Jóhanna og stjórn hennar: valdagræðgi eða mistök nema hvort tveggja sé.....

Ég er ein af þeim sem hefði viljað sjá Davíð Oddsson fara úr Seðlabankanum fyrir mörgum mánuðum síðan. Ég er ein af þeim sem finnst Davíð hafa sýnt fádæman hroka í sínum embættum og yfirlýsingum/svörum, bæði sem forsætisráðherra og sem Seðlabankastjóri. Ég er ein af þeim sem finnst maðurinn hafa sýnt dómgreindarleysi í sínum yfirlýsingum opinberlega og ég er ein af þeim sem held að Davíð eigi að hluta sök í því að Bretar beittu hryðjuverkarlögum sínum á okkur Íslendinga. Ég hef aldrei verið stuðningskona Davíðs og vegna Davíðs kaus ég til að mynda ekki Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum árið 2003, þrátt fyrir að hafa verið flokksbundin Sjálfstæðisflokknum frá 18 ára aldri. Ég get tekið sjálfstæðar ákvarðanir og tek afstöðu á móti þegar mér mislíkar gjörðir Sjálfstæðisflokksins. En ég er líka ein af þeim sem finnst að standa eigi löglega, siðferðislega og málefnalega að uppsögnum ríkisstarfsmanna. Uppsagnir ríkisstarfsmanna eiga ekki að stjórnast af hatri ákveðinna manneskja eða hópa, né heldur þeirra pólitískri heift í gegnum mörg ár.

Á síðustu umrótar mánuðum hef ég ekki einu sinni verið viss um að ég myndi kjósa Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum, var jafnvel innstillt á það að veðja mínu atkvæði á Samfylkinguna, sem mér ÞÁ fannst sýna mannúðlegri stefnu, fannst meira líkleg til að grípa til aðgerða sem myndu bjarga heimilinum í landinu, aðstoða fjölskyldufólk við að komast í gegnum kreppuna og halda heimilum sínum. Og ef ekki ný ríkisstjórn hefði komið til valda eins og hún gerði, með því að ýta formanni Samfylkingarinnar til hliðar og nota hana til þess að setja Sjálfstæðisflokknum afarkosti sem og óraunhæfa slitkosti, eins og óþroskaður unglingur í ástarsambandi...... já, þá hefði ég jafnvel stutt þessa ríkisstjórn. Kannski jafnvel þótt fíflið hann Steingrímur sæti í þessarri stjórn....

En hvað hefur gerst? Ný ríkisstjórn hefur farið fram með fádæma hatri, pólitískri reiði og pólitískum hreinsunum sem enga fyrirmynd eiga sér. Nú er ég kannski einföld, en ég hélt að þetta væri bráðabirgðaríkisstjórn, hún ER ekki lýðræðislega kjörin (þótt einhverjir telji 300 - 4000 manna búsáhaldabyltingu sem lýðræði), hún hefur minnihluta á Alþingi þótt hún sé varin vantrausti af litlum hópi Framsóknarmanna (sem ofan í kaupið ætla að setja þessarri vörn sinni ákveðin skilyrði og þar með hafa bein áhrif inn í ríkisstjórnarsamstarfið). Hún er sett til bráðabirgða og hennar hlutverk er að halda okkur á floti fram að næstu kosningum. EKKI að taka stærri ákvarðanir um stjórnskipan, stjórnarskrá, stjórnarsetur, mannabreytingar, hvað þá ákvarðanir um áframhaldandi byggingu á tónlistarhúsi, sem hver veit hvað mun kosta okkur skattgreiðendur.

Ég get hreint út sagt ekki séð að ný ríkisstjórn hafi gert neitt ennþá sem gagnast okkur fólkinu í landinu að ráði. Lánin mín hækka jafnt og þétt, sama hver situr sem Forseti Alþingis eða hver situr í stjórn LÍN. Þetta eru kannski mannabreytingar sem má rökstyðja, en voru þetta virkilega svo akút mannabreytingar að ekki mátti bíða með þær þar til alvöru, lýðræðislega kjörin stjórn tæki við??

Ég held að Jóhanna Sigurðardóttir hljóti að sjá það sjálf að hún hafi verið nokkuð bráðlát og fljót á sér í sumum ákvörðunum sínum og gjörðum. Það var e.t.v. samfélagsleg sátt um það að láta Davíð víkja, en af hverju í ósköpunum gerir hún það þá ekki á réttan hátt? Eins og margir hafa réttilega bent á, þá er Jóhanna enginn nýgræðingur í pólitík, hún sat í síðustu ríkisstjórn, en lyfti hún nokkurn tímann fingri til að mótmæla peningastefnu Seðlabankans? Mótmælti hún nokkurn tímann einhverju því sem fram fór í efnahagsstjórn landsins? Nei, vegna þess að efnahagsmálin skiptu hana ekki máli, hún var að fókusera á aðra hluti. Hvað gerir hana þá svo góða til að stýra efnahagsmálunum núna? Kannski flugfreyjureynsla hennar sé tekin framar hagfræðiprófi??? Já, maður spyr bara forviða.

Jóhanna hefur gert alvarleg mistök í bréfum sínum til seðlabankastjórnar og ég held hún viti það vel. Það er meira að segja talað um það í nýjasta hefti Financial Times, hvernig hún hafi veikt traust nýrrar ríkisstjórnar og Íslands í heild sinni gagnvart IMF og alþjóðasamfélaginu með þessum aðgerðum sínum. Ef einhverjir vita það ekki, þá er staðreyndin sú að ekki má víkja opinberum starfsmanni úr starfi nema hann hafi verið áminntur og í framhaldinu ávíttur. Og var Davíð áminntur eða ávíttur í sínu starfi? Bókaði Jóhanna einhverntímann færslu á ríkisstjórnarfundi sem varðaði efnahagsstjórn Íslands? Aldrei.

Það getur vel verið að Davíð Oddsson sé umdeild persóna í landinu og fólk hafi viljað hann burt, en af hverju stendur konan þá ekki að uppsögnum á löglegan hátt? Ef Seðlabankastjórar eru BEÐNIR um að víkja, þá er þeim það í sjálfsvald sett að hlíta því. Af hverju áminnti hún þá ekki og ávítti og sagði svo upp? Hafði Jóhanna kannski engin málefnaleg rök til þess að áminna seðlabankastjóra??? Af hverju er hún svo ófagleg að birta bréf til seðlabankastjóranna opinberlega áður en þeir sjálfir fá persónulega tækifæri til að lesa bréfin? Og hvað eiga þessar pólitísku ofsóknir gegn embættismönnum þjóðarinnar að þýða? Eiga Ingimundur og Eiríkur að gjalda sinna embættisstarfa vegna þess að Davíð er mögulega óhæfur? Tveir af Seðlabankastjórunum, þeir Ingimundur og Eiríkur, hafa starfað faglega við bankann um árabil, þeir eru báðir hagfræðingar að mennt, með óblettað mannorð og starfsferil en nú skulu þeir fjúka. Ekki vegna þess að þeir séu óhæfir eða hafi gerst sekir um afglöp í starfi, heldur meira svo að ný ríkisstjórn geti "meikað steitment" í sinni stjórnartíð. Og sömuleiðis skulu tveir af ráðuneytisstjórum stærstu ráðuneytanna fjúka. Ekki af því að þeir væru óhæfir, nei, vegna þess að það lítur svo vel út í augum tilvonandi kjósenda að verið sé að taka til hendinni. Skítt með hæfni þessarra ráðuneytisstjóra, ópólitísks statuss, og skítt með það þótt Jóhanna vilji fremur nýta sér "þekkingu" síns fólks, sem í raun enga þekkingu hefur á störfunum. Eða að Jóhanna hafi í raun öllu heldur gjarnan viljað halda þessum ráðuneyisstjórum starfandi "í sérverkefnum" með alla sína þekkingu og yfirsýn en ekki sem "sitjandi" ráðuneytisstjórum. En auðvitað er það gott að koma sínu fólki að, sem gerir Jóhönnu og hennar stjórn að......  ..að hverju??? ....og verulega veikir hennar stöðu sem ráðherra.

Þarna held ég að frú Jóhanna hafi illilega misskilið hlutverk sitt og algjörlega farið fram úr sjálfri sér. Þarna held ég að hún hafi misst mikið traust meðal margra manna, og ég held að hún geri sér vel grein fyrir því þótt hún reyni að bera höfuðið hátt og setji kinnalit yfir fölvann.....

Jóhanna hefur brennt sig illilega á puttunum og það hljóta nýjustu skoðanakannanir um fylgi flokkana að sýna. Hún hafði öll tækifæri til að spila vel úr spilunum, en hún hrakti frá sér í bræði og pólitískri heift, fólkið sem mestu yfirsýnina hafði, mestu samböndin við IMF, aðalþekkinguna og viskuna um málefni IMF og þar með möguleikana á góðum og traustum samskiptum við IMF. Og ekki pólitíkusa, nei heldur embættismenn, saklausa ríkisstarfsmenn sem ekkert hafa til saka unnið en að vinna sína vinnu alltaf af heilindum, sama hvaða flokkur sat við stjórnvölinn. Þetta er hrein og klár aðför að embættismönnum og ríkisstarfsmönnum í heild sinni. Það er alveg sama hvað sumir segja, en leið IMF var EINA leið okkar út úr okkar efnahagsógöngum án skattahækkana. Og mikið held ég að konan nagi sig í handarbökin yfir fljóthugsuðum ákvörðunum, illa teknum ákvörðunum og ákvörðunum teknum í bræði. Því hún er ekkert vitlaus, hún Jóhanna, og það má vel vera að hún láti ekki á sjá en inn við beinið er ég viss um að hún óskaði þess að hún hefði farið öðruvísi að. Eins og ég sagði í fyrri færslu, þá er Jóhanna núna stödd á ólgusjó, kann ekki að synda og engir björgunarhringir nálægir, vegna þess að hún er búin að víkja þeim frá.

Niðurstöður nýjustu skoðanakannana sýna að Sjálfstæðisflokkurinn hefur 34% fylgi, Samfylking og Vinstri Grænir hafa rétt rúmlega 20% hver, Framsókn hefur um 15% fylgi og það tekur því ekki að telja aðra með. Þarna ætla ég að leyfa mér að halda því fram að ráði miklu um, að einhver hluti Sjálfstæðismanna hafi verið tvístíga í könnunum síðustu mánaða, svona rétt eins og ég. Að einhver hluti Sjálfstæðismanna hafi verið tilbúnir að gefa öðrum flokkum séns. Ekki verið vissir um hvort þeir ætli að styðja sinn flokk áfram og því svarað óákveðið eða sett fylgi sitt á hinn stjórnarflokkinn, s.s. Samfylkinguna. Nú hefur Samfylkingin hins vegar sýnt sitt rétta andlit sem sundurleitur flokkur, byrjað stjórnartíð sína með valdabrölti og ofsóknum á ríkisstarfsmenn, brugðist trausti þeirra sem voru óákveðnir og þeir því ákveðið að snúa aftur til Sjálfstæðisflokksins. Og þess vegna vona ég bara að Frú Jóhanna haldi áfram á þessarri braut. Því fleiri mistök, hvatvísar og óhugsaðar ákvarðanir, því fleiri glappaskot.... þeim mun fleiri munu kjósa Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum. Vinstri stjórnir hafa aldrei gert annað en að skila þjóðarbúinu í miklu tapi, kannski með góðum félagshyggjuvilja, en þeir verða að átta sig á því að félagshyggja kostar. Og einhversstaðar þurfa peningarnir að koma frá. Ríkissjóður Íslands var skuldlaus haustið 2008. Reykjavíkurborg var skuldlaus þegar R-listinn tók við völdum í den. En hvernig var skuldastaða Reykjavíkurborgar þegar Sjálfstæðisflokkurinn tók aftur við fyrir nokkrum árum? Vonlaus. Vinstri flokkarnir hafa aldrei kunnað að fara með peninga og ákvarðanir þeirra núna um t.d. tónlistarhúsið, sýna að þeir eru ekki að hugsa um okkur skattgreiðendur. Það getur vel verið að Katrín Jakobsdóttir sé menningarlega sinnaður hippi, en eigum við að þurfa að borga fyrir hennar persónulegu baráttumál???

Ég endurtek, Vinstri flokkar hafa aldrei kunnað að fara með peninga og ég er þess fullviss um að þeir munu sýna það og sanna svo ekki verður efast um, að þeir kunna það ekki heldur í þetta skiptið. Ekki nema við blæðum sem þjóð. .....

Time will tell...... I am sure!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

Hvernig geturðu sagt og meinað "vinstir flokkar hafa aldrei kunnað að fara með peninga" þegar vinstristjórnir á öllum norðulöndunum nema hér afa svo gott sem búið til eitthver bestu og mannúðlegustu heilbrigðis- og velferðarkerfi jarðkringlunnar.

Finnst þér hægri flokkurinn (Sjálfstæðisflokkurinn) hafa staðið sig svona frábærlega vel? fyrir 20 árum var Ísland á sama róli og norðurlöndin - í 18 ára stjórnartíð flokksins þíns hefur honum aftur á móti tekist að eyðileggja frjárhagslegt sjáflstæði Íslands - með því að finna upp fáránlegastu hugmyndafræði allra efnahagskerfa alheimsins - sem Hannes Hólmsteinn kallaði iðulega og kokhraustur í viðtölum "Íslensku viðskiptasnilldina".

Mæli með að þú kynnir þér skýrslu þeirra Jóns og Gylfa - sem Búkolla hér að ofan bendir á.

Ef vinstri flokkar kunna ekki að fara með peninga - hvað er þá hægt að kalla það sem Sjálfstæðisflokkurinn gerir við peninga?

Þór Jóhannesson, 9.2.2009 kl. 21:44

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Elsku frænka............
ég las alla færsluna (og kláraði poppið mitt sem ég var að poppa í leiðinni....) oog... ég bara segi ekki meir, ég skil ekkert, ég er stundum svolítið glær svo ég sendi þér bara knús!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 9.2.2009 kl. 21:54

3 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Búkolla mín: það hafa verið gerðar margar skýrslur og athugasemdir og pointið er, að Jóhann núna situr og gagnrýnir AÐRA fyrir að hafa ekki brugðist við á meðan staðreynd málsins er sú, að HÚN sat í þessarri sömu ríkisstjórn og hafði öll tækifæri til að bregðast við sjálf, hefði hún nennt því og haft burði og getu til þess.

Við öll sem þjóð höfðum tækifæri til þess, því þessi kreppa var löngu byrjuð á fasteignamörkuðum í USA með tilheyrandi bankahruni þar, og gáfu vísbendingar um framhaldið en VIÐ brugðumst ekki heldur við. Ekki þú og ekki ég!

Þór Jóhannesson; það getur vel verið að kerfin í kringum okkur séu vinstri sinnuð og að þínu mati einhver bestu heilbrigðis- og velferðarkerfi á jarðkringlunni. Ég hef unnið á Norðurlöndunum og búið þar stóran hluta af minni fullorðinsævi. Og ég get fullvissað þig um það, að þegar heilbrigðiskerfið er "ókeypis" (sem þýðir einungis hærri skatta á okkur skattgreiðendur, því ekkert er ókeypis), þá þýðir það að enginn kemst til sérfræðilækna nema í gegnum tilvísun frá heimilislækni, sem setur aftur stóra pressu á heimilislækna um það að reyna að laga og lækna allt sjálfir, áður en þeir tilvísa áfram. Sem aftur leiðir það af sér, að sjúkdómar, t.d. í Danmörku, eru að greinast miklu seinna, á miklu verra stigi, verr læknanlegir og jafnvel EKKI læknanlegir eins og þó er í okkar heilbrigðiskerfi.

Danir sitja mjög aftarlega á merinni varðandi greiningartíma sjúkdóma, meðhöndlun og lifitíma miðað við aðrar vestrænar þjóðir, mest vegna ókeypis heilbrigðisþjónustu og tilvísanaþjónustu heimilislækna. Það sýna allar tölur WHO og allar tölur sem öll heilbrigðisyfirvöld horfa á. Vilt þú taka upp svona kerfi hér??? Vilt þú greinast seint og illa, vegna þess að heimilislæknirinn þinn var undir pressu frá heilbrigðisyfirvöldum, um það að vísa aðeins fáum útvöldum áfram til sérfræðinga??

Lilja G. Bolladóttir, 9.2.2009 kl. 22:31

4 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Róslín mín, halt þú áfram að hafa skoðanir, það gerir ekkert þótt við séum ósammála en svona er lífið.

Lilja G. Bolladóttir, 9.2.2009 kl. 22:32

5 Smámynd: Helga Linnet

úff....

Enn og aftur kemur þú með pólitíkina á íslensku

Helga Linnet, 9.2.2009 kl. 22:41

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Hahaha, það er ekki að ég sé ósammála, örugglega margt satt af því sem þú segir frænka. Ég bara skil ekkert þrátt fyrir það... Ef ég ætti að skilja pólitík þyrfti að hafa það í hugtökum og stikkorðum - sem bara er ekki hægt!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 9.2.2009 kl. 22:49

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég var og er algjörlega á móti þessari stjórn, ég vildi sjá utanþingsstjórn, eða þjóðstjórn.  Auðvitað er Samfylkingin samsek Sjálfsstæðisflokknum.  Þau brugðust ekki við ýmsum hættumerkjum og viðvörunum.  Svo er Framsókn líka sek í þessari vitleysu sem hefur viðgengist hérna í allt of mörg ár.  Frjálshyggjan hefur gengið af sjálfri sér dauðri hérna í Íslandi.   

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.2.2009 kl. 00:47

8 Smámynd: Jón Arnar

Fasitstakjaftæði er þetta - 100%

Jón Arnar, 10.2.2009 kl. 02:05

9 Smámynd: Jón Arnar

Við getum sko tryggt okkur hér í DK til að fá einkaþjónustu ef við viljum ekki sitja á ríkis-biðstofunni eftir aðgerð sem er í að meðaltali 5mán bið getið þið það! Svo aftar á merinni eruð þið held ég ef þið yfirhöfuð hangið þá í taglinu á henni !

Jón Arnar, 10.2.2009 kl. 02:11

10 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Tjékk til ykkar allra fyrir innlit, skoðanir og komment, nema til þín Jón Arnar, þú veist virkilega ekki hvað þú ert að tala um og ég er að meina það!!! Ef þú vissir það, ef þú hefðir einhvern annan heilbrigðisbakgrunn en þinn sjúkdóm, þá myndir þú vita að það er rétt sem ég sagði um heilbrigðiskerfi Danmerkur. Ef þú gæfir þér tíma til að liggja yfir tölum um heilbrigði á Vesturlöndum, þá myndir þú líka sjá að lélegasta læknisþjónusta, versta meðhöndlunin, stysti lifitími eftir alvarlega sjúkdóma á Vesturlöndum Evrópu er í Danmörku. Og þannig er það nú. Það sýna tölurnar hvað sem þú slærð um þig með fasistahugtökum eða öðrum.....

Lilja G. Bolladóttir, 10.2.2009 kl. 05:08

11 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Svo tryggðu þig endilega, Jón Arnar, kallinn minn, ef þér finnst þér vera borgið þannig. Af því að þú ert svona alvitur um heilbrigðiskerfi kringlunnar, þá veistu líklega að Ísland er eitt af efstu löndum heimsins, hvað varðar greiningar á sjúkdómum, meðhöndlun og lifitíma eftir alvarlega sjúkdóma eins og krabbamein, kransæðastíflur ofl. Þetta vissir þú auðvitað, er það ekki???

Lilja G. Bolladóttir, 10.2.2009 kl. 05:11

12 Smámynd: Jón Arnar

Held nú ég viti þó nokkuð um aðra sjúkdóma en mitt HIV smit eftir að hafa unnið í þessum geira í rúm 8 ár.  Veit þó ekki hvort ég nenni að rökræða við bláeygða egóístíska heimdellinga um slíkt hér "þá er ekki til að eiga við ef skál þeirra er rispuð"  

Jón Arnar, 10.2.2009 kl. 05:16

13 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Og Þór Jóhannesson; Sjálfstæðisflokkurinn eyðilagði ekki fjárhagslegt sjálfstæði Íslands, heldur aftur á móti kom því á fót. Aldrei nokkurn tímann hefur Ísland verið skuldlaust ríki nema þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið um taumana, kíktu í bækur og þú munt sjá. Þegar vinstri stjórnir hafa tekið við, hefur alltaf taumlaus félagshyggja tekið vöodin með tilheyrandi kostnaði og skilið okkur eftir í djúpum skuldadal. Ég býð þér að kíkja yfir fjármál Reykjavíkurborgar síðustu 30 árin eða svo...... og kíktu svo þar á eftir yfir fjármál íslenska ríkisins og líttu á skuldastöðu þess í gegnum marga tíma, og endilega taktu með í reikningin hver sat við stjórnvölinn hverju sinni. Ég býð þér upp í dans :-)

Lilja G. Bolladóttir, 10.2.2009 kl. 05:43

14 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Já, blessaður Jón Arnar, það getur vel verið að þú hafir unnið í heilbrigðiskerfinu í Danmörku, það hef ég líka í mörg ár, tók meira að segja mína menntun í DK. Á annan eins feril í íslenska heilbrigðskerfinu, hef unnið sem hjúkrunarfræðingur á ríkisspítölum beggja landa og ætla ekki einu sinni að leggja því að jöfnu hvernig faglega er staðið að málum pro og con. Ég veit að þú hefur ekki búið á Íslandi í fjölda ára og getur því ekki úttalað þig um okkar kerfi hérna. En endilega, ef þú ákveður að þiggja þjónustu okkar ríkisborgara og skattgreiðenda á Íslandi, upplýstu okkur um skoðun þína á okkar heilbrigðiskerfi, sem er meðal þeirra besta í heimi!! 

Lilja G. Bolladóttir, 10.2.2009 kl. 05:48

15 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Og for the record, Jón Arnar.... ég er með brún augu en ekki blá!!....;-)

Lilja G. Bolladóttir, 10.2.2009 kl. 06:52

16 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Jóna; maður gæti skilið komment þitt sem svo að þú  værir á móti núverandi stjórn.l... en það ertu líklega ekki

Lilja G. Bolladóttir, 10.2.2009 kl. 07:03

17 identicon

Er ekki mikið fyrir að alhæfa um hluti sem ég get ekki sannað... en ég ætla að gera það hér: Ef Davíð hefði lufsast úr þessu embætti í október eða miklu fyrr... þá væri enn sama stjórn og fólk stæði betur saman í að finna lausn vandans. Ég vil meina það að þessi upplausn væri ekki svona róttæk ef hann hefði farið úr embættinu.  En ég hugsa líka að þá fyndi fólk bara aðra sökudólga... en við værum laus við Davíð og hann laus undan "eineltinu". Hann sagði nei því hann er auðvitað búinn að kanna það að það er ekki hægt að reka hann. Segir það okkur þá ekki að það er ekki hægt að setja neitt út á hans starf? Ef hann sýndi afglöp í starfi væri hægt að láta hann fara En það er greinilega ekki hægt!!!!!!!!!!!!!!!!! %$#&"#$%&//(&%(&$"& fari það í kolað og læt vera að hugsa meira svart á hvítu...eða fjólubláu!

Ásta (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 21:25

18 identicon

Sæl Lilja mín.

Nú gustar heldur betur og það er logn úti

 Aldrei þegar kemur að stjórnmálum.

Mér er mikið í mun að sjá verkin gerast á svona litlum tíma sem eftir er.

Og er mér allveg sama hverjir stýra ,

aðeins að þeir/þær stýri markvist að lausninni

framkvæmi hana þannig að sem flestir verði sáttir

Lengi lifi heimilin. HÚRRA !

Fjöslkyldurnar og fyrirtækin og Dorrit ! HÚRRA.

og þá getum við bæði skálað í mjólk (ER góð). HÚRRA

Kærleikskveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 03:06

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þessi fullyrðing: Vinstri menn kunna ekki að fara með peninga, gerir þennan málflutning dauðan og ómerkan.

Rakalaus fullyrðing sem stenst engin rök.

Þú getur allt eins sagt: Enginn getur stjórnað efnahagsmálum nema Sjálfstæðisflokkurinn.

Algjörlega út úr kú.

Lilja: Ekki tala um hatur annarra og kalla svo stjórnmálamann fífl.

Það er einfaldlega ekki sanngjarnt.

Þér er málið of skylt, þess vegna á ég erfitt með að taka skrifum þínum sem málefnalegum.

En..

þú ert samt alveg fín sko.  Hehe.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.2.2009 kl. 09:04

20 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Nú, Jenný, hvernig gerir þessi fullyrðing málflutninginn dauðan og ómerkan? Þetta er einfaldlega staðreynd og þú getur sjálf farið og skoðað þetta ef þú kærir þig um. Það er staðreynd að alltaf þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið við búi á eftir Vinstri stjórn, hefur allt verið í bullandi skuld og mínus, það sýna tölurnar okkur og það segir sagan okkur. Ef þú kannt aðra sögu, þá máttu endilega koma með hana fram.

Ég hef ágætis álit á sumum í ríkisstjórninni, en Steingrím mun ég alltaf tala um sem fífl. Ég sé ekki að það tengist hatri, heldur er orðið fífl almennt nafnorð yfir það fólk sem manni finnst haga sér fíflalega. Ekki annað.

Það getur vel verið að málið sé mér skylt í einn putta, en ekki alla og alls ekki í allan handlegginn. Samt sem áður finnst mér það sem mér finnst og það skiptir mig ekki miklu hvort þér finnist skrifin málefnaleg, enda ekki við því að búast þegar hægri og vinstri mætast, hvorki hér né í þingsölum.

Og þú ert alveg ágæt líka, bara í hófi þessa dagana....

Lilja G. Bolladóttir, 12.2.2009 kl. 19:23

21 Smámynd: Sigrún Óskars

Ótrúlegt að Jóhanna sem er búin að vera í "bransanum" í mörg ár geri sér ekki grein fyrir hvernig á að víkja opinberum starfsmanni í burtu. Meira að segja ég veit það.

Mig langar að hafa trú á þessari stjórn þótt ég sé alfarið á móti Steingrími. Smartast finnst mér að fá utanflokka manneskjur í ráðherrastólana.

Vel skrifuð færsla hjá þér eins og alltaf!

Sigrún Óskars, 12.2.2009 kl. 20:34

22 Smámynd: Hrund Traustadóttir

Hæ Liljan mín, ferlega líst mér vel á þig hér  Þú ert góður penni gamla vinkona

Hrund Traustadóttir, 13.2.2009 kl. 16:57

23 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Sigrún mín, takk fyrir komment og hrós....  ég segi það sama, ég vildi breytingar en mér fannst þær ekki skynsamlegar svona "í miðju kafi" á ýmsum málum. Mig langaði líka að hafa trú á þessarri stjórn en henni tókst algjörlega að jarða þá löngun á fyrstu dögum sínum í stjórnarsetu. Og já, ég er algjörlega og gjörsamlega og alfarið á móti Steingrími. Annan eins tvískinnung og leikaraskap hef ég aldrei séð hjá nokkrum manni!!! "Nú er ég á móti, nei nú er ég með, nei, hverjir eru í stjórn, er ég ráðherra, já þá er ég með IMF núna......blablablabla......"

Og elsku Hrund; takk, tjellan mín , það er gaman að því að við getum "lesið hvor aðra" og fylgst svolítið með í lífi hvor annarrar. Sjáumst kannski aftur í Seljaskóla!!!

Lilja G. Bolladóttir, 16.2.2009 kl. 07:08

24 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Hæ Lilja mín, gaman að þessu!

Kristín Bjarnadóttir, 19.2.2009 kl. 09:10

25 identicon

Úff hvað fólk getur verið leiðinlegt útaf engu... þú ert semsagt reið útí Jóhönnu fyrir að hafa ekki rekið Davíð?? eða ertu reið útafþví að hún bað hann kurteisislega að hætta?? Hversvegna ertu eiginlega reið ef þú vilt sjálf að Davíð oddson hætti í seðlabankanum? Þú ættir kanski að beina reiði þinni annað heldur en að Jóhönnu, því þó svo að þú getir rifið kjaft hérna einsog lítil prinsessa þá áttu ekkert í hana.

Pétur Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 23:00

26 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir góða grein í Mogganum í gær

Ágúst H Bjarnason, 26.2.2009 kl. 07:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband