Gott hjá Dönum - skömm að íslenskum stjórnvöldum!!!

Þetta finnst mér þarft framtak hjá dönskum yfirvöldum og mættu þau íslensku taka sér Danina til fyrirmyndar í mörgum málum sem snúa að velferð þegnanna.

Heroín-neysla í Danmörku er gríðarleg og smákrimmarnir þar af leiðandi jafnmargir - krimmar sem margir flestir eru ekki illa innrættir og alls ekki illa gefnir, en eru í smáafbrotum til þess að draga lífið fram. Með þessu framtaki frænda okkar mun þessum smáglæpum fækka til muna, öllum til góða.

Það er ömurlegt líf að vera forfallinn eiturlyfjaneytandi og sérstaklega heróínneytandi, það er enginn sem velur sér þannig líf þótt þeir leiðist út í það, oft í fikti til að byrja með - alveg eins og það veit enginn hvort hann er alkoholisti fyrr en hann byrjar að drekka í fyrsta sinn. Þetta er barningur hvern dag fyrir þetta fólk og margt þeirra óskar þess alltaf, að næsta sprauta verði sú síðasta, þeir sjá oft engan tilgang með lífinu annan en að berjast fyrir næsta skammti - og það er ekki mjög innihaldsríkt líf. Margir hverjir sjá ekki einu sinni tilgang í því að verða "clean" því þeir eru hvort sem er búnir að missa af félagslegu lestinni; fá hvergi vinnu, erfitt að fá húsnæði, fjölskyldan búin að gefast upp á þeim, jafnaldrar á annarri sólstjörnu miðað við þá, gamlir vinir farnir og gleymdir, búið að banna þeim umgengni við börnin sín (ef þeir eiga einhver) og í raun öll sund lokuð .... það er lítið sem þeir hafa að snúa sér að þótt þeir losni undan fíkninni, þetta er ömurlegt líf hvernig sem þú snýrð dæminu. Þá er ég að tala um fólk, sem hefur eytt hálfri ævinni eða meira í neyslu, það kann ekkert annað og er í raun staðnað félagslega og að mörgu leyti í andlegum þroska líka, og á sama stað í lífinu og t.d. 16 ára unglingar, og það er ekki gaman eða auðvelt að snúa þannig út í lífið kannski 36 ára eða 46 ára.

Ég vann um tíma með götu-hjúkrunarfræðingunum á Istegade í Kaupmannahöfn og upplifði þar eymd heróínfíklanna eins sterka og hún getur orðið. Við höfðum aðsetur í kirkjunni á Istegade, einmitt þar sem mesta kaup- og sala á heróíni fer fram og eymdin er sláandi. Seinna vann ég á Vogi, og þrátt fyrir að ekki séu margir heróínfíklar til á Íslandi, þá eru þeir nokkrir, en einnig eru hörðustu sprautufíklarnir (morfínfíklarnir) á Íslandi í álíka eymdarlegum sporum og "kollegar" þeirra í Danmörku. Og það er SKÖMM fyrir íslenska samfélagið að við gerum ekki betur í baráttu okkar við fíkniefnin. Íslensk stjórnvöld eru að gera nákvæmlega ekki neitt!! Á meðan morfínfíklarnir (sem og aðrir sprautufíklar) verða yngri og yngri. Okkur ber skylda til þess að taka á þessum málum með öðrum fingrum en þumal- og baugfingri - þú veist aldrei nema þitt barn verði næst fíkninni að bráð!!


mbl.is Danskir læknar skrifi upp á heróín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ætli það sé ekki ódýrara að skaffa langt leiddum fíklum lyf við hæfi, heldur en að þau stundi afbrot til að fjármagna neysluna?  Ég hallast að þeirri skoðun

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.2.2008 kl. 00:33

2 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Jón Arnar; ég hugsaði þetta einmitt þegar ég las fréttina..... 500 manns, það er ekki neitt, það er álíka fjöldi og í þokkalegum bæ í Danmörku.

Ég lít ekki á þessa aðgerð sem lækningu, heldur sem líknandi meðferð fyrir þessa fíkla - það er ekkert annað í stöðunni að gera. Við getum öll sömul viðurkennt það og séð það sem staðreynd, að flestum þeirra er ekki viðbjargandi og það eina sem er hægt að gera, og er ríkinu sæmandi, er að losa þau undan stórum hluta af þessum þjáningum..... sem er að afla næsta skammts. Um tíma var svona "líknandi meðferð" í gangi fyrir langt gengna alkoholista á Íslandi, en það datt upp fyrir með lokun meðferðarheimilisins Gunnarsholt - nú ganga þessir menn á götunni og deyja þar. SKÖMM í okkar velferðarríki.

Ég er sammála þér, að betur má ef duga skal í Danmörku, en þetta er vissulega spor í rétta átt, og það er eflaust þar eins og annarsstaðar, einhverstaðar þurfa peningarnir að koma frá og maður verður að forgangsraða. En ekki vildi ég vera sá, sem þarf að ákveða, hverjir fá meðferð og hverjir ekki. Þetta er líka í gangi á Íslandi, bara í öðrum málaflokki, nefninlega með MS-sjúklinga, það eru margir tilkallaðir en fáir útkallaðir en maður verður að meta viljann fyrir verkið. Og vona að þetta sé byrjunin á einhverju betra!

Lilja G. Bolladóttir, 26.2.2008 kl. 00:43

3 identicon

Ég veit ekki, er fíkniefnanotkun hópa á Íslandi orðin svo agaleg og
yfirgnæfandi að það sé þörf á að breyta lögum þess vegna.

Ég hef svo sem ekkert að miða við, en ég er nokkuð viss um að þrátt fyrir sameinað átak foreldra og skóla eins og er í öllum grunnskólunum án þess að fréttir séu sagðir af því, á hlutfall fíkniefnaneytenda samt eftir að haldast nokkuð jafnt og stöðugt miðað við síðustu Áratugi.

Ég held að ástæðan fyrir að við segjum ekki Aldir er að það er ekki svo langt síðan að almenningur á Íslandi fór að geta séð svo vel fyrir sjálfum sér að hann gæti leyft sér að halda í afkvæmið sem ráfaði burt á villuvegu.

En hvort okkar Velferð eða Fé til baráttunnar gegn eitrinu eigi eftir að
hafa einhver áhrif á notkun eiturlyfja til framtíðar...

Ég veit ekki.

KátaLína (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 01:04

4 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Katalína: já, hún er orðin svo agaleg.

Ég held ekki að ég skilji þína færslu, og sérstaklega ekki málsgreinina sem byrjar á: "ég held að ástæðan fyrir að við segjum ekki Aldir......" ...... ég botna bara ekkert í henni.  Ég skil hana þannig, að þú haldir að því betur stætt sem foreldrið sé, því betur geti hann haldið í afvegaleitt ungmenni...... sem er algjörlega rangt. Fíkn, af hvers kyns toga sem hún er, fer ekki í manngreininarálit né stéttarálit!!

Sameinað átak foreldra og skóla er gott forvarnarframtak, en það nær eins langt og það nær. Þau ungmenni, sem illa er komið fyrir, eru ekki lengur í skóla, og allt framtak skóla nær ekki yfir þau.

Stjórnvöld þurfa virkilega að vakna af sínum Þyrnirósarsvefni, þar sem þau dreymir að Ísland sé best í öllu og engar hættur sem leynast hér.

Lilja G. Bolladóttir, 26.2.2008 kl. 01:22

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

hvernig var :fíkniefnalaust Ísland 2000:??? Stjórnvöld hafa því miður sofið á verðinum og forgangsraðað vitlaust. Mjög mikið magn fíkniefna er í umferð Íslandi. Víimulaust Ísland 2000 var það kannske??? Ekkert gerist. Landið er mjög opið fyrir innflutningi, löng strandlengja lítið eftirlit. Er farið að gefa hreinar nálar og sprautur hér???  Heróinfíklar eru belssunarlega fáir hér, hef þó unnið með tveimur á öldrunardeild og ástandið á þeim var stundum skelfilegt.

Hólmdís Hjartardóttir, 26.2.2008 kl. 06:40

6 identicon

Frábær pistill. Ég þekki kirkjuna í Istegade sjálfur af eigin raun. Bjó ekki langt þar frá og þangað fór maður til að versla þegar maður átti pening.  Það er gaman að lesa hvernig þú setur það upp að það velji sér enginn að verða fíkniefnum að bráð. Þetta er nefnilega það sem fólk þarf helst að vita, þetta er ekki aumingjaskapur. Þegar ég ánetjaðist  opíumefnum þá sagði ég ekki við sjálfan mig ,,já ég ætla verða eiturlyfjaneytandi því það er svo frábært" þetta var bara eitthvað sem gerðist. Ég hafði ekkert val í þessum efnum. Nú gæti einhver sagt að ég hafi haft val þegar ég neytti efnanna fyrst, ok ég skil það að fólk gæti velt því fyrir sér, en ástæðurnar voru sennilega margar samverkandi ástæður og aðstæðurnar höguðu því þannig að svona fór. Það er líka eins og þú segir Lilja, ég eiddi mörgum árum í þessa vitleysu því miður, en sem betur fer á ég mér gott líf í dag og búinn að eiga í mörg ár. Þökk sé fag fólki eins og þér Lilja.

Valsól (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 10:05

7 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Takk "Valsól" - og ég er glöð yfir því að þú hafir náð að eignast gott líf og yfirvinna þína fíkn.

Lilja G. Bolladóttir, 27.2.2008 kl. 03:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband