Ég breyti þessum snjó í sól og grænt gras !!!

Nei, nú segi ég stopp og leggst í þunglyndi og dvala!! Ég hélt að vorið væri komið og grundirnar færu að gróa, en þá er allt orðið hvítt hérna. Jólalegar snjórákir á gluggakörmunum og ég held bara að ég verði að kveikja á jólaseríunni aftur Pinch og með þessu hefst líka fuglastríðið mitt aftur, sem ég hélt að væri komið í vopnahlé allavega fram í nóvember! Ég bara neita að trúa þessu!!! Ætla að fara að sofa og dreyma sól, sumar, línuskauta og graslykt og á morgun þegar ég vakna verður þetta allt horfið!! Vitið bara til - víst kann Lilja næstum allt..... Angry

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hókus Pókus. Það snjóar víst alls staðar þar sem Gore kemur.

Hólmdís Hjartardóttir, 9.4.2008 kl. 00:51

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Já ég heyrði um þetta Al Gore effect.  Veðrið breytist þar sem hann hefur verið  Góða nótt

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.4.2008 kl. 00:54

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ha ha ha... skrítið að grillveðrið klikkaði!! Hélt að þetta væri pottþétt, vorið komið á Klakann og ég á leiðinni   Ekki veit ég hvort Al Gore var hér í DK en dem!!! Það þurfti að skafa rúður í morgunn. Þetta er engan veginn sangjarnt ! Hversvegna er maður að búa í útlöndum ef ekki til að vera í betra veðri?

Vona að þú vaknir upp í fagurt vor og ljúfan fuglasöng.

Guðrún Þorleifs, 9.4.2008 kl. 07:10

4 Smámynd: Helga Linnet

Það er þetta "næstum" sem maður á að fella úr sinni orðabók... 

Helga Linnet, 9.4.2008 kl. 08:54

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, heldurðu að það sé?  Hvers eigum við að gjalda?

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.4.2008 kl. 10:00

6 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Hehe, Guðrún, kannski til að vera í betra vaxtakerfi og meiri stöðugleika og fjölskylduvænna umhverfi og minna stressi og betri samgöngum og ódýrari matarinnkaupum og meiri nálægð við meginlandið og og og......

Lilja G. Bolladóttir, 10.4.2008 kl. 19:51

7 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ha ha ha Lilja, núna man ég hvers vegna ég flutti

Ætla samt að koma og taka púlsin á þessu heima

Er enn að vona að þú fáir vorið sem fyrst . . .  ( þá mun ég njóta góðs af því ) 

Guðrún Þorleifs, 10.4.2008 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband