7.3.2008 | 02:48
Alltaf að muna að þakka..... ekki gleyma því.....
Og fyrst ég er í þakkargírnum, þá man ég eftir því, að ég lofaði um daginn að ég myndi hvern dag þakka fyrir eitthvað, sem manni finnst alla jafna alveg sjálfgefið. Svo nú byrja ég:
1). fimmtud. 6. mars: Ég er þakklát fyrir að eiga foreldra mína að - eins og ég nú alltaf er, þótt það heyrist sjaldan, en nú skal verða bót á því!!
2). miðvikud. 5. mars: Þá var ég þakklát fyrir að eiga tvo fætur að standa í, til að fóta sig í snjóleysunum þann daginn......
3). þriðjud. 4. mars: Var ég þakklát fyrir þann eiginleika minn að geta sofnað fljótt og sofið djúpt í stuttan tíma, þar sem ég átti tíma í klippingu og litun 4 tímum eftir að næturvaktinni minnni lauk
4). .....þarna hefndist mér fyrir næstu þökkun á eftir, þar sem það var mikið að gera í gipsvinnunni aðfaranótt þriðjudags...... en ég get þó þakkað fyrir að það var ekki ég sem var að fá gips ........ .... þakka hér með fyrir það....
5). mánud. 3. mars: Var ég þakklát fyrir það, að Íslendingar slepptu því að brjóta bein sín mikið...... svo ég þurfti ekki að setja allt of mörg gips á fólk þann dag.
6). sunnud. 2. mars: Var ég þakklát fyrir að vakna við hliðina á einhverjum, sem hélt utan um mig
7). laugad. 1. mars: Var ég þakklát fyrir það, að eiga ennþá gjafakortið í Kringluna sem ég fékk í jólagjöf frá Inpro síðustu jól - það kom sér vel upp í stígvélin sem ég keypti mér þann daginn
8). föstud. 29. feb: Var ég að vinna á blóðmeinadeildinni og var þakklát fyrir það að vera ekki með hvítblæði, mergfrumuæxli eða eitilfrumukrabbamein.... og þurfa ekki að ganga í gegnum þessar meðferðir sem það fólk þarf að gera..... úff, úff......
9). fimmtud. 28. feb: Var ég bara sofandi og glöð yfir því að vera allavega bara sofandi en ekki dauð.......
..............Er ég ekki alveg að komast að þeim tíma, þar sem ég lofaði að þakka á hverjum degi fyrir eitthvað.....?
Til vonar og vara......
10). miðvikud. 27. feb: Þarna kom mamma í kaffi, og þá var ég bara glöð, að ég átti kaffi til að bjóða henni upp á - og glöð yfir því að eiga "gamla" konu fyrir vinkonu, sem nennir að kíkja í kaffi til mín!!
Góða nótt!
Athugasemdir
Nei hæ frænka!
Langt síðan ég hef heyrt í þér, hvar hefurðu haldið þig?
Knús!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.3.2008 kl. 02:57
Já Lilja við höfum margt að þakka fyrir og höfum gott af að leiða hugann að því. Mér varð oft hugsað til þess í Víetnam að margir hefðu nú gott af að sjá fátæktina þar.
Hólmdís Hjartardóttir, 7.3.2008 kl. 08:05
þú ert nú bara yndisleg. Ekta Pollyönnu stíll á þessu. Ég þarf að rifja hann upp sjálf á hverjum degi.
þá vil ég þakka fyrir að eiga þig sem blogg vinkonu því mér finnst svo gaman að lesa pistlana þína
þetta nr 8 hjá þér....kannast við þetta og þessi meðferð er erfið...allt of erfið
Helga Linnet, 7.3.2008 kl. 11:42
Frábær hugmynd að þakka fyrir eitthvað á hverjum degi. Tek þetta upp.
Sigrún Óskars, 7.3.2008 kl. 16:45
Takk fyrir kommentin, og takk Helga - mér finnst sko líka gaman að lesa pistlana þína!
Bestu kveðjur til ykkar allra!!!
Lilja G. Bolladóttir, 8.3.2008 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.