Ég vil betra stuðningslið..... dududumm!!!

..... áfram Ísland öskrast úr öllum hornum - meira að segja var rólegt á slysló í kvöld á meðan landsleikurinn fór fram! Flestöll okkar á vakt, gátum setið og séð nánast allan leikinn..... eða, eins lengi og áhugi okkar varði. Flestir biðu með veikindi sín, þar til leikurinn var búinn.

Mér finnst stórlega vanta klapplið fyrir Ísland, klapplið sem segir eitthvað annað en endalaust "Áfram Ísland, dududududumm..... áfram Ísland dududududumm......" Og líka eitthvað annað en...... "Ísland, dududu.... Ísland dududu..... Ísland dududu....." Mér finnst vanta skipulagt klapplið, sem gjörsamlega aldrei stoppar, lið sem stöðugt heldur uppi stuði og stemmningu og hrífur aðra áhorfendur á pöllunum með sér. Þeir þurfa að eiga þema fyrir vörn og annað þema fyrir sókn, og alls konar söngva þess á milli til að halda áhorfendum, og ekki síst leikmönnum, í gírnum. Í sigurgírnum!

Ég hef farið á allmarga leiki erlendis, aðallega í Danmörku en líka á Englandi og þar er bara allt öðruvísi stemning. Pallarnir dúa af hoppum og æsingi, og þú þarft ekki að hafa vit eða skilning á, eða jafnvel gaman af leiknum, til þess að skemmta þér á svona leikjum. Þetta á reyndar við fótboltaleiki sem ég hef farið á, en miðað við að handbolti sé jafnmikil þjóðaríþrótt okkar og fótbolti er Englendingum, þá ættum við næstum að eiga rikisstyrkt klapplið, sem segir eitthvað annað en Ísland dududumm osfrv. Við þurfum að eiga lið sem syngur alls konar söngva, lið sem á STÓRAR trommur, lið sem lætur heyra mikið meira í sér og lið sem ekki bara deyr út í tvær karlmannsraddir sem segja lágt: "skora Ísland, skora....." Common, við hljótum að eiga eitthvað frumlegra en þetta, þessi lína er meira að segja stolin frá 11 ára leikmönnum Esso (N1) mótsins á Akureyri!!! Stuðningurinn er meiri á deildarleikjum HSÍ og vil ég þá sérstaklega nefna Haukamenn, sem eiga eitt besta stuðningslið allra (þótt ég sé ekki einu sinni Hafnafjarðarmær)!!

Við mæðginin förum alltaf á landsleiki Ísland í fótbolta, sem spilaðir eru hér á landi..... og þar hefur, bara á síðustu tveimur árum, átt sér stað stór breyting. Nú heyrist alltaf í mjög öflugum hópi, sem syngur, trommar og er m.a.s. með trommuheila með sér til að spila undir öll lög.... og það er geðveik stemmning sem hrífur alla áhorfendur með sér. Það er stuð og fjör á pöllunum nálægt þeim, og allir taka þátt. Allir eru hoppandi, dansandi, syngjandi og kallandi og þannig á þetta að vera! Þetta hefur líka skilað sér inn á völlinn, t.d. síðast þegar íslenska karlalandsliðið í fótbolta, spilaði á móti liði Spánverja. Alveg er ég viss um að stuðningur áhorfenda fleytti íslenska liðinu langt......!!!!! enda var fantagóð stemmning á áhorfendapöllunum. Þetta vil ég sjá í handboltanum. Og ég skal persónulega taka að mér stjórnina á trommunum ef það myndi hjálpa eitthvað!! Wink  

Ójá, það skal ég gera.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála þér, gott stuðningslið getur gert kraftaverk

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.1.2008 kl. 02:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband