Skyldi maður lenda á bannlista í Borgarleikhúsinu?

Ekki veit ég af hverju ég er allt í einu byrjuð að fá DV sent á mánudögum - ekki bað ég um það, svo mikið er víst, en það hefur nú í nokkrar vikur komið vel innpakkað í póstkassann minn í vikubyrjun. Yfirleitt les ég það ekki en strákurinn opnar það alltaf, því það er umsögn um enska boltann í miðjunni. Í dag blaðaði ég hins vegar lauslega í gegnum það og sá leikhúsgagnrýni hins "alræmda" Jóns Viðars Jónssonar..... sá hinn sami og var nýlega tekinn af boðslista Borgarleikhússins á frumsýningar, af því að leikhússtjóranum líkaði ekki orðalag hans í gagnrýni einni, eins fáránlegt og það nú er!! Það er greinilega bannað að hafa neikvæða skoðun á stykkjum Borgarleikhússins, eða í það minnsta að birta hana. Jafnvel þótt þú sért ráðinn til að hafa skoðun og boðinn til þess að birta þína skoðun..... ja, þetta er greinilega erfiður línudans.  

Í dag var Jón Viðar að rýna í uppsetninguna á Jesú Kristi Súperstjörnu og ég áttaði mig eiginlega ekki alveg á því, hvað honum fannst um sýninguna í heild sinni. Við að lesa rýnina fékk ég á tilfinninguna, að honum hefði fundist hún í verri kantinum. Krummi með of blíða rödd fyrir verkið og vantaði kraftinn, kórinn ráfaði um í reiðileysi á sviðinu, textinn skildist ekki því hann var öskraður í staðinn fyrir að vera sunginn og leikstjórnin bar vott um reynsluleysi. Hann endar samt á að gefa sýningunni þrjár og hálfa stjörnu af fimm, sem er nú bara nokkuð gott, er það ekki? Reyndar hrósaði hann sviðsmyndinni mikið, en hún getur nú varla verið þriggja og hálfrar stjörnu virði ef flest annað er miður gott? 

Ég er að fara í Borgarleikhúsið að sjá sýninguna nk. laugadagskvöld og ég verð að segja, að nú er ég virkilega spennt. Það eru greinilega mjög skiptar skoðanir á þessarri uppfærslu. Ég er einlægur aðdáandi Jesus Christ Superstar og hef séð verkið í tveimur uppfærslum - og þar bar uppsetning Verzlunarskólans árið 1994 af (held að ártalið sé rétt), auk þess sem ég hef horft á bíómyndina ca. 140 sinnum. Ég var reyndar útskrifuð úr Verzló þegar skólinn setti sýninguna upp á nemendamóti sínu, en sem J.C.S.-aðdáandi, og sem fyrrum nemandi, gat ég ekki látið mig vanta á uppsetninguna. Og verð ég að segja, að sú sýning er ein sú besta sem ég hef nokkurn tímann séð, að mörgum öðrum ólöstuðum. Þar var magnaður tónlistarflutningur, frábærir dansarar og danshöfundar, og þótt þarna væru ekki atvinnumenn á ferð var það ekki að sjá. Reyndar, eins og svo oft fyrr og síðar í nemendamótsuppsetningum Verzló, voru þarna í hópnum einstalingar sem í dag eru þekktir söngvarar og danshöfundar eins og Valgerður Guðnadóttir, Selma Björnsdóttir og Nanna Jónsdóttir.

En nú verður spennandi að sjá hvort rokkóperan sem nú er til sýningar, standist mínar háu væntingar.... og hvort hún nái að velta Verzló úr fyrsta sætinu á mínum lista. Ég hlakka til að sjá Júdas því hann er í svo dramatísku hlutverki og ég hlakka til að heyra söng Pílatusar og Heródesar.......  það er, ef leikhússtjórinn nú ekki bannar mér að mæta í leikhúsið, fyrir þá sök að hafa aðra skoðun en hann í gagnrýnendamálinu......Cool 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Ég fer nú svo til aldrei í leikhús, hef ekki þolinmæði í það enda afar ómenningarleg.

Takk fyrir að bjóða mér bloggvináttu...

Halla Rut , 8.1.2008 kl. 18:09

2 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Sæl..... já mér fannst bloggið þitt svo skemmtilegt, svo það væri gaman að geta bara rétt smellt á það svona "on the side" . Velkomin!!

Lilja G. Bolladóttir, 8.1.2008 kl. 19:09

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Leikhúsferðir Skrapp um daginn í fyrsta sinn hér í DK í rúm 8 ár og það var nú bara af því ég á vinkonu sem er svo framkvæmdarsöm Þetta var afar menningarlegt stykki, 5 flottir menn á sviðinu allan tímann. Ó, já. . .  það var það var ekki leiðnlegt

Takk fyrir að bjóða mér blogvináttu,  verður gaman að bloggast hér með þér

Guðrún Þorleifs, 8.1.2008 kl. 21:25

4 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Takk sömuleiðis, Guðrún :-) Þú hefur þá aldrei verið að sjá The full mounty!!??!! :-)

Takk fyrir að þiggja vináttuna......

Hlakka líka til að bloggast við þig :-)

Lilja

Lilja G. Bolladóttir, 9.1.2008 kl. 00:56

5 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Hey Guðrún, gleymdi að segja, að ég bjó nefninlega líka í Danmörku.... í 6 ár, og þess vegna þykir mér svo sérstaklega gaman að heyra um svona danskt eitthvað.....  Það vakti mína athygli á þínu bloggi og ég hlakka til að heyra meira um allt......

Kv. Lilja

Lilja G. Bolladóttir, 9.1.2008 kl. 01:36

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

við fáum líka DV innpakkað og fínt á mánudögum og könnumst hvorugt við það hjónin að hafa beðið um það. Svo er misjafnt hvort blaðið fer einhvern tíma úr plastinu eða ekki.

Ég hef ekki séð þessa sýningu er bara heyrt svona la-la umsagnir um hana.

Takk fyrir bónorðið.

Jóna Á. Gísladóttir, 9.1.2008 kl. 09:28

7 Smámynd: Karl Ólafsson

Mm, Lilja og Jóna, 

gæti kannski verið að einhver á heimilinu hafi gerst áskrifandi að Sýn2 (Enska boltanum)? Því ef svo er þá fylgir þeirri áskrift víst mánudagsblað DV.

Karl Ólafsson, 9.1.2008 kl. 11:45

8 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Nú já, það er svona sem liggur í því. Verð að játa, að ég lét það eftir syninum að kaupa Sýn 2. Takk fyrir að upplýsa mig um þetta, Karl.

Lilja G. Bolladóttir, 9.1.2008 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband