Þráinn vs. Lilja í máli Þorsteins Davíðssonar

Ég veit að mjög margir eru mér mikið ósammála um það efni sem ég ætla að rita um hér núna..... og það er gott, gott sem sagt að við erum ekki öll á sama máli um alla hluti. Það væri leiðinlegur heimur og væri t.d. mjög leiðinlegt að hlusta á Silfur Egils ef svo væri.

Það fer ofboðslega í taugarnar á mér, þegar fólk er að agnúast út í ráðningu Þorsteins Davíðssonar og hvernig Árni Mathiesen stóð að ráðningu hans. Mér finnst Þorsteinn gjalda mikið fyrir það að vera sonur föður síns í þessu máli.

Ég hlustaði á þá Þráin Bertelsson og Einar Kárason ræða þetta mál í Ísland í dag.... eða í kvöld öllu heldur, og það er alveg auðheyrt hvaða skoðun Þráinn hefur á, ekki bara Árna og þessu máli, heldur öllum Sjálfstæðisflokknum í heild sinni. Einar var mun diplomatiskari í sínu tali og talaði að minnsta kosti ekki, eins og hann væri öllum málkunnugur sem að málinu komu....... en Þráinn virtist þekkja hvern einasta umsækjanda sem og forsendur ráðherrans. Hann hikaði a.m.k. ekki við að segja, að "Þorsteinn hefði troðið sér inn í þetta embætti", bara út á það að vera sonur Davíðs Oddssonar. Og þegar Inga Lind spurði hann, hvort Þorsteinn hefði einfaldlega ekki bara sótt um eins og allir hinir umsækjendurnir, var Þráinn nú alveg með það á hreinu, að hinir hefðu sótt um, en Þorsteinn hefði troðið sér!

Ég efa það ekki, að oft á tíðum getur það verið akkelisarhæll frekar en hitt, að vera afkvæmi svo umdeilds manns.... og umdeildra manna og kvenna yfirhöfuð. Það vill örugglega enginn láta ráða sig fyrir þá verðleika eina, að vera fæddur inn í ákveðna fjölskyldu en ekki fyrir sína eigin verðleika. Að sama skapi trúi ég því, að stundum gæti það jafnvel verið erfiðara fyrir þig að fá eftirsóttar embættisstöður, því enginn vill heldur láta hengja sig fyrir það í fjölmiðlum, að hafa ráðið óhæfan/óhæfari einstakling einungis vegna þess að honum bauð pólitísk- eða flokksbræðraleg skylda til þess. Það er ekki ólíklegt að þú sem afkvæmi, segjum hér Davíðs Oddssonar, þurfir jafnvel að sanna þig enn fremur en aðrir umsækjendur, svo ekki sé hægt að hanka ráðningamenn þína á neinu. Og já, ég veit að þarna var nefnd til þess að meta hæfni umsækjenda. En hver segir, að menn innan þessarar nefndar séu ekki andsnúnir og beinlínis á móti Davíð Oddssyni, og hafi þess vegna metið umsækjendur eins og þeir gerðu? Jafnvel dregið Þorstein eins mikið niður í sínu mati, og þeim var mögulega stætt á og hampað öðrum á hans kostnað? Það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum og vissulega þessu líka.

Það skal tekið fram að ég þekki hvorki Davíð Oddsson né Þorstein son hans, fyrir utan örlítið samstarf (og mikla samkeppni) nemendafélaga Verzló og MR hér á árum áður. Ég veit ekki hvers konar maður Þorsteinn er í dag, en óska honum heilla í nýja starfinu sínu. Og mér finnst ágætt hjá honum, að blása svona á þennan róg um sjálfan sig og sína ráðningu, eins og hann hefur gert.

Varðandi Þráin, þá getur engum sem hefur lesið pistla hans og dagbækur, hafa dulist sú andúð sem hann hefur á Sjálfstæðisflokknum og öllu því sem sá flokkur stendur fyrir. Persónulega finnst mér hans skrif lýsa honum sem einstaklega bitrum manni út í allt kerfið. Bitrum, og jafnvel öfundsjúkum manni, sem kennir auðmönnum Íslands og Sjálfstæðisflokknum um allt sem miður gott er í þjóðfélaginu. Oftar en ekki fjallar hann um, hvað Jón Ásgeir nú eyddi Bónuspeningunum sínum í, eða hversu margir "skuldsettir" menn keyri um götur borgarinnar á sínum dýru lánsbílum með sín lánsfellihýsi í eftirdragi, og þar fram eftir götunum...... á meðan hann sjálfur og almúginn megi elda naglasúpu í matinn kvöld eftir kvöld.  

Persónulega er mér alveg sama í hvað Jón Ásgeir eyðir sínum pening, eða hverjir eigi fellihýsi og hvernig þeir borguðu fyrir það. Ég vil bara eiga nóg fyrir mig og mína og gleðst yfir þeim fáu stundum sem ég á meira en nóg.

Mér finnst það synd hvernig Þráinn skrifar, vegna þess að hann er góður penni og húmoristi og gæti skrifað svo mikið, mikið skemmtilegri pistla. Vonandi nenni ég að byrja að lesa þá aftur!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það hlýtur að vera mjög slæmt að eiga Davíð Oddson fyrir föður, ég vorkenni Þorsteini.  Allar umsagnir um hann eru frábærar, allavega þær sem ég hef lesið

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.1.2008 kl. 02:37

2 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Vá, erum við alltaf þær tvær einu sem eru vakandi á þessum ókristilega tíma??

Síðasti sénsinn minn til að vaka áður en alvara lífsins skellur hart á aftur....... Góða nótt í bili.

Lilja G. Bolladóttir, 11.1.2008 kl. 02:52

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Nú hef ég enga skoðun á Þorsteini né heyrði í Þráni.  En mér  er ljóst að ekki var besti maður valinn í þetta starf. Hvorki hvað varðar menntun né reynslu. Þetta lyktar langar leiðir og drengnum var ekki gerður greiði með þessu. Nú erum við ósammála blokkvinkonur

Hólmdís Hjartardóttir, 11.1.2008 kl. 02:53

4 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Já, svona er það stundum í lífinu. Vinir og vinkonur mega vera ósammála, geta samt áfram verið bloggvinkonur

Það er bara gaman að fólk getur skipst á skoðunum - finnst mér a.m.k.

Lilja G. Bolladóttir, 11.1.2008 kl. 03:00

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Góðann daginn. Ég þekki ekki til annarra umsækjenda og halla því á engan þar. Hitt tel ég deginum ljósara, að það að að vera sonur Davíðs er Þorsteini frekar til foráttu en framdráttar. Tel að alveg sama þó hann væri margfalt betri en aðrir þá væri það samt ekki nóg.

Hvað vaðar Þráinn þá hljómar hann dáldið orðið eins og danska þjóðarsálinn sem fer í keng ef einhver hefur það betra og þeirra hugunarháttur er að í stað þess að krefjast meira sér til handa þá er nær að sá er meira hefur fái minna! 

Guðrún Þorleifs, 11.1.2008 kl. 07:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband