær vinkonur, sem hétu þeim mjög svo frumlegu og óþekktu nöfnum; Túttilísa og Hlessilísa. Og þetta er ekkert grín. Það kannast allir í minni fjölskyldu við Túttilísu og Hlessilísu....

Öllum fannst ég hvort eð er smá skrýtin... meira að segja foreldrar mínir fóru ekkert leynt með það að þeim fyndist ég ekki eins og önnur börn.... þau keyptu einu sinni stuttermabol handa mér, þar sem á var letrað með silfurstöfum: "Dont try to understand me.... just love me...." Kannski pínulítið táknrænt fyrir allt sem átti eftir að koma....

En Túttilísa og Hlessilísa fylgdu mér í mörg ár, alveg frá því að ég var um það bil tveggja ára og þar til ég fór í skóla..... þá hurfu þær á mjög dularfullan hátt.... já svona á Enid Blyton hátt....

Ég sat oft löngum stundum sem barn og lék við sjálfa mig, talaði við sjálfa mig, bjó til sögur og samtalsþætti, rifrildi og já.... ég bjó til heilu leikþættina algjörlega ein. Mamma sagði alltaf að ég hefði mjög fjörugt ímyndunarafl. Og aðrir kinkuðu bara skilningsríkir kolli, og urðu svo undarlegir á svipinn.

Ég varð allt í einu rangeygð og þurfti að fara í aðgerð þegar ég var þriggja ára. Ég man mjög vel eftir þessu, ég var alls ekkert hrædd vegna þess að Túttilísa var líka rangeygð og þurfti að fara í aðgerð á sama tíma og ég. Ég næstum man eftir henni á spítalanum, hún var alltaf að kíkja til mín og lét mér líða vel og mér fannst ég alls ekki sú eina í heiminum sem "óvart" hefði orðið rangeygð.

Móðir mín hlustaði þegjandi og samsinnandi á alls konar sögur mínar af þeim stöllum Túttilísu og Hlessilísu, en það runnu á hana tvær grímur einhverju sinni, þegar við vorum að koma heim úr KRON (þeirri, gömlu góðu búð), og við vorum að marsera inn í íbúðina, öll fjölskyldan... pabbi skellti útidyrahurðinni og ég fékk kast: ......"Hey, ætlarðu bara að skella á hana Túttilísu???" Og svo kastaði ég mér grenjandi í gólfið.....

Eða þegar móðir mín kom að mér þar sem ég æddi um gólf, haldandi um klofið og alveg að pissa í mig - og mamma mín sagði: "Lilja mín, drífðu þig á klósettið....." Og ég, sú litla, sirka þriggja, fjögurra ára sagði: "Nnnnneeeeiiii, ég get það ekki, Hlessilísa er á klósettinu...."

Þá var ekki laust við að mamma hnyklaði brýrnar, fengi smá hroll niður eftir bakinu og hugsaði með sjálfri sér: "Damn......"

Hún mamma mín hefur svo sem oft síðar hugsað "damn", "damn", "damn", þótt ekki væri það lengur yfir Túttilísu og Hlessilísu.... en við höfum öll spurgt okkur þeirrar spurningar: "hverjar voru þær og hvert fóru þær???"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Minn hét Ménslí, og það var erfitt fyrir mömmu að fara með mig í strætó af því ég tók því auðvitað ekki vel þegar fólk var að fara að setjast á Ménslí ;-) en þegar ég flutti á fimmta ári flutti hann ekki með okkur.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.4.2008 kl. 01:44

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Vá ekki átti ég svona vini þegar ég var ung 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.4.2008 kl. 01:52

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég þekkti einn sem var með heila fjölskyldu með sér og þetta var erfitt því fleiri komust ekki í bílinn hjá mömmu hans.

Hólmdís Hjartardóttir, 19.4.2008 kl. 01:52

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég átti sjálfa mig sem vinkonu man ég. Hef oft heyrt um að krakkar hafi átt svona vini. En aldrei skildi ég hvernig!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.4.2008 kl. 01:57

5 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

 Hehe, it makes your life a little bit bigger...!!!

Lilja G. Bolladóttir, 19.4.2008 kl. 02:05

6 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

 Gott svar hjá þér Róslin, "en aldrei skildi ég hvernig" - þetta held ég bara að verði einhverntímann að málshætti.....

Lilja G. Bolladóttir, 19.4.2008 kl. 02:17

7 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Það kemur margt upp úr mér sem hljómar skringilega...

Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.4.2008 kl. 02:23

8 identicon

Skemmtilegt!

En spurningin í lokin um hvert þær fóru er út í hött! Þær eru enn i hugskoti þínu - sem betur fer.  En lífið hefur tamið þig og bælt þær - sorglegt en satt Stundum er þetta kallað að þroskast að því að maður týnir leikhæfileikum barnsins - ég er samt ekki viss um að það sé þroskamerki. Þú ert samt betur stödd en margur - þú ert þó altént enn að svipast um eftir þeim Túttilísu og Hlessilísu!!!

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 09:11

9 Smámynd: Helga Linnet

elsta dóttir mín var svona...nema hvað að hún átti ekki þetta fólk sem vini...þeir voru inn í stofu að drekka kaffi, matast eða álíka. Marg oft spurði hún mig hvort mér væri virkilega sama um það að eitthvað fólk væri heima hjá okkur. Eitt skipti bjuggum við í mjög gömlu húsi sem við leigðum. Alltaf lýsti hún einhverri konu með sítt hár fléttað niður bakið, lýsti fatnaði og fleiru. Ég hundsaði þetta þar til ég fann myndir inn í þessu húsi....af sömu manneskjunni og hún lýsti svo nákvæmlega....þá fékk ég hroll...

Einhverjum árum síðar sagði mér miðill að eldri dóttir mín væri skyggn....!!

Ég held að þegar við erum svona ung, þá séum við skyggn að einhverju leiti. Við erum næmari en margur heldur og okkur er alveg sama þó svo að við sjáum eitthvað annað en aðrir....

Þegar við þroskumst, þá hættum við að vera svona næm og þetta fólk/karakterar hverfur okkur því þurfum ekki eins á þeim að halda. Sumir missa aldrei þá hæfileika og vinna úr þeim sjálfir.

Ég þekki mjög nærtækt dæmi um svoleiðis nema að hann gat ekki unnið úr þessu sjálfur og þetta fólk að handan var virkilega að heltaka hann. Einn daginn fékk hann vitrun og í dag er hann öflugur læknamiðill.

Ef þetta væri ekki svona nátengt mér segði ég að þetta væri tóm steypa...en that´s life

Ekki sé ég aðrar verur en þær sem eru holdi klæddar...sem betur fer en ég er óskaplega næm fyrir tilfinningum annarra og tek það svo oft svo nærri mér að ég verð hálf veik.

Helga Linnet, 19.4.2008 kl. 11:46

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Annars ku grátur í draumi vera fyrir góðu

Hólmdís Hjartardóttir, 19.4.2008 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband