Lengi getur vont versnað....

Stjórn Bandaríkjanna ætlar greinilega að gera sitt til þess að vinna aftur vinsældir sínar, eða þannig. Ferðamönnum í USA hefur fækkað umtalsvert síðustu árin, en ekki ætla þeir að gera það auðveldara fyrir þá einstaklinga sem þó nenna að standa í þessu veseni til að sækja land og þjóð heim. 

Lengi getur vont versnað - hversu langt ætla stjórnvöld í USA að ganga í paranoiu??

Ekki nenni ég til Bandaríkjanna, segi eins og einhver annar nefndi, það er nóg af áhugaverðum og spennandi stöðum í öllum öðrum álfum heimsins, svo ekki verður maður af ferðalögunum þótt maður sniðgangi Bandaríkin!


mbl.is Hertar reglur um ferðir til Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef ferðast á hverju ári í fjöldamörg ár, og ég á heimboð til Baltimore þar sem, frænka mín býr.  En ég hef ekki áhuga á því til að ferðast til Ameríku  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.6.2008 kl. 02:08

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

nei þeir fæla fólk frá með þessu

Hólmdís Hjartardóttir, 4.6.2008 kl. 02:08

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það þyrfti eiginlega að leggja USA goverment inn á geðdeild í meðferð við ofsóknarbrjálæðinu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.6.2008 kl. 11:54

4 Smámynd: Sigrún Óskars

Fór til USA í apríl s.l og þvílíkt vesen. En það hefur svo margt breyst eftir 11. sept. allstaðar, það er t.d. alltaf leitað á manni í Frankfurt en þangað fer ég einu sinni á ári fyrir jólin. Kaninn slær þessu öllu við - þarf númer af vegabréfinu áður en maður leggur af stað og ég veit ekki hvað og hvað. sammála - leggja USA goverment inná geðdeild.

Sigrún Óskars, 4.6.2008 kl. 22:26

5 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Já, en common maður, ég hef ferðast víða og alls staðar eru auknar varúðarráðstafanir eftir 7/11, jafnvel vopnaðar lögreglur á sumum flugvöllum, en þetta er svo algjörlega út í hött. Í alvöru, hver nennir að sækja þessa þjóð heim lengur, þjóð sem vænir þig um glæpi, HIV (eins og það finnist ekki í USA nú þegar)....., ofbeldi, eiturlyfjanotkun, hryðjuverk og hvað eina. Þjóð sem er svona rosalega tortryggin í garð ferðamanna sinna, á ekki skilið að fá neina ferðamenn.

Og ég á systur í LA, USA, sem ég hef ekki heimsótt ennþá.... er enn að gera það upp við mig hvort ég eigi að sleppa hluta af fordómunum sem ég hef gagnvart USA.... 

Lilja G. Bolladóttir, 5.6.2008 kl. 01:48

6 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

.......þetta átti auðvitað að vera "eftir 9/11".....  .....veit ekki hvað ég var að hugsa.... 

Lilja G. Bolladóttir, 5.6.2008 kl. 02:11

7 Smámynd: Helga Linnet

Ég fór til Florida í fyrra og nóg var vesenið þá

ekki viss um að ég nenni að fara þangað aftur ef það þarf að standa í einhverju veseni.

Þegar ég fór til Kína og Hong Kong þurfti að fá vegabréfsáritun með amk 3 daga fyrirvara. Veit að þetta er í fleiri svona löndum....en kommon....ekki USA af öllum!!

Helga Linnet, 5.6.2008 kl. 09:55

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Greyið dóttir mín þarf að ferðast þarna oft og hefur verið tekin í gegn þannig að hún ætlar að tala við ameríska sendiráðið áður en hún fer næst, ef það dugar eitthvað.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.6.2008 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband