Oh my God..... can we please, please.....

Ég er á því, að ekki sé einungis bloggstíflu um að kenna, heldur áhugaleysi, þreytu á umræðuefninu og dugleysi almennt, hvers vegna ég er svona löt að blogga undanfarið. Ég er örugglega ekkert ein um það að vera útivinnandi og þurfa að hlusta á oft miður vitsmunalegar umræður, þar sem hver og einn þykist alvitur....., stundum vitsmunalegar en þá er maður svo útmattaður af hinu, að maður nennir ekki einu sinni að taka þátt. Ég ræði þetta ástand þjóðarinnar við minn kæra Mr. K. og svo nokkra aðra, en OH MY GOD, can we talk about something else? Sometimes? .... ......somewhere..... anywhere, anyplace, anyhow..... ?? Bara please.... eruð þið ekkert að verða þreytt á því að vera spegill þjóðarinnar?? Ég er það allavega, og ég finn líka að það pirrar mig óstjórnlega þegar fólk segir, að ekki sé verið að GERA NEITT. Það er verið að gera fullt, sumt er ekki hægt að tala um og um þetta gildir að fæst orð bera minnsta ábyrgð. Ekki síst með tilliti til alþjóðasamfélagsins. Alþjóðasamfélagið er ALLTAF að hlusta. Og alltaf að túlka okkar orð. Kannski vildu "okkar" menn gjarnan segja OKKUR eitthvað, en þeir verða að gæta orða sinna því alheimurinn er að hlusta.

Miðað við vinnu föður míns síðastliðnar 6-7 vikurnar get ég lofað fyrir að einhverju er stöðugt verið að vinna í, og hann er EKKI í pólitískri stöðu heldur hreinni embættismannastöðu. Að minnsta kosti hefur móðir mín ekki séð manninn sinn í margar vikur, og svo er fólk að tala um að "fólkið sem ætti að vera að vinna, sé ekki að gera neitt!" Sveiattan, þetta gerir mig svo reiða, vegna þess að á meðan þið segið, að ekki sé verið að gera neitt, þá eru fjölskyldur þessarra manna, makar, börn og barnabörn ekki að sjá neitt af sínum mönnum. Því þeir eru að vinna fyrir RÍKIÐ. Reyna að finna farsæla lausn á öllu þessu. Fullt af embættismönnum vinna myrkranna á milli við einmitt það.

Ég er ekki með þessu að segja að ég sé sammála því að Davíð sitji áfram, eða að mér finnist það "cool" að Davíð hafi Geir í vasanum, mér finnst þetta Geir H. Haarde til skammar. Og hann á örugglega eftir að blæða fyrir sína trúmennsku við Davíð, hvernig svo sem stendur á henni. Geir á eftir að fá skellinn, vegna þess að með sínu loyalitet við Davíð er hann ekki einu sinni að þóknast meirihluta síns eigin flokks. Ég hef líka alveg mínar skoðanir á IMF og Gordon Brown, en það hafa líka allir þessir embættismenn. Þeim finnst sitt, en verða samt að vinna í umboði ríkisins. Svo please, hættið að segja, að ekki sé verið að vinna myrkranna á milli til að fá fram lausnir á okkar vandamálum. Ef ég heyri þetta einu sinni enn, þá á ég eftir að öskra. Bæði ég, mamma mín, dætur, synir, barnabörn og makar margra embættismanna, sem eru búnir að vinna rassgatið út úr buxunum síðustu vikurnar fyrir okkur. Og NOTA BENE, ekki á yfirvinnutaxta eins og svo margir virðast halda, þessir menn/þessar konur fá nákvæmlega sömu krónur í vasann, hvort sem unnir eru 200 eða 400 tímar í mánuði, og ég get alveg sagt ykkur að síðustu tvo mánuði, er tímafjöldinn nær 400 eða 500 tímum heldur en 200!! Og þetta fólk er alveg í sömu stöðu og við, eru með verðtryggð lán, eru að borga af húsunum sínum, fjárfestu einhverju í hlutabréfum sem nú eru töpuð og þar fram eftir götunum. Hættið að tala um þetta ástand, eins og það sé "VIÐ Á MÓTI ÞEIM".Við hver? Á móti þeim hverjum??? Við erum ÖLL í sama skítnum og við erum ÖLL saman að reyna að finna grundvöll fyrir áframhaldandi lífi hérna á Fróni. Ekkert annað. Við getum líka öll flykst á burt og látið Ísland, okkar fallega Ísland, leggjast í eyði. Við getum gert hvort sem er.

Ég er alveg sammála ýmsum mótmælum sem fara fram, og finnst það réttur okkar allra að mótmæla, en þegar fólk leggst svo lágt að setja á skilti; "DREPUM DAVÍÐ" og "HREINSUM ÍSLAND" og kastar svo eggjum og öðru í Alþingishúsið, þá eru þessi mótmæli komin á lægra plan en ég vil kenna mig við. Lái mér hver sem vill og dæmi mig líka hver sem vill. En þetta er mín skoðun og afstaða og ....okey, ekki grýta eggjum í mig, en mér er alveg sama þótt þið grýtið eggjum í blokkina mína. Mér finnst ekki þess háttar mótmæli koma okkar skilaboðum til skila.

Við erum sammála um margt, og viljum að ýmislegt breytist, en common ..... GROW UP segi ég nú bara. Ekki láta þetta fara út í múgsefjun þar sem fólk verður ekki tekið alvarlega, við skulum gera þetta á alvöru hátt frekar en svona.

Ég er ekki ánægð með ástandið. Ég vil ekki hafa Davíð í Seðlabankanum. Ég skil ekki hvers vegna Geir H. Haarde heldur áfram að verja Davíð. Ég skil ekki margt, og mér finnst annað, en eitt veit ég, og það er að það er virkilega róið að því með tvöföldum árum að koma Íslandi úr þessarri klípu sem fáir auðmenn komu okkur í. Og ég vona svo sannarlega líka að þeir fái sín málagjöld. En við skulum ekki hengja bakara fyrir smið....... (eða hvernig sem þessi málsháttur nú er, þá held ég að hann hljómi vel.... )

Ójá, sorry, að ég er grumpy þessa dagana, ég hef ekki séð pabba minn frá því í september því hann er í stöðugri vinnu fyrir RÍKIÐ, fjölskyldulífið er farið að litast af fjarveru hans stöðugt til OKKAR FJÖLSKYLDUMÁLA, mamma mín er grumpy vegna sama ástands, hann getur varla mætt í jarðafarir góðra vina vegna ástandsins í landinu, hvað þá haft tíma til að skrifa um þá minningargrein..... og á meðan stendur fólk og segir að það sé ekki verið að gera NEITT.

Já, I'm really sorry, að ég lít þetta öðrum augum en þið, en það ER VERIÐ AÐ GERA FULLT. Það er ekki hægt að tala um allt og sumir kannski skilja það bara ekki......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

FÍNT!!!

Gott að fá svona dembu á allt hitt!

Takk fyrir.

Skil ekki hvernig fólki dettur í hug að grýta með mat á sama tíma og fólk óttast vöruskort, en ég skil ekki allt

Kær kveðja frá Als 

Guðrún Þorleifs, 15.11.2008 kl. 22:11

2 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Æ, takk mín kæra Guðrún, var alveg í vafa um hvort ég ætti að birta færsluna, en for fanden, maður getur ekki hlustað á bull shit endalaust. Þetta er minn staður og minn vettvangur....

 Kærar kveðjur til baka til Als

Lilja G. Bolladóttir, 15.11.2008 kl. 22:22

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Ekki er það nú leiðinlegt að lesa bloggin þín.  Auðvitað átt þú að blogga bara um það sem þig langar til að blogga um.   Ég er ennþá í kreppugírnum á blogginu mínu, en það stendur til bóta fljótlega

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.11.2008 kl. 22:34

4 Smámynd: Sigrún Óskars

Gott að rasa svona út - og þú mátt sko alveg hafa þína skoðun á hlutunum. Ég er að miklu leyti sammála þér. Mér finnst sumir haga sér eins og óþroskaðir unglingar í þessum mótmælum, að henda eggjum sýnir algjört þroskaleysi. Ætli þetta fólk borgi háa skatta - ég bara spyr. (skattarnir okkar fara í að þrýfa eftir þetta fólk). Nú er mín farin að blogga hjá þér

kveðja  

Sigrún Óskars, 16.11.2008 kl. 13:42

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Reiðin beinist ekki að embættismönnum Lilja mín, hún beinist að lýðræðislega kjörnum fulltrúum og því sem þeir hafa staðið fyrir og afrekað með öfugum formerkjum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.11.2008 kl. 16:24

6 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Aha, ég er sammála ykkur öllum að einhverju leyti.

Jóna mín, auðvitað er í lagi að blogga um kreppu, ég er bara einhvernveginn búin á því að heyra ekkert annað, sjá ekkert annað og vita ekkert annað en um kreppuástandið. Vildi óska að þú kæmir núna með geðveika færslu um Finnland.....

Takk Sigrún mín, og "þínsín" má alveg blogga hjá "mínsín"  

Og Jenný mín, ég veit það vel, en maður getur orðið ansi pissed að hlusta á það endalaust, að ekki sé verið að gera neitt þegar maður veit betur og staðreyndin er sú að unnið er næstum allan sólarhringinn að lausnum. Ég þoli heldur ekki þegar fólk segir alltaf "þeir", og þegar ég spyr; "þeir hverjir?", þá veit fólk ekki einu sinni fyrir hvað þessir "ÞEIR" standa fyrir. Það eru bara einhverjir ÞEIR sem fólk beinir reiði sinni að...... soldið mín upplifun af mörgum umræðum í samfélaginu, og believe me, ég kem ansi víða.... Ég veit hvað þú meinar með "lýðræðislega kjörnum fulltrúum og því sem þeir hafa staðið fyrir....... " og ég er þér svo algjörlega sammála í því efni. Ég er mjög ósátt og ég er líka reið. Ég bara meika ekki að vera ósátt og reið allan sólarhringinn alla daga vikunnar, geðheilsa mín leyfir það ekki. Og svo langaði mig ógeðslega að svara öllu þessu "ÞEIR"-FÓLKI...... sorry, ég bara varð, er búin að sitja undir alls konar ræðum undanfarnar vikur þar sem mér finnst ekki standa steinn yfir steini í málflutningi. Það eru margir vitrir á kaffistofunum, en hvernig skyldu þeir standa sig á Alþingi? Þetta er soldið eins og þegar maður er að horfa á íslenska landsliðið í handbolta, og heldur alltaf að maður viti og geti betur sjálfur...... skilur ekki af hverju Ólafur gerði ekki þetta eða hitt, eða af hverju Guðjón Valur nýtti ekki færið sitt osfrv. Bara soldið þreytt á svona innihaldslausum staðhæfingum vítt og breitt.....

Og elsku Búkolla  yes, we know..... we both know....

Lilja G. Bolladóttir, 16.11.2008 kl. 19:25

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Tek undir orð Búkollu. Og að sjálfsögðu höfum við öll rétt á okkar skoðunum en traustið á Alþigi, ríkisstjórn, seðlabanka og Fjármálaeftirlit er lítið sem ekkert. Þess vegna verður að skipta út fólki.

Hólmdís Hjartardóttir, 16.11.2008 kl. 20:59

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Lilja mín, ég skil þig svo vel.  Ég held að flestar okkar sem höfum tjáð sig um þetta hjá þér séum sammála um hverjir hafi brugðist og við höfum allar talað um að við viljum "fagfólk" við stjórn.....og pabbi þinn er fagmaður á réttum stað.

Sigrún Jónsdóttir, 17.11.2008 kl. 00:48

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég var í vinnunni minni á barnum í kvöld og við barinn sat viðkunnanlegur maður, hann var útlendingur.  Hann talaði góða ensku við einn viðskiptavininn.  Svo kom annar viðskiptamaður sem spurði manninn hvaðan hann væri, maðurinn svaraði að hann væri frá Finnlandi.  Sá útlenski fékk samstundis að vita það að afgreiðslukonan væri finnskumælandi og spurði finninn mig hvort ég talaði finnsku.  Ég varð náttúrulega að segja að ég gæti aðeins tjáð mig á finnsku, svo spjölluðum við saman í nokkrar mínútur á finnsku.  Þá sagði finninn við mig, ég er að vinna á MTV3 í Finnlandi og kem á morgun og tek viðtal við þig á finnsku fyrir finnska sjónvarpið.  Ég sagði náttúrulega strax ég þori því ekki, maðurinn hlustaði ekki á mig og sagðist koma á morgun með myndavélina og taka við mig viðtal.  Woundering   Ein í stresskasti,  Sem betur fer slapp ég við viðtalið, vegna tímaskorts þessa sjónvarpsmanns.  Smá færsla um Finnland bara fyrir þig

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.11.2008 kl. 01:30

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þetta var færslan mín frá 05.11 þessa mánaðar

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.11.2008 kl. 01:31

11 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Takk Jóna mín, fyrir Finnlandsfærsluna góðu  verst að þú slappst við viðtalið, það hefði nú verið skemmtilegt, og enn skemmtilegra ef RÚV hefði fengið að sýna það líka

Og Sigrún mín og Hólmdís, já ég veit að líklega erum við öll sammála grundvallaratriðunum, sumir (=ég) kannski með aðeins styttra í taugarnar en aðrir

Lilja G. Bolladóttir, 17.11.2008 kl. 08:42

12 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Úff.... eiginlega eins og talað úr mínu hjarta, margt sem þú segir hér. Auðvitað er auðvelt fyrir mig að segja að ég vilji ekki láta þetta hertaka lif mitt, þetta ástand... ég sit ekki í súpu. Ekki enn að minnsta kosti. En ég get ekki annað en hlegið... ''þeir''... ég veit nákvæmlega hvað þú ert að tala um. Misvitrar umræður af misvitru fólki. Ég er ein af þessum misvitru sem held mig til hlés, hlusta og reyni að læra. Því ég skil hvorki upp né niður í þessu öllu saman.

Þetta er þörf og góð ábending hjá þér um allt fólkið sem vinnur botninn úr buxunum þessa dagana við að reyna að finna lausnir og svör. Ég er ekki viss um að margir hafi velt því fyrir sér. Ég vona að mamma þín fái manninn sinn fljótt heim.

Jóna Á. Gísladóttir, 20.11.2008 kl. 01:15

13 identicon

Sæl lilja.

Góður pistill,og aldrei Blogga ég til að þóknast öðrum í skrifum mínum ! endilega Bloggaðu,það er gaman að lesa þig.

Kærleikskveðju

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 04:50

14 Smámynd: Helga Linnet

Þegar fólk veit ekki hvað er að gerast, þá dregur það ályktanir. Þeir hafa alltaf hamrað á því að það sé verið að vinna í málunum og maður verður að trúa því og treysta.

Ég hef alveg fengið þá flugu í kollinn að það sé ekki verið að gera neitt....en ég hef aldrei staðið föst á því. Ég dreg þá ályktun líka að fleirum finnist það líka að ekki sé verið að gera neitt.

Þessir ráðamenn þjóðarinnar eru í erfiðis vinnu, það vita flestir. Mér finnst það til skammar að verið sé að grýta Alþingishúsið eða annað með matvælum sem væru betur geymd í ísskápum landsmanna. Hinsvegar finnst mér þessi "skjaldborg" sem var slegin utan um alþingishúsið hið besta mál. Það eru þó friðsamleg mótmæli.

Ekki hefur það hvarflað að mér að fara í mótmæli. Ég bíð í ofvæni eftir fréttum um hvað er að gerast. Ég tek ofan fyrir þeim sem sitja sveittir yfir vandamáli þjóðarinnar.

Takk fyrir skemmtilegan og fræðandi pistil.

Helga Linnet, 20.11.2008 kl. 18:31

15 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

hæ hæ Lilja mín, já hvernig ég fann þig!  Ég þefaði þig uppi.  Sá myndina af þér einhvers staðar hér og kannaðist strax við gömlu.

Var alveg búin að gleyma gömlu góðu ritgerðardögunum.

Gaman að vera aftur komin í samband við þig

Hafðu það sem allra best!

Kristín Bjarnadóttir, 20.11.2008 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband