Herbalife - my ass!

Ég vona að ég sé nú ekki að reita fjölda fólks til reiði, en þetta Herbalife er nú meiri helvítis sölubrellan. Ekki það að ég hafi nokkurn tímann látið glepjast, en ég þekki fjöldann allan af konum, sem eru obsessed af þessu, og flestar þeirra eru svo fanatískar á allt sem heitir venjulegar matarvenjur eða súkkulaðiát...... Uhuhu, mig bara hryllir við þessu rugli.

Ég skal alls ekki segja að þessar vörur séu ekki góðar, eða einhverjar þeirra að minnsta kosti. En að það sé hægt að heilaþvo heilu raðirnar af konum með þessu bulli, finnst mér fulllangt gengið.

Sumar konur sitja voðalega spekingslegar á svip með Herbalife brúsann sinn og hrista morgunmatinn sinn saman á vinnustöðum, á meðan aðrar úða í sig ristuðu brauði með marmelaði og osti. Svo hrista þær hausinn yfir kynsystrum sínum, að láta þetta ógeð (sem sagt brauðið) inn fyrir sínar varir.

Ef einhver segist langa í súkkulaði akkúrat núna, þá er Herbalife kellingin ekki langt undan, að bjóða nýjasta stykkið í framleiðslulínunni með súkkulaðibragði eða döðlum og einhverju drasli í, sem á augljóslega að vera mikið betra fyrir okkur heldur en venjulegt KitKat eða Mars.

Aumingja feitu konurnar, sem reynt hafa flest til að grennast, láta svo í örvæntingu glepjast af þessu Herbalife-kjaftæði og bætast í hóp þeirra sem sitja og hrista brúsana sína með vandlætingarsvip á vinnustöðunum - svo grennast þær um 12 kg og leggjast á hnén til að þakka Herbalife fyrir árangurinn og hætta á hristi-kúrnum sínum og byrja að éta aftur..... og bæta svo á sig 18 kg í kjölfarið. Aha, mjög góður kúr sem sagt, ef þú ætlar að lifa á þessu hristigutli það sem eftir er..... how fun is that??

Og svo síðast en ekki síst, ef þú vinnur með svona Herbalife konu, og ert að tala um þitt líf að einhverju leyti, annaðhvort að maður sé þreyttur, eða með þurra húð, hafi ekki fengið fullnægingu í gær, sé illt í tábeininu eða með túrverki --- you name it, hún á svar við því, annaðhvort krem eða pillu.

Jæja, svona eru þær nú, a.m.k. sumar af þessum Herbalife-kellingum. Látum það nú kannski vera. En ég lenti í því fyrir nokkrum árum síðan, að hitta ágætismann á bar einum í bænum, sem ég spjallaði heillengi við og ákvað svo að kíkja með "í kaffi" heim til hans á eftir. Það er skemmst frá því að segja, að við gengum inn í forstofuna heima hjá honum og svo inn fyrir hana. Og þar blasti við þessi fallegi tekk-skápur sem ég fór að dást að. Svo rak ég augun í innihald skápsins og sá að hann var fullur af Herbalife vörum. Ég sneri mér við og spurði hann hvort hann væri giftur eða byggi með systur sinni eða eitthvað því um líkt. Hann bara: "Nei, nei, ég á þetta."  "Átt þú þetta???", hváði ég. "Já, ég er að selja Herbalife", sagði þessi ekki-svo-ágæti-maður í mínum augum lengur.

Það var gott að ég var ekki komin úr skónum og svo var heldur ekki langt í útidyrahurðina - verst ég missti af taxanum sem nýlega hafði látið mig út við þetta vitleysingabæli..... en það var allt í lagi, ég er ung og hraust, létt á mér og með heilbrigða hugsun, þrátt fyrir að vera ekki á Herbalife!! Djöfullinn sjálfur, og ég sem hélt að ég hefði séð það flest......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er búið að reyna að selja mér Herbalife í ótalmörg ár, en ég hef aldrei keypt mér svoleiðis.  Sem betur fer

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.2.2008 kl. 01:08

2 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Gott hjá þér!! Þetta er peningaplokk!

Lilja G. Bolladóttir, 20.2.2008 kl. 01:24

3 Smámynd: Helga Linnet

garg  þú ert bara fanatísk mín kæra

ég er svona út í reykingar....gjörsamlega hata reykingar

Hinsvegar skal ég fúslega viðurkenna það að ég fæ mér einstaka sinnum "boost", hræri saman í mixaranum mínum: safa (eða léttmjólk/sojamjólk), klaka, jarðaber (eða álíka) sting stundum banana með, slatta af skyri, jafnvel hörfræ og rúsínur og skelli svo próteini og herbalife dufti útí herlegheitin. Ég kalla þetta ekki KÚR...heldur finnst mér ágætt öðru hvoru að fá mér svona hristing.

Ég er LÖNGU hætt í MEGRUN...er bara alltaf að gæta að því hvað ég er að borða og hvað ég kaupi inn. Kúrar eru þess eðlis að maður gefst upp og bætir öllu á sig til baka og rúmlega það.

Ég hef ekkert á móti Herbalife....á meira að segja nokkrar dollur af þessu sulli...en ég er ekki heilaþvegin þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess

Sumt er ágætt í þessu....allavega ekkert verra en mörg önnur fæðubótaefni

Helga Linnet, 20.2.2008 kl. 14:30

4 Smámynd: Sigrún Óskars

Lilja, þú ættir að fara á Herbalife sölufundi, þetta er eins og samkoma hjá trúfélagi, bara Hallelúja, Herbalife, Hallelúja. Þekki einn sem villtist inná svona samkomu og bakkaði út aftur. Þetta gengur út á það að lofa þessum alltof feitu því að þeir grennist ef þeir fá sér bara Herbalife, borða ekki nammi og hreyfa sig. Svo fá þeir móralskan stuðning. Þetta kostar auðvitað helling - peningaplokk. Sammála hverju orði sem þú skrifar.  

Sigrún Óskars, 20.2.2008 kl. 20:49

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Mikið skelfilega er hægt að plata fólk

Hólmdís Hjartardóttir, 24.2.2008 kl. 04:21

6 Smámynd: Hagbarður

Góð!

Hagbarður, 2.3.2008 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband