3.10.2008 | 23:07
Hvaða hlutverki gegnir Davíð Oddsson???.......
Ójá, það dylst það engum að forsætisráðherrann er þreyttur, svo þreyttur og áhyggjufullur. Hann er áhyggjufullur til augnanna og með þreytupunga undir augunum, og hann næstum fær samúð frá mér. Það getur ekki verið auðvelt að vera í forsæti þessa dagana. Faðir minn gegnir embættismannastöðu í Forsætisráðuneytinu, og hann er líka þreyttur. Svo óskaplega þreyttur. Enda hafa staðið yfir eilíf fundarhöld og ráðstefnur síðan þeir komu heim frá NewYork fyrir tæpri viku síðan. Þreytan fór ekki fram hjá mér, þegar ég horfði á pabba minn í gærkvöldi, stórir dökkir baugar undir augunum, augun þrútin og engin lífsgleðin.... allt of margar áhyggjur..... af ríkisfjármálunum.
Ég hef líka áhyggjur, og þær spanna annað svið, nefninlega bara mitt eigið fjármálasvið. Sem betur fer þarf ég ekki að finna lausn á öllu hinu, þessu stóra apparati, en ég myndi samt gjarnan vilja fá einhver svör, einhverjar skýringar, eitthvað..... eitthvað sem varpar ljósi á það sem ríkisstjórnin er að gera. Því það dylst allavega ekki mér, að eitthvað er í gangi, faðir minn hefur varla verið heima í heila viku svo eitthvað er verið að bardúsa, en af hverju þessi leynd? Eigum við ekki heimtingu á því að fá að vita hvað er í gangi? Af hverju skellir Geir H. Haarde bíldyrum sínum á fréttamann Stöðvar 2 með þjósti? Erum við bara einhver böggandi almúgur sem erum að spyrja of margra spurninga? Nei, við erum þau sem kusum þessa ríkisstjórn, þau sem borga laun þeirra, við erum þau sem byggjum landið og að sjálfsögðu eigum við skilið allt annað en hroka frá forsætisráðherra vorum. Hann er að grafa sína eigin gröf með framkomu sinni, og með því að halda Davíð í Seðlabankanum er hann algjörlega að missa sína traustu kjósendur.
Við viljum svör! Og Við viljum Davíð burtu úr Seðlabankanum. Tími Davíðs er liðinn og við líðum ekki lengur afskiptasemi hans af þeim málefnum sem koma honum ekki við, sem og afskiptaleysi hans af þeim málefnum sem koma honum við. Hann veit ekkert hvar hann á að stíga né hvar hans tími eða staður er. Hann vill vera allt í öllu, kallinn á bak við allt, þótt hann sé löngu farinn úr ríkisstjórn. Burt með Davíð!! Við erum búin að fá nóg af Davíð í gegnum tíðina. Og for crying out loud, þið í ríkisstjórn, gefið okkur einhver svör, það er það eina sem við biðjum um. Slæmar fréttir eru betri en óvissa og við eigum heimtingu á betri svörum en þeim sem við erum búin að vera að fá. Please..... you have got to be kidding me.....
Athugasemdir
Hólmdís Hjartardóttir, 3.10.2008 kl. 23:10
Í flestum vestrænum ríkjum er talað opinskátt um stöðuna og aðgerðaáætlanir, en það er eins og okkar stjórnvöld séu í endalausum feluleik........eða kannski alveg ráðþrota. Ekki traustvekjandi.
Og ég er sammála með Davíð, hann þarf að víkja.
Sigrún Jónsdóttir, 4.10.2008 kl. 00:03
Kannski fáum við fréttir, þegar allt er komið á hausinn. Þá verður of seint að bregðast við, reyna að bjarga því sem bjargað verður. Það á að reka Geirharð og Davíð strax, þeir bera ekki virðingu fyrir okkur sem borgum þeim launin
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.10.2008 kl. 02:12
..djö... er þetta gott hjá þér Lilja....og Sigrún þetta er rétt en hér ríkir ekki lýðræði....Dabbi kóngur ræður...það höfum við séð, svo ekki verður um villst...byltingar er þörf, burt með Davíð og jafnvel ríkisstjórnina líka...þó er svolítið vandséð með ríkisstjórnina því ég sé ekkert annað sem getur tekið við....en Davíð burt það er lykilatriði.
Haraldur Bjarnason, 4.10.2008 kl. 07:15
Heyr, heyr.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.10.2008 kl. 16:13
Auðvitað á Davíð að drífa sig heim, hans tími er löngu búin. Ég er sammála þér með Geir, hann veldur mér vonbrigðum. Kannski þorir hann ekki að segja neitt nema tala við Kónginn áður, sem öllu ræður. Ég er að meina Davíð.
Sigrún Óskars, 4.10.2008 kl. 18:24
Alveg undrar mig hvað fólk ætlar Davíð mikið vald, en maðurinn er vel gefin og orðsnillingur. Fólk tekur eftir því sem hann segir ef hann opnar munninn. Aðrir sem reyna að segja eh hafa ekki þennan hæfileika og því tekur enginn/þjóðin eftir þeim. Spurning hvað Geir getur leyft sér að segja ákkúrat núna meðan verið er að hnoða saman björgunarleið fyrir þjóðina.
Rosalega fegin að Sjálfstæðisflokkurinn er við völd nú, tel að þá eigi landið meiri von en ella að komast út úr þessu skelfilega ástandi.
Kær kveðja frá AlsGuðrún Þorleifs, 5.10.2008 kl. 07:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.