Ögmundur beggja megin borðsins, og þiggur tvöföld laun fyrir það.....

Í dag ákváðu hjúkrunarfræðingar að hafna tilboði ríkissáttarsemjara og grípa til aðgerða. Hverjar svo sem aðgerðirnar verða, þá munu þær hafa áhrif á starfsemi spítalans fyrst og fremst, líðan og afdrif sjúklinga og almennings svo, en síðast á þeim sem aðgerðirnar ættu að bitna á, þ.e. þessum heimsku stjórnvöldum, sem ákvarða laun okkar.

Stjórnvöld vilja nefninlega að við samþykkjum sama samning og BSRB samþykkti um daginn. Samning, sem okkur finnst fyrir neðan allar hellur. Samning sem gerir lítið úr okkar menntun og eiginlega segir að menntunin sé óþörf og asnaleg. En til hamingju, félagar BSRB, ef þið eruð sátt við ykkar samning. Mér finnst hann ömurlegur og hann verður ekkert betri þótt birtar séu myndir af samningsaðilum skælbrosandi. Þessi samningur sökkar feitt!!

En yfir í aðalefnið, sem bloggið átti upphaflega að snúast um. Sem er sá skrýtni hlutur, eitthvað sem aldrei myndi koma fyrir annars staðar en í okkar litla samfélagi, sem sagt.... hvernig það geti staðist að einn og sami maðurinn standi fyrir formennsku BSRB, starfi sem krefst fullrar vinnu, og á sama tíma verið starfandi þingmaður á okkar launum, í starfi sem líka á að teljast 100% vinna.

Hvernig má það vera, að Ögmundur starfi sem formaður BSRB, félagi sem er einna stærst innan kjara- og verkalýðsfélaga landsins, félags sem er að semja við ríkið og þá í leiðinni að semja við hina stöðuna sem Ögmundur gegnir, sem sagt þingmanni. Hann sem sagt er með í því, að setja lög yfir því félagi sem hann gegnir formennsku í. Hann semur með og á móti, í hvorum stólnum sem hann situr. ....kannski þess vegna sem BSRB gerði svona ömurlegan samning núna.... (ég held að félagsmenn haldi að þeir séu að grípa gullið og eigi eftir að fatta seinna hvað þessi samningur er lélegur).

Og hvernig má það vera, að sami maðurinn fái borguð tvisvar sinnum full laun til þess að sinna jobbi, sem hann augljóslega, og eðli málsins samkvæmt, getur bara sinnt af hálfum huga? Bæði jobbin krefjast fullrar atvinnu og alveg sama hversu öflugur maður Ögmundur er, þá getur þú ekki verið í tveimur 100% störfum. Það er bara þannig.

Hvernig geta félagsmenn BSRB sætt sig við formann, sem er í fullu starfi annars staðar? Hvernig hafa þeir geð til þess að borga honum formannslaun, þegar hann er í fullri vinnu sem þingmaður? Eða getur maður kannski bara ráðið sig sem þingmann í 40% eða 50% starf?? Og hvernig getum við, landsmenn, sætt okkur við að borga þingmanni full laun, sem er í öðru og örugglega mun meira krefjandi starfi heldur en að þjóna okkar hagsmunum á landsvísu?? HVAÐ ER EIGINLEGA AÐ Í ÞESSU ÞJÓÐFÉLAGI?? Er þessi ríkisstjórn algjörlega siðferðislega blind? Og við heimsk? Af hverju mótmælum við ekki að neinu leyti???

Já, það er sko eitthvað virkilega mikið að. Ég fengi allavega aldrei borgað fyrir fulla vinnu, þegar ég væri bara að sinna henni að hálfu leyti. Af hverju fær Ögmundur að halda þessu áfram?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Hæ Jón Arnar, ég ætla bara að leiðrétta, að hjúkrunarfræðingar eru ekki meðlimir af BSRB, sem er Bandalag starfsmanna ríkis og bæjar, heldur erum við meðlimir BHM, sem er Bandalag háskólamenntaðra. BSRB gerði samning við ríkið um daginn, og ríkið vill að hjúkrunarfræðingar samþykki sama samning án þess að blikka auga. Sem við erum ekki tilbúin til að gera, enda glataður samningur.

Takk fyrir innlitið samt, ég hafði sko gaman af því að fylgjast með fréttum þínum af Eurovision, þótt ég sé ekki jafn áhugasöm og þú.... en ég kíkti frekar á þína síðu til að fá fréttir, heldur en að lesa Moggann. Það eru nú góð meðmæli af minni hálfu, held ég nú.....

Bið að heilsa DK, það fer að styttast í árlega heimsókn mína þangað.

Lilja G. Bolladóttir, 30.5.2008 kl. 00:29

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég var að undrast það að hann Ögmundur væri ennþá formaður BSRB, í síðustu viku.  Þetta er algjört hneyksli.  Enginn ætti að vera beggja megin borðs, aldrei.  Tvennir hagsmunir sem skerast og hann, gerir eintómar vitleysur vegna þess. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.5.2008 kl. 00:59

3 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Gæti ekki verið meira sammála, Jóna mín!! Merkilegt að ekkert skuli heyrast um þetta í okkar þjóðfélagi, og enn merkilegra að þetta skuli bara látið viðgangast.

Jón Arnar; það er gott að Danmörk bíður eftir mér, ég sakna hennar líka stöðugt.  Er alltaf að gæla við þá hugsun að flytja aftur út, og hver veit, þegar unglingurinn stækkar og þroskast.....?

Lilja G. Bolladóttir, 30.5.2008 kl. 01:42

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ætla ekki að blanda mér í beggja borðsumræðuna er ekkert inn í því en það verður fínt hér í DK í sumar. Engin spurning.

Varðandi verkfall hjúkrunarfræðinga hér þá ætla þær ekkert að gefa eftir. verkfallsjóður þeirra er sterkur. Þær eru líka skuldbundnar til að borga, minnir mig 340 kr á mánuði í 3 ár eftir verkfall, beint í verkfallssjóðinn. Þetta er til viðbótar við félagsgjöldin. Eitt sem veldur kurr eru þær hjúkkur sem ekki eru í fagfélaginu og eru nú í fullri vinnu. Þegar verkfalli líkur munu þær fá launahækkunina á silfurfati auk þess að þurfa ekki að borga verkfallsgjaldið!
Á sennilega eftir að hafa áhrif á vinnustaðamóralinn  

Guðrún Þorleifs, 30.5.2008 kl. 06:16

5 identicon

Þetta er eitt af því sem þarf að fara að "skera upp" í íslensku samfélagi. Þ.e. hvernig fólk getur verið (sem það getur auðvitað ekkert verið) í mörgum störfum. Ögmundur er ekkert einsdæmi - langt í frá. Það er vægast sagt fáránlegt að sjá hvernig sama fólkið raðast í nefndir, stjórnir og stjórnunarstöður á hinum ólíkustu sviðum þjóðlífsins. Menn eru borgar- og bæjarfulltrúar og um leið þingmenn. Menn stýra risavöxnum fyrirtækjum en eru í stjórnum annara um leið og gegna jafnframt nefndarstörfum fyrir hið opinbera. Þetta er óþolandi - því auðvitað getur ekki nokkur maður skilað nema max 120% vinnu svo vel sé.

Hinu er svo mikilvægt að haldið sé til haga: Ögmundur Jónasson þyggur ekki laun hjá BSRB!

http://www.vg.is/folkid/thingflokkurinn/ogmundur/

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 09:10

6 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Takk fyrir að leiðrétta þann misskilning, Guðmundur. Mér hefði ekki dottið annað í hug en að maðurinn væri á launum hjá bandalaginu. Sjaldgæft að fólk sé í starfi án þess að þiggja laun fyrir.

Lilja G. Bolladóttir, 30.5.2008 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband