19.9.2008 | 20:54
Ekki vera að þvælast fyrir mér, ég á annríkt......!!
Kannist þið við það, þegar nær allir vegfarendur í kringum mann eru bara fyrir manni og pirra taugar manns óskaplega mikið? Þegar helv..... kallinn á gráa bílnum gaf ekki stefnuljós og þú misstir þess vegna af því að komast út á götuna, þegar konan fyrir framan þig getur alls ekki ákveðið hvort hún ætlar að ganga hægra megin eða vinstra megin fyrir framan þig, heldur sikksakkar til hliðanna svo þér er lífsins ómögulegt að komast fram úr henni? Einhver kellingavitleysingur talar svo mikið í símann sinn í búðinni, að hún keyrir innkaupakerruna sína á hælana á þér? Og svo framvegis....
Ég held við könnumst öll við þetta og getum viðurkennt, að á einhverjum tímapunkti lífsins hafi mann mest langað að hrinda manneskjunni fyrir framan sig eða blóta einhverjum fauskinum upphátt. Eða kannski er það bara ég sem hugsa svona, bara mín þolinmæði sem er lítil gagnvart þeim sem virðast vísvitandi vera á ferli til þess að tefja mig. Kannski er ég ekki aðeins að breytast í þann stressaða Íslending, sem ég fyrirleit þegar ég var nýflutt til landsins eftir áralanga dvöl í Danmörku..... ég er ef til vill Íslendingurinn....
Ég vil komast hratt yfir, ég veit yfirleitt í hvaða búðir ég ætla í Kringlunni eða hvaða hluti ég ætla að kaupa inn í matarbúðinni, ég er bara á þessum stöðum þegar ég hef einhver ákveðin markmið eða einhverja ákveðna hluti að sækja og þá vil ég komast að þeim hratt og örugglega. Nenni sko ekki að vera að dóla mér fram og til baka, ég vil bara fara inn og komast sem fyrst út aftur. Og vei þeim sem eru fyrir mér á þeirri leið. ....Hey, ég er manneskjan sem geng ítrekað á glerhurðir sem eiga að opnast rafrænt, af því að þær opnast ekki nógu hratt fyrir mig.....
Í dag held ég að Reykvíkingar hafi tekið sig saman um það að vera fyrir mér og tefja mig á einn eða annan hátt. Þessi samanteknu ráð hafa líklega farið fram hjá mér, vegna þess að ég missti af fréttunum í gærkvöldi. Einn bílstjórinn gat alls ekki ákveðið hvort hann ætlaði að beygja eða halda áfram keyrslunni, hann "blev ved med at" stíga á bremsuna og svo gefa örlítið í til skiptis. Líklega verið utanbæjarmaður. Sveitalubbi.
Ein konan í Nettó vissi ekki hvort hún ætti að ýta kerrunni á undan sér eða draga hana í öfuga átt á eftir sér, hún er örugglega í Vogarmerkinu, því þessarri iðju hélt hún áfram í gegnum búðina, og einhverra hluta vegna, var hún alltaf á minni leið. Mér til ómældrar ánægju, eins og þið heyrið. Ég á minni hraðferð, keyrandi mína kerru fyrir aftan hana, þegar hún allt í einu ákveður að snúa við og fara í hina áttina. Með tilheyrandi árekstri..... við mig....
Önnur ætlaði að kaupa shampoo, svo hún hafði stillt sér upp fyrir framan rekkann, með útstrekktan handlegginn sem hélt í körfuna þannig, að hún og karfan hennar saman, blokkeruðu nánast allan rekkann og enginn annar gat komist að fyrr en hún var búin að ákveða hvaða fuk... shampoo hún ætlaði að kaupa.
Enn önnur hlóð öllu sínu drasli upp á bandið við afgreiðslukassann, en mundi svo allt í einu eftir því að hún hafði líka ætlað að kaupa eitthvað annað..... svo hún hljóp inn í búð aftur og á meðan var ALLT STOPP á kassanum. Hennar vörur lágu á bandinu, búið að renna þeim í gegn, en konan ekkert sjáanleg með þennan ómissandi hlut sem hún varð að hlaupa eftir á síðustu stundu, og láta þannig meðborgara sína gjalda fyrir hennar gleymsku. Og þessi gæska var sko ekkert að flýta sér!
Afgreiðslufólk á kössum er kapítuli út af fyrir sig. Bandið hjá þeim rennur og rennur á meðan þeir eru að renna vörum kúnnans fyrir framan þig í gegn, en svo þegar það er búið stoppar bandið, og þar með stoppar það mig í að hlaða mínum vörum upp á afgreiðslubandið..... nema mig langi til að hlaða þeim upp í turn. Hálfur metri af auðu bandi frá mínum vörum og að afgreiðslumanneskjunni, ég ennþá með hálfa körfu af matvælum, en manneskjunni dettur aldrei í hug að færa bandið til óumbeðin, svo ég geti haldið áfram að tæma úr körfunni minni. Látum vera ef afgreiðslufólkið er 15 ára, en þegar það er yfir þrítugu, þá ætti ekki að þurfa að biðja þau um þetta...... og sama fólkið aftur og aftur og aftur.
Og svo þurfti maðurinn á undan mér að vera alveg einstaklega lengi að borga og færa bæði sig, sitt rassgat og kerruna sína úr þessum mjóa gangvegi sem er við afgreiðslukassana...... svo ég horfði bara á mína hluti hlaðast upp hinum megin við afgreiðslukonuna, en komst hvorki lönd né strönd. Var að spá í að hlaupa Breiðholtshringinn til þess að komast fram fyrir kallinn, en þá LOKSINS færði hann sig..... örlítið. Já, ég skal fúslega viðurkenna að þessi maður fékk "the look" frá mér. Góða helgi, mister....
Well, okey, kannski var ég örlítið ósofin eftir 18 tíma næturvakt, kannski onkupínku pirruð á veðrinu úti, nennti ekki að mála mig áður en ég fór út og vildi þess vegna bara ljúka þessu af hurtigst muligst...... okey, kannski var þolgæði mitt ekki upp á sitt besta í dag..... eða kannski, eru bara allir fífl og asnar nema ég.....
Ég gerði mér allavega grein fyrir því þennan seinnipart, að ég hefði alveg getað verið konan í VR-auglýsingunni, sú sem hvæsir á afgreiðslufólkið vegna þess að hún er svo stressuð sjálf, og það sem er grátleg staðreynd, að í dag hefði ég ekki einu sinni þurft að leika, svona var bara Lilja í dag..... í Íslandinu í dag.....
En í guðanna bænum, hættið að vera fyrir mér og pirra mig þegar ég á annríkt. Ég þarf sko að komast leiðar minnar, skiljið þið það ekki???
...............
P.S. Bara til öryggis, þar sem það eru kannski ekki allir sem lesa þetta, sem þekkja mig og minn stíl, þá á ég það til að vera svolítið ýkt í málflutningi og svo er nú yfirleitt 80% af því sem ég segi, bara bullshit, annaðhvort grín eða pirringur í nösunum á mér sem ég snýti yfirleitt mjög fljótlega út aftur.
Athugasemdir
Ég var að hugsa um VR auglýsinguna allan tíman, sem ég las
P.s. ég fór ekki út fyrir dyr í dag svo ég er alsaklaus í þetta sinn
Sigrún Jónsdóttir, 19.9.2008 kl. 22:18
Æ, þú ert bara sæt, Sigrún .... ....ég veit að margir fleiri munu örugglega sjá mig sem pirruðu dömuna í þessarri auglýsingu, en ég meina, common, það eru líka takmörk fyrir því sem maður getur þolað í einni búðarferð......
Lilja G. Bolladóttir, 20.9.2008 kl. 01:00
Ég er ekki svona ég er þolinmæðin uppmáluð, stressa mig yfirleitt aldrei þegar ég er á ferðinni, hvorki á bílnum né í verslunum. Þolinmæði þrautir vinnur allar
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.9.2008 kl. 01:37
ójejeje, Jóna mín. .....Arg, við erum þá soldiiið ólíkar því ég bara bókstaflega ekki þoli svona slugsa fyrir framan mig..... .... ég verð bara alveg brjáluð......
Lilja G. Bolladóttir, 20.9.2008 kl. 02:16
Lilja mín, var ekki fyrirtiðarspenna að angra þig ásamt svefnleysi? Já og kannski fleirru, tímaleysi o.s.fr. Ég sé strax að þessi leiðindi hafa alls ekkert verið þér að kenna. Ósköp hefur þú á slæman dag. Vildi að ég hefði verið í heimsókn á Íls. í gær, þá hefði ég getað sungið fyrir þig í Nettó það hefði toppað daginn þinn
Kveðja frá þessari salí í DK
PS. í dag ætla ég á sýningu og vogi sér nokkrír bílar að vera fyrir mínum Bens á hraðbrautinni
Guðrún Þorleifs, 20.9.2008 kl. 06:36
Sko ef við erum ekki andlega skyldar þá heiti ég Stefanía.
Sko, ég helt vúman að ég hefði skrifað þessa færslu í blakkáti þangað til að ég mundi að það er löngu runnið af mér.
Brilljant.
Great minds think að like
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.9.2008 kl. 09:30
ertu galin við vogir erum stundum að fl+ýta okkur líka!!!!!!!!!!!!!!!
en ég hef orðið vitni að ótrúlegum dónaskap í verslunum....og man þá VR auglýsingarnar
Hólmdís Hjartardóttir, 20.9.2008 kl. 13:35
flýta.....átti ekki að flýta mér svona mikið
Hólmdís Hjartardóttir, 20.9.2008 kl. 13:36
Guðrún, hvað er fyrirtíðaspenna??? Hef aldrei upplifað slíkt.....
Jenný, þú heitir ekki Stefanía .......
.... og Hólmdís, ég held bara ekki að þið séuð að flýta ykkur jafn mikið og ég
Lilja G. Bolladóttir, 20.9.2008 kl. 16:30
Sko, Lilja, veit það ekki en það var verið að tala um þetta á "go´aften danmark" á TV2 í gær og líka að það væri að koma pilla við þessu, svo mér fannst þetta mjög merkilegt og nýtt og ætla mér að nota þetta aftur, núna á dönsku: var det præmensturation der plagede?
Svo finnst mér skrítið að þú setjir ekki spurningamerki við sönginn minn
Guðrún Þorleifs, 20.9.2008 kl. 16:45
Haha, Guðrún, ég er alveg viss um að það hefði lyft lundinni hjá mér að hitta á þig syngjandi í Nettó
Þótt þú spyrjir á dönsku, þá hef ég samt ekki upplifað fyrirtíðaspennu..... a.m.k. ekki á sjálfri mér, sem betur fer. Finn ósköp lítið fyrir þeim "kvenleika" mínum
Lilja G. Bolladóttir, 20.9.2008 kl. 17:35
Já Lilja það er ekki spurning þú hefðir haft alveg skelfilega gaman af því og hitt er myte. En málið er að mér finnst "ekki ég" koma svo víða við og gera óskunda á kostnað okkar saklausu fórnarlambanna.
Guðrún Þorleifs, 20.9.2008 kl. 21:29
Frábært :) allir lenda í þessu af og til en eru kanski mis tilbúnir að viðurkenna það :) églendi í þessu með hurðarnar en það er eila meira af því a ég er bara 1.55 :) og þarf studum að hoppa og það getur verið skondið :)
Helga Björg, 20.9.2008 kl. 22:38
og takk fyrir kjólakommentið :)
Helga Björg, 20.9.2008 kl. 22:39
Þú gleymdir að tjá þig um "ættarmót elli-ærra bónda og þeirra maka" rétt fyrir jólin. Þú veist, þegar hálfheyrnarlausir afglapabændur hrópa um alla búð: "Nei, Blessaður! Hvað segirðu af rollunum?" Og hinn svarar, álíka hátt: "Konan hefur það gott, hvað segirðu af hænunum?"
Og svo stilla þessir afglapabændur sér upp með kerrurnar, nákvæmlega í 47 gráðu horni, til að hámarka hraðahindranir fyrir aðrir.....
Ohh... hvað maður kannast stundum við þetta! Ég vil fá "einkastundir" fyrir mig í búðum, þar sem búðinni er lokað fyrir öðrum, meðan ég versla!
Einar Indriðason, 25.9.2008 kl. 07:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.