Life is good :-) ....þrátt fyrir yfirvofandi kreppu!

Þegar ég kom heim úr vinnunni áðan, var ég í góðu skapi. Það er gaman í vinnunni minni, þótt það sé brjálað að gera alla vaktina, ég á frábært samstarfsfólk úr öllum stéttum, sólin skín (þótt það sé skítkalt), ÍR vann Víkinga í dag 4-3 (í flokki sonar míns, sem ég bara get ekki munað hvort er 4. eða 3. flokkur....Blush ) - og sonur minn skoraði ÞRENNU(!), ég og Mr. K. ætlum út í kvöld og svo ætla ég að hitta tvær frábærar hjúkkur á einni ölstofunni og fá mér einn-tvo drykki með þeim áður en ég fer heim og hef það ennþá meira skemmtilegt með The K-man. 

Þannig að þegar ég var búin að "ordna" allt þetta venjulega, kattasandinn, uppvaskið, vökva blómin og pússa glerið í eldhússkápunum, tók ég eitt sóló með sjálfri mér, svona a-la-Lilja. Opnaði mér bjór og setti svo græjurnar í botn. Setti fyrst Space Oddity með David Bowie á þrisvar sinnum og söng háu röddina með allan tímann, á meðan ég dansaði líka eins og brjálæðingur um stofugólfið. Svo hlustaði ég á, og dansaði við, Bend and Break með Keane, sem er frábært gleðilag í mínum huga. Næst rauk smá techno í spilarann, með viðeigandi nostalgíu og á meðan ég var að dansa við það, þá rauk mjög sterk, skemmtileg og góð tilfinning í gegnum líkama minn..... sem sagt, "Vá, hvað ég er hamingjusöm!" LoL Akkúrat þarna var ég himinlifandi hamingjusöm og það var ekkert sem gat skyggt á þá hamingju. Ég fann svona gleði-, ánægju- og hamingjustraum fljúga í gegnum mig. Og ég stoppaði sko til að njóta hans Tounge

Og þá fór ég að hugsa, að það er einmitt svona stunda sem við eigum að njóta. Nógu oft erum við með áhyggjur af einhverju, að stressa okkur yfir einhverju öðru, fúl yfir einhverju þriðja eða öllu saman, hugsandi hvað líf okkar er erfitt Cool eða eitthvað þess háttar. Auðvitað er lífið aldrei bara auðvelt og okkur finnst við stundum kannski bara vera að hlaupa í súra hringi í sama farinu og sama tilgangsleysi og hundur eltir skottið á sér. Sá sem væntir stöðugrar hamingju í sínu lífi, verður ábyggilega alvarlega fyrir vonbrigðum með lífið. En þegar svona augnablik koma, þar sem maður virkilega finnur, að maður er bara nokkuð ánægður með allt..... og meira að segja svo ánægður, að manni dettur ekkert í hug sem gæti eyðilagt þetta moment of happyness þá á maður að muna að hnippa í sjálfan sig og segja: "Akkúrat núna er ég hamingjusöm/samur."

Nágrannarnir hata mig örugglega og kötturinn er skíthræddur, en mér er alveg sama, ég ætla að halda áfram að dansa við háa músik, dansa inn í sturtu, dansa út á lífið í kvöld, fagna góðum degi, góðri fjölskyldu, góðum vinum..... og góðu lífi Tounge 

Því Life is good, þrátt fyrir yfirvofandi kreppu og allt annað.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sem betur fer er ég yfirleitt alltaf glöð og ánægð, mér finnst ég vera hamingjusöm.  Ég er þakklát fyrir að ég á góð börn og barnabörn, þó að allt sé ekki slétt og fellt hjá okkur.  Þá er bjartsýni mín alltaf fyrir hendi. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.3.2008 kl. 01:59

2 Smámynd: Sigrún Óskars

Vá, gaman hvað þú ert hamingjusöm. Njóttu þess! Sem betur fer er ég líka hamingjusöm - með alles - hef allt sem ég þarfnast.  

Sigrún Óskars, 30.3.2008 kl. 22:38

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já það getur sannarlega verið gaman að lifa.....og lífið er of stutt til að missa af því

Hólmdís Hjartardóttir, 30.3.2008 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband