Fordómar og for-dómar.....

Flest þykjumst við vera fordómalaus, en svo þegar betur er að gáð, leynast þeir allnokkrir í hugarskotum okkar allra. Margir þykjast ekki vera á móti samkynhneigðum, af því að nú á dögum þykir það bera vott um heimsku, en þeir vilja samt ekki að þjálfari fótboltaliðs sonarins sé hommi, hann gæti farið að reyna við strákana, og úpps ef þeir beygja sig niður, sem þeir eðli málsins samkvæmt þurfa oft að gera á æfingum..... Errm

Sumir þykjast ekki hafa neitt á móti innflytjendum, en þegar til kastanna kemur, vilja þeir ekki fá innflytjendur sem nágranna….. úpps aftur, það er ekki það sama að hafa enga fordóma og fá kvikindin í bakgarðinn hjá sér. Ég hef til dæmis ekkert á móti krókódílum, en ég vil samt ekki hafa einn slíkan á svölunum mínum.

Stundum tekur fólk afstöðu til mála, án þess að kynna sér nein rök á bak við þau. Það hefur bara svona “af því bara”-afstöðu eða fylgir afstöðu annarra, af því að það er ekki nógu sjálfstætt til að taka eigin afstöðu….. já, eða of latt til að nenna því, eða öllu verra of heimskt til að taka raunhæfa afstöðu......Whistling

Ég viðurkenni að ég hef ýmsa svona fordóma, þ.e. byggða á engum rökum. Ekki gegn samkynhneigðum, enda deili ég skoðun Andreu Jónsdóttur, útvarpskonu og tónlistargúrús með meiru, að flestir hafi í sér bisexualt element….. en það er önnur saga. Ekki hef ég heldur fordóma gagnvart innflytjendum, þótt mér finnist að stjórnvöld eigi að gæta hófs þar og læra af mistökum annarra Norðurlanda í því málefni.

Ég hef hins vegar mikla og órökstudda fordóma gegn Herbalife vörunum, hef aldrei prófað þær og mun aldrei gera, veit ekkert hvort þær eru góðar eða slæmar, en sölumenn Herbalife fara geðveikt í taugarnar á mér. Þeir eru jafn uppáþrengjandi með sína vöru og mormónar með sína trú…..

Sem minnir mig á, að ég hef líka fordóma gegn Vottum Jehóva, án þess að þekkja einn einasta Vott og án þess að hafa sótt samkomu hjá þeim. Vegna þess að afstaða þeirra til blóðgjafa finnst mér heimskuleg og asnaleg. Á því byggi ég mína fordóma.

Grasalækningar finnst mér líka svolítið ýkt fyrirbæri, örugglega kennir margt góðra grasa þar, en mér finnst stundum verið að kynda undir vonir og væntingar hjá þeim sem minnst mega sín, þ.e. mikið sjúkum, með grasalækningum. Fólk sem að öllum líkindum er deyjandi, grípur í grasalækningar sem síðasta hálmstráið, eyðir formúgu í þessa vitleysu og deyr svo samt. Þrátt fyrir að hafa drukkið jurtaseyðið, étið kapsúlur með heilagri blöndu í og smurt sig með grasaolíu ofan og neðan.

Fólk sem hefur áráttu fyrir höfuðbeina-spjaldhryggsmeðferðum, segir að maður eigi að taka routerinn sinn úr sambandi yfir nóttina, vegna þess að annars sofi maður svo illa og verði útúrgeislaður, trúir því að ef ég ýti á ákveðinn punkt á kinnbeininu minnki ég stress mitt og þar fram eftir götunum, hef ég ákaflega lítinn tolerance fyrir. Án þess að vita hvort þau fari með rétt mál eða ekki. Ég þoli bara ekki þeirra uppátroðslu í minn garð, með sín fræði, í hvert skipti sem ég nefni einhvern krankleika. Ég nenni heldur ekki að hlusta á óumbeðinn fyrirlestur, í hvert skipti sem ég set sykur, gosdrykk eða aðra “bannvöru” inn fyrir mínar varir í þeirra augsjá. Ég bara hreinlega þoli það ekki!

Í gær, eða öllu heldur í nótt, uppgötvaði ég svo nýja fordóma hjá mér. Ég hafði skellt mér á djammið í góðum félagsskap og eins og oft vill verða, nálgast mann einhverjir karlmenn. Vilja chatta, dansa, jafnvel bjóða í glas en allir hafa síðasta lokamarkmiðið, þ.e. ….. ja, þið getið líklega alveg sjálf getið ykkur til um það. Nema hvað, þar sem ég var stödd á staðnum B5 í Bankastræti, vindur sér að mér ágætlega huggulegur karlmaður, og líka á þeim aldri sem mér finnst í lagi að tala við…. þ.e.a.s. hann var ekki 18 ára….. Ég talaði við hann í örskamma stund, eða þar til hann einhverra hluta vegna sneri sér við og ég sá að aftan á gallajakkanum hans stóð: HARD ROCK CAFÉ, AMSTERDAM. Ég var farin áður en hann sneri sér aftur við, slíkir voru fordómar mínir gagnvart karlmönnum, sem ganga í gallajökkum merktum Hard Rock Café. Mér var alveg sama, hvern mann jakkinn geymdi, ég felldi þarna harkalegan dóm, dæmdi innihaldið af umbúðunum. Vonandi missti ég ekki af mannsefni mínu þarna…… Cool

Anyway, þá var ég þó mjög for-dæmandi, þegar ég spáði fyrir um lok Baugsmálsins. Ég hélt því alltaf fram að Ríkið myndi ekki hafa mikið upp úr krafsinu þar, bæði eru Baugsfeðgar og samstarfsmenn of auðugir til þess að þurfa að stinga undan einhverjum nokkrum milljónum, og svo eru þeir líka nógu ríkir til þess að ráða góða endurskoðendur til þess að fela slíkar “uppákomur” ef þeir þyrftu. Hver ætli beri ábyrgð á þessu rugli sem við erum nú að blæða og borga fyrir? Var öfundsýkin þarna alveg að fara með Seðlabankastjórann okkar eða á hann einhverjar óuppgerðar sakir við þessa menn, sakir sem hann lætur okkur landsmenn borga fyrir. ……Tja, ég bara spyr….. allt leyfist þessum köllum og kellum án þess að við fáum að greiða atkvæði um fyrirfram….. við bara kjósum og borgum svo fyrir vitleysuna eftir á, þegjandi og hljóðalaust….. Eða kannski ekki alveg hljóðalaust, ég er allavega að baula núna!! Devil And I´m not happy with this shit!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Mikið djö... eru þetta góðar vangaveltur hjá þér Lilja!!!

Haraldur Bjarnason, 8.6.2008 kl. 23:46

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Við erum andlegar systur.  Ég hef svo óupplýsta fordóma gangvart Herbalive, að það jaðrar við brjálæði.

Get tekið undir alla hina fordómana líka.  Ójá.

Að endingu, þá held ég að enginn sé algjörlega fordómalaus, við erum öll með einhverjar skoðanir og trú sem byggð er á vafasömum grunni. 

Góða nótt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2008 kl. 00:43

3 identicon

Skemmtilegar vangaveltur eins og svo oft áður. Ég er uppfullur af ýmsum fordómum og ætla ekkert að breyta þeim - af því að ég er þverhaus.

Ég hef til dæmis rosalega fordóma gagnvart fólki sem alltaf tjáir sig, um stjórnmál, eftir flokkslínum.

Ég hef líka mjög mikla fordóma gagnvart fólki sem "allt" þykist vita - og viðurkennir aldrei að takmörk sín.

Svo hef ég fordóma gagnvart fólki sem aldrei les bækur.

Þetta eru allt svakalega "gáfulegir" fordómar   

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 00:44

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

er einhver alveg fordómalaus?

Hólmdís Hjartardóttir, 9.6.2008 kl. 00:56

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef líka fordóma gagnvart öllum "töframegrunarkúrum" hvort sem það heitir Herbalife, slim fast, fatburner o.s.f.v. ef eitthvað af þessu virkaði í alvöru án þess að svelta sig væru engar bollur til.  Svona eins og ég   Svo er ég svo fordómafull gagnvart svo mörgu öðru að ég hálf skammast mín fyrir það.  Ég ætla ekki að fara að telja það allt upp

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.6.2008 kl. 01:11

6 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

I love you all

Lilja G. Bolladóttir, 9.6.2008 kl. 01:35

7 Smámynd: Gísli Torfi

HARD ROCK CAFÉ, AMSTERDAM.Priceless.

þú getur þó huggað þér við það að ekki stóð ÍSTAK eða  ÍAV  þeir eru líka víst ábernandi þarna í 101 .

Gísli Torfi, 9.6.2008 kl. 06:09

8 Smámynd: Húsmóðir

Það eru alveg ótrúlega margir góðir punktar þarna hjá þér og sjálfsagt er maður uppfullur af fordómum án þess að gera sér grein fyrir því .

Ég hef samt öðruvísi "gallajakkafordóma" en þú - ég hefði snúið við "med det samme" ef gallajakkinn hefði verið snjóþveginn !  Skítt með Hard Rock í Amsterdam. 

Eigðu góðan ( og fordómalausan ) dag

Húsmóðir, 9.6.2008 kl. 11:18

9 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Já, húsmóðir, ég hefði líka snúið mér við á punktinum þá. Og spólað af stað.....

Snjóþvegið, pælið í þegar maður gekk í þannig fötum og fannst það meira að segja ógeðslega flott!!

Lilja G. Bolladóttir, 10.6.2008 kl. 01:33

10 Smámynd: Helga Linnet

þú ert náttúrulega bara yndislegust

Þetta með rauðvínstjattið......það stendur enn...þurfum bara að finna rétta tímann. En ég skal REYNA að fela Herbalife teið.....sem er allra meina bót  (ég mátti til...ekkert verra te en eitthvað annað og ekkert betra held ég)

*fruss*

Helga Linnet, 11.6.2008 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband