15.8.2008 | 01:31
Óendanlegur farsi í ráðhúsinu....
Ég verð að viðurkenna að ég nenni ekki einu sinni að lesa eða hlusta á þessa frétt hér, finnst alveg nóg að hafa heyrt óminn af þessu í sjónvarpsfréttunum. Það er bara þannig, að það er ekkert sem er fréttnæmt eða kemur á óvart lengur í þessum gjörsamlega óstarfhæfa borgarstjórnarflokki..... það er eiginlega meira fréttnæmt ef þau eru ekki að klúðra einhverju, og mér fyndist það virkilega áhugaverð frétt ef þetta fólk færi nú að vinna að málefnum borgarinnar í stað þess að sparka í rassgatið á hvort öðru. Hvað erum við að borga mörgum fyrrverandi borgarstjórum biðlaun í dag???
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki lengur mitt atkvæði né traust í Reykjavík og það er langt síðan hann glataði því.
![]() |
Hanna Birna borgarstjóri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vonandi líkur þessum farsa við næstu kosningar. Ég vil skipta öllum út í öllum flokkum............
Hólmdís Hjartardóttir, 15.8.2008 kl. 01:33
4 borgarstjórar á launum, Óli F, Dagur, Villi
Þetta er ekki í lagi.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.8.2008 kl. 01:34
ooh ég gleymdi Hönnu
í upptalningunni
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.8.2008 kl. 01:34
Sammála þér, Hólmdís, þetta fólk er ekki hæft til að stjórna höfuðborginni, og svo hefur það heldur engan tíma til þess. Gott hjá Gísla Marteini að flýja bara til Skotlands.....
Pælið í þessu, fjórir borgarstjórar á launum...... í alvöru, er það löglegt að fara svona með okkar almannafé??? Mér finnst þetta svo ófaglegt og siðlaust, í hvert skipti sem einhver úr flokknum fer í fýlu, þá er bara rokið til og myndaður nýr meirihluti!! Vinnustaðurinn Ráðhúsið er eins og leikskóli..... jafnvel verri.
Lilja G. Bolladóttir, 15.8.2008 kl. 01:43
Það er orðið svo "sýkt" andrúmsloftið í Ráðhúsinu að það verður að hreins ALLT út......fyrr kemst engin ró á.
Hólmdís Hjartardóttir, 15.8.2008 kl. 01:47
innlitskvitt og benda svo á þetta
Sævar Einarsson, 15.8.2008 kl. 02:34
Sammála þér Lilja, þetta er löngu hætt að vera fyndið og í gær sagði Hanna Birna að þetta væri gert fyrir borgarbúa. Sko allt fyrir okkur pöbulinn. Ég æli.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.8.2008 kl. 08:24
Nei það er sko miklu heilbrigðara andrúmsloft og betri hegðun í leikskólunum !! Ég skammast mín fyrir borgarstjórnina alla og spyr hvað má traðka á okkur borgarbúum lengi á skítugum skónum áður en við getum gert eitthvað. Ég vil kosningar NÚNA. og segi eins og ein góð "HVAÐ Á ÞETTA AÐ ÞÝÐA?"
Ásta (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 20:48
Og svo sagði Vilhjálmur ex boggi, að það hefðu ekki verið mistök að fara í samstarf með Ólafi eff, en ef það voru ekki mistök af hverju í andskotanum voru þau þá að slíta samstarfinu??? Þau snúa út úr öllum spurningum og kjafta sig út úr öllu og skilja alls ekki, að við erum löngu hætt að hlusta. Í mínum eyrum er þetta allt bara bla bla bla, að minnsta kosti!!
Lilja G. Bolladóttir, 16.8.2008 kl. 00:25
p.s. Jenný.... ég er allavega glöð yfir því að þú sért ekki að kasta þér í vegg.....
Lilja G. Bolladóttir, 16.8.2008 kl. 01:12
Ó gad, vil bara taka undir hvað ég er komin með mikin viðbjóð á þessu máli. Hætt að nenna að fylgjast með fréttum síðustu daga, maður ælir bara.
4 borgarstjórar á launum, Gísli Marteinn stingur svo af (skiljanlega) á launum til Edinborgar. Er ekkert smá fegin að búa ekki í Reykjavík, myndi ekki þora að bera ábyrgð á viðbrögðum mínum ef Capacent myndi hringja í mig eitt kvöldið og spyrja mig um hvað ég kýs í borginni!!!! Ég myndi algjörlega hakka greyið símalinginn í mig:o)))
Gunna (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.