Með kökk í hálsinum í morgunsárið.....

Það var yndislegt sumarveður, einhversstaðar mikið sunnar í Evrópu, algjörlega áhyggjulaust og tímalaust líf. Ég flatmagaði á sólbekk við sundlaugarbakkann, rauður kokteill í glasi á borðinu við hliðina á mér, sólarvörnin lá í skugga undir bekknum, tímarit lágu við fætur mínar en ég var of löt til að lesa. Lá bara og skoðaði mannlífið undan barðstóra stráhattinum mínum, hlustaði á krakkana svamla í lauginni og naut svala andvarans sem straukst yfir sólbrúnan líkamann öðru hvoru. Bekkurinn við hliðina á mér tilheyrði mínum heittelskaða, en hann var auður í augnablikinu. Minn elskaði hafði greinilega brugðið sér eitthvað frá, ætli ég hafi ekki verið hálfsofandi þegar hann tilkynnti mér hvert hann ætlaði. Handklæðið hans lá hálfrakt í kuðli á bekknum, björglasið hans tómt og sandalarnir hans á bak og burt.

Umm, ég dæsti, þetta var bara notalegt líf. Við tvö ein í sólarfríi, ekkert í heiminum sem truflaði, nákvæmlega ekkert. Aðeins við tvö að njóta lífsins og hvors annars. Ég dæsti meira, tók sopa af kokteilnum sem var orðinn heitur í sólinni, hélt áfram að njóta lífsins og fylgdist áhugalaus með fólkinu í kringum mig. En úpps, þarna var eitthvað sem stakk í augun.

Ég spottaði minn heittelskaða, þar sem hann kom gangandi í rólegheitum eftir gangstéttinni í töluverðri fjarlægð. Hann virtist ekkert vera að flýta sér, gekk hlæjandi og óþarflega nálægt einhverri gorgeous gellu. Það virtist fara mjög vel á með þeim og ég fékk þungan afbrýðisemissting í magann. Þau strolluðu eftir gangstéttinni og öðru hvoru rákust fingur þeirra saman, ekki óvart bjóst ég við, þar sem ég fylgdist laumulega með þeim á meðan ég þóttist vera sofandi. Þau fóru í sitthvora áttina rétt áður en þau komu að okkar sundlaugarsvæði, en á splittsekúndu áður en hún sneri sér frá honum strauk hann höndinni niður eftir bakinu á henni. Og ég skynjaði það bara eins og konur skynja, að einhver straumur var á milli þeirra.

Stingurinn í maganum á mér var nú orðinn að sárum verk og mér fannst best að þykjast vera sofandi þegar minn maður hlammaði sér niður á sólbekkinn við hliðina á mér, og kyssti mig EKKI.

Um kvöldið sagði hann mér, að hann ætlaði út að borða með hjónum sem hann hefði kynnst við kokteilbarinn fyrr um daginn, en ég mætti alveg koma með. Ég mátti alveg koma með. Hvort ég vildi koma með? Var þetta frí ekki lengur að snúast um okkur og okkur að gera eitthvað saman? Var ég nú orðin einhver sem MÁTTI koma með ef ég vildi? Í mínu eigin fríi með mínum heittelskaða. Needless to say, þá var þessi gorgeous gella að sjálfsögðu annar helmingur þessarra hjóna sem hann hafði kynnst, og þessi málsverður átti líklega að snúast um að minn elskaði gæti daðrað við hana og hún strokið sólbrúnu fótleggjum sínum við hans undir borðinu á meðan hún myndi hlæja að öllu sem kæmi út úr hans munni.

Það reif í hjartað mitt af sársauka og afbrýðisemi. Það var stór kökkur í hálsinum á mér, kökkur sem samanstóð af reiði, höfnun, undrun, niðurlægingu og þessum óbærilega sársauka. Ég var brjáluð, en kom engu orði upp, sama hvað ég reyndi. Ég opnaði munninn oft en út komu bara einhver óskiljanleg hljóð. Þar til ég fór að gráta.

..................

Þannig vaknaði ég í morgun hálfgrátandi, með sáran afbrýðisemissting í brjóstinu og bálreið út í einhvern mann, sem er ekki einu sinni til í raunveruleikanum! Ég á mér engan heittelskaðan og draumnum þóknaðist ekki að setja andlit á þessa karlkynsveru sem rak svona rýting í bakið á mér í mínu himneska fríi, engu að síður var það mjög ljóst að hann væri MINN.......  Ég var í fúlu skapi og með þungan hjartslátt fram undir hádegi. Reið og sár út í andlitslausa mannveru, sem aðeins hafði verið til í nokkrar mínútur í mínu eigin höfði í mínu eigin meðvitundarleysi..... og alls ekki á suðrænni sólarströnd heldur bara í mínu eigin rúmi í Breiðholtinu..... Mikið var ég þó fegin að minn raunveruleiki var í Breiðholtinu þessa stundina, en ekki í þessum aðstæðum suður frá, en ég réð samt ekki við þessa sterku óþægilegu tilfinningu, sem undirmeðvitund mín hafði kveikt á. Hvert í ósköpunum á maður eiginlega að beina svona tilkominni reiði??

Eflaust geta einhverjir sálfræðingar gert sér mat úr þessum draumförum mínum og skellt fram allskonar kenningum um bældar tilfinningar og kenndir í undirmeðvitund minni, en plís, ég frábið mér þesskonar psycho-analysum.

Mig dreymir bara betur næst..... Undecided


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Linnet

jeremías...dreymdi svipað í fyrrinótt...nema að það var minn maður...sem ég ER gift í raunveruleikanum sem sagði við mig að hann nennti ekki þessu sambandi lengur...vildi bara losna við mig.... Úff hvað það var erfitt þegar ég vaknaði...byrjaði á að knúsa manninn minn áður en hann fór í vinnu... er mikið búin að hugsa út í þetta.

Ég held að draumar okkar endurspegli okkar mesta ótta. Finnst þér það ekki geta passað?

Helga Linnet, 18.4.2008 kl. 17:06

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Merkilegt hvað draumar geta haft mikil áhrif á mann.  Sweet dreams.

Hólmdís Hjartardóttir, 18.4.2008 kl. 17:09

3 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Haha, já Helga, mig dreymdi líka eitt sinn eitthvað í þessum stíl þegar ég var með einum fyrrverandi kærasta mínum. Ég verð að segja, að viðbrögð okkar eru ólík, því ég vaknaði og byrjaði á því að lemja aumingja gæjann sem lá bara sofandi í sakleysi sínu og hafði alls ekki verið þátttakandi í mínum sársaukafullu draumförum. Aumingja strákurinn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, en sem betur fer var hann líkari þér, hann knúsaði mig bara

Og Hólmdís, bara vegna þessarra draumfara (er ég viss um), þá er dagurinn algjörlega búinn að vera eins og ég hafi farið vitlausu megin fram úr. Þetta er búið að "affekta" mig í allan dag á einhvern hátt...... merkilegt .....ætli það sé til pilla við svona??  

Lilja G. Bolladóttir, 18.4.2008 kl. 20:03

4 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Psst... og já, Helga.... þótt ég hafi frábeðið mig svona draumráðningum, ertu þá að segja að minn mesti ótti sé að vera yfirgefin og/eða svikin af einhverjum?? Ég hef aldrei verið yfirgefin af neinum í mínu lífi, kannski pínu svikin stundum.... en gæti sosem verið að ég óttist það mest..... hvur veit?

Lilja G. Bolladóttir, 18.4.2008 kl. 20:17

5 Smámynd: Helga Linnet

Já, Lilja mín, ég held að það sem við óttumst mest, komi fram í okkar draumum. Ég fæ meira að segja svona "de ja vu" dálítið oft!! (þ.e.a. mín versta martröð verður að veruleika)

Ég kannast við það að það sé eins og maður hafi farið vitlausu megin fram úr rúminu eftir svona "erfiða" drauma....ójá...þetta hefur áhrif.

Ertu ekki bara farin að undirbúa 35 ára afmælið sem verður í lok næstu vinnuviku?? Hlakka til að heyra afmælissögur af því....ætla að vera búin að grafa upp gsm númerið þitt og senda þér sms á afmælisdaginn...nema þú auðveldir mér leitina og sendir mér það sjálf.  

Helga Linnet, 18.4.2008 kl. 21:52

6 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Hvernig veistu svona mikið um mig, Helga???  Þekki ég þig einhversstaðar frá eða er ég búin að gefa þetta upp hingað og þangað áður???

Lilja G. Bolladóttir, 18.4.2008 kl. 22:58

7 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

.....en þú þarft svo sem ekki að grafa langt, ég er í símaskránni, mjög greinileg. Við erum bara tvær á öllu landinu með mínu nafni, þ.e. ég og föðursystir mín og aðeins önnur okkar er hjúkrunarfræðingur..... sem sagt ég. En til að gera þetta auðvelt, þá er gemsanúmerið mitt 820 15 99. Hlakka sko til að fá afmæliskveðju frá þér!!!!

Lilja G. Bolladóttir, 18.4.2008 kl. 23:08

8 Smámynd: Helga Linnet

You can bet on it

Helga Linnet, 18.4.2008 kl. 23:23

9 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ég hlakka ennþá meira til..... og takk Helga mín, fyrir að vera þarna "úti" einhversstaðar.....

Lilja G. Bolladóttir, 18.4.2008 kl. 23:28

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mig dreymir yfirleitt bara náttúruhamfarir, jarðskjálfta, flóð og eldgos, svo eitthvað ruglingslegt sem ég skil ekkert í

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.4.2008 kl. 00:26

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

´sskan, don´t get me started, dreymir reglulega svona höfnunardrauma og er lengi að jafna mig.  Ég hef ákveðið að þeir þýði bara eitt og það er að minna mig á hversu heppin ég er.  Amk. er ég alltaf jafn fegin þegar ég veit að um draum er að ræða og vonda tilfinningin muni rjátlast af.

Góða nótt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.4.2008 kl. 02:00

12 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Einmitt sem ég hugsaði, Jenný, gott að þetta er bara draumur!!

Sofðu nú vel

Lilja G. Bolladóttir, 19.4.2008 kl. 02:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband