Gott að kúra um helgina..... efnahagsmálin skilin eftir heima .....

Jahérna nú......

Ég er búin að eiga ótrúlega afslappandi og góða helgi með Mr. K. í sumarbústað, ekkert sjónvarp, engin nettenging, við höfum hlustað á fréttir RÚV kl. 18 og annars bara haft það gott og kúrað saman. Það var langþráð afslöppun að fá svona helgi saman, burt frá vinnu, fréttum, samtölum, viðræðum og efnahagsfréttum, enda ekkert sem stendur í mínu valdi í öllum þessum málum......

Í dag höfum við þó nokkrum sinnum heyrt glefsur af samtali Egils Helgasonar og Jóns Ásgeirs úr Silfri Egils..... og ég neita því ekki, að í fréttaleysi okkar, vakti þetta samtal nokkra forvitni.

Mér fannst ég því nokkuð heppin, að hafa óvart hitt á endursýningu af þættinum, núna rétt áðan á ríkisrásinni í sjónvarpinu......

Og fuck, hvað á maður að segja. Maður veit eiginlega ekkert hvað maður á að hugsa. Mér fannst Egill mjög beinskeyttur og góður spyrjandi, að vanda..... hann var ekkert að hlífa viðmælanda sínum, en að sama skapi fannst mér Jón Ásgeir svara vel fyrir sig, hann hélt ró sinni og fór ekki í æsta vörn..... sem mér finnst persónulega vera mjög góð kynning út á við, örugglega vegna þess að ég er yfirleitt mjög fljót í þannig vörn, þótt ekki spili svo miklir hagsmunir og fjármunir í spilið hjá mér.....

Ég var hlynnt spurningum Egils og mér fannst hann standa sig með prýði, en að sama skapi þá fannst mér stundum ráðist að Jóni Ásgeriri með of miklu offorsi... öll mál hafa tvær hliðar...... en hvað veit ég? Ekkert er eins og það var, og það verður það aldrei aftur.

Og núna var ég að hlusta á þjóðsönginn í sjónvarpinu, með tilheyrandi fánaflökti og þjóðernissinnuðum myndum, og það var ekki laust við að ég fengi smá tár í augun og fílaði svolítið með þjóðinni minni..... Vonandi fílar þjóðin líka með mér...... nú þurfum við að standa saman og ég held að við gerum það núna þegar reynir á okkur öll.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér fannst Egill fara offari í þættinum sínum í gær, bæði var hann dónalegur og í einhverri geðshræringu sem þáttastjórnandi á ekki að láta hanka sig á.  Guðrún Pétursdóttir bað hann að hætta að grípa fram í fyrir sér þegar hún var að reyna að svara spurningum og segja sína skoðun.  Svo fannst mér Jón Ásgeir koma vel fyrir og Egill var eins og árásarlið að reyna að skjóta hann í kaf.    Gott að þið skötuhjúin gátuð slappað af og notið lífsins um helgina. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.10.2008 kl. 01:36

2 identicon

Sæl Lilja.

Gott að þú ( þið ) hafið getað komist aðeins  út úr heimsins skarkala.

Þetta var magnaður þáttur, ég var að hugsa það hvort Egill hafi farið ósáttur að heiman ,hann var ekki líkur sjálfum sér.

Gangi þér og þínum sem best,  Kærleikskveðjur.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 01:50

3 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Sæl og kærlega blessuð, Jóna og Þórarinn...... já ég er ykkur sammála, Egill var aðeins of ýktur í sinni framsögu, maður næstum fann til með þeim sem sat á móti honum í það og það skiptið. Ég er glöð yfir því, að ég var ekki sú eina sem hugsaði þetta.  En ástandið er eiginlega þannig, að maður veit ekkert hvað maður á að hugsa.... hvar samúðin á að liggja hverju sinni....

Takk fyrir kommentin og hlý orð til mín, ég hugsa svo sannarlega líka til ykkar á þessum tímum

Lilja G. Bolladóttir, 13.10.2008 kl. 03:31

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ég horfði á viðtal Egils við Jón á netinu í gær. Ég hef aldrei séð Egil áður og veit ekki hvernig þáttastjórnandi hann er. Það sem ég sá hjá honum í gær var honum til minnkunar. Sannarlega má spyrja Jón spurninga en taugatitringurinn sem birtist í Agli sem stjórnana sýndi ekki að þarna væri maður sem hefði stjórn á því sem hann var að gera. Fyrir vikið kom Jón betur frá þessu þar sem hann haggaðist ekki þrátt fyrir ruddalegar árásir á köflum. Ég get ekki þolað dónaskap í fréttamönnum og þáttastjórnendum. Mér finnst mikilvægt að spurt sé vitrænna spurninga sem geta gefið vitræn svör. Dónaskapur er lágkúra og sá sem hana sýnir er maður að minni, jafnvel þó málstaður viðkomandi sé góður og heiðarlegur.

Flott að þú gast tekið frí frá hinum napra hversdagsleika, það er vítamín í sálina.

Hafðu það sem best.

Kær kveðja frá DK

Guðrún Þorleifs, 13.10.2008 kl. 06:23

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi ég var þokkalega glöð með þá báða en allt eru þetta þreifingar í myrkri.  Við vitum svo lítið enn.

Knús í vikuna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.10.2008 kl. 10:20

6 Smámynd: Gísli Torfi

Egill var ekki með fulla stjórn á tilfinningum sínum í þessum þætti.

Sem gerði þáttinn aðvísu frekar óvenjulegan og svona smá spennó en það er óneitanlega þannig að þegar menn fara yfir þetta hárfína strik í tilfinningum þá missir þetta smá RESPECT.

En það eru bara annsi margir í dag out of order ... skildi nú engann undra

Gott hjá ykkur að fara í Sveitasæluna ... Mr. K er þetta visað í Mr.Big ..

Gísli Torfi, 14.10.2008 kl. 10:30

7 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Já, sitt sýnist hverjum um alla hluti og gott að við höfum eitthvað að ræða um...... takk fyrir kommentin ykkar.

Gísli..... kannski, hver veit??

Lilja G. Bolladóttir, 14.10.2008 kl. 22:23

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég sé kommentið mitt er horfið.  Gott þú áttir kúr-helgi....

Hólmdís Hjartardóttir, 15.10.2008 kl. 02:23

9 Smámynd: Helga Linnet

Ég hef aldrei þolað Egil!

Allt hefur tvær hliðar og höfum við svosem bara heyrt aðra hliðina á flestum málum sem hafa komið upp undanfarið. Ég ætla ekki að reyna að bakka einn né neinn upp eða lasta annan. Ég hlusta og reyni að draga ekki ályktanir.

Við erum búin að fá ansi stóra skelli undanfarið sem hefur tekið sinn toll af okkur öllum. Nú er bara að bíða eftir að ná botninum og eftir það liggur allt uppá við og betra að maður nái að fylgja straumnum upp.

Það þarf samt að draga einhverja til ábyrgðar í þessu banka-flippi en ekki ætla ég að dæma hver er ábyrgur og hver ekki. Ég trúi því líka að við eigum dálítinn þátt í þessu öll því við höfum jú tekið okkar útrás með því að fjárfesta í rándýrum húsum og keypt dýra bíla á bílalánum. Við erum þó mis sek í því.

Verður maður ekki að taka bjartsýnina á þetta? Þetta reddast...er það ekki bara

Gott að þú áttir góða helgi. Það veitir ekki af að hlúa að sínum nánustu og faðma þá.

Eins og spakmæli hjá henni Fjólu hljómar fyrir daginn í dag:

- Hamingjan er ekki í fortíðinni,

hamingjan er ekki í framtíðinni,

hamingjan er í hjarta þínu núna-

Það er nokkuð til í þessu.

Helga Linnet, 16.10.2008 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband