Jólaskrautið loksins farið.....

Þá gerðist það loksins, jólaskrautið fékk að fjúka niður í geymslu og það tók nákvæmlega 35 mínútur (!!!) - ég skil vel að ég hafi séð ofsjónum yfir þessum framkvæmdum í einn og hálfan mánuð Sick Þetta er líklega eitt af því sem verður sífellt erfiðara að framkvæma eftir því sem tíminn líður, en hjúkk maður hvað ég er fegin að vera laus við þetta helv..... jólatré, eins mikið og það gladdi augað þegar það átti við! Unglingurinn byrjaði reyndar, var greinilega búinn að fá sig fullsaddann af framtaksleysi móðurinnar því það er ekki oft sem hann tekur til hendinni óumbeðinn. En þegar ég kom heim úr búðinni, var hann sem sagt búinn að tína allar jólakúlur og seríur af trénu OG brjóta tréð saman í þann kassa sem það dvelur í meirihluta ársins. Gott framtak þetta hjá honum, svo ég átti eiginlega einskis kostar völ nema að halda áfram með verkið..... Blush þótt ég væri ekki alveg búin að plana þessar framkvæmdir akkúrat í kvöld, sko.

Nefspreyið er greinilega að virka, því í staðinn fyrir að vera með þrýsting alls staðar í andlitinu, þá heyri ég alls konar undarleg hljóð inni í hausnum þegar stíflur losna og þrýstingur gefur undan, einhvern veginn svona: "ggggrrruuggg", og mann kitlar inni í hausnum í leiðinni. Nú er bara að passa sig að snýta öllu út og alls ekki sjúga upp í nefið!! Ég held að ég þurfi engin sýklalyf í þetta skiptið!! Þetta er allt að koma og ég mæti í vinnu á morgun frísk og laus við andlitsþrýsting.

Unglingurinn óskaði sér bara fisk í raspi í kvöldmatinn - það var í alvöru hans ósk!! Ég elda nú alveg stundum máltíðir a-la-Ragnar, en ekki eins oft og hann kannski, og svo er ég heldur ekkert alltaf að monta mig af því þegar ég elda eitthvað framúrskarandi, eins og sumir.......Halo Gamli góði heimilismaturinn blívur alveg.... og hann fékk líka soðnar kartöflur og gott og ferskt sallat með.....

Annars er Liverpool að spila gegn Inter Milan í meistaradeildinni akkúrat núna, svo ég má heldur ekkert vera að þessu, hvorki að elda né að skrifa.

Blessuð......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband