Það er skömm að þessu!!!

"Þetta reddast", hefur nú löngum verið viðkvæðið hjá stjórnendum LSH. Ætli þeir séu ekki að bíða eftir því í þetta skiptið líka, þótt mjög erfitt sé að sjá á hvaða hátt það eigi að gerast.

Ég hef áður bloggað um uppsagnir skurðstofu- og svæfingahjúkrunarfræðinga, og hvaða áhrif þær muni hafa á alla starfsemi spítalans sem og öryggi okkar landsmanna - hvort sem stjórnendum takist að laða að nokkra erlenda hjúkrunarfræðinga eða ekki.

Það að yfir 90% af geislafræðingum spítalans ætli að hætta, þýðir auðvitað líka neyðarástand, því ekki viljum við biðlista inn á röntgendeildina ofan á allt annað. Þetta mun þýða, að jafnvel inniliggjandi sjúklingar á bráðadeildum, munu þurfa að bíða eftir því að komast í aðkallandi rannsóknir, innlagnir þar af leiðandi lengjast og hvað mun það kosta þjóðfélagið?? Ekki bara peninga, því það segir sig sjálft að ekki mun þetta heldur bæta álagið á nú þegar að mörgu leyti uppgefið starfsfólk, né mun þetta bæta leguplássleysið sem hrjáir spítalann..... eða ætlar Landspítalinn að gera samskonar samninga við Norðurlöndin og hann gerði við kragasjúkrahúsin svokölluðu..... og senda þá sjúklinga sem ekki komast fyrir á deildum LSH kannski til Kaupmannahafnar eða Þórshafnar?

Hvar er þessi mannauðsskrifstofa Landspítalans og hvað er hún eiginlega að gera?? Allavega ekki að passa upp á mannauð spítalans.....

Og hvenær ætlar fjármálaráðherra að losa þá fjármálakrumlu sem hans ráðuneyti heldur Landspítalanum í? Hvenær ætla fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra að viðurkenna það gríðarlega mikilvægi, sem liggur í starfi okkar heilbrigðisstarfsfólks, og gera alvöru samninga við okkur? Samninga sem hæfa okkar menntun, ábyrgð, þekkingu, færni og síðast en ekki síst mikilvægi í okkar þjóðfélagi. Það er virkilega skömm að ykkur, ráðherrar!!


mbl.is Algjör pattstaða – engir fundir og uppsagnir standa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Mér fannst nokkuð skírt í fréttum í gærkvöldi að aukin einkavæðing á Lsp kæmi til greina.

Hólmdís Hjartardóttir, 15.4.2008 kl. 12:24

2 Smámynd: Helga Linnet

Í hvert sinn sem ég hugsa það er ég alltaf jafn þakklát fyrir að vera ekki inn í þessum spítalageira....í alvöru.

Helga Linnet, 15.4.2008 kl. 18:57

3 Smámynd: Jóhanna Garðarsdóttir

Ef til vill of seint að kommentera á þessa færslu, en það vitum við greinilega báðar að á hverjum degi er þjappað inn á spítalann eins og þegar troðið er meira af dóti inn í yfirfullar geymslur. það er bara ítt og ítt og svo skellt á eftir sér. Eða svona næstum því. Alla vega stöðugur blekkingaleikur í gangi. " ...Svona mörg pláss opin, Svona margir yfir Ok þá er pláss fyrir svona marga á gangi" Þetta er frekar grát fyndið.

Og tek undir með þér. Hversu mikils virði er mannauðurinn á LSH? Lögmálið er: hver bjargar sér sem getur og hinir mega eiga sig. Hvernig hlúð er að starfsfólki væri gaman að bera saman við fyrirtæki í íslensku samfélagi almennt.

Jóhanna Garðarsdóttir, 17.4.2008 kl. 13:40

4 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Aldrei of seint.... takk fyrir innleggið og innlitið!!!

Lilja G. Bolladóttir, 19.4.2008 kl. 03:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband