Hvað á maður eiginlega að segja við svona......?

Góður afmælisdagur minn að kveldi kominn Smile Ég orðin 35 ára, og fannst það ekki hið minnsta hræðilegt. Mér fannst það mun verra þegar ég varð 30 ára, en þetta var bara piece of cake!!

Ég er nú voðalega lítil afmæliskelling fyrir mína eigin hönd.... mér finnst mjög gaman að mæta í afmæli annarra og ég elska að kaupa og gefa afmælisgjafir, en einhvernveginn finnst mér ekki eins gaman að halda upp á minn eigin dag, og finnst eiginlega bara óþægilegt að þurfa að þiggja gjafir frá öðrum. Þótt ég hræðist nú alls ekki spotlightið, sko.... Cool

Ég er samt svo heppin, að litla systir mín ungaði út sínum síðasta akkúrat á afmælisdegi mínum, svo mér er borgið næstu 10-15 árin eða svo. Hún heldur alltaf flottar veislur á afmælisdegi drengsins, og þar get ég mætt og slegið þrjár flugur í einu höggi, þ.e. þegið veitingar, hitt fjölskylduna og tekið við gjöfunum mínum.... án þess að þurfa að lyfta litla fingri sjálf. Já, tillitssöm systir þetta.... LoL

Ég reyndar eigna mér líka pínu nafnið á syninum, hann heitir Guðlaugur, en G-ið í mínu nafni stendur einmitt fyrir Guðlaug (ég í höfuðið á minni mjög heitt elskuðu langömmu sem dó fyrir 24 árum síðan..... vá (!!!) hvað maður er orðinn gamall þegar maður setur þetta svona fram....)..... já okey, ég veit að föðurafi drengsins heitir líka Guðlaugur og líklega er hann að mestu leyti skírður í höfuð hans, en maður má nú gefa sér einhverja smá hluti, er það ekki....Wink

Ég hafði mjög meðvitað skipulagt mínar vaktir þannig, að ég hafði skilað öllu af mér á miðvikudagsmorgni, þegar ég kláraði næturvakt auk þess að hafa unnið helgina á undan líka, og átti þar með 5 daga langt helgarfrí. Þetta frí hafði ég hugsað mér að nota annaðhvort til að skreppa til útlanda, hafa það virkilega notalegt heima við eða fara í sumarbústað og þá helst vildi ég taka minn góða vin, Mr. K., með.

Ég er reyndar Sauður, þótt stjörnumerkið heiti Naut og þess vegna var ég lítið sem ekkert byrjuð að vinna í þessum málum fyrr en um og eftir síðustu helgi. Þá byrjaði ég að viðra sumarbústaða-hugmynd fyrir vini mínum og fannst svolítið skrítið, hve dræmt hann tók í. Ég er skorpukelling og er alltaf á síðustu stundu, bæði í hugsun, orðum og gerðum, svo þótt svo ég hafi vitað af mínu langa helgarfríi í langan tíma, þá var ég aldeilis ekki að innvía aðra í það, heldur reiknaði bara með að þeir tækju skorpuna með mér þegar mér hentaði..... og myndu þannig líka ákveða einn, tveir og þrír eitthvað skemmtilegt með mér.

En svolítið stóð á svörum frá mínum góða vini og var jafnvel farið að ergja mig pínu að hann gæti ekki sagt af eða á, um fyrrnefnda sumarbústaðaferð...nú þegar ég var búin að ákveða sumarbústaðaferð en ekki eitthvað annað. Svo þegar ég setti honum úrslitakosti, fór hann undan í flæmingi og sagðist þurfa að fá að hringja í mig eftir smá stund..... Upphófst þá æsileg atburðarás, sem ég vissi ekkert um fyrr en eftir á.

Þannig var, að mín frábæra litla systir og minn besti bróðir, voru búin að vera að plana surprise-partý fyrir mig nk. laugadagskvöld. Þau höfðu haft Mr. K. með í ráðum, en þar sem systir mín er líka mjög önnum kafin kona, var hún ekki búin að fá alla hluti á hreint, mest hvað varðaði mætingu af gestum. Minn vinur vissi ekki hvort verða myndi af partýinu eða ekki, og var þess vegna í smá klemmu þegar ég fór að þrýsta á hann um svör hvað varðaði okkar escape out of town um helgina. Svo hann hringdi í systur mína og sagði örvæntingafullur, að nú væri ég að ýta á svör og hann yrði að svara mér sem fyrst. Mín góða systir tók þá eitt stykki maraþonhlaup við símann, hringdi í allar mínar vinkonur og sagðist verða að fá svar NÚNA um mætingu, sendi sms eins og brjáluð manneskja til frænkna og annarra.... þetta tók náttúrlega allt sinn tíma og á meðan beið ég heima mjög svo óþolinmóð og undrandi á því að heyra ekkert í mínum vini.

Loksins, loksins hringdi hann og þá með jákvæðu svari um helgardvölina utan bæjar, en líka með útskýringu á töfunum.....  Hann sagði mér frá plani systkina minna og ég gat skilið að hann hefði verið í smá klemmu. Systur minni fannst ekki að hún fengi nógu góð og skýr svör frá viðmælendum sínum, svo hún vildi ekki taka sénsinn á því, að eyðileggja fyrir okkur góða helgi, svo hún sagði Mr. K. að við skyldum halda okkar plönum og hún myndi droppa surprise-partýinu.

Það var sko ekki laust við að ég fengi sektarkennd..... Ekki grunaði mig þetta hið minnsta, en vá hvað mér finnst systkini mín æðisleg að hafa verið að plana eitthvað svona fyrir mig. Samkvæmt móður minni, voru þau búin að plana hvað þau ætluðu að hafa að borða fyrir gestina, hvernig bollu ætti að bjóða upp á í fordrykk og svo voru þau búin að safna víni í einhvern tíma svo fólk gæti blandað sér drykki eftir eigin þótta það sem eftir lifði kvölds. Þótt þau myndu ekki einu sinni þekkja stóran hluta af gestunum fyrirfram, þá ætlaði systir mín að leggja til hús, öll fjölskyldan ætlaði að hjálpast að við að útbúa einhverja rétti, þau ætluðu að kaupa inn í bollu og annað og já, bara virkilega gera þetta að góðu kvöldi fyrir mig, kellinga-systur þeirra og dóttur.

Úff, ég fór næstum því að grenja, ég var svo snortin yfir þessarri hugmynd og þessu framtaki þeirra. Og ég fékk líka samviskubit yfir því að hafa lagt svona ofuráherslu á það að komast burt yfir helgina. Ég var einhvernveginn, algjörlega óafvitandi, búin að setja alla í klemmu og það alla, sem voru að keppast að því að gera mér glaðan dag..... En hvað vissi ég svo sem??

Þótt þetta partý verði ekki að veruleika héðan í frá, þá skal ég segja ykkur, að ég virkilega elska systkini mín fyrir að hafa ætlað að gera þetta fyrir mig... fyrir mig!!. Mér náttúrulega þykir óendanlega vænt um þau fyrir, en vá, þetta hefði mig aldrei grunað, og mér þykir enn dýpra vænt um þau núna. Og ef svona hugsun frá ástvinum er ekki til að fullvissa mann um að einhverjum þykir vænt um mann og sé að hugsa um og til og allt um mann, hvað þá???

Ég er sko virkilega snortin yfir þessu, og það er ekki með sama hugarfari sem ég fer í bústaðinn á morgun. Ég ætla auðvitað að njóta þess í botn og njóta félagsskapar Mr. K. og eiga algjöra afslöppunarhelgi með góðum mat, góðu víni, gönguferðum, pottaferðum og öllu öðru. En dísús, hvað svona partý hefði verið skemmtilegt!!!.

Ég hef enn val, segir systir mín mér í kvöld. En hvernig á maður að velja.... Oh my god hvað lífið getur verið erfitt, eða þannig. Ef þetta er það versta sem maður þarf að hafa áhyggjur af og velta sér upp úr.......... ja, þá getur lífið nú varla verið svo erfitt, er það?

Ég segi bara takk, takk og takk, mín elskulega fjölskylda fyrir að vilja mér vel.

Óska ykkur öllum góðrar helgi, ég kvitta út hér með fram yfir helgina. Mun hafa öðrum hnöppum að hneppa...... bæði til og frá Tounge

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Til hamingju með afmælið. Þú átt frábær systkini. Njóttu helgarinnar.

Hólmdís Hjartardóttir, 25.4.2008 kl. 02:29

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Innilegar hamingjuóskir   Ég vona að þér gangi vel að hætta að reykja eftir 3 daga  Sumt get ég munað, þó ég sé oft ótrúlega gleymin!!! 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.4.2008 kl. 02:31

3 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Úff já, Jóna, það mun standa þótt allt annað falli..... en ég neita því ekki að ég kvíði fyrir á sama tíma og ég hlakka ótrúlega mikið til !!! Mig langar virkilega til að vera laus undan þessum þrældómi, en kvíði samt þeim einmanaleika og aðgerðarleysi sem vissulega fylgir sígarettuleysi. Því ef einhver er vinkona í raun, þá er það frú Sígó.... er það ekki?

Takk fyrir hamingjuóskirnar, þið báðar. Mér finnst virkilega gaman að því að eiga ykkur sem bloggvinkonur!!!

Lilja G. Bolladóttir, 25.4.2008 kl. 02:59

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það sem hefur háð mér mest þegar ég hætti að reykja er aðgerðaleysið.  Maður hefur ekkert að gera   Nema kannski fá sér eitthvað að borða, sem maður má ekki gera   Svo er það heiladauðinn, maður hættir að hugsa, í nokkra daga.  Sem betur fer lagast það mjög fljótt   Háttatími hjá mér núna!!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.4.2008 kl. 03:06

5 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Góða nótt, Jóna mín. Ég óska þér líka alls hins besta í sambandi við hitt sem við "töluðum um" um daginn. Endilega, láttu okkur vita hvernig gengur og enn frekar, láttu vita ef ég get gert eitthvað til að hjálpa þér.  Ég stend tilbúin núna, ef þú þarft á að halda.

Góða nótt

Lilja G. Bolladóttir, 25.4.2008 kl. 03:14

6 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Gleðilegt sumar og til hamingju með afmælið!!! Frábær systkyni sem þú átt  

Góða helgi í bústaðnum

Guðrún Þorleifs, 25.4.2008 kl. 06:42

7 Smámynd: Audrey

Blessuð og sæl Lilja. 

Ég er búin að vera að kíkja yfir þessa síðu og er eiginlega svekkt yfir að hafa ekki vitað af henni fyrr.  Ótrúlega skemmtilegur penni

Ég er ekki hissa að heyra þetta með hana Þórunni, ein sú góðhjartaðasta og flottasta í bransanum

Góða helgi í bústaðnum.

kv.Auður Þórunnarvinkona

Audrey, 25.4.2008 kl. 11:12

8 Smámynd: Helga Linnet

Ógisslega áttu góða að. Hef alltaf óskað mér fleiri systkina...á svipuðu reki og ég. Bróðir minn er 7 árum yngri og svo á ég annan sem er 21 ári yngri og systur sem er 30 árum yngri....

Þess vegna langaði mig svo til að eignast nokkur börn sem gætu verið vinir þegar þau fullorðnast...og auðvitað til að hafa valið þegar maður fer að heimsækja grislingana þegar þau eru komin með fjölskyldu

Njóttu þess bara að vera til....og þetta með að hneppa....það líst mér vel á...sérstaklega ef það er frá

Helga Linnet, 25.4.2008 kl. 15:54

9 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Til hamingju með gærdaginn frænka

Róslín A. Valdemarsdóttir, 25.4.2008 kl. 17:31

10 identicon

Hæ skvís. Innilega til hamingju með afmælið. Það er ekki  leiðinlegt að eiga svona góða að. Njóttu helgarinnar.

Knús Hafdís H.

Hafdís (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 10:25

11 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Takk þið allar, fyrir góðar kveðjur  Sérstaklega vil ég þakka þér, Helga, fyrir sms og frábæra sendingu. Þetta var æðislegt, bæði var þetta virkilega óvænt og svo líka rosalega flott. Þetta var nú algjör óþarfi af þér, en svona er sumt fólk, gerir aðeins meira en það "þarf" bara til að gleðja aðra. Og þetta gladdi mig sko. Takk aftur!!

Lilja G. Bolladóttir, 28.4.2008 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband