Hægðir í ýmsum útgáfum.....

Á stofugangi, á ónefndri deild um daginn, spurði líka ónefndur læknir, sjúkling einn hvort hann hefði heilbrigðar hægðir. Sjúklingurinn varð ekki hvumsa, vissi líklega hvað fólst í spurning læknisins, en ég staldraði aðeins við þessa spurning. Heilbrigðar hægðir? Hvað er nú það? Er það ef þú hefur hægðir einu sinni á dag, eða annanhvorn dag? Hafa heilbrigðar hægðir sérstakt útlit og þéttleika?? Dökkbrúnan lit eða ljósbrúnan? Bara fyndið að velta þessu fyrir sér, finnst mér Smile

Hins vegar held ég að það sé nokkuð víst, að heilbrigðisstarfsfólk sé með hægðir á heilanum, svona eins og gamla fólkið. Ég komst að því, þegar ég fór í 5 daga fjallgöngu síðasta sumar, og svo skemmtilega vildi til að í hópnum voru af tilviljun fimm hjúkrunarfræðingar úr hinum ýmsu áttum. Allar áttum við til orð yfir það sem fyrir augu bar, og allar líktum við mörgu af því við ýmis konar hægðir. “Þetta er eins og barnaniðurgangur”, “þetta er nú alveg eins og týpískar sýklalyfjahægðir”, “þetta er næstum eins og algjör fituskita”, (orð, sem örugglega bara heilbrigðisstarfsfólk þekkir!) og “þetta líkist morfín-aftúrkreistingi”…..(annað orð sem líklega bara heilbrigðisstarfsfólk þekkir). Eitt skiptið sátum við svo í himneskri náttúrulaug, þar sem mjög svo órætt slím var í botninum, þá greip einn karlmaðurinn lúkufylli af slíminu, lyfti því upp og sagði: “Stelpur, eins og hvernig hægðir eru þetta?” Við vorum náttúrulega ekki lengi að svara því. Þetta voru eins og Clostridium hægðir, eða jafnvel eins og Noro hægðir, bætti ein við. Skák og mát Cool

Einhverju sinni lenti ég líka í því, að Toyotan mín startaðist ekki, alveg sama hvað ég reyndi. Ég þrjóskaðist við, en að lokum játaði ég mig sigraða og tók leigubíl í vinnuna. Þaðan hringdi ég svo í Toyota-umboðið og spurði hvað gæti verið vandamálið. Starfsmaðurinn tjáði mér að það væri stýrislás á bílnum, en ég er nú ekki svo ljóshærð, að ég hafi ekki vitað það, þetta var eitthvað annað og meira en einfaldur stýrislás. Þá spurði hann mig, hvort það gæti verið að bíllykillin hefði komist í snertingu við snjóinn….. það var nefninlega mjög snjóþungt þennan dag…… Og jú, ég hélt það nú, enda hafði ég misst bíllyklana í götuna rétt áður en ég fór inn í bílinn. Hann taldi þá líklegast að snjór og bleyta hefði lekið niður í svissinn og frosið þar, og því hefði ég ekki getað startað bílnum. En þetta væri ekkert mál, ég ætti einfaldlega að taka lásaolíu og sprauta henni ofan í svissinn. Ég varð pínu hugsi og kom svo með einfalda spurning: “Á ég þá bara að taka venjulega laxerolíu og dúndra henni þarna niður???” Starfsmaðurinn var þögull í smá stund og sagði svo: “Ég sagði ekki LAXEROLÍU, ég sagði lásaolíu!!” Ég áttaði mig strax og baðst afsökunar, sagði honum að ég væri hjúkrunarfræðingur og væri með hægðir og hægðalyf á heilanum……Tounge

Þetta er nú meiri skíta færslan……


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

color, consistency. odor,........

Hólmdís Hjartardóttir, 8.6.2008 kl. 17:25

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er að æla en ég geri það með bros á vör

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.6.2008 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband