Er fjandinn í Köben eða er hann í Reykjavík??....

Heimur versnandi fer, bæði þar og hér. Það getum við séð bara við það að lesa blöðin og hlusta á fréttirnar. Verðbólgan eykst og samhliða verðtrygging lánanna okkar, kaupmáttur rýrnar, krónan er að deyja.... ef hún er þá ekki bara dáin nú þegar (?!) og íslenska efnahagskerfið stendur óstöðugum fótum þótt Geir H. Haarde standi ennþá fast á sínum og aðlagist meira og betur forsætisráðherrastólnum...., Mugabe "vann" forsetakosningarnar í Zimbabwe, börn deyja ennþá úr HIV og hungri í Afríku, börn illra stadda á Íslandi líða líka skort þótt hljótt fari, náttúruhamfarir alls staðar í heiminum "out of the blue".... Það er ekkert gaman hérna lengur. Hvað er að gerast? Er þetta upphafið að heimsendinum? Skyldum við einhversstaðar geta gripið inn í þetta ferli?

Það mætti alveg álykta sem svo að heimsendir væri í nánd..... heimskreppa, hryðjuverk, sjálfsmorðsárásir, faraldur í hungri og HIV í þróunarlöndunum og á sama tíma geysir offitufaraldur í Vesturlöndunum, vatnsskortur, olíukreppa, hækkandi verð á hráefnum allsstaðar í heiminum, heimskingjar heimsins eru ódauðlegir eins og Bush Bandaríkjaforseti, vaxandi eiturlyfjaneysla allsstaðar í heiminum.... Are we in trouble now? Woundering

Það er greinilega allt að fara til fjandans í öllum málum ..... nema ég, ég er komin til Köben, langt frá fjandanum, en kemst nær og nær efnahagsfjandanum, að minnsta kosti mínum persónulega, í hverju skrefi sem ég leyfi mér eitthvert skrattakorn. Ég ætla að leyfa mér, svona ofan í allt annað, að hafa áhyggjur af því þegar ég kem heim. Núna ætla ég bara að njóta þess að vera Lilja litla í Köben Tounge

Í Danmörku fæddist ég og bjó til tveggja ára aldurs þar sem faðir minn var við nám við Kaupmannahafnarháskóla, eldri systir mín flutti svo hingað þegar hún var tvítug og ég var 11 ára, og fórum við systur, (þ.e. ég og yngri systir mín), stundum út að heimsækja hana. Við litla systir fluttum svo á sama tíma, með sitthvorum kærastanum þó, til Danmerkur árið 2006,.....(breytt 5. júlí: vá, misreiknaði mig aðeins um 10 ár, við fluttum auðvitað út árið 1996 (!!!)....) hún bjó hérna í þrjú ár en ég ílengdist í 6 ár og náði mér í menntun í leiðinni...... og líka fullt af vinum, upplifunum og minningum, bæði góðar og mjög góðar... og slæmar og mjög slæmar. Hér lærði ég að standa á eigin fótum og hér fann ég sjálfa mig sem fullorðna. Hér mótaðist persónuleiki minn að stærstum hluta og gerði mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Mest þess vegna tengist ég Danmörku, og mun alltaf gera, sterkum böndum.

Ég hef farið árlega til Danmerkur alveg síðan ég flutti heim aftur, og mér finnst það varla nóg. Oft naga ég mig í handarbökin yfir því að hafa yfirleitt flutt heim frá Danmörku, og gæti vel verið að ég tæki allt mitt hafurtask saman og flytti út aftur. En þangað til, læt ég mér nægja að heimsækja...Happy

Ég kom hingað snemma í morgun. Von er á Mr. K. á sunnudaginn og ætlum við þá að eyða tæpri viku saman í skemmtilegheitum, en mér fannst tilvalið að taka forskot á sæluna og nota tímann til að hitta gamla vini, vinkonur og þefa af borginni minni einsömul. Enda sakna ég kellingarinnar, hennar Kaupmannahafnar......Blush

Ég er á hóteli við Vester Voldgade, sama hótel og ég nota alltaf, og sama hótel og við Mr. K. höfum notað áður..... þetta er fínt og gott hótel, svo af hverju að breyta? Núna er ég í single-herbergi, og mun svo færa mig yfir í herbergi okkar Mr. K. á sunnudaginn, en þetta "værelse" sem ég er í núna, er bara svo flott, að ég trúi því ekki að þetta sé leigt út sem "single-værelse". Ég er í king-size rúmi, sem ég nota tæplega einn þriðja af.... restin fer undir tölvuna mína, bækur og blöð, náttbuxur sem ég er nú þegar búin að afklæðast vegna hita og armböndin mín..... ég er með stórt og gott baðherbergi, tveir stólar og borð með glerplötu eru í herberginu, sem og skrifborð með stóli við.... og ein moskítófluga sem ég hef árángurslaust reynt að drepa. Líka er hérna sjónvarp og sjónvarpsskenkur, og það besta af öllu...... það er frí internettenging allan dvalartímann. Ekkert að borga fyrir annaðhvort klukkutíma eða sólarhring, maður er bara tengdur allan tímann sem maður er hér. Plús að þetta er smoking-room, sem gerir allt betra Smile

Í dag hefur verið 28 stiga hiti og sól í Köben, varla líft úti á götunum í miðbænum þar sem mengunin er þétt..... þótt ég sé alls enginn puritani, sko, en þá getur maður bókstaflega fundið mengunina í nefinu á svona molludögum í Kaupmannahöfn....

Ég prófaði eitt í kvöld, sem ég ekki hef prófað áður. Ég fór ein út að borða. Og mér fannst það æðislegt. Ég tók með mér bók, sat á útiveitingastað, pantaði mér pasta og hvítvín og sat svo og las "Þúsund bjartar sólir" eftir Khaled Hosseini, þann hinn sama og skrifaði Flugdrekahlauparann. Á sínum tíma grenjaði ég svo mikið yfir Flugdrekahlauparanum, að ég eiginlega þorði ekki að lesa í þessarri bók á veitingastaðnum, en hún gleypti mig fljótt, svo ég varð að panta mér einn Irish Coffee á eftir og svo bara sat ég þarna og las. Þegar það fór að kulna úti komu þjónarnir og lögðu teppi yfir axlirnar á mér, og ég, heimshornaflakkarinn, var orðin aðeins rugluð í ríminu eftir að vera nýbúin að vera í Barcelona......svo ég leit upp og brosti, kinkaði kolli og þakkaði pent fyrir mig; "Gracias....." Þótt ég væri búin að tala dönsku við þessa sömu þjóna allt kvöldið.....LoL er þetta að vera sofisticated (???), þegar þú manst ekki einu sinni hvaða tungumál þú átt að tala hverju sinni.....?Blush

Flestir túristar í Kaupmannahöfn ganga Strikið og svo voga sér út á einhverjar nokkrar hliðargötur þaðan. Við "hin" sem þekkjum Kaupmannahöfn, göngum bara stystu leið til baka, gegnum miður fagrar, þröngar götur, fram hjá alls konar búllum, hlustum á óp og köll "innfæddra Tyrkja og annarra", látum sem ekkert sé, og kannski einmitt vegna þess að maður er einn á ferð og virðist vita hvert maður stefnir, þá er maður látinn í friði.

Hugsunin hefur oft hvarflað að mér, en áþreifanlega gerði ég mér grein fyrir því í kvöld, þar sem ég þrammaði minni þekktar götur Kaupmannahafnarborgar, að hér líður mér vel og á einhvern hátt líður mér betur hérna og fíla mig meira "heima" heldur en "heima á Íslandi" í brjálæðinu, stressinu og kaupmennskunni, þar sem allir Pallar og Kallar eru í kappi við hvorn annan um það hver eigi stærsta jeppann, flottasta garðpallinn, besta fellihýsið eða fínasta ameríska grillið. Það virðist vera sem að stór hluti Íslendinga telji sig ekki vera NEITT nema að eignast einhverja svona hluti, og helst á sem skemmstum tíma, því annars gætu "ríku" vinirnir farið að undra sig á því, eftir hverju þau væru eiginlega að bíða..... Þessi hópur Íslendinga fyllir stórt hólf nú þegar, og virðist ekki eiga sér nein mörk, og ekki fyrir venjulegt fólk til að bera sig saman við. Þessi hópur virðist aldrei ánægður, þótt það sé nýbúið að kaupa fínt leðursófasett í stofuna, þá eru hýbýlin ekki fullkomin fyrr en búið er að kaupa nýja eldhúsinnréttingu líka, og borðstofuhúsgögn, og innréttingu á baðið, og svo sólpall og heitan pott og svo, og svo, og svo og svo..... þau láta einhvernveginn aldrei staðar numið, enda virðist ekki sem þessi kaup séu að færa þeim neina hamingju. Þetta er lífsfylling fyrir einn dag, og svo þarf að kaupa eitthvað nýtt. Ég meina í alvöru, út á hvað gengur lífið hjá þessu fólki? Hvað veitir þeim eiginlega hamingju? Hvað þarf til að gera þau glöð í hjartanu?? Greinilega eitthvað sem vantar, þar sem þau eru á stöðugu spani við að afla sér nýrra hluta, í stað þess að sitja á gamla sófanum og njóta lífsins með börnunum, fjölskyldu eða vinum.....Woundering

Þetta kunna Danir, þ.e. að njóta lífsins, njóta þess sem þeir eiga og eru sáttir og ánægðir með það, afla sér einhvers út frá því sem þeir eiga en ekki með lánum, hitta vini og kunningja reglulega í spjalli, yfir matarbita, í kaffisopa eða yfir "en öl", annaðhvort heima eða á torginu fyrir framan matvöruverslunina. Í Danmörku er ekki litið á þig sem alkohólista eða göturóna, þótt þú súpir af bjórflösku á almannafæri. Í Danmörku gengur lífið ekki út á það að vinna sem mest, eiga sem mest, eiga flottasta bílinn eða fara í flottustu ferðirnar. Þar gengur lífið út á það að njóta frítímanna frá vinnu, eiga sem FLESTA frítíma frá vinnu, í stað þess að eltast stöðugt við yfirvinnu eins og við gerum, njóta nútíðarinnar, njóta fjölskyldunnar og vinanna sem oftast og eyða peningum í góðan mat, góða samveru og góðar stundir frekar en flatskjái, gaseldavélar og heita potta. Í Danmörku þarftu ekki heldur að panta tíma hjá vinum þínum með þriggja vikna fyrirvara til þess að hittast, Danir eru "chillaðir" en ekki "overstressed" eins og Íslendingar og þeir vita hvernig á að "hygge sig".....Wink

 

Og ég er flutt aftur..... á morgun, eða næsta ár.... alveg á hreinu!!............

 

.................................

 

.................................

 

Úhú, gleymdi náttúrlega alveg að segja frá því, að í kvöld hitti ég líka gamla vini niður við Nyhavn, drakk fullt af bjór með þeim, alveg eins og í gamla daga. Svo kíkti ég inn til "vinar" míns, Tattoo Ole, við Nyhavn 17, en hann/þeir hafa gert öll tattooin sem ég ber á líkama mínum núna, og núna langar mig í nýtt. Svo ég kíkti aðeins á myndirnar þeirra og veðraði mínar hugmyndir fyrir þeim, Við erum búin að komast að nokkurs konar niðurstöðu, en ég ætla að bíða með að fá mér tattooið þangað til Mr. K. kemur, hann verður að vera viðstaddur..... gaman að sjokkera "soldið" gamlan mann.....Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já Danir kunna að "hygge sig". Við tökum ekki öll þátt í neyslubrjálæðinu...ég vil frekar ferðalög og rauðvín. Lilja mín kíktu vel á alla verðmiða....og njóttu Köben með Mr. K

Hólmdís Hjartardóttir, 4.7.2008 kl. 00:13

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Posta skriptum.   Gætirðu litið á slæður fyrir mig?

Hólmdís Hjartardóttir, 4.7.2008 kl. 00:17

3 Smámynd: Helga Linnet

Ég er alveg sammála með Danmörk. Þar langar mig til að eiga heima...enda ansi mikið dönsk.

Ég hef einmitt velt fyrir mér þessu lífsgæðakapphlaupi. Það er ótrúlegt hvað það smitar útfrá sér líka. Áður en maður veit af, er maður búinn að fjárfesta í einhverjum fjáranum. Sama hvað maður reynir að stemma stigum við sjálfan sig, þá virðist þetta vera skæður smitsjúkdómur sem erfitt er að lækna. Hinsvegar held ég að margir "læknist" þegar botninum er náð.  en það er á bara of seint!  Ég tel mig vera í góðu jafnvægi, þurfi ekki botninn til að læknast.

Helga Linnet, 4.7.2008 kl. 00:41

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er ekki þáttakandi í þessu neyslubrjálæði, ég er svo sparsöm að ég á alltaf peninga fyrir því sem mig langar til að gera.  En veistu ég hef aldrei stigið fæti á Danska grund.  Ég hef farið í yfir 25 utanlandsferðir en aldrei til Danmerkur.  En ég hef komið allavega 10 sinnum til Finnlands, og 7 sinnum til Írlands, 7 sinnum til Skotlands og tvisvar til Englands  Ég hef ekki alveg nákvæma tölu á utanlandsferðum mínum, en þetta er svona cirka.  Ég gæti samt ekki hugsað mér að búa í útlöndum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.7.2008 kl. 01:25

5 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Hólmdís og Jóna, ég veit að við tökum alls ekki öll þátt í þessu neyslubrjálæði, en eins og þú segir, Helga, þá er svolítið auðvelt að smitast bæði af því og stressinu í þjóðfélaginu.

Þegar ég flutti heim fyrir einhverjum árum, ætlaði ég sko EKKI að fylla þennan hóp stressaðra Íslendinga, sem aldrei hafa tíma til neins, en nú er ég hópurinn. Ég er ekki barnanna best í mínum vinahópi, hef afar sjaldan tíma til að hitta mínar vinkonur og stundum líða vikur án þess að ég hringi. Ég kenni óreglulegum vinnutíma um, þörfinni fyrir yfirvinnu, litlum og óreglulegum svefni og þar af leiðandi heilmikilli þreytu á frídögum mínum og hlutverkinu "einstæða móðirin", stundum um tímaskort minn..... en innst inni veit ég að ég er að forgangsraða vitlaust. Það þarf að klippa á þetta einhversstaðar, og einhvernveginn er maður kominn í vítahring heima á Íslandi. Búin að fjárfesta í íbúð, þar sem afborganirnar bara vaxa og vaxa, maður verður jú að borða og það er líka ógeðslega dýrt á Íslandi, það er bara erfitt að vinna lítið og samt njóta lífsins á Fróni, en það er hægt í Danmörku!!

Lilja G. Bolladóttir, 4.7.2008 kl. 07:26

6 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

P.s. Hólmdís mín, ég skal gjarnan kíkja á slæður fyrir þig, viltu Dolce og Gabbana eða viltu Dior, eða kannski..... Burberry???

Lilja G. Bolladóttir, 4.7.2008 kl. 07:28

7 identicon

Hæ Liljan mín.

Vona að þú hafir það frábært og njótir þín vel í afslappaðri Kobenhavn. Geggjað hjá þér að fara út að borða með bók og bara vera þú sjálf. Það er laaangbest. Og ekkert vera að hafa áhyggjur af Visanu fyrr en heim er komið, það reddast allt mannstu;o) Það er nú líka alveg hægt að drekka slatta af bjór og fá sér nokkur tattoo fyrir sama verð og spænskar snobbslæður kostar:o)

Tek algjörlega undir með þér, þessi brjálaða neysluhyggja hérlendis er auðvitað sorgleg, og ég lít alltaf rosalega upp til dana og þeirra lifnaðarhátta. Kannski flytjum við tvær bara saman út, ég hugsa oft til þess að flytja út, losna úr þessu neyslubrjálæði og efnahagsklúðri sem virðist einkenna þetta land.

Jæja, mér finnst nú sem betur fer samt margir vera farnir að slaka aðeins á í neyslunni, þökk sé yfirvofandi kreppu. Bróðir þinn kom t.d. í fyrradag og tók borðstofusettið okkar. Og ég panekkaði fyrst til að byrja með, stofan mín náttl. bara gaaaltóm og ég hef ekki rassgat efni á nýju setti.  Svo fattaði ég að gamla borðstofusettið hennar ömmu er auðvitað til, eldgamalt og stórsér á því, hehe, en, hey, það sinnir sínum tilgangi alveg jafn vel og þetta flotta sem ég átti. Og þetta kostaði mig akkúrat ekki krónu!!!! Ég keyri líka stolt um á gömlum bíl sem ég á sjálf og hef engan tilgang til að hafa í Kaskó.

Okey, syndajátningar líka. Fór loksins í litun og klippingu í gær. Í fyrsta sinn í rúma þrjá mánuði. En með hárvörunum sem ég "þurfti" líka að kaupa, þá var þetta líka 18 þúsund kall! Eigum við að ræða það eitthvað? Gæti liggur við farið í helgarferð út í staðinn. Maður er náttl. klikk:o)) "Halló, Geðdeild"?

Takk æðislega fyrir æðislega kvittið þitt á blogginu mínu, þú ert algjör yndi og mér þykir svoooooo vænt um þig. Hafðu það nú sem allra best, og ég hlakka rosalega til að hitta þig þegar ég kem heim úr fríinu í lok júlí.

Þín ávallt, Gunnsa.

Gunna (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 17:07

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Köben er borgin mín líka.  Var þar fyrst sumarið 1969, those were the days kona.  Þvílíkt fjör.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.7.2008 kl. 11:02

9 identicon

Svo þar hefurðu alið manninn;) Yndislegt land Danmörk en ég var í fyrsta skipti í Köben fyrir 4 árum og það í viku með fjölskyldunni... OMG við framkvæmdum þriggja vikna prógramm á einni viku. Hlakka til að koma þangað aftur. Stefni á það með unglingunum á heimilinu á næsta ári. Þær eru byrjaðar að safna flöskum og bera út    Kíkti á bloggið þitt hér fyrir nokkrum mánuðum og ekki aftur fyrr en nú frábært að sjá þig hér og gaman að lesa færslurnar þínar. knús Ásta (pizzahut)

Ásta Kristín SVavarsdóttir (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 23:47

10 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Hæ öll sömul og takk fyrir kommentin, sorry að ég hef engan tíma til að lesa ykkar síður eins og er, en það kemur að því fljótt.....

Jenný, það er ekki rétt, BORGIN ER MÍN(!!!) ..... en þú mátt eiga hana með mér.....

Elsku Gunna, hlakka bara til að sjá þig næst....

Og Ásta, alltaf gaman þegar þú setur komment inn hjá mér, man sko vel eftir þér og öllum okkar skemmtilegu stundum saman á Pizza Hut!!!

Lilja G. Bolladóttir, 8.7.2008 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband