Gæsahúð og Laxdæla á sömu helginni...

Bravó fyrir Jesus Christ Superstar!!! Það er skemmst frá því að segja, að mér fannst sýningin alveg mögnuð. Hrikalega góð, bæði hljómsveit og söngvarar. Við sátum á 5. bekk, sem voru alveg stórgóð sæti, ekki nógu nálægt til að vera frussað á, en nógu nálægt til að fá upplifunina beint í æð.

Ég get nú eiginlega tekið undir það með honum Jóni Viðari gagnrýnanda, að röddin hans Krumma hefði þurft að vera aðeins kraftmeiri - ótrúlegt en satt. Ég hélt fyrirfram að hann hlyti að hafa röddina í hlutverkið, en stundum fannst mér hann alls ekki komast eins hátt upp og samt halda kraftinum, eins og hann hefði þurft að gera. Eða kannski er ég bara orðin svo gegnsýrð af tónlistinni úr bíómyndinni, að mér finnst að allt eigi að vera eins og þar. Hann var engu að síður frábær í hlutverkinu, fannst mér. Eins og þau öll.

Ingvar var alveg æðislegur sem Pontíus Pílatus og ekki vissi ég að hann gæti sungið svona frábærlega! Það verður engu logið upp á manninn þann. Skopið fékk að vera með í verkinu og síðasta kvöldmáltíðin var t.d. útfærð sem pylsupartý, grillaðar á gasgrilli að sjálfsögðu LoL

Strákurinn minn var meira að segja rosalega hrifinn, enda þótt hann þekkti ekki fyrirfram tónlistina í verkinu. Eina sem ég saknaði svolítið, var hópur dansara - ég hefði viljað sjá dansatriði með þessarri frábæru tónlist. En hópurinn fær alveg toppeinkunn hjá mér engu að síður! Ég fékk margoft gæsahúð yfir flutningnum og það er gæðastimpill.

Nú er alvara lífsins skollin á aftur, ég er sem sagt byrjuð að vinna. Eyddi helginni á taugadeild LSH og það var bara fínt að komast aftur í gang eftir langt og gott frí. Auðvitað eins og alltaf þegar maður hefur nóg að gera, fer maður að sjá eftir að hafa ekki nýtt frídagana betur..... en ég bara hreinlega mundi ekki eftir neinu af því sem ég hefði átt að gera, akkúrat á meðan á fríinu stóð. Ég ætla t.d. að gera "scrap-bók" um son minn fyrir ferminguna hans, hafði hugsað mér að láta bókina liggja frammi í veislunni og gera eina opnu fyrir hvert æviár hans. Ég hefði nú getað eytt smá tíma í þetta í fríinu mínu. Eða þá hefði ég getað klárað að bora í veggina hjá mér (jahá, ég tók mig til og kenndi sjálfri mér að bora þegar biðtíminn eftir karlpeningnum í fjölskyldunni fór að verða óendanlega langur!!), og hengt upp myndir sem ennþá standa alltaf upp við vegg inní svefnherberginu..... en þær eru nú hvort sem er búnar að standa þar í tæp tvö ár, svo what the hell. Ég fékk gjafakort í Kringluna í jólagjöf frá Heilsuverndarstöðinni (vinnustaðnum mínum) - en ekki lá mér á að eyða innistæðunni á því.... a.m.k. eyddi ég ekki einum degi í búðaráp í fríinu mínu. Ég er ekki einu sinni búin að taka niður jólatréð Shocking....... en allt þetta vildi ég nú að ég hefði gert á meðan ég hafði allan tíma í veröldinni til þess. En svona er maður nú bara. Og hvað eyddi ég svo þessum dögum eiginlega í, spyr ég sjálfa mig núna. Ja, ég get allavega sagt, að ég lærði nokkuð vel inn á sjónvarpsdagsskrána...... og annar sófinn í stofunni er vel mótaður af rassinum á mér, eftir langar legur mínar þar. En svona daga verður maður líka stundum að fá að eiga.

Núna er ég búin að sitja síðustu tvo tíma og lesa yfir Laxdæluverkefni sonar míns. Hann hafði líka allt jólafríið til að gera þetta verkefni, og ég varaði hann margoft við því að slóra svona með það. Varaði hann við því að verða eins og mamma hans, sem alltaf bíður með alla hluti fram á síðustu stundu og helst lengur. En sonurinn sat heldur betur í súpunni þessa helgina, og er búinn að sitja sveittur við verkefnið báða dagana. Ég held nú samt að hann hafi lært sína lexíu á þessu...... hann á ennþá von til þess að verða ekki eins og ég, hann er enn ungur.

Núna ætla ég að drífa mig á date með Óla lokbrá - aftur vinnudagur á morgun og í þetta sinn á slysó.

Þar til næst.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er frábært að slappa af og gera ekkert inn á milli, bara horfa á sjónvarpið, eða lesa og gleyma sjálfum sér

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.1.2008 kl. 02:43

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gott að heyra að ég er ekki ein um að vera aðgerðarlaus!!!En líklega þarf maður að hvíla sig stundum og slaka á

Hólmdís Hjartardóttir, 14.1.2008 kl. 02:45

3 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Já, ég er sammála að það er algerlega nauðsynlegt að taka sér tíma til að hvíla sig og slaka á. Svo er það bara oft spurning um hvenær nauðsyn sleppur og ...........

Hefði allavega getað gert svo marga hluti, sem ég er bara núna að fatta, að ég hefði átt að nota tímann í.

Anyway....... 

Lilja G. Bolladóttir, 14.1.2008 kl. 17:26

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

kannast vel við svona, en ég verð duglegri þegar ég hef mikið að gera

Hólmdís Hjartardóttir, 14.1.2008 kl. 23:54

5 identicon

Hæ sæta, 

Frábært blogg hjá þér  Núna les ég bara allar þessar skemmtilegu sögur sem þú segir svo snilldarlega vel frá og finn nánast enga þörf fyrir að hringja í stóru systur   jú, jú, hringi í þig fljótlega.

Knus

Tóta sis (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband