27.3.2008 | 22:58
Vesen með þvagblöðruna :-)
Ég er búin að uppgötva það, að það er ekki vekjaraklukkan sem ég vakna við á morgnana, heldur þvagblaðran mín. Þessa merku uppgötvun gerði ég í morgun, en þá svaf ég næææstum því yfir mig. Ástæðan var augljós, fannst mér, því ég hafði vaknað til að pissa kl. hálf sex um morguninn og því var ekkert sem ÞRÝSTI á mig þegar ég þurfti að vakna um klukkutíma seinna. Og klukkan dugði ekki til.
Þegar ég fór að hugsa málið, þá rifjaðist það upp fyrir mér, að í þau skipti sem ég hef vaknað of seint og verið tæp á tíma á morgnana, hef ég alltaf vaknað einhvern tímann um nóttina til þess að tæma blöðruna.
Svo nú, ofan á þá ákvörðun mína um svefntímann, þá þarf ég að finna leið til þess að hafa blöðruna mátulega fulla rétt undir klukkan sjö á morgnana, en ekki klukkan hálf sex.
Ég mun nefna þetta projekt "þvagblöðruverkefnið" mitt.
Árangurinn mun koma í ljós
Athugasemdir
Þú ert mögnuð, greinilegt að maður er rosalega mikið "blönduð" úr fjölskyldunum mínum.....
Róslín A. Valdemarsdóttir, 27.3.2008 kl. 23:45
Lilja mín festu þig ekki í blöðrunni!!
Hólmdís Hjartardóttir, 28.3.2008 kl. 02:28
Ég vakna aldrei vegna blöðrunnar, vekjaraklukkan vekur mig yfirleitt. En mín blaðra þjáist af áreynsluþvagleka, og ég má ekki vera að því að láta laga það. Sem betur fer er ég ekki alltaf með hósta
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.3.2008 kl. 03:03
Ertu ekki bara að sofna fyrr og vaknar því fyrr til að pissa?
Sigrún Óskars, 28.3.2008 kl. 13:49
ég hef nú alltaf haldið því fram að þeir sem fara frammúr um miðja nótt til að pissa, þeir séu með ellimerki Ég stríði manninum mínum hiklaust á þessu...en það er aðeins eitt vandamál...að mín 6 ára dama vaknar líka um miðjar nætur til þess að pissa
Svo þetta með ellimerkin er ekki að virka í þessu tilfelli (varð að redda mér út úr þessu)
Helga Linnet, 28.3.2008 kl. 14:19
Ha ha, Helga, yes sure!! Ég innbyrði bara óvenju mikinn vökva yfir daginn, örugglega um 4-5 lítra á góðum degi!!
Lilja G. Bolladóttir, 29.3.2008 kl. 19:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.