Nostalgía í Nettó.....

Ég er bókaormur og hef alltaf verið. Í gamla daga beið ég hálfa vikuna eftir að bókabíllinn kæmi í "Kjöt og Fisk" á föstudögum og þá fór ég og fékk lánaðar 10 bækur, sem var hámark, og var iðulega búin með þær allar á þriðjudegi. Og þá hófst biðin aftur.

Þegar ég varð eldri, var það nánast helgiathöfn fyrir mig að taka strætó niður í bæ og fara á gamla góða Borgarbókasafnið. Þá tók ég strætó númer 14 niður að Lækartorgi, labbaði svo með hátíðarsvip upp tröppurnar við Menntaskólann í Reykjavík, og þóttist vera að æfa mig fyrir komandi ár..... (því fór nú samt sem fór, og ég eyddi menntaskólaárunum í Verzló, en ekki MR, en þetta var ágætis æfing samt....). Með enn meiri hátíðarsvip gekk ég upp tröppurnar að Borgarbókasafninu, sem mér fannst sérlega tígurlegar, og mér fannst alltaf sérstakur andi og lykt inni á safninu og ég naut þess að eyða heilu eftirmiðdögunum þarna inni. Ég gat svo ekki beðið eftir því að komast heim aftur og byrja að lesa.

Í dag les ég ekki eins mikið og ég vildi gera. Ég tek svolítið svona lestrartarnir og les margar bækur á stuttum tíma og svo les ég kannski ekki eina bók í 10 mánuði. En þetta stoppar mig alls ekki í því að kaupa bækur, því það að hlakka til að lesa góða bók, er næstum eins góð tilfinning og í raun og veru að lesa hana. Þess vegna er ég alltaf með bókastafla á náttborðinu mínu, af bókum sem ég ætla að lesa næst. Og þegar ég finn á mér, að bráðum fari að róast í kringum mig, og ég geti brátt gripið bók í hönd, þá fer ég að safna í næsta stafla.... því maður verður að hafa eitthvað til að hlakka til!!

Nú á ég fyrir höndum sumarfrí, fyrri lotu bara eftir nokkra daga og seinni lotu aðeins nokkrum vikum seinna. Og þá sé ég fyrir mér nokkur kvöldin, bæði á hótelum erlendis og í rúminu heima á björtum sumarnóttum, mig með góða bók í hönd. Þess vegna geng ég með augun sérstaklega vel opin fyrir bókum þessa dagana, bæði í stórmörkuðum og svo kíki ég reglulega í Eymundsson.

Í dag rakst ég svo á bók, sem hrakti mig og mínar hugsanir nær 20 ár aftur í tímann. Þessi bók heitir Dagbók góðrar grannkonu, eftir Doris Lessing. Þannig er, að fyrir nær 20 árum átti ég góðan vin og svona, what shall we call it, ..... helgarbólfélaga. Við eyddum öllum helgum saman, mömmu minni til mikillar gremju, þar sem hann var svolítið eldri en ég og svo skildi hún ekki þetta "helgarstand" á stelpunni. Einn sunnudagsmorguninn, eins og svo oft áður, vaknaði ég heima hjá þessum dreng og stuttu seinna þurfti hann að fara út til þess að sækja vin sinn eitthvert.... líklega koma honum heim úr einhverjum ógöngum... Cool Hann sagðist koma fljótlega aftur svo ég hélt bara áfram að kúra. Líklega lenti hann í skemmtilegra "geimi" en mér, litlu Liljunni, en Liljan hélt áfram að bíða og kúra, og kúra og bíða. Þar til henni fór að leiðast pínulítið. Ég var samt of hrædd og feimin við mömmu hans til að þora að fara fram og fá að hringja, mind you of that fact, að í þá daga voru engir gsm-símar.... Shocking ....svo ég var eiginlega stuck þarna. Þá rak ég augun í þessa bók á náttborði hans, sem var einmitt Dagbók góðrar grannkonu, greip hana og byrjaði að lesa.

Ég komst ansi langt inn í bókina áður en minn góði vinur sneri aftur, en á þeim tímapunkti var mér alveg sama. Ég var algjörlega dottin inn í þessa bók, og mér fannst hún virkilega góð. Aldrei náði ég að klára bókina góðu og ekki man ég í dag um hvað hún fjallaði, ég gæti ekki einu sinni gefið grófa innihaldslýsingu á henni núna. En ég man að mér þótti hún góð. Kannski var það unglingsandinn sem sveif yfir vötnum þennan tíma, kannski var það hálfþynnkan, óvissan og óþreyjan í biðinni, kannski var það andinn sem sveif yfir sambandi mín við þennan unga mann, kannski óþroski minn....

En allavega, þegar ég sá þessa bók í dag, þá greip ég hana án þess að hugsa mig um og án þess að lesa aftan á hana. Einhver nostalgíu-hugsun flaug í gegnum höfuðið á mér, allt í einu var ég aftur 18 ára, aftur á Tunglinu eða á Gauknum að svipast um eftir þessum góða vini mínum, (mind you again of the lack of mobils....), Sined O'Connor, Cure, Pixies og U-2 fílingur komu upp í hugann, ég var stödd á Verzló-böllum, í hagfræðiprófum, að læðast heim um helgar allt of seint, nýkomin með bílpróf...... nostalgía um litla stelpu sem var í hringiðu þess að finna sjálfa sig. Og mér þykir nú "soldið" vænt um þessa litlu stelpu sem vaknaði í endurminningunni og líka um þær minningar og tilfinningar sem örsnöggt flugu í gegnum huga minn þegar ég leit á titilinn á bókinni.

Þess vegna keypti ég hana. Hvort hún er góð, á eftir að koma í ljós. En kaupin færðu mér allavega smá gleði í hjarta. Gleði og ánægjubros yfir gömlum minningum og gleði yfir því að vera ekki lengur 18 ára. Thank God. And thank God for the mobils, too..... Tounge

......þess má til gamans geta, að Twin Peaks, bæði þættirnir og tónlistin úr þáttunum færa mér nákvæmlega þessarri sömu tilfinningu, og sýnin af bók Doris Lessing gerði í dag. Þetta er einhver svona sérstök "18-ára-tilfinning" og í hugarskoti mínu get ég meira að segja fundið lyktina af því shampoo sem ég notaði þá......  Skrýtinn þessi hugur manns....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég var líka svona lestrarhestur, ég var svo heppin að búa í nágrenni Borgarbókasafnsins.  Ég var tvær mínútur að ganga þangað.  Á unglingsárunum las ég oft þrjár bækur á dag, þá átti ég líka heima í næsta nágrenni við bókasafn og var ég tíður gestur þar, þá var líka 10 bækur í einu reglan í gildi

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.6.2008 kl. 00:57

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

einhvern tímann las ég þessa bók   en man ekkert nema titilinn. Les orðið varla nema í fríum

Hólmdís Hjartardóttir, 3.6.2008 kl. 00:58

3 identicon

Var, er og verð lestrarhestur. Jafnvel hestar. Nánast stóð.

Þú hefur ekki slæman tónlistarsmekk.

En Twin Peaks - nei þakka þér fyrir

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 01:22

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Las einhvern tíma Dagbók góðrar grannkonu, ...og svo auðvitað óteljandi bækur. Hefði kannski einhvern tímann átt að byrja að skrá þetta niður, byrja kannski bara í dag. Er með Rimla hugans í gangi .. og að vísu hálfnuð með ,,The Witch from Portebello" en stoppaði í henni..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.6.2008 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband