Svona vítt og breitt um allt og ekkert......

Ojá, ójá, massa bloggleti..... hef bara haft öðrum hnöppum að hneppa..... eins og:

Ég fór í útilegu með syni, systur og systursonum........ við tjölduðum tjaldvagninum á Laugum í Sælingsdal, í Dölunum, sem reyndist vera alveg yndislegur leyndarstaður.... alls ekki margir á tjaldstæðinu, fjall í baksýn og reyndar allan hringinn í kring, lækur sem rann í gegnum mitt tjaldstæðið og hitnaði upp í líkamsgráður þegar á leið...., mikill gróður og einstaklega fallegt umhverfi..... eini mínusinn var að Ríkið í Búðardal var bara opið milli kl. 17 og 18 virka daga...... en við fórum bara í fjöruferð með strákana á meðan við systur biðum eftir að Ríkið opnaði aftur á mánudeginum.....Tounge

.....fjöruferð sem leiddi til þess að það sprakk á stóra Ford jeppanum okkar, og við systur þurftum að taka á honum stóra okkar..... með fjóra fjöruga drengi í bílnum, staddar úti í rassgati og með gat í dekkinu..... eeeeennnn við systur redduðum því eins og öllu öðru þessa daga, fundum út úr því HVORT það væri varadekk og líka HVAR það væri staðsett, og svo HVERNIG við ættum að koma því þaðan sem það var og þangað sem það átti að vera..... osfrv. osfrv....... styðst frá að segja, þá gekk þetta allt vel...... nema, við misstum af Ríkinu í Búðardal....Crying

En, við náðum heitasta degi ársins,  og örugglega á heitasta stað landsins, í okkar útilegu..... nebbla í Laugum í Sælingsdal var 28 stiga hiti og allir voru næstum því allsberir á tjaldstæðinu..... þónokkuð af flottum rössum að glápa á..... kannski ekki eins og í Laugardalslaug, en samt.....Cool

Svo fór sonurinn til Eyja með systur minni og fjölskyldu hennar..... fjölskylda mannsins hennar er úr Eyjum svo sonurinn fékk að upplifa Þjóðhátíð meðal heimamanna, hann fékk að vera í Dalnum til kl. 01 eftir miðnætti, og svo fékk hann heiðurinn af því að vera aðalbarnapía systur minnar og stóð hann sig að sögn vel..... enda sver hann sig í móðurætt sína.....Wink

Einhverntímann um þetta leytið fór ég 18 holur á Kiðjabergsvellinum, og gerði það bara býsna vel..... svona miðað við mig..... Ég sem er algjör golf-hálfviti, fékk það hrós frá Mr. K. að nú væri ég loksins hæf.... og fær.... til þess að spila við "almennilega" golfara.... eins og hann..... ég var allavega ekki allan tímann að eltast við kúlurnar mínar hingað og þangað... þær voru alltaf inni á brautinni og teighöggin mín heppnuðust öll ágætlega... miðað við mig sko.... þetta var ógeðslega skemmtilegt... og á eftir fengum við okkur hvítvín og bjór í golfskálanum með "öðrum golfsnillingum".....Smile

Á þessum tíma náði ég líka að fá brjóskloskast..... brjósklos sem hefur hrjáð mig í lengri tíma, en þurfti endilega að fá "gennembrud" á þessum tíma...... en það mál er undir control now..... ætli ég fari ekki í aðgerð fljótlega núna eftir margra ára sterasprautur í rassinn, sem by the way, eru langt frá því að vera þægilegar.....GetLost

Annars hef ég eytt tíma mínum í sumarbústað Mr. K., þar sem ég hef fengið útrás á margan hátt, þar á meðal fyrir áráttuhegðun mína, þar sem ég hef endurraðað eldhúsi hans eftir mínu höfði, spáð í skáparöðun, kysst og knúsað flottan karlmann og svo raðað handklæðum eftir litum og öðru eftir stafrófsröð....Wink

Og svo náttúrlega er ég byrjuð að vinna líka eftir sumarfrí, og það er bara tough, en líka gaman, maður þarf bara að venjast því. Frábært fólk sem ég vinn með, alltaf nóg að gera, en maður er bara aldrei alveg tilbúinn til að hætta í sumarfríi..... en ég er að æfa mig.....Blush

Skrifa betur næst og vonandi um meira mikilvægari hluti..... er í "afeitrun" og "aðlögun" eftir sumarfrí núna.......

Kíki á ykkur næst...... verð að fara að sofa núna.... Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég sé að þú hefur haft það skemmtilegt og skipulagt fríið þitt vel.    það er alltaf jafn gaman að lesa bloggfærslurnar þínar.  Góða nótt, ég er farin að sofa.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.8.2008 kl. 02:53

2 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Æi, Jóna mín, ég er sko búin að sakna þín  Já, ég er búin að hafa það gott og vona að þú sért líka búin að hafa það þannig, í Finnlandi og heima........

Kíki á bloggið þitt á morgun, hef ekki orku núna, en hlakka til að lesa.

 Knús,

Lilja G. Bolladóttir, 8.8.2008 kl. 03:08

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.8.2008 kl. 07:34

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

gaman hjá þér......skemmtileg lesning

Hólmdís Hjartardóttir, 8.8.2008 kl. 11:42

5 Smámynd: Sigrún Óskars

skemmtilegt sumarfrí hjá þér.

Sigrún Óskars, 9.8.2008 kl. 10:15

6 Smámynd: Guðrún Þorleifs

"Rólegheit" 

Guðrún Þorleifs, 11.8.2008 kl. 10:00

7 identicon

Hæhæ elsku Liljan mín.

Gott að heyra að þú hafðir það svona gaman í sumarfríinu. Hugsa til þín á hverjum degi, nú er löngu komin tími á hitting. Ég er alveg laus, fyrir utan laugardaginn 30.ágúst, og ef eitthvað kæmi upp á, þá hefur þú að sjálfsögðu forgang;o)

Knús frá Gunnu þinni.

Gunna (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 10:16

8 Smámynd: Helga Björg

Það er BARA gaman að lesa bloggin þín :):) Kveðja Frá Austría Helga B

Helga Björg, 13.8.2008 kl. 19:04

9 identicon

Flott dagsetning á þessu bloggi hjá þér:)  Brúðkaupsdagurinn okkar hjóna! já já eftir 10 ára samveru upp á dag erum við loks komin í HAPPhelduna:) eins og við viljum kalla það. nú er ég fastagestur á blogginu þínu þú ert svo skemmtilegur penni:D Velkomin til real life skil þetta að það sé erfitt að koma til baka úr sumarfríi það þýðir nú bara það að þú hefur átt ágætis sumarfrí:) sem er gott!

kv.Ásta

Ásta (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband