13.3.2008 | 21:27
Farið nú með skít og skömm og komið aldrei aftur, tíkurnar ykkar!!!
Auðvitað ætlar Anna Stefánsdóttir hjúkrunarforstjóri Landspítalans, bara að auglýsa eftir erlendum hjúkrunarfræðingum, verði staðan sú, að aðeins standi eftir um 20 hjúkrunarfræðingar á skurð-, svæfinga- og gjörgæslusviði LSH, eins og allt stefnir í núna.
Þetta er alltaf viðkvæðið hjá henni, mótmæli hjúkrunarfræðingar spítalans einhverju: "Fariði bara ef þið eruð óánægðar, ekki skulum við stjórnendur gera neitt til að koma til móts við ykkur eða gera eitthvað sem mætti draga úr óánægju ykkar. Farið þið bara, við fáum bara erlenda starfskrafta í staðinn!" Eftir allt sitt fórnfúsa starf á gólfum spítalans, endalausa yfirvinnu, manneklu sem býður "hinum" upp á að vinna á við tvo, endalausar símhringingar heim til fólks og truflanir, áreiti, óvilji til að gera vel við sitt fólk, sem þó heldur alltaf áfram að vinna sín störf vel og af samviskusemi, þá fær það ekki einu sinni vinalega kveðju þegar það hættir störfum á spítalanum, heldur bara blauta tusku í andlitið, fokkmerki og skilaboð um það, að það skipti spítalann hvort sem er engu máli hvort þú ert þarna í starfi eða ekki. Það má auðveldlega skipta þér út fyrir Pólverja.
Þetta er nú öll virðingin sem stjórnendur LSH bera fyrir starfsfólki sínu. Þá gildir einu þótt þarna sé um að ræða næstum því hundrað frábærlega hæfa hjúkrunarfræðinga, margir hverjir með áratuga reynslu á sínu sviði og enn fleiri með sérmenntun, diploma- og mastersnám í sínum fræðum. Þessa reynslu, þekkingu og hæfni telur Anna Stefánsdóttir ekki sem mannauð og skilur alls ekki að glatist þessi mannauður, glatar spítalinn miklu meira en þessum "stykkjum" af hjúkrunarfræðingum. Ég held reyndar að stjórnendur LSH viti ekkert hvað mannauður er eða yfirleitt hvað þetta orð þýðir. Þeir halda virkilega, að þeir geti flutt inn danska, sænska, pólska og filippínska hjúkrunarfræðinga og sett þá í stöður þessara hjúkrunarfræðinga, og allt muni halda áfram eins og áður. Mjög líklega mun brottfall af hæfu fólki í þessum stærðarflokki líka hafa áhrif á ánægju læknanna, sem starfa á sviðinu - og ætla stjórnendur spítalans líka bara að vinka þeim bless og jafnvel gefa þeim fokkmerkið á eftir, sem jafnan er attitudið þegar fólk yfirgefur spítalann?
Eða sjúklingarnir og aðstandendur þeirra? Gerir almenningur sér virkilega grein fyrir því hvað þessar uppsagnir þýða? Ég skal segja ykkur það. Ef þú þarft að fara í hjartaaðgerð, munt þú sem sagt ekki hafa hæft hjúkrunarfólk með reynslu til aðstoðar í aðgerðinni sjálfri. Það mun heldur ekki vera íslenskumælandi hjúkrunarfræðingur sem sér um lyfjagjafir þínar í svæfingunni, stjórnar öndunarvélinni á meðan þér er haldið lifandi með vél, skilur kannski ekki fyrirmæli svæfingarlæknisins nógu fljótt og/eða vel ef það þarf að bregðast hratt við í bráðum aðstæðum, sem vissulega geta komið upp á í aðgerðum. Á gjörgæsludeildinni, þar sem sjúklingar dvelja fyrst eftir hjartaaðgerðir, munt þú ekki hafa íslensku talandi hjúkrunarfræðing sem hjúkrar þér, veitir þér andlega og líkamlega umönnun, hefur þitt líf í sínum höndum, sér um að bregðast hratt og rétt við ef ástand þitt versnar eða þú allt í einu lendir nálægt því að vera við dauðans dyr (sem að sjálfsögðu gerist oft á dag á gjörgæsludeildunum!), og þessi hjúkrunarfræðingur mun heldur ekki geta gefið aðstandendum þínum fullnægjandi upplýsingar um þína stöðu og gang mála. Ofangreint dæmi miðast að sjálfsögðu við það, að frú Önnu TAKIST að manna allar þessar stöður með útlendingum, ef henni tekst það ekki, já, þá erum við virkilega í vondum málum. Því án þessarra hjúkrunarfræðinga verða ekki framkvæmdar margar aðgerðir og það verður ekkert starfsfólk til að taka á móti þér á gjörgæslunni. Hvort sem þú þarft á gjörgæsluvist að halda eftir aðgerð eða önnur alvarleg veikindi, þá verður hún einfaldlega ekki í boði. Og eins manneklupíndar og hinar almennu legudeildir eru, þá er ekki líklegt að þú sem MJÖG veikur einstaklingur, sem þyrftir á gjörgæsluvist að halda, fengir viðeigandi hjúkrun og umönnun á hinum almennu deildum þessa frábæra sjúkrahúss.
Ég verð nú bara að segja, að ég skil ekki af hverju Anna Stefánsdóttir er ennþá í starfi á spítlanum. Hún er illa liðin af meirihluta hjúkrunarfræðinga LSH og er dæmi um fræðing, sem snýst gegn sinni stétt og gerir henni allt sem hún getur til miska, um leið og hún var komin með stól undir sinn afturenda. Ég skil heldur ekkert í því, að fyrst konan er þarna í starfi, af hverju hún er þá titluð hjúkrunarforstjóri, því ekki virðist hún bera hag hjúkrunar sjúklinga á spítalanum fyrir brjósti og svo sannarlega ber hún ekki hag hjúkrunarfræðinganna fyrir brjósti. Ég get alls ekki í mínum villtustu fantasíum ímyndað mér, fyrir hverra hagsmuni Anna Stefánsdóttir vinnur..... getið þið??
Athugasemdir
Ástandið á þessum spítala er bara skelfilegt. Ég get ekkert tjáð mig um Önnu, er hún ekki bara gólftuska að hlýða fyrirmælum. Það verður treyst á að þessi fjöldi hjúkrunarfræðinga geti ekki fengið vinnu annars staðar.......og komi til baka flestar. Ég er sannfærð um að almenningur áttar sig ekki á hversu ástandið er erfitt á þessari ÓAÐLAÐINDI stofnun. Ég get ekki hugsað mér að vinna þarna. Er í 20% á barnadeild. Síðast þegar ég skoðaði Hjukrun.is (í dag var ekki orð um þetta skurðstofumál) Ég heyri fólk tala um að við getum fengið góð laun því svo auðvelt sé að fá yfirvinnu...En það er kannske ekkert auðvelt að vinna mikla yfirvinnu undir því álagi sem er. En grunnlaun eiga nú að duga fyrir framfærslu..... en ekki á að þurfa vinna endalaust til að geta lifað. Ég get sleppt mér Lilja þegar farið er að tala um laun og álag....
Hólmdís Hjartardóttir, 13.3.2008 kl. 23:34
þessi Anna Stefánsdóttir vinnur við að vinna sig í álit hjá einhverjum sér æðri sjálfsagt! Fullt af stjórnendum sem eru óhæfir og vinna GEGN sínu eigin starfsfólki með eigin hagsmuni í huga, hverjar svo sem hennar eru...
Óskar Arnórsson, 14.3.2008 kl. 01:38
Það eru ekki fallegar horfurnar í hjúkrunarmálunum, ég þakka fyrir það að vera heilsuhraust og þurfa ekki að leggjast inn á spítala. Baráttukveðjur Jóna Kolla
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.3.2008 kl. 01:51
Ekki held ég að ástandið lagist eftir síðustu fréttir af LSH Tel að þarna hafi hæfur maður verið látin víkja. Hvaða öfl eru í gangi þarna?
Guðrún Þorleifs, 14.3.2008 kl. 17:22
Ég er einmitt ein af þessum skurðstofu hjúkrunarfræðingum. Ástandið á LSH er vægast sagt skelfilegt, yfirmenn hjúkrunar eru komnir allt of langt frá okkur og hafa engan skilning út á hvað hjúkrun snýst eða hvernig ástandið er í alvörunni. Þeim er sama um starfsfólkið, það er einskis virði - samt er heilt batterí kennt við mannauðsmál og meira að segja hjúkrunarframkvæmdarstjóri mannauðsmála. En nú stöndum við saman það verður ekki gengið yfir okkur á skítugum skónum eina ferðina enn.
Sigrún Óskars, 14.3.2008 kl. 23:39
Heyr heyr, Sigrún!!! Ég stend með ykkur af hjarta og sál!!!!
Lilja G. Bolladóttir, 19.3.2008 kl. 03:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.