Hversu ódýrt skyldi það vera að dópa sig??

Enn á ný steðjar vandi að Landspítalanum, núna getur spítalinn ekki borgað lyfjabirgjum sínum, enda skal engan undra með ofurháu lyfjaverði okkar Íslendinga, ömurlegu gengi íslensku krónunnar sem á sama tíma er mjög óstöðugt. Fjárframlög Ríkisins eru mjög úr takti við það að spítalinn eigi að vera "hátækni" og veita fyrsta flokks þjónustu, gefa dýrar og flóknar lyfjagjafir á mörgum sviðum spítalans; eins og á blóðmeinafræðideild sem gjarnan borgar einar 300.000 kr. fyrir eina litla sprautu og kannski 1.200.000 kr. fyrir eina "litla" meðferð fyrir eina manneskju í eitt skipti (!!), og oftast þarf mörg fleiri skipti.... krabbameinslækningadeildin borgar jafnvel sömu upphæðir, (og oft til deyjandi sjúklinga), taugadeildin, gigtardeildin og fleiri borga jafnframt miklar fjárhæðir fyrir ýmsar lyfjagjafir til bæði göngudeildarsjúklinga og þeirra sem eru inniliggjandi. Auk allra hinna deildanna sem veita alls konar þjónustu, bæði í formi göngudeilda og ekki síst legudeilda, sem yfirleitt bera allan kostnað af lyfjanotkun sinna skjólstæðinga hverju sinni.

Allir landsmenn vilja fyrsta flokks þjónustu á þessum spítala og allir vilja bestu og dýrustu lyfjagjafirnar en enginn vill helst borga fyrir neitt. Þetta á allt að vera innifalið í okkar velferðarkerfi, er það ekki? Eða hvað??

Að sjálfsögðu eigum við að fá okkar dýru krabbameinslyfjagjafir greiddar af Ríkinu, sem og öll þau lyf sem við þurfum að taka vegna þeirra margra aukaverkana sem við megum upplifa vegna þeirra, ....og við eigum líka að fá greiddar aðrar dýrar lyfjagjafir vegna annarra sjúkdóma, en á Landspítalinn að borga fyrir gjörsamlega ALLT???

Ég vinn t.d. oft á lungnadeildinni, og þar er það mjög algengt að fólk leggist inn með sína krónísku lungasjúkdóma, en samt sem áður ÁN þess að hafa sín lífsnauðsynlegu lungnalyf með. Þetta fólk leitar til Landspítalans, með sinn lungnasjúkdóm, sem það er lífsnauðsynlega háð ákveðnum lyfjum, en fer samt út úr húsi án þeirra. Af því að þetta fólk VEIT að Landspítalinn mun sjá þeim fyrir lyfjum í þeirra innlögn á spítalann. Svo leggst þetta fólk inn á spítalann, og í stað þess að hafa sín eigin lyf með, þá Á og MUN Landspítalinn sjá þeim fyrir þeim lyfjum sem þetta fólk þarf að nota....þótt svo fólkið eigi þessi lyf liggjandi á lager heima hjá sér..... lyf sem Tryggingastofnun hefur að mestun hluta greitt fyrir nú þegar.....

..... Ég er sjálf með asthma, og nota tvenns konar lyf. Til að gefa ykkur mynd af því hvað lyfjameðferð fyrir "einfaldan" asthma kostar Ríkið og þ.a.l. Landspítalann í mörgum tilvikum, ætla ég að eftirrita síðasta kostnaðarseðil minn fyrir ykkur.

Ég hringdi á mína heilsugæslu og talaði við hjúkrunarfræðing þar, sem gaf skilaboðin áfram til míns læknis um það, að hann ætti að símsenda lyfseðil um mitt asthmalyf í það apótek sem ég óskaði. Ég fór í tiltekið apótek seinna um daginn, sótti lyfið og fékk svona reikning:

Heildarverð: 31.713.-

Hlutur TR: 28.313.-

Hlutur sjúklings: 3.400.-

Afsláttur 45%: -1541.-

Alls: 1859.-

 

Ekki veit ég hvernig þessi afsláttur er tilkominn, og fagna honum bara,en hitt slær mig, hve mikið lyfin mín kosta í raun og veru. Og ég minni ykkur á, að þótt svo peningurinn komi úr sitthvorum vasa ríkissjóðs, þá er Landspítalinn að borga fullt verð fyrir svona lyf... þ.e.a.s. án endurgreiðslu frá TR. Svo þegar asthmasjúklingar og sjúklingar með króniska lungnateppu ítrekað enda uppi á bráðamóttökum okkar landsmanna án lyfjanna sinna, sem eru þeim lífsnauðsynleg....... og mind you.... asthmasjúklingur fer varla úr húsi án lyfjanna sinna,,,,hvað þá hinn..... þá finnst mér það eiginlega ansi gróf misnotkun á okkar kerfi og mér finnst ekki að Landspítalinn eigi endalaust að "blæða" fyrir svona "skussa".

Mér finnst að fólk eigi að taka sín eigin lyf með þegar það leitar spítala og mér finnst að það eigi að nota eigin lyf fólks á meðan það liggur inni á spítala, það myndi spara spítalanum milljarða..... margt af þessu fólki fær lyfin sín send heim, innpökkuð í rúllu, og ef við notum þau ekki, þá lenda þau í ruslinu hvort sem er, sem þau og oft gera. Tryggingastofnun borgar lyfin fyrir stóran hluta af þjóðfélaginu nú þegar, krabbameinssjúklingar borga ekkert fyrir sín lyf til dæmis, svo af hverju á allur kostnaður að leggjast á Landspítlann sem er að drepast úr fjársvelti ......(???) um leið og fólk leggst inn?

Við, þ.e. LSH, myndum að sjálfsögðu borga fyrir allar nýjar lyfjagjafir, sem og öll lyf sem ætti að gefa í æð eða um aðrar inngönguleiðir, en þau lyf sem fólk er að nota hvort sem er að staðaldri, á það sjálft að borga fyrir, að mínu mati. Og það á að sjá sóma sinn í því að taka sín lyf með á spítalann þegar það kemur þangað og býst við innlögn.....eða bara alltaf í rauninni.

Þetta er mín afdráttarlausa skoðun á þessu máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Tryggingastofnun er þegar að borga mikinn kostnað sem var Landspítalans fyrir nokkrum árum. Dæmi. Ég lagðist inn til aðgerðar. Tekin blóðprufa sem ég greiddi fyrir. Ég þurfti að fara í gegnum margar rannsóknir.  Útskrifuð og síðan fór ég í rannsóknirnar og greiddi fyrir sjálf.  Tryggingiastofnun endurgreiddi mér það sem fór fram úr kostnaðarhlut sjúklings.  Það eru ekki svo mörg ár síðan Landspítalinn greiddi allan þennan kostnað og þannig vil ég hafa það!! Kostnaður sjúklinga var enginn fyrir nokkrum árum.....og þannig vil ég hafa það.  Svo nú erum við ekki sammála

Hólmdís Hjartardóttir, 17.7.2008 kl. 07:43

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er mjög meðvituð um verð á lyfjum.  Ég er sykursjúk og ég tek þunglyndislyf (efexor depot).  Hef alltaf tekið þau með mér ef ég hef þurft að leggjast inn.  Það hvarflaði ekkert annað að mér.

Og nú skipti ég frá Efexorinu yfir í samheitalyf sem gerir sama gagn og það munar "huge" bæði fyrir mig og ríkið.

Að sjálfsögðu á fólk að kanna verðið.  En að sjálfsögðu á ríkið að borga, en við sjúklingar megum gjarnan vera meðvitaðri um kosnað.

Og habbðu það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.7.2008 kl. 07:58

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Hvernig stendur á því að verð á lyfjum er svona hátt hér???

Sömu lyf í DK kosta minna þar og eru þau þó af "íslensku bergi brotin".

Bara að pæla hér í hreina loftinu okkar.

Guðrún Þorleifs, 17.7.2008 kl. 19:03

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Ég veit ekki mikið um rekstur sjúkrahúsa, en þegar sonur minn var á Buglinu fékk hann lyf þaðan, einnig þegar hann var heima í helgarleyfum.  Þótt við ættum þessi sömu lyf heima, mér var sagt þar að það væri skylda spítalans að skaffa öll lyf, jafnvel þegar hann var heima á nóttinni og bara uppfrá hluta úr degi. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.7.2008 kl. 00:48

5 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Kæru dömur

Hólmdís; hvort sem það er TR eða LSH sem borgar lyfjabrúsann, þá er það samt auðvitað alltaf Ríkið sem er að borga, ég er ekki að andmæla því að Ríkið taki þátt eða borgi að öllu leyti, en þar sem LSH er rekinn á fjárlögum en ekki TR, finnst mér réttara að fólk hafi með sér á spítalann þau lyf, sem TR er hvort sem er búin að niðurgreiða heldur en að LSH sé að borga fyrir ALLT. Ef fólk hefði ekki lagst inn, væri það hvort sem er að gleypa þessar sömu pillur heima hjá sér, og ég sé ekki af hverju LSH á að sjá þeim fyrir þeirra föstu lyfjum þótt það sé inniliggjandi. Það er mín skoðun og tillaga að sparnaðarleið fyrir spítalann okkar allra.

 Jenný: Ég veit að þunglyndislyf eru ekki mikið niðurgreidd af Ríkinu, a.m.k. ekki jafn mikið og asthmalyf, hjartalyf og fleiri lyf... en ég tek hattinn ofan af fyrir þér, fyrir það að taka lyfin þín með þegar þú þarft á spítaladvöl að halda. Megi aðrir taka þig til fyrirmyndar!!

Guðrún: ég tók eftir þessu sama þegar ég var í Kbh fyrir skemmstu, þá þurfti ég að kaupa mér lyf gegn magasýrum, var reyndar svo heppin að vera á ferð með lækni sem gat skrifað upp á lyf fyrir mig, fékk sama lyf afgreitt fyrir miklu minni pening en hérna á Íslandi..... en nei, það lyf var ekki merkt Actavis samt, þótt ég hafi séð mörg lyf merkt Actavis í lyfjaskúffunum hjá þeim "der ovre".

Og Jóna mín: Þetta sem þú lýsir, er auðvitað það, að spítalinn ber ábyrgð á öllum sínum sjúklingum þegar þeir fara í leyfi, hvort sem það er hluta úr degi eða yfir nótt, og það er lenskan hjá spítalastarfsfólki að gefa fólki lyf með sér heim, en mín persónulega skoðun  er sú, að fólk eigi að nota sín eigin lyf.... helst innan spítalans og utan. Ég held að spítalinn gæti sparað milljarða með þannig hugsunarhætti.

Og vel að merkja, þessar hugmyndir voru nú aðeins settar fram sem leið að sparnaði fyrir spítalann, ég get ekki séð að hann geti sparað á mörgum öðrum sviðum, hann getur allavega ekki selt tækjabúnaðinn sinn, hætt að borga fólki laun eða dregið úr þjónustu, svo þetta var nú bara smá hugmynd....

Að öllu öðru ósögðu..... góða nótt

Lilja G. Bolladóttir, 18.7.2008 kl. 01:40

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

  







Hólmdís Hjartardóttir, 18.7.2008 kl. 02:02

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér finnast þessi sparnaðarráð alveg ágæt, flestir ættu að geta tekið með sér lyf sem þeir nota að staðaldri við innlögn á sjúkrahús. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.7.2008 kl. 03:56

8 Smámynd: Helga Linnet

Þú opnaðir augun mín algjörlega núna upp á gátt!!

Helga Linnet, 21.7.2008 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband