3.1.2007 | 03:57
Engin fyrirsögn
Jæja, þá er maður bara farinn að blogga...... var nú enn og aftur vakandi of lengi og var að leika mér í tölvunni, og datt inn á að prófa þetta. Veit ekki hvort það verður að einhverju í framtíðinni, en allt í lagi að prófa. Við litla fjölskyldan erum að undirbúa ferð Jóhanns til Ameríku á næstu dögum, hann er auðvitað rosa spenntur en ég aðeins farin að kvíða fyrir að sjá ekki gæjann í heilar 2 vikur. Ég er eitthvað að stressa mig yfir að þurfa að gera svo mikið, en svo þegar ég stoppa sjálfa mig aðeins af, þá er þetta ekkert mál. Mér finnst ég bara alltaf vera að undirbúa eitthvað, fyrst afmæli drengsins, jólin, áramótin og svo þetta - en ég er nú alveg þekkt fyrir að mikla fyrir mér litla hluti. Þarf að læra að slaka aðeins á og takmarka í hugsunum. Annars gengu áramótin vel fyrir sig hérna á bænum, foreldrar mínir í mat og drykk, við skutum þó nokkru upp en fannst áramótaskaupið ömurlegt. Ég hef annars heyrt skiptar skoðanir á því, sumir fíluðu það vel og öðrum fannst það glatað. Ég var allavega ekki að fatta húmorinn í því - fannst bara að það væri verið að hafa mig að fífli, að ég skyldi sitja yfir þessu og vera stöðugt að bíða eftir einhverju skemmtilegu. Kvöldið fyrir gamlárskvöld var annars prófraun mín í því að halda stórt heimili. Var að passa fyrir Þórunni systur og Sidda, einn 8 mánaða, annan 3ja ára og þriðja 8 ára ..... plús minn 12 ára gaur. Ég verð nú bara að segja það að ég lít systur mína öðrum augum eftir þessa reynslu. Einn grátandi á gólfinu á meðan annar hellti niður og hinir tveir voru að rífast....... nei, þetta var sko ekki svona allan tímann, en á meðan á því stóð var ég algjörlega upptekin af því að sinna börnunum, og þegar síminn hringdi, þá fannst mér ég vera svo busy að ég gat ekki einu sinni svarað símanum Ég ætlaði að elda kjúklingabringur ofan í liðið en sá fljótt að það yrði mér ofviða - ég gat bara alls ekki tekið mér svo stórt hlutverk í hendur á meðan ég var að sinna svona mörgum börnum, svo heimsend pizza varð maturinn þetta kvöld . Líklega kemst þetta í æfingu, en ég skil ekki hvernig systir mín fer að þessu, og samt gera allt annað........ undirbúa þvílíku kaffiboðin, halda sér fínni og sætri, hugsa um heimilið og það er alltaf fínt hjá henni!!! Mér fannst ég varla komast á klóið! En þetta var yndislegt, Þórunn mín, ég er sko alveg til í að taka þetta verkefni að mér aftur - mér tókst meira að segja að svæfa þann minnsta!! Jæja, í bili ætla ég ekki að segja neitt meira, klukkan er orðin alltof margt og þótt ég sé í fríi á morgun, þá er nú ágætt að fara og halla sér núna. Kannksi og kannski ekki geri ég eitthvað meira í þessu bloggi - nú er ég allavega með síðu og svo sé ég bara til Góða nótt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.