4.3.2008 | 20:23
Danskir tækifærissinnar......
Úff og je minn eini, hvað á maður nú að gera á sunnudagskvöldum..... núna þegar "danski þátturinn" er búinn og hættur?? Þessi þáttur, sem er búinn að vera órjúfanlegur hluti af lífi mínu í næstum því hálft ár.... Við mæðginin erum búin að vera svo "hooked" á þessum þætti, að við skipuleggjum heilu kvöldin og jafnvel helgarnar í kringum þennan eina þátt. Ég skal meira að segja viðurkenna það, að ég hef skipt vöktum til þess að missa ekki af þættinum á sunnudagskvöldum. Það er ekkert varið í það að sjá þá í endursýningu, það er eins og fyrir Liverpool aðdáendur að sjá leik sinna manna í endursýningu.....
Annars fannst mér endalokin full máttlaus miðað við allt..... ég veit ekki, en mér fannst ekki nógu mikið krútt í því, að hafa fengið að vita hver morðinginn var í þættinum á undan. Innst inni vonaði maður, að það væri ekki hann og hélt jafnvel að einhver annar grunaður ætti eftir að birtast óvænt í síðasta þættinum - það hefði verið í samræmi við undanfarann.
Hins vegar verð ég að segja, að miðað við kynni mín af mörgum Dönum, þá kemur það mér ekki á óvart, að flagð leynist undir fögru skyni.... eða þannig. Í Danmörku getur þú haldið þig eiga vini, sem ekki reynast vinir "alligevel", því Danir eru þeir mestu tækifærissinnar sem ég hef á ævi minni kynnst. Þeir eru nískir og eru alltaf að hugsa um að spara peninginn sinn, og notfæra sér allt sem þeir mögulega geta á kostnað annarra..... alltaf að reyna að fá "free ride" annaðhvort hjá ríkinu eða vinum sínum, reyna að komast sem best, auðveldast og ódýrast út úr öllum aðstæðum.... þeir eru hreinlega aldir upp við það að reyna að komast sem ódýrast út úr öllu. Það gera "janteloven". Þetta gerir þá jafnframt yfirmáta falska, svo kannski leynist einn svona "morðingi" hér og þar í dönskum fjölskyldum - ef þið skiljið hvað ég meina. Sumir myndu að minnst kosti ekki víla fyrir sér að svíkja heilu fjölskyldurnar, þótt það væri ekki á svona dramatískan hátt, en ennþá halda andlitinu og góða frontinum í eina áttina og svo djöfullega andlitinum í hina.
En þetta er kannski bara mín reynsla af nokkuð mörgum Dönum....... ???
Athugasemdir
Ég horfi helst aldrei á sjónvarpið. Hægt að gera margt annað. En stundum eru einhverjir þættir sem ég ætla að horfa á, en gleymi því alltaf, er farin út að ganga eða eitthvað annað þegar ég man eftir sjónvarpinu.
Ef ég horfi á eitthvað þá er það bold and the beautiful, það hallærislegsta af öllu hallærislegu í sjónvarpinu.
Sigrún Óskars, 4.3.2008 kl. 20:37
ég verð að fara að fylgjast betur með sjónvarpsdagskránni.Ég áttaði mig eiginlega ekki á þessum þætti fyrr en ég sá allar bloggfærslurnar hérna.Betra að byrja fyrr að horfa.
Anna Guðný , 4.3.2008 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.