Sumarfrí í rigningunni og rómantík hjá leigubílsstjórum.....

Við systur vorum búnar að plana árlega útilegu með drengina okkar þessa vikuna, en þar sem aðeins var gott veður á Egilsstöðum og í Þórshöfn, var ákveðið að fara ekki að heiman. Vissulega hefðum við getað keyrt austur eða norðaustur, en vegna þess að ungir drengir tilheyra þessum frændahópi var það ekki talið fýsilegt að keyra svo langa leið fyrir tvær til þrjár nætur í tjaldvagni. Einnig í ljósi þess, að enga tryggingu er hægt að fá fyrir veðurspánni, svo alveg eins gæti veðrið snúist við loksins þegar við næðum austurströnd Íslands.... og síðast en ekki síst hvetur bensínverðið ekki til svona langrar keyrslu.

Veðrið þessa vikuna hefur ekki boðið upp á margskonar útivist...... ekki nennir maður að labba upp á Esjuna í grenjandi rigningu, eða ég nenni því allavega ekki. Ekki er gaman að hlaupa á línuskautum með lárétta rigningu í fangið og ekki nema allhörðustu golfarar sem hætta sér út á golfvellina í svona veðri, og þar sem ég og minn sonur tilheyrum ekki þeim hópi, þá höfum við bara setið heima og haft það kósý. Í gær fórum við ekki einu sinni úr náttfötunum......Tounge

Þannig höfum við mæðgin bara haft það huggulegt í kotinu okkar. Við leigðum okkur þrjár nýjar myndir hjá BónusVideo á þriðjudaginn og kláruðum þær í dag, auk þess að hafa horft á næstum heila seríu af Friends..... í tólfta skiptið..... Við höfum grillað, bakað bollur, sofið út, spilað, borðað girnilegar beyglur í morgunmat og nammi yfir miðjan daginn, seinnipartinn og kvöldið. Já, við getum næstum því ímyndað okkur að við séum í sumarbústað...... nema stemmningin fór aðeins af því þegar sonur minn sýndi mér grásvartar iljarnar eftir að hafa verið berfættur í íbúðinni í heilan dag. Það ýtti heldur betur við kellingunni, mér, enda ekki vanþörf á. Ryksugan var dregin fram og svo skúringafatan og skrúbburinn og svo var sko skúrað hér á bæ. Ég skal vel viðurkenna að ég hef verið ansi löt við skúringarnar síðustu mánuði en mér til varnar, þá hef ég ryksugað nokkrum sinnum og ég moppa gólfin næstum því á hverjum degi. En svartar iljar gefa manni ansi hart spark í rassinn..... ég er enn aum Crying

Núna er ég búin að ákveða það að í vetur ætla ég að fá til mín konu til að gera "þyngri" heimilisstörfin....... þ.e. að ryksuga og skúra. Þetta er eitthvað það leiðinlegasta sem ég veit og mér finnst ég stöðugt hafa þennan andskota hangandi yfir mér..... og ég er ekki fyrr búin að taka einn umgang en þörf er á næsta. Ég kynnti mér málið og komst að því að flestar þessarra kvenna koma ekki í hús fyrir minna en sjö þúsund kr. skiptið og miða þær þá við fjórar klukkustundir. Mér finnst of mikið að borga 14.000 kr. á mánuði fyrir þrif heima hjá mér, svo ég er búin að setja ferli í gang þar sem ég fæ konu einu sinni í mánuði, þar sem hún tekur ALLT rækilega í gegn, þ.e. allt sem hún getur gert á fjórum tímum. Samkvæmt systur minni, sem býr þó í miklu stærra húsnæði en ég, þá auk almennra þrifverka, strýkur hún líka yfir eldhúsinnréttinguna, tekur gluggana að innan, pússar spegla og allt annað sem fellur til. Ef þetta er gert fyrir mig einu sinni í mánuði, finnst mér ekkert mál að viðhalda íbúðinni, ég meina, það er ekki "gott" fyrir parket að vera skúrað oftar en einu sinni í mánuði og það er nú algjört max..... er það ekki? Mér leiðist ekki hið minnsta að þrífa baðherbergið, því það get ég gert á meðan ég tala í símann. Það sama gildir um það að þurrka af. Moppan fer nú svo til af stað af sjálfu sér, svo..... Allt annað en að ryksuga og skúra er piece of cake í mínum augum. 7.000 kr. á mánuði, hvað er það miðað við friðinn sem ég fæ í mitt hjarta í staðinn?? Whistling

Nú má ekki skilja það sem svo að ég sé algjör letingi, og ekki er ég heldur að reka stórt heimili..... en ég vinn 120% vaktavinnu, er oft þreytt á frídögunum mínum, langar frekar að eyða fríhelgunum í tómstundir og skemmtanir heldur en þrif..... og þegar ég er að vinna morgunvakt er ég yfirleitt ekki komin heim fyrr en um kl. 18, og þá þarf maður samt sem áður að elda, þvo þvotta, hjálpa til með heimalærdóminn og allt þetta sem venjulegar húsmæður gera. Svo þetta ætla ég að leyfa mér í vetur. Og allt er þetta skítugu tánum á syni mínum að þakka.... eða kenna. Ég er bara greinilega ekki að standa mig í þessum hluta húsmæðurhlutverksins, svo betra að láta það í annarra manna/kvenna hendur. Eins og alvöru stjórnendur gera, skiljið þið, útdeila verkefnum, ekki halda að þú getir gert allt best sjálfur...... you get the point, right? Cool

Annars að lokum, ein lítil sólskinssaga...... Ég tók leigubíl á þriðjudaginn, sem er svo sem ekki í frásögur færandi. Bílstjórinn var eldri maður sem sagði ekki mikið á leiðinni og virtist, í mínum augum, vera frekar "þunglamalegur", og þá er ég ekki að tala um líkamsstærð. Ferðin fór fram í þögn, sem hentar mér alveg ágætlega svo sem en svo þegar við komum á leiðarenda og ég var að gera upp, þá segir þessi eldri maður við mig: "Áður en þú ferð út, þá verð ég að spyrja þig, hvaða ilmvatn ertu með?" Ég hváði og reyndi á methraða að muna hvaða ilmvatni ég hafði spreyjað á mig fyrr um daginn, og hann hélt áfram: "Ég hef nú keyrt margar konurnar, en ég hef aldrei fundið jafn góða lykt af neinni konu.... hvað heitir ilmvatnið þitt?" Ég mundi það reyndar og sagði honum það, og þá sagði þessi "yndislegi" maður: "Ég ætla strax niður í Mjódd og kaupa svona ilmvatn handa konunni minni...... heldurðu að ég fái þetta ekki í apótekinu??" No need to say, en þá fannst mér maðurinn ekki hið minnsta þunglamalegur lengur og ég brosti allan hringinn þegar ég labbaði upp tröppurnar að íbúðinni minni. En æðislegt að fá svona hrós frá ókunnugum manni þegar maður síst væntir þess og viti menn, það sást aðeins í sólina eftir þetta, á annars þungbúnum júlí-sumarfríssdegi.... Rómantíkin sannarlega ekki dauð á bænum hjá þessum leigubílsstjóra, hvaða kona myndi ekki elska það að maðurinn hennar kæmi heim með ilmvatn handa henni, svona í lok vinnudags á þriðjudegi??? I know I would..... Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sæt saga...flottur bílstjóri.   Ég hafði svona "konu" í ein 2 ár. Og það er svo miklu skemmtilegra að koma heim og geta sest niður og spjallað í stað þess að ergja sig og standa á haus í tiltekt og þrifum

Hólmdís Hjartardóttir, 24.7.2008 kl. 21:06

2 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Hmm, Hólmdís, ég náttúrlega stend aldrei á haus í þessum verkum, því frekar gerast hlutirnir ekki á mínu heimili...... en þeir pirra mig samt og mér finnst það Gods blessing að geta verið laus við að hafa þessi verk hangandi yfir mér. Þrátt fyrir að við séum ekki hátt launaðar kellur, þá finnst mér það þess virði að eyða í.... ég nýt þá frítímanna betur.....

Lilja G. Bolladóttir, 24.7.2008 kl. 21:34

3 Smámynd: Helga Björg

Ég er  með svona skúru og það er hún Lára mín hún Rúmensk og frekar mundi ég borða hafragraut í öll mál en að sleppa henni hún gerir það að verkum á heimilinu að frídagar eru frídagar .geeeeðveikt a hafa svona láru

Helga Björg, 25.7.2008 kl. 05:44

4 Smámynd: Húsmóðir

Er búin að tilkynna mínum ektamanni að annaðhvort okkar verði að vinna aðeins meira í vetur ( eða borða aðeins minn ) Við vinnum bæði allt of mikið og helgarnar hjá mér fara i að sinna því sem ekki tekst að halda í horfinu virka daga. - Ætla að kaupa mér svona "þrifþjónustu" í vetur.  Ekki spurning.

Húsmóðir, 25.7.2008 kl. 13:37

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Útivinnandi fólk (lesist konur) á að sjálfsögðu að létta sér heimilisstörfin og nýta frítímann sinn i andlega nærandi hluti.

Sætur leigubílstjóri.

Jeb

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.7.2008 kl. 11:30

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Lilja miklu flottara hjá þér að fá karl í þungu heimilisstörfin, þá geturðu látið hann draga fram eldavélina, ísskápinn og allt til að þrífa á bak við. ...manstu jafnréttið, ekki bara konur í þrif og heimilisstörf.

Haraldur Bjarnason, 27.7.2008 kl. 07:33

7 Smámynd: Sigrún Óskars

Kona sem vinnur svona mikið eins og þú - og vaktavinnu í ofanálag á að fá sér "skúru", ekki spurning.

Skemmtileg leigubílstjórasaga.

Sigrún Óskars, 3.8.2008 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband