Árni dýralæknir heldur áfram að brillera.....

Pínu skondið en mest mjög einkennilegt fannst mér að lesa síðu tvö í Morgunblaðinu í morgun. Þar er fyrst heljar fyrirsögn um mjög svo réttláta reiði ljósmæðra í garð okkar óvinsæla dýralæknisfjármálaráðherra. Herra fjármálaráðherra hyggst nefninlega alls ekki leiðrétta kjör ljósmæðra, sama þótt meirihluti þjóðarinnar standi að baki ljósmæðrum en á móti ráðherra og hans stefnu.... nei, hann ætlar einfaldlega að stefna þeim fyrir að segja starfi sínu lausu.

Bíddu.... síðan hvenær má maður ekki segja upp starfi sínu ef manni líkar ekki starfið, starfsumhverfið eða launin? Stendur einhversstaðar að maður sé æviráðinn þegar maður ræður sig hjá Ríkinu? Hvernig getur lögmæt uppsögn einhvers, þar sem tilskilinn uppsagnarfrestur er virtur, allt í einu verið ólögmæt? Hvað er maðurinn að hugsa?

Ég tel að með þessu útspili sé Árni Mathiesen að jarða bæði sjálfan sig og Sjálfstæðisflokkinn, sem nú þegar er djúpt sokkinn í óvinsældagröfinni. Nú er hann búinn að taka upp STÓRU skófluna til að dýpka gröfina. Þetta útspil fjármálaráðherrans mun án efa verða honum og flokknum dýrkeypt.

Á sömu síðu Morgunblaðsins má lesa að kynbundinn launamunur ríkisstarfsmanna hafi aukist um 3% milli áranna 2007 og 2008. "Óviðunandi niðurstaða", segir formaður Samfylkingarinnar, sitjandi Utanríkisráðherra og samherji Árna í ríkisstjórninni. Mikil þversögn og ósamstaða sem felst í yfirlýsingum þessarra tveggja samherja í ríkisstjórn okkar Íslendinga. Annar þeirra vill auka launamuninn enn frekar og stefna "óþægum" launþegum en hinum finnst launamisréttið óviðunandi. .....Eru þessir tveir aðilar örugglega í samstarfi í sömu ríkisstjórn??

Þessi niðurstaða um launamisréttið gengur líka þvert á stjórnarsáttmálann, þar sem það stóð skýrum stöfum að eyða ætti launamuni kynjanna og hækka laun kvennastétta. Hefur ríkisstjórnin ekki einmitt möguleika á að leiðrétta þennan mun, eða að minnsta kosti minnka örlítið, í yfirstandandi samningum við ljósmæður?? Og hafði hún ekki líka tækifæri til þess í nýlegum kjarasamningum við hjúkrunarfræðinga, sem er að miklum meirihluta kvennastétt. Hjúkrunarfræðingar sömdu niður fyrir sig, enn einu sinni og ríkisstjórnin gerði ekkert til að minnka launamun kynjanna í þeim samningum heldur.

Að sjálfsögðu eykst kynbundinn launamunur ríkisstarfsmanna þegar ríkisstjórnin gerir nákvæmlega EKKERT til að minnka hann eða eyða honum. Þvert á móti vinnur ríkisstjórnin GEGN stjórnarsáttmálanum, hún vinnur hörðum höndum og mjög markvisst að því að auka launamun kynjanna. Hvernig geta þeir verið þekktir fyrir að predika eitt og praktisera annað? Undrar þá að fylgi þeirra hrapar dag frá degi? Það er heldur ekki eins og þeir séu að vinna að því að afla sér vinsælda.

Og hvað á svona yfirlýsing að þýða frá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur? Það er ekki nóg að segja eitthvað í Morgunblaðinu, maður verður að framfylgja því líka. Og er hún að því? Er ekki Samfylkingin í þessarri ríkisstjórn líka? Af hverju gerir þessi fylking ekki neitt? Samfylkingin mælist með mesta fylgi allra stjórnarflokka núna, ef fólk innan Samfylkingarinnar væru smart hugsandi þá myndu þau standa uppi í hárinu á Íhaldinu og knýja fram réttláta samninga við ljósmæður..... og í leiðinni auka fylgi sitt enn meira. Þóttist ekki Samfylkingin alltaf vera félagshyggjuflokkur, allavega áður en hún seldi stolt sitt og sannfæringu fyrir setu í ríkisstjórninni. Ansi mörg málin sem þessi fylking hefur þurft að éta ofan í sig gegn því að fá að vera "memm" í þessu samstarfi.

Ríkisstjórnin hefur öll tromp á hendi til að afla sér vinsælda á ný. Gera góða samninga við ljósmæður, eins og þjóðin öll vill, standið við það sem þið lofuðuð fyrir kosningar, rísið upp og farið að haga ykkur eins og fullorðnir ábyrgir einstaklingar, sem eruð að vinna FYRIR okkur en ekki á móti okkur.

Ef það er svigrúm í efnahagsmálum til að hleypa Þorgerði Katrínu tvisvar til Kína á tveimur vikum fyrir fáránlegar upphæðir, ef það er svigrúm til að halda eftirlaunum ykkar til streitu, ef það er svigrúm fyrir allar opinberu veislurnar ykkar, ef það er svigrúm fyrir það, að við borgum ykkur laun fyrir að viðhalda þessum kynbundna launamuni..... þá hlýtur að vera svigrúm til þess að hækka laun ljósmæðra. Og ef ekki, þá getum við alveg fórnað eins og tveimur til þremur alþingismönnum í staðinn.

Árni M. Mathiesen er til athlægis með þessu örvæntingar útspili sínu. Hann ætti að vera stærri maður en þetta. Ef þetta er það besta sem þú getur gert..... af hverju ferð þú þá ekki sjálfur að sinna þínu ljósmóðurstarfi og taka á móti kálfum eða lömbum??? Ég held að þú værir mun betri í því starfi heldur en því sem þú sinnir núna.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

..og hana nú!...sagði hænan....góður pistill Lilja

Haraldur Bjarnason, 12.9.2008 kl. 14:37

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þú ert  bara frábær

Hólmdís Hjartardóttir, 12.9.2008 kl. 14:43

3 identicon

Þú ert BARA snillingur Lilja mín.

Mikið eru þessir pistlar þínir góð og hressandi lesning. Tek undir með þér, ég varð orðlaus þegar ég las að þessi maður vilji kæra uppsagnirnar í þokkabót.

Þetta þjóðfélag er í ruglinu, og hið opinbera stendur sig ENGAN VEGINN!!

Skál annars, það er komin föstudagur og ég ætla að fá mér bjór:o)

Gunna (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 16:10

4 Smámynd: Helga Björg

það er víst nokkuð ljóst að þú ert með túllan fyrir neðan nefið :):) og notar hann  hilklaust :) gaman af pistlonum þínum Líllja eisn ogég segi enn og aftur bara drífa sig í stjórnmál :)

Helga Björg, 12.9.2008 kl. 21:05

5 identicon

Já dýralæknirinn getur alveg verið fjármálaráðherra en væri betra ef það væri yfir öðru "fé". Tálga staf handa honum bara og senda hann í göngur. Ljóta vitleysan sem þetta er orðin.

Ásta K.Svav. (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 22:41

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

ARG.  Don´t get me started.

Við þurfum að gera byltingu stelpur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.9.2008 kl. 23:32

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góður pistill Lilja, þú ert góður penni

Sigrún Jónsdóttir, 12.9.2008 kl. 23:56

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þú ert engum lík, svo málefnaleg og skemmtileg þegar þú skrifar þína pistla.  Þeir ættu allir að birtast í mogganum eða einhverju öðru blaði.  Eigum við Bloggarar ekki bara að stofna nýjan flokk fyrir næstu kosningar?  Ha?  og láta til okkar taka. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.9.2008 kl. 00:10

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Bloggaraflokkurinn....

Hólmdís Hjartardóttir, 13.9.2008 kl. 01:51

10 identicon

Sæl Lilja.

 Frábær færsla.

Hefur þú tekið eftir því hvað Árni er orðin daufur til orðs og æðis....................það skyldi ekki hafa runnið af honum.................æðið.

með það að sýsla með eigið fé líka.

Skyldi honum hafa liðist það í Thailandi.?..............NEI,bara á ÍSLANDINU Góða...ÓÐA.!

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 08:50

11 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Flott  hjá hér

Anna Ragna Alexandersdóttir, 13.9.2008 kl. 18:18

12 Smámynd: Sigrún Óskars

Árni kúkar sko endanlega í buxurnar ef hann lætur verða af því að stefna ljósmæðrum.  

Rosalega góður pistill hjá þér.

Sigrún Óskars, 14.9.2008 kl. 09:52

13 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hann er gjörsmamega búinn að gera í þær!!!......oj

Haraldur Bjarnason, 14.9.2008 kl. 15:24

14 Smámynd: Haraldur Bjarnason

gjörsamlega...átti það að vera.

Haraldur Bjarnason, 14.9.2008 kl. 15:25

15 identicon

Hæ Liljan mín.

Vildi bara segja góða helgi, ég er aaaaalveg á leiðinni með klukkið frá þér, en ef þú kíkir á heimasíðuna mína núna, sérðu að ég er að klukka alla með svolitlu:o)

Lovya, missya.

Gunna (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 16:45

16 Smámynd: Norðanmaður

Heyr ! !  Heyr ! !  Árna í fjósið

Norðanmaður, 24.9.2008 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband