I got klocked....

Ég var klukkuð...... tvisvar....

ætla að reyna að samræma þessi tvö "klukk" einhvernveginn.....

Spurningin er þá, hvort ég megi klukka tvöfalt tilbaka, eða hvort það gildir tveir fyrir einn í öfugri merkingu hérna.....

Okey, tveir kollegar klukkuðu mig, sem sagt Hólmdís hjúkrunarfræðingur hjá, að ég held, Heilsuverndarstöðinni og svo Sigrún skurðhjúkrunarfræðingur á LSH. Reyni að svara eftir bestu getu.

4 störf sem ég hef unnið:

Ég var fimleikakennari hjá Gerplu í mörg ár, byrjaði þegar ég var 14 ára....og já, þá var ég þegar búin að vinna tvö sumur í unglingavinnunni frægu, var ári á undan í skóla svo ég mátti byrja ári fyrr í unglingavinnunni, þar sem búið var að ferma mig.....líka ári á undan. Sem sagt svindlari alla tíð....

Ég vann hjá Tryggingastofnun Ríkisins í samtals 6 sumur, fimm þeirra á Sjúkratryggingadeildinni en eitt sumar sem ritari forstjórans; Eggerts heitins Þorsteinssonar.

Ég vann líka á Pizza Hut samhliða Verzló og samhliða öllum öðrum vinnum sem ég hef haft til fjölda ára. Hef líklega snemma fengið greininguna "workaholik".... Sökum "athyglisbrests" og fljótt áunnins leiða á öllu varð ég að skipta reglulega um umhverfi og það líka innan Pizza Hut.... vann til skiptis í eldhúsinu (þar sem mesta fjörið var), við afgreiðslu í borðsalnum þar sem bannað var að vera þunnur í vinnunni (öðru nafni við að taka niður pantanir og bera matinn á borðin....) og stundum tók ég það að mér að keyra út pizzur.

Svo vann ég í Seðlabankanum um tíma, sem ritari á hagfræðideildinni, minnir mig að það heiti. Þá var Arnór Sighvatsson, núverandi aðalhagfræðingur Seðlabankans, bara lítið peð á deildinni (nei, djók) ..... en ekki djók, þá var þáverandi yfirmaður minn sem heitir Már (man ekki hvers son), allavega góður vinur Ólafs Ragnars forseta...... þetta var sumarið sem Ólafur bauð sig fram til forseta í fyrsta skiptið og ég skrifaði grein í Morgunblaðið til að mótmæla framboði Ólafs.... og var EKKI í uppáhaldi hjá yfirmanni mínum eftir það. Ég kallaði þennan yfirmann minn óopinberlega alltaf "Ólaf Má Marðarson", því í mínum augum voru þeir þríeyki, þeir Ólafur Ragnar, Már og Mörður. Geti hver sem vill hvað ég á við......Cool

Jæja, anyway, og ég veit að ég er að nefna fimmta starfið, en það er líka það mikilvægasta og skemmtilegasta, sem sagt starfið sem ég púlaði í 4 ár í háskóla fyrir, sem sagt starf mitt sem hjúkrunarfræðingur og þar hef ég komið víða við. Verður að klukka mig aftur ef ég ætti að segja frá þeim starfsferli......

4 uppáhaldsbíómyndir:

Lady sings the blues - mynd um Billie Holiday en sú söngkona er í uppáhaldi hjá mér.

Matrix - framtíðarmynd sem mér finnst sérstaklega sérstök af sérstökum ástæðum.

Fight Club - ekki bara af því að Brad Pitt er í henni, heldur vegna þess að ég varð að horfa á hana tvisvar til að fatta hana..... þótt reyndar ég hafi dottið úr sófanum á meðan ég horfði á hana fyrir mörgum árum í góðra vina hópi, og gárungarnir í hópnum sögðu að ég hefði RUNNIÐ úr sófanum....... glætan..... Tounge

Hair og Jesus Christ Superstar eru líka í uppáhaldi og ég hef ekki tölu á því hve oft ég hef horft á hvora mynd fyrir sig..... alltof oft.

Annars er ég bíómyndafrík og hef horft ótaloft á sömu myndirnar sem ég ætla ekki að nefna hér. Á líka stórt safn af bíómyndum.

4 staðir sem ég hef búið á:

Vesturbærinn

Breiðholtið (Seljahverfið)

Danmörk

Breiðholtið.... verð að nefna það tvisvar vegna þess að ég hef búið í sex "Selum" frá því að ég flutti hingað fimm ára gömul með 6 ára millidvöl í Danmörku.... í þremur með foreldrum mínum og í þremur sem sjálfstæð móðir og húsmóðir.

4 uppáhaldssjónvarpsþættir:

Sex and the City

Greys Anatomy

Ýmsir þættir á Animal Planet

Friends (af gömlum vana, einstaklega gott afslöppunarefni)

Fréttir...... eru ekki uppáhalds, en einhvernveginn má ég helst ekki missa af þeim, verð að sjá þær á báðum stöðvum og á hæsta styrk á meðan ég er að elda..... og ég sem þoldi ekki þegar foreldrar mínir URÐU að sjá fréttir....!!

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

úff, þeir eru svo margir og líka margir leynistaðir sem ég á innanlands sem ég hef heimsótt í styttri fríum, jafnvel bara hálfsdagsfríum..... en til að nefna einhverja, ekki endilega í vinsældarröð.....:

Mexikó

Tyrkland

Lítil grísk eyja sem heitir Kos

Færeyjar

.......hvernig getur maður nefnt bara fjóra af öllum þeim stöðum sem maður hefur ferðast til??

4 síður sem ég skoða daglega:

Humm, ég skoða enga síðu daglega, en þær sem ég kíki á reglulega eru:

Hotmailinn minn

Bloggið hjá bloggvinum mínum og stundum þegar tími gefst hjá einhverjum sem ég hef ekki lesið oft/áður

Google

Ja.is ...... nota þessa síðu ótrúlega mikið

Í vinnunni fer ég reyndar oft á dag inn á Lsh.is, en það er yfirleitt til að finna símanúmer hjá einhverjum lækni, athuga hver er á vakt hverju sinni, fletta upp blóðprufum osfrv. .... telst ekki með þar sem það er vinnutengt.....

4 uppáhalds matartegundir:

Hamborgarhryggur með ÖLLU tilheyrandi

Hvítlauksgrillaður humar með góðu hvítvíni, ristuðu brauði, smjöri og góðum félagsskap.... helst fylgt á eftir með góðu ...lífi .....

Allt með karrý, má vera kjúklingur, nautagúllas, soðið lambakjöt, kjötfarsbollur, fiskbollur og jafnvel eintóm hrísgrjón eða kartöflur ..... svo lengi sem kryddið er karrý, þá finnst mér maturinn góður.

Langflestar súpur..... ég er alger súpumanneskja, finnst alltaf gott að fá heita og góða súpu og þá vil ég hafa "ostaklemmu" með sem ég alltaf dýfi ofan í súpuna þannig að brauðið verði mjúkt og blautt og osturinn fari að leka...... fíla þess vegna alls ekki kaldar súpur!

4 bækur sem ég hef oft lesið:

Oh my god......

Okey, allar Fimm-bækurnar, Ævintýra-bækurnar og Dularfullu-bækurnar eftir Enid Blyton las ég oftar en hægt er að telja sem krakki, byrjaði fjögurra-fimm ára og hætti eiginlega aldrei..... og reyndar las ég flestar barnabækurnar mínar miklu oftar en einu sinni, þótt ég læsi líka allar þær 10 bækur sem ég mátti fá lánaðar á bókasafninu í hverri viku.... ég var bókaormur með stóru BÉ-I. Ég er líka ótrúlega heppin, að báðir foreldrar mínir voru bóka"krakkar" og ég fékk bækur þeirra og þar sem ég var eina barn þeirra með bókaáhuga, þá á ég þessar bækur ennþá. Ég erfði þær fyrirfram...... Á kápunni á mörgum þeirra má sjá 7 ára-, 9 ára- eða 11 ára skrift móður minnar, þar sem hún hefur merkt sér sína gripi. Og á forsíðum margra minna bóka hefur pabbi minn skrifað nafn sitt og dagsetningu, og þetta eru dagsetningar eins og 7. mars 1954, eða 1956 og síðar. Í sumum má lesa áritanir frá þeim sem gaf bókina, eins og; "Til elsku lillu systur, frá Önnu systur". Þessar bækur eru ótrúlegur fjársjóður í mínum augum og eitt af því sem ég myndi gráta sárt ef íbúðin mín myndi brenna.

Sesselja Agnes eftir Maria Gripe, er unglingabók með svolítið draugalegu ívafi og hana las ég alloft, hef reyndar lesið hana líka sem fullorðin og sé alveg hvað það er við bókina sem greip mig svona mikið þegar ég var yngri.

Óbærilegur léttleiki tilverunnar eftir Milan Kundera las ég tvisvar en svo þegar ég byrjaði í þriðja skiptið, sagði skynsemin mér að sleppa því..... og ég fylgdi skynseminni, aldrei þessu vant. Þung bók sem nóg er að þræla sér í gegnum einu sinni, að mínu mati. Ég gerði það bara tvisvar til að öðlast skilning á einhverju sem ég taldi mig eiga eftir að öðlast skilning á, en gerði aldrei hvort sem er.

Egilssögu hef ég lesið aftur eftir að mér var skipað að lesa hana á skólaárum mínum, og mér finnst hún stórkostleg. Sama segi ég um Laxdælu, en hana las ég aftur vegna þess að sonur minn var að gera verkefni úr sögunni. Báðar væri ég til í að lesa aftur og þess vegna líka hinar Íslendingasögurnar sem maður las af illri nauðsyn í den.

Anatomy-iu bókina mína úr háskóla hef ég gluggað í alloft, jafnan þegar mig vantar upplýsingar eða fræðslu um ákveðna líkamsparta, bein eða líffæri..... yfirleitt vinnutengt, en engu að síður nauðsynlegt uppflettirit,.... ef rit skyldi kalla, öllu heldur bálk......, þegar maður man ekki alveg hvar eitthvað bein, einhver æð eða annað er staðsett í líkamanum.

Annars er það þannig á mínum fullorðinsárum, þá hef ég ekki þörf fyrir að lesa bækur oftar en einu sinni, kaupi þær gjarnan í kiljum, les þær og gef þegar ég er búin með þær. Nema þegar um einhver einstök verk er að ræða, þá vil ég fyrir einhverja áráttu endilega eiga bækurnar uppi í skáp..... Hef samt hvort eð er aldrei tíma til að lesa þessar bækur aftur.... Blush

Staðir sem ég vildi vera stödd á núna:

Rúmið mitt .... ekki verra ef Mr. K. væri þar líka.....

Barcelona.... þar ætla ég einhverntímann að búa í einhverntíma.

Langar ótrúlega að fara í Amazon-ferð og ferðast um Suður-Ameríku

Annars líður mér ágætlega þar sem ég er akkúrat núna í lífinu.....

Ég ætla að klukka:

Jenný Önnu (þótt hún eflaust hafi verið klukkuð áður..... klukk aftur, leikurinn er ekki búinn).... (jenfo.blog.is)

Gunnu mína (Gonzo-World ....gunna23.spaces.live.com)

Jón Arnar (jarnar.blog.is)

Jónu Kolbrúnu (huxa.blog.is)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Skemmtileg upptalning....vona að þú sért búin að uppgötva rautt karrí!!!

Hólmdís Hjartardóttir, 16.9.2008 kl. 08:46

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það verður seinna dúllan mín.  Mikið seinna. 

En þú ert skemmtileg kona, það sé ég á öllu.

Var reyndar fyrir löngu búin að reikna það út.

Ég er ekkert eðlilega klár.

Smjútsí.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.9.2008 kl. 10:00

3 identicon

Úúúúúú, ég verð víst að taka þessu, er að vísu búin að birta svona svipaðan lista áður á blogginu mínu, en það verður bara að hafa það

Gaman að lesa þetta, þó maður þykist þekkja þig vel, þá kemst maður alltaf að einhverju nýju. Hló mikið af greininni í mogganum til að mótmæla Óla. spurning hvort þar hafi uppeldið haft eitthvað að segja

Knús, frá Gunnsu mús.

Gunna (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 12:59

4 Smámynd: Sigrún Óskars

skemmtilegt klukk

Sigrún Óskars, 16.9.2008 kl. 21:54

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Fróðlegt og skemmtilegt, takk fyrir

Sigrún Jónsdóttir, 16.9.2008 kl. 23:54

6 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Hólmdís: ójú, rautt karrý, karry madras, austurindverskt karrý og you name it, ég hef notað það

Jenný mín: ég veit að þú ert að standa í flutningum, gangi þér vel með allt það stúss. Og já, það er rétt hjá þér, ég er ótrúlega skemmtileg kona.....

Gunna: Ég vissi að þú tækir svona áskorun, hef oft fengið mail frá þér þar sem maður á að telja upp eitthvað svipað, svo ég vissi að þér fyndist gaman að svona.

Og Sigrún og Sigrún: takk takk

Lilja G. Bolladóttir, 17.9.2008 kl. 18:25

7 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Þú hefur alltaf frá svo miklu að segja!
Þetta er svona klukk ólíkt öðrum klukkum, aðeins skemmtilegra að lesa þitt..

En hafðu það gott frænka!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 17.9.2008 kl. 18:28

8 Smámynd: Helga Linnet

Helga Linnet, 18.9.2008 kl. 20:00

9 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Takk Róslínar krúsin mín

Og hæ, Helga..... long time no see.....

Lilja G. Bolladóttir, 19.9.2008 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband