Flensa pensa :-(

Æ æ, nú hefur flensan bankað upp á hjá okkur..... vorum reyndar bæði drulluslöpp í gær, unglingurinn tilkynnti um magaverk þegar hann kom heim úr skóla, og það sama fékk ég á leið úr vinnu seinna um daginn, var við það að hlaupa frá innkaupakerrunni minni í Nettó til þess að fara út og æla. Bæði sváfum við á sitthvorum sófanum milli kl. 17 til 20 í gæreftirmiðdag - hann var svo lystarlaus og slappur það sem eftir lifði kvölds en ég með beinverki og kuldahroll. Núna erum við svo bæði lasin með hita Frown Kannski einasta bót í máli, að við skyldum álpast til að verða veik bæði á sama tíma...... Það er bara svo stutt síðan síðast Blush ..... og svo man maður aldrei eftir fleiri hlutum sem maður ætlaði að gera, en einmitt þegar maður er veikur.....

Það er kannski um að gera að njóta þess sem hægt er í þessum aðstæðum, það er að fara aftur upp í rúm þegar búið er að hringja í skólann..... og njóta þess að sofa lengi, lengi.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Láttu bara fara vel um þig. Allra allra besta pestarmeðal er Stroh og heitt kakó. Aldrei boðið upp á það í heilbrigðiskerfinu......Er sjálf á doxytab vegna ferðalagsins í 60 daga en bætti ciproxi við vegna pestarskammar. Sýklalyfin hafa lítil áhrif á þessa pest, örugglega virus. Ætla svo með 15 ára stelpuna til læknis í dag hún er sárlasin  en bráðum kemur vor með betri tíð og blóm í haga

Hólmdís Hjartardóttir, 26.2.2008 kl. 08:49

2 Smámynd: Sigrún Óskars

Þetta er einmitt að ganga, æla og beinverkir. Látið ykkur batna bæði tvö.

Sigrún Óskars, 26.2.2008 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband