8.6.2008 | 18:04
Og viljum við ganga í ESB?
Áminning til þeirra sem eru fylgjandi Evrópusambandinu. Ísland mun engu ráða þar, mun hafa lítil áhrif, eins og aðrar örþjóðir í ESB, við munum þurfa að gefa upp okkar sérstöðu og aðlaga okkur að þörfum og áherslum annarra og stærri þjóða. Danir eru ekki ánægðir með sína aðild að sambandinu og kannanir í Danmörku í dag og síðustu ár sýna, að flestir Danir vilja ganga úr Evrópusambandinu aftur.
Við þurfum að íhuga það vel, eftir hverju við erum að sækjast í rauninni, ef við viljum inngöngu í Evrópusambandið. Við erum alls ekkert illa stödd án þess.
Danir segja að ESB hafi keyrt yfir þá í hvalamáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyr! Heyr!
Hjörtur J. Guðmundsson, 8.6.2008 kl. 18:42
Sammála.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 18:58
Svona mál eru mjög mörg og yfirleitt reynt að þagga þau í hel hérlendis - tekst það allt misvel. Þetta rataði sennilega til okkar af því að það er verið að ræða hvalveiðar. Það er svo margt alveg gjörsamlega fáránlegt í skrifræði Evrópusambandsins t.d. þetta sem þessi breski þingmaður bendir á og styður með góðum rökum og dæmum:
http://heimssyn.blog.is/blog/heimssyn/entry/546757/
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 19:17
Ég er líka sammála þér, við hefðum engin áhrif.
Sigrún Óskars, 8.6.2008 kl. 21:08
Vonandi verður ESB ekki að veruleika, ef til þjóðaratkvæðagreiðslu kemur...... sem líklega gerist ekki meðan Geir H. Haarde situr í forsætisráðherrastólnum, sem honum er farið að líða vel í.
Guðmundur, takk fyrir ábendinguna. Þetta er áhugaverð lesning!!
Lilja G. Bolladóttir, 8.6.2008 kl. 21:45
Algjörlega sammála þér Lilja. Við skulum áfram vera húsbóndar á okkar heimili.
Halla Rut , 8.6.2008 kl. 23:12
Hæ Halla, við erum sammála í þessu eins og mörgu..... nema ég vil vera "bændur" en ekki "bóndar"
Ég er bara íslenskufrík, en skal fúslega viðurkenna að ég hef einhverntímann í hita leiksins, gert nákvæmlega sömu málfræðivillu..... og var þá skömmuð villt af móður minni..... líklega þess vegna sem ég er alltaf að leiðrétta aðra......
Lilja G. Bolladóttir, 8.6.2008 kl. 23:42
Algjörlega sammála, látum ekki plata okkur.
Sturla Snorrason, 8.6.2008 kl. 23:43
Ég er á móti inngöngu í ESB, ég held að það sé spillt veldi sem heldur þjóðum í helgreipum.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.6.2008 kl. 02:52
Ef þú ert tilbúin að búa við mestu sveiflur í gjaldmiðli, hæstu verðbætur og verðtryggð lán sem um getur (fyrir utan Zimbabve), þá skaltu vera á móti ESB. Viljirðu hinsvegar eiga von á jafnara efnahagsumhverfi þar sem fólk getur gert áætlanir fram í tímann, þá er aðild að ESB trúlega raunhæfasti kosturinn.
Þetta með að ráða okkur sjálf - er það að láta arfavitlausa alþingismenn og ráðherra taka ákvarðanir? Sem gagnast hverjum - almenningi eða sérhagsmunum, t.d. LÍU mafíunni? Ef þú heldur að tæplega 30 evrópskar þjóðir sem eru ESB aðilar (þar á meðal Danmörk, Svíþjóð og Finnland) "stjórnist af spillingu" þá veit ég ekki hvar ætti að segja um önnur ríki heimsins, þ.m.t. Ísland. Hér ríkir mikil spilling á mörgum sviðum.
Babbitt (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 11:34
Ég vil skoða aðild....og fæ ekki séð að útlend spilling sé neitt verri en sú sem viðgengst hér.
Hólmdís Hjartardóttir, 10.6.2008 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.